Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 47 Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Guðmundiir Ónmr Guðmundsson Styðjum Elsu B. Frið- finnsdóttur Guðmundur Ómar Guðmundsson, húsasmiður og vai'abæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri skrif- ar: Elsa hefur gert sér grein fyrir því sem skiptir sköp- um fyrir fólk sem vill búa úti á landi, sem er sterkur skóli, öflug heilsu- gæsla og fjölbreytt atvinnulíf. Elsa starfaði á síðasta kjörtímabili í skólanefnd Akureyrar og tók þátt í stefnumótunarvinnu fyrir grunn- skólann og leiddi endurskoðun á stofnsamningi um Skólaþjónustu Eyþings. Elsa er einn af frumkvöðl- um Háskólans á Akureyri og hefur tekið þátt í uppbyggingu hjúkrun- arnáms og náms í iðjuþjálfun. Einnig hefur hún stýrt undirbún- ingi og framkvæmd fjarkennslu fyr- ir nema í hjúkrunarfræði á Vest- fjörðum. Elsa hefur setið í stjórn FSA og stjórn Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri og vill að á Norð- urlandi sé fjölhæft sjúkrahús og öfl- ug heilsugæsla. Elsa situr í atvinnu- málanefnd Akureyrar. Tryggjum Elsu annað sætið í prófkjörinu, og kjördæminu öflugan og traustan þingmann. ► Meira á Netinu Málsvara heilbrigðis- og mennta- mála í dreif- býli á þing Valþór Stefánsson, heilsugæslulæknir á Akureyri, skrifar: Heilbrigðis- og menntamál hafa verið töluvert í um- ræðunni undanfar- ið. I þeim málum er ýmislegt sem þarf að þróa tO betri vegar svo vel fari, það er nokkuð Ijóst. I'etta á ekki síst við um dreifbýlið. Ég hef kynnst ýmsum störfum Elsu B. Friðfinnsdóttur og hvergi hefur borið skugga á. Þegar hún síðan gaf kost á sér í framboð varð mér ljóst hve mikilvægt væri að hún kæmist á þing. Hún tekur þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 16. janúar nk. Það fer ekki oft saman hjá þingmanni bæði djúpur skiln- ingur á heilbrigðismálum og menntamálum í dreifbýli. Auk þess hefur Elsa góða reynslu í bæjar- stjórnarmálum og nýtur virðingar fyrir störf sín. Ég vil því eindregið mæla með stuðningi við Elsu i próf- kjörinu og alla leið inn á þing. ► Meira á Netinu Valþór Stefánsson Albert Eymundsson í fyrsta sæti Magnús Jónasson, garðyrkjumeistari, Hornafírði ski-ifar: Þann 16. janúar n.k. verður próf- kjör Sjálfstæðis- manna á Austur- landi haldið og beinast augu manna einkum að þeim þremur er gefið hafa kost á sér í fyrsta sæti framboðslistans í vor. Einn þeirra er Albert Ey- mundsson skólastjóri Hafnarskóla á Hornafirði. Alberti kynntist ég fyrir 14 árum er ég flutti á Höfn. Strax við fyrstu kynni bauð hann af sér góðan þokka og mér lærðist strax að á ferðinni var traustur og áreið- anlegur drengur. Kynni mín af Alberti eru öll á einn veg. Hann er heiðarlegur og traustur, hæfur til forystu og sann- arlega þeim vanda vaxinn að setjast á Alþingi Islendinga sem fulltrúi okkar hér á Austurlandi. ►Meira á Netinu danssveIflu SfSia A TVEIM "Jfhotóna DÖGUM! Um 'ie'§ma 557 7700 hringdu núna Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi Netfang: KomidOgDansid@tolvuskDli.js Heimasíða: www.tolvuskoli.is/KomidOgDansid/ Heldur þú að B-vítamín sé nóg ? NATEN _______- er nóg I_ BIODROGA jurtasnyrtivörur c^fella Bankastræti 3, sími 551 3635. Kringlunni 1| f S. 553 7355 I DAG Safnaðarstarf Þriðjudagar með Þorvaldi í Laugarnes- kirkju GAMAN er að vekja athygli á ánægjulegum lofgjörðar- og bæna- samverum sem haldin eru öll þriðju- dagskvöld í Laugai-neskirkju undir heitinu Þriðjudagur með Þorvaldi. Þar er það hann Þorvaldur Halldórs- son sem leiðir lofgjörðarsöngva við undirleik Gunnars Gunnarssonar og sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur stjórnar bænastund við altarið. Er hér um tilvalið tækifæri að ræða fyr- ir allt fólk sem langar til að dýpka trúarvitund sína og fá að reyna þann kraft sem fólginn er í kærleiksríkri samstöðu í bæn og lofgjörð. Samver- urnar eru stuttar. Þær hefjast kl. 21:00 og lýkur formlega kl. 21:30. Hvetjum við allt biðjandi fólk til að koma og vera með. Samstarfshópur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðai'heimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyiirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17. Laugameskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lofgjörðarstund. Allt fólk vel- komið. Seltjarnameskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Æsku- lýðsfundur 10. bekkjar og eldri kl. 20-22. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl. 20 á vepim KFUM & K og Digi-a- neskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðai'stund kl. 18. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall, handavinna og kaffiveitingar. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla. Böm 7-9 ára kl. 17-18. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðs- starf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22 í kirkjunni. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Ama Eyj- ólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli kl. 13-16 alla þriðjudaga. Víðistaðakirkja. Opið hús fyinr 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverjabréfið, 3. lestur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. ^ Keflavíkurkirkja. Kú’kjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbún- ingur kl. 14.30-15.55 í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgameskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Mikill leikur, hressir krakkar. Kl. 17 æfing hjá Litlum lærisveinum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Símaskrá 1999 Skráningum Nú fer hver að verða síðastur að gera breytingar á skráningum vegna símaskrár 1999. Nánari upplýsingar veitir skráningadeild Landssímans í síma 550 6620. LANDS SIMINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.