Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ m ________________________ FÓLK í FRÉTTUM Gjörningaklúbburinn á forsíðu myndlistartímaritsins Siksi I GJÖRNINGNUM „Blow job“ freistuðu listakonurnar þess að frelsa risastóran varalit úr viðjum íss vopnaðar hárþurrkum. í KYNNINGARMYNDBANDINU Gullna hringnum fór Gjörninga- klúbburinn um landið og heimsótti m.a. Gullfoss og Geysi. Einu myndlistarmennirnir sem sjást frá tunglinu - SIKSI er mjög þekkt myndlistar- blað? „Já, það er aðalmyndlistarblaðið í Skandinavíu sem dreift er út um all- an heim, á söfn, í skóla, í bókabúðir og er ein helsta heimild erlendis um list á Norðurlöndum," segir Eirún. Greinarhöfundur er listakonan Aleksandra Mir sem er af pólskum og sænskum ættum og býr í New York. Hún gefur Gjörningaklúbbn- um mjög lofsamlega umfjöllun og tal- ar um þær sem norræna undrið og endar greinina á því að aldrei sé að vita nema Gjörningaklúbburinn eigi '->» eftir að gera stóra hiuti í framtíðinni. „Þetta er álíka mikilvægt fyrir okkur sem myndlistarmenn, að kom- ast á forsíðu Siksi, eins og fyrir tón- listannenn að komast á forsíðu RoII- ing Stone eða Melody Maker,“ segir Eirún. „En það á eftir að koma í ljós hvað þessi umfjöllun á eftir að gera fyrir okkur,“ bætir hún við. „En þetta er mjög mikill heiður fyrir okk- ur, ekki síst þar sem við erum ný- byrjaðar í bransanum," segir Dóra. Fannst vanta íjörið í myndlistina Gjömingaklúbburinn varð til í Myndlistar- og handíðaskólanum þegar þær stöllur voru þar í námi. „Gjömingaformið hentar mjög vel fyrir það sem við höfum áhuga á,“ ; segir Dóra, „og líka bara allt sem er að gerast í kringum okkur." - Hver var helsta hugmyndin með klúbbnum fyrst? ,Að gera skemmtilega myndlist," segja þær nánast allar í kór. „Hafa það skemmtilegt,“ segir Jóní. „En klúbburinn hefur þróast mjög mikið frá þessum fyrsta einfalda gjörningi upp í það að vera með mjög fjöl- breytt efni. Við gerum myndbönd, Ijósmyndir og notum öll þau efni sem henta okkur í hvert skipti," segir Dóra. „Við tökum allt það besta sem til er í kotinu," segir Jóní. „Okkur fannst vanta fjörið í mynd- listina. Það er til svo mikið af leiðin- legri myndlist. Það er ekkert að því að myndlistarmenn geri stofumynd- list, en það er líka það sem flestir eru að gera hérna, af því það er auðveld- ara að selja myndir til að hengja upp á vegg,“ segir Eirún. „Islensk gallerí hafa líka einbeitt sér að þessari teg- und myndlistar," segir Dóra. „Það er í rauninni bara eitt gallerí á Islandi sem stendur undir nafninu gallerí og það er Gallerí Ingólfsstræti 8. Þar er verið að flytja inn myndlist erlendis frá og þau eru líka að kynna íslenska listamenn erlendis,“ segir Eirún. Ætla sér stóra hluti „Við höfum þróast mjög mikið frá okkar fyrsta gjömingi í Dagsljósi, Kossinum, þótt gleðin sé alltaf í fyrir- rúmi.“ segir Einán. „En við erum meiri bissnesskonur núna,“ segir Jóní, „Og meiri hugsjónakonur,“ bæt- ir Dóra við. „Við komum líka til með að verða einu myndlistarmennirnir sem sjást frá tunglingu," segir Eirún. - Hvað meinarðu með því? Gjörningaklúbburinn hefur starfað frá ár- inu 1996 þegar þær Eirún Sigurðardóttir, Dóra Isleifsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir voru með Kossinn, sinn fyrsta gjörning, í beinni útsendingu í Dagsljósi. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti Eirúnu, Dóru og Jóní og spjallaði við þær um gjörninga, framtíðina og ný- lega umfjöllun í Siksi, einu stærsta myndlistarblaði Norðurlanda. „Þetta er tilvísun til þess að allt það stærsta á hnettinum sést frá tunglinu, eins og t.d. Kínamúrinn og við erum að setja okkur það markmið að verða svona stórar í myndlist- arheiminum til að sjást þaðan líka,“ segir Dóra og hlær. - Eins og Sykurmolam- ir? Heimsyfír- ráð eða dauði. „Já,“ segja þær hlæj- andi, „ne kannski aðeins fallegra," segir Jóní. - Nú verð ég voðalega forvitin og verð að spyija hvort eitthvert ákveðið verkefni sé í undirbúningi sem gerir ykkur svona stórar á kortinu? „Já, það er ákveðin hugmynd sem mun skýrast á næsta ári,“ segir Eirún og verður ægilega dularfull á svipinn og hinar vilja greinilega held- ur ekkert seðja forvitni blaðamanns. „En markmiðið er að sjást frá tungl- inu,“ segir Dóra. -Á nokkuð að fara að lita landið? spyr blaðamaðw og sér fyrir sér skærbleikt ísland blasa við agndofa geimverum á tunglinu. „Nei,“ segir þær allar hlæjandi. „Við látum Olafi Elíassyni það alveg eftir,“ segir Eirún. „Hann er mjög góður í því og við gætum ekkert leikið það eftir,“ segir Dóra. „Nema við myndum kannski lita meira bleikt eða rautt,“ segir Jóní. Uppskurðir á sokkabuxum -Nú hafíð þið verið með tvenns konar ímynd ígjörningunum. Annars vegar hvítu rannsóknarsloppana og hins vegar dömukjólana. Er það meðvituð ímynd eða tilviljanakennd? „Já, þetta er okkar blanda af rann- sóknarkonunni, ráðherranum og feg- urðardísinni,“ segir Jóní. „Þetta er líka einhver ski’ýtin blanda af vondu og góðu,“ segir Dóra. „Því til þess að við getum fjallað um það sem við vilj- um, ástina og það skemmti- lega í tilverunni, verðum við að gera vonda hluti stundum," segir Eirún. ,Ástin er svo góðvond, eins og allt sem viðkemur fólki,“ segir Dóra. - Læknaslopp- arnir gætu samt gefíð til kynna að stinga eigi á einhverj- um kýlum. „Já, við höfum líka skorið upp,“ segir Eirún afar alvarleg á svip. - Hvað? ,Brauðtertur og sokka- buxur.“ - Sokkabuxur?! „Já, það var uppskurður, en samt eiginlega meira svona þolpróf," segir Dóra. „Við reyndum síðan að setja buxurnar saman aftur og laga eftfr uppskurðinn," segir Jóní. „Til dæmis með naglalakki," bætir hún við bros- andi. „Við skrifuðum síðan skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnai' og hana er hægt að lesa í sýningarskrá sýningar í Moss í Noregi sem við tók- um þátt í síðasta sumar,“ segir Dóra. Frá því Gjörningaklúbburinn hóf starfsemi sína árið 1996 hafa þær staðið fyrir gjörningum víðs vegar um borgina, auk þess að koma fram erlendis. Einnig hafa þær tekið þátt í sýningum, bæði einkasýningu í Gerðubergi og samsýningum. „Við gerum gjörninga með glæstum brag og hægt er að panta okkur í sam- kvæmi eða við hátíðleg tækifæri til að gera gjörninga," segir Eirún. Stolt hverrar konu - Getið þið sagt mér eitthvað um kökugjörninginn ? „Við tókum hálfan dag með allt sem að til þurfti í það að taka upp myndband af því þegar við urðum að tertum," segir Jóní. „Við gerðum okkur sætar og fínar,“ segir Dóra. „Þetta er líka stolt hveirar konu að gera góðar kökur og vera fallegar, að geta tekið sig vel út á hlaðborð- inu,“ segir Jóní. -En hvernig var tilfínningin að vera kaka? „Hún var skemmtileg, en lika svo- lítið erfið," segja þær allar í kór. „Ég held að við höfum allar verið frekar stoltar kökur og hefðum verið sáttai' við að vera á fallegu fermingarhlað- borði,“ segir Eirún. „Ég hélt að þú hefðir ætlað að segja að við hefðum verið sáttai' við að vera borðaðar," segir Dóra og hinar skellihlæja. - Er konan svona nátengd kök- unni? ,Auðvitað er samhengi. Það er aldagömul hefð fyrir samhengi þar,“ segir Dóra. „Við erum í rauninni bara að sminka okkui' og notum það sem hentar best hverju sinni,“ segir Jóní. „Þá náum við líka þessu fram að vera girnilegar á tvennan hátt,“ segir Dóra. Lengi vel bjuggu þær hver í sínu landinu, Dóra á íslandi, Eirún í Þýskalandi, Jóni í Danmörku og Sig- rún í New York, en núna býr Eirún á íslandi líka og vinnur í þættinum Kolkrabbanum sem er á dagskrá Sjónvarpsins. „Okkur fínnst þessi til- högun hafa skilað okkur meiru, held- ur en að vera alltaf saman á sama stað,“ segir Dóra. „Við höfum eigin- lega verið eins og sendiherrar í fjór- um löndum,“ segir Jóní. Lagið um Gjörningaklúbbinn - Hvað er á döfínni hjá Gjörninga- klúbbnum? „Við erum að fara til Amsterdam núna í vikunni og ætlum að skoða Rauða hverfíð, en við tökum þátt í sýningunni „City Sleepers and Night Walkers" þar í apríl þar sem Rauða hverfíð verður helsta þemað,“ segir Jóní. „Það voru tveir aðilar frá Is- landi valdir á þessa sýningu, við og Þorvaldur Þorsteinsson," segir Eirún. „í sömu ferð förum við til Gautaborgar og tökum þátt í sýn- ingu og þar verða líka fleiri íslenskir myndlistarmenn með okkur,“ segir Jóní. „Við erum líka að undirbúa hand- rit að kvikmynd í samvinnu við aðra,“ segir Eirún, en þær vilja ekki gefa neitt meira upp um það verk- efni. „Síðan er eitt mjög skemmtilegt verkefni sem verður í sumar,“ segir Dóra. „Við fundum plötu frá sjöunda áratugnum sem heitir The Hue Cor- poration og á henni er lag sem heith’ Love Corporation og er eins og skrifað fyrir okkur, en á erlendum markaði heitum við The Icelandic Love Corporation. Við ætlum að gefa út geisladisk og vinna með þetta þag auk annars." „Síðan fórum við til Óðinsvéa í haust...“ Það er greinilega enginn skortur á verkefnum hjá Gjörningaklúbbn- um og kannski komast þær á kortið sem tunglbúar geta numið og standa undir slagorði sínu: Einu myndlistarmennirnir sem sjást frá tunglinu. Stutt Mýs í sykur- paradís ►SAGAN af tveimur músum sem héldu upp á jólin í kleinuhringja- verslun í New York, sem komst í alla fjölmiðla vestanhafs nýlega, hefur breyst í inartröð fyrir eig- anda verslunarinnar, þvf risafyrir- tækið Dunkin’ Donuts hefur kært þá, farið fram á bætur og lagt blátt, bann við að verslunin notaði vörur merktar Dunkin’ Donuts. Sagan af músunum byijaði 30. desember þegar blaðamaður JVew York Post greindi frá lítilli sætri mús sem var að gæða sér á kleinu- hring í glugga verslunarinnar á fnnmta breiðstræti. Onnur mús sást síðan spranga á milli sætindanna og festu ljósmyndarar blaðsins músaparið á mynd sem birtist í blaðinu. --------------- Viltu veðja? ►BRETAR fengu tækifæri til að veðja um óvenjulega hluti í tengslum við nýja árið, en veðmál eru nánast þjóðaríþrótt þar í landi. Sem dæmi um veðmálin sem í boði voru má neftia líkumar á að Elísabet drottning víki fyrir Karli Bretaprins, en þær vom metnar á 1 gegn 25. Líkumar á að Karl myndi giftast fyrrverandi bamapíu, Tiggy Legge-Bourke, var metið 1 á móti 100 og nektarhlaup í gegnum þinghúsið vai' boðið með lík- unum 16 á móti 1. Heldur meiri líkur þóttu á skilnaði í Hvíta húsinu en þar vom líkurnar metnar á 10-1. --------------- Skeggið skorið ►ÞJÁLFARI Real Madrid, Guus Hiddink, mætti til Ieiks á nýju ári breyttur maður. Hann hafði skor- ið skegg sitt, yfirskeggið sem hef- ur verið vörumerki hans í árarað- ir. Hiddink hafði Iofað leikmönnum að hann myndi skerða skeggið ef þeir ynnu heimsmeistaratitil fé- lagsliða og leikmennirnir höfðu staðið við sinn hluta samningsins með því að vinna Vasco de Gama ineð tveimur mörkum gegn einu 1. desember. Hins vegar hafði eng- inn búist við að Hiddink myndi láta verða af því að skerða skegg- ið myndarlega. „Ný ímynd fylgir nýju ári,“ sagði Hiddink hlæjandi. „Ég veit ekki liversu lengi ég hef haft yfirskeggið en það eru að minnsta kosti komin 25 ár.“ ------♦-♦-♦---- Skaut nágrannana út af gelti ►MAÐUR í höfuðborg Kambódíu skaut tvo nágranna sína eftir rifrildi út af hundgá. Hundaslagurinn hófst þegar tveir snatar komu að þar sem hundur sat einn að tík á lóðaríi. Eig- andi hundanna tveggja reyndi að skilja hundana að og brjálaðist þegar nágranninn kastaði að honum gi'jóti. Efth' stutt rifrildi tók hann upp byssu og skaut foreldra mannsins og særði systur hans. ------♦-♦-♦---- Hríðhoraðist á bókakosti ►FRANSKA lögreglan bjargaði útiset umanni frá því að verða hungurmorða þegar þeir fundu hann í helli í hæðunum fyrir ofan rívíeruna. Maður sem var á sunnu- dagsskokki heyrði veiklulegt æmt í hinum 34 ára útisetumanni og kallaði á lögregluna sem fór strax með manninn á sjúkrahús. Maðurinn hafði búið í hellinuin í tvo mánuði og það eina sem liann hafði sér til dægrastyttingar voru staflar af hugleiðslubökum. Mað- urinn er 1,90 metrar að hæð en hann vó aðeins 40 kíló þegar lög- reglan fann hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.