Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 48
.48 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Mótaskrá Landsambands hestamannafélaga Opnum mót- um Qölgar Mótaskrá hestamanna var nú opinberuð í byrjun janúar sem er með fyrra fallinu. * Skráin er að venju fróðleg yfír að líta og eitt og annað sem vekur þar athygli. Valdi- mar Kristinsson gluggaði í mótaskrána sem birtist hér í heild sinni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HESTAMÓTIN hefjast innan mánaðar og að venju verða þau æði niörg. Hápunkturinn hér á landi gæti orðið austur á Héraði en erlendis er það heimsmeistaramótið í Þýskalandi sem miklar vonir eru bundnar við að verði eitt glæsilegasta mótið í þessum dúr. FLJÓTT á litið virðist mótaskráin með hefðbundnu sniði en þegar vel er að gáð má sjá að opnum mótum fer nú fjölgandi sem virðist í sam- ræmi við þróun undanfarinna ára og óskir ört fjölgandi keppenda. Hápunktar keppnistímabilsins eru heimsmeistaramótið sem haldið verður í Þýskalandi í byrjun ágúst ■bg svo er spurning hvað félögin á Austurlandi gera sér mikinn mat úr því sem kallað er stórmót aust- lenski-a hestamanna en hefði verið kallað fjórðungsmót áður. Stærð og umfang mótsins ræðst væntanlega af því að hve miklu leyti mótið verð- ur opið hestamönnum og hestum úr öðnim landsfjórðungum. Þarna hafa hestamenn eystra góða mögu- leika á að brjótast út úr viðjum hefðarinnar og gera skemmtilega hluti. Reynir nú á kjark þeirra og þor og hugmyndaauðgi. Þá vekur það athygli að ekkert mót verður haldið á Kaldánnelum í sumar. Snæfellingar halda mót sitt í Stykkishólmi að þessu sinni og má ætla að fokið sé í flest skjól fyrir Kaldármelunum þegai- meii-a að segja Snæfellingar halda ekki mót sín þar. Félögin á Vesturlandi hafa haldið sameiginleg stórmót á Kald- ármelum en eitthvert los virðist komið á það samstarf. Þá vekur það ekki síður athygli að aðeins eitt mót er skráð á Vindheimamela í Skaga- fírði, firmakeppni Stíganda. Ekkert mót er skráð þar á verslunarmanna- helgina þar sem Skagfirðingar hafa verið með stói-mót vel á fjórða ára- tuginn. Logi í Biskupstungum situr einn að mótahaldi þessa helgi en þess ber að geta að heimsmeistara- mótið hefst samkvæmt skránni sunnudaginn 1. ágúst. Keppnistímabilið hefst fyrstu helgina í febrúar eins og undanfar- in ár með Grímutölti á Söriastöðum og Vetrai-móti Geysis á Gaddstaða- flötum. Síðan rekur hvert mótið annað allar helgar framí byrjun september en þá endar keppnis- tímabilið samkvæmt skránni. Þess ber að geta að í þessari skrá eni bikarkappreiðar Fáks sem haldnar voru af miklum myndarskap í fyrra og sjónvarpað í beinni útsendingu. Ekki er annað vitað en haldið verði áfram með þær á árinu. Febrúar 6. Geysii' Vetramót Gaddstaðaflöt- um; 6. Sörli Grímutölt Sörlastöðum; 13. Gustur Vetrarleikar Glaðheim- um; 13. Andvari Vetrarleikar Kjóa- völlum; 20. Hörður Arshátíðarmót Vannárbökkum; 27. Gustur Opið töltmót Reiðh. Glaðheimum; 27. Léttir Vetrarleikar (opið mót) Leirutjörn; 27. Sörli PON OPEN (opið tölt) Sörlastöðum; 27.-28. Fákur Vetraruppákoma Víðidal. Mars 6. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaflöt- um; 13. Gustur Vetrarleikar Glað- heimum; 13. Hörður Vetrarleikar Varmárbökkum; 13. Andvari Vetr- arleikar Kjóavöllum; 13. Glaður Vetrarleikar Búðardal; 20. Neisti/Óðinn Vetrarleikar Flæðinu í Vatnsdal; 20. Sörli Vetrarleikar Sörlavöllum; 20.-21. Fákur Vetrar- uppákoma Víðidal. Apríl 1. Sörii Skírdagsreið Söriavöllum; 2. Háfeti Töltmót Þorlákshöfn; 3. Hörður Páskamót Varmárbökkum; 9. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaflöt- um; 9., 10. og 11. Fákur Hestadag- ar Reiðhöllin Víðidal; 10. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum; 10. Sörli Innanfélagstölt Sörlavöllum; 10. Glaður Vetrarleikai- Búðardal; 10. -11. Faxi/Skuggi íþróttamót Vindási; 16.-17. Fákur Opin tölt- keppni, unghrossak. Víðidal; 17. Sóti íþróttakeppni Mýrarkoti; 17.-18. Léttir Vormót í hestaíþrótt- um Hlíðarholti; 22. Funi íþrótta- mót Melgerðismelum; 22. Kópur Firmakeppni Kirkjubæjarklaustri; 22. Fákur Firmakeppni Víðidal; 24. Gustur Firmakeppni Glaðheimum; 24. Sörli Nýhestamót Sörlavöllum; 24. Andvari Firmakeppni Kjóavöll- um Ódagsett Sindri Firmakeppni Sindravelli v/Pétursey. Maí 1. Hörður Firmakeppni Varmái'- bökkum; 1. Sóti Firmakeppni Mýr- arkoti; 1. Sörli Firmakeppni Sörla- völlum; 1. Smári Firmakeppni; 1. Glaður Iþróttamót Búðardal; 2. Dreyri Fii-makeppni Æðarodda; 6., 7., 8. og 9. Fákur Reykjavíkurmeist- aramót Víðidal; 7.-8. Sleipnir Iþróttamót Selfossi; 8. Ljúfur Fir- makeppni Reykjakoti; 8.-9. Geysir íþróttamót (opið) Gaddstaðaflötum; 8.-9. Léttir Akureyrarmeistaramót Hlíðarholti í hestaíþróttum; 8.-9. Andvari Iþróttamót Kjóavöllum; 13. Andvari Kassagerðardagur Kjóa- völlum; 14., 15. og 16. Sörli íþrótta- mót Sörlavöllum; 15. Háfeti Fh-ma- keppni Þorlákshöfn; 15. Dreyri íþróttamót Æðarodda; 15. Sóti Gæðingakeppni Mýrarkoti; 15.-16. Gustur Iþróttakeppni Glaðheimum; 15.-16. Hörður Iþróttamót Vai-már- bökkum; 15.-16. Máni Iþróttamót Mánagrund; 22. Fákur Miðnætur- tölt Víðidal; 22. Léttir Firmakeppni Hlíðarholti; 24. Léttfeti Firma- keppni Flæðigerði; 27., 28., 29. og 30. Fákur Gæðingamót Víðidal; 28.-29. Sörli Gæðingakeppni Sörla- völlum; 29. Háfeti Gæðingakeppni Þorlákshöfn; 29. Stígandi Firma- keppni Vindheimamelum; 29. Dreyri Gæðingakeppni Æðarodda; 29.-30. Gustur Gæðingakeppni Glaðheim- um; 29.-30. Léttir Gæðingakeppni, kappreiðar HKðarholti; 29.-30. Aiid- vari Gæðingakeppni Kjóavöllum; 30. Ljúfur Iþróttamót Reykjakoti. Júní 5. Blær Firmakeppni Kirkjubóls- eyrum; 5. Sleipnir Firmakeppni Selfossi; 5.-6. Geysir Félagsmót, kynbótasýning Gaddstaðaflötum; 5.-6. Hörður Gæðingamót,' full- orðn./ungm. Varmárbökkum; 5.-6. Faxi/Skuggi Gæðingamót Vindási; 5.-6. Máni Hestaþing, gæðinga- keppni Mánagrund; 6. Gnýfari Fir- makeppni Osbrekkuvelli; 11.-12. Hringur Félagsmót Hringsholti; 11. -12. Hornfirðingur Félagsmót Fornustekkum; 12. Hending Fé- lagsmót Búðartúni; 12. Geisli/Goði Úrtökumót Félagssvæði Geisla; 12. Ljúfur Félagsmót Reykjakoti; 12. -13. Funi Gæðingamót Melgerð- ismelum; 12.-13. Hörður Gæðinga- mót, börn/ungl. Varmárbökkum; 12.-13. Freyfaxi Félags- og úr- tökumót Stekkhólma; 13. Léttfeti Félagsmót Flæðigerði; 16.-17. Stoi-mur Félagsmót Söndum í Dýrafirði; 16., 17. og 18. Blær Æskulýðsdagar Kirkjubólseyrum; 17., 18., 19. og 20. ÚRTAKA V/HEIMSMEISTARAMÓTS; 19. Blær Féjagsmót (opið) Kirkjubóls- eyrum Úrtaka fyrir Austurlands- mót; 19. Trausti Gæðingakeppni Bjarnastaðavelli; 19. Svaði Félags- mót Hofsgerði; 19. Þjálfi Firma- keppni Einarsstöðum; 19. Gnýfari Innanfélagsmót Ósbrekkuvelli; 19. Þytur Firmakeppni; 19.-20. Neisti/Óðinn Félagsmót Húnaveri; 25.-26. Sindri Hestaþing Sindra Sindravelli v/Pétursey; 25.-26. Glaður Hestaþing Glaðs Nesodda; 25., 26. og 27. Hörður Silkiprents- mót Varmárbökkum; 26. Þytur Fé- lagsmót Krókstaðamelum; 26.-27. Sleipnir/Smári Gæðingakeppni Murneyri; 26.-27. Feykir Félags- mót Eyjardal. Júlí 2.-3. Kópur Hestaþing Sólvöllum í Landbroti; 2., 3. og 4. Stórmót aust- lenskra hestamannafélaga Stekk- hólma; 9., 10. og 11. ÍSLANDSMÓT í HESTAÍÞRÓTTUM (WR) Gadd- staðaflötum; 23.-24. Snæfellingur Félagsmót, opnar kappreiðar Stykkishólmi; 23., 24. og 25. Funi/Léttir (WR) Hátíðisdagar hestamanna Melgerðismelum; 23., 24. og 25. Andvari Meistaramót æskunnar Kjóavöllum; 24.-25. Þyt- ur Iþróttamót Ki'ókstaðamelum; 31.-1. ágúst Logi Hestaþing, opin töltkeppni Hrísholti Agúst 1.-8. HEIMSMEISTARAMÓT í HE STAÍ ÞRÓTTUM Þýskalandi; 7. Faxi Faxagleði Faxaborg; 7. Svaði Töltmót og firmakeppni Hofsgerði; 7.-8. Grani/Þjálfi Fé- lagsmót Einarsstöðum; 14.-15. Dreyri (WR) íslandsbankamót (op- ið) Æðarodda; 14.-15. Geisli/Goði Opið mót Félagssvæði Geisla; 14.-15. Hringur Bikarmót Norður- lands Hringsholti; 20., 21. og 22. Geysir (WR) Suðurlandsmót (opið) Gaddstaðaflötum; 21. Funi Bæjar- keppni Melgerðismelum; 21. Trausti Félagsmót Laugardalsvöll- um; 28. Hörður Lokasprettur Varmárbökkum ódagsett Glófaxi Firmakeppni Skógum II. September 6., 7. og 8. Andvari Meistaramót Andvara Kjóavöllum. Metumsóknum hafnað hjá LH TVEIMUR metumsóknum sem bárust stjórn LH í haust hefur verið hafnað. Arangur Sigurbjörns og Neista á Víðivöllum, velli Fáks, var hafnað á þeirri forsendu að engin vindmæling fór fram þegar sprett- urinn var farinn. Árangur Loga Laxdal og Gráblesu á Kjóavöllum, velli Andvara, var hafnað á þeirri forsendu að ræsing þótti með þeim hætti að ekki væri tryggt að réttur tími kæmi fram á klukkum tímavarða. Tveir menn sáu um ræsingu, annar með takka sem stjómaði opnun rásbása en hinn með flaggi sem tímaverðir fylgdust með. I greinargerð frá stjórn LH segir ennfremur að stjórnarmenn séu sammála um að enduskoða þurfi kappreiðareglur LH og hefur verið skipuð nefnd í málið sem skili áliti fyrir 1. apríl nk. í nefndinni verða Kinstinn Hugason sem er formaður, Halldór Vilhjálmsson, Hjörtur Bergstað, Reynir Hjartarson og Valdimar Kristinsson. --------------- Hallgrímur hættur hjá LH HALLGRÍMUR Jónasson er hætt- ur störfum sem framkvæmdastjóri Landsambands hestamannafélaga. Upp kom ágreiningur milli hans og stjómar samtakanna og trúnaðar- brestur og sagði hann í kjölfarið upp störfum. Formaður samtakanna, Jón Albert Sigurbjömsson, mun gegna stöifum framkvæmdastjóra í mánuð þar til nýr maður verður ráðinn. Nýr lífeyrissparnaður - nýjar leiðir Skráðu þig á netinu, www.samlif.is SAMLIF Siimeinaúa IjityggmgarJSIíiglö hf. Kringlunní 6 • Sími 569 5400 Fnx 569 5455

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.