Morgunblaðið - 12.01.1999, Page 22

Morgunblaðið - 12.01.1999, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Svífðu í léttan leik á mbl.is með Pétri Pan og félögum og þú gætir unnið miða á sýninguna, geisladiskinn með tónlistinni úr sýningunni eða ferð fyrir tvo til London með Samvinnuferðum-Landsýn. Um þessar mundir er ævintýrið um Pétur Pan sýnt í Borgarleikhúsinu. Það fjallar um strákinn sem býr í Hvergilandi og vill ekki verða fullorðinn. Taktu flugið inn á mbl.is, taktu þátt í leiknum og hver veit nema þú vinnir! áKLEÍKFÉLAG//3 g^REYKJAVÍKmjg Samvinnuferðir Landsýn <S>mbl.is -J\LL.7y\/= e/7TiVVÍ4£7 AIÝI /"" Morgunblaðið/Haukur Snorrason Óli í Sandgerði AK kominn á Skagann Fyrsta nýja skipið sem HB kaupir frá árinu 1964 er Höfrungur III kom NÝTT nóta- og togskip bættist í flota Haraldar Böðvarssonar hf. hinn 10. janúar 1999, þegar Óli í Sandgerði AK 14 kom til heima- hafnar á Akranesi. Skipið er keypt nýtt frá Noregi og er fyrsta nýja skipið sem kemur til HB hf. frá ár- inu 1964, þegar Höfrungur III var keyptur. Hann var fyrsta fiskiskip í heiminum með hliðarskrúfur. Skipið er 60,9 metra langt og 11,6 metra breitt, með 4.700 hest- afla vél og ber 1.100 tonn. Skipið er búið fullkomnustu tækni með tilliti til meðhöndlunar á afla og er sérstaklega vel útbúið til nóta- veiða, en er einnig mjög hæft til togveiða. Byrjar á loðnu Skipið heldm- til veiða fyrir mánaðamót og fer þá á loðnu. Það verður á loðnu út vertíðina en fer svo á síld, loðnu og kolmunna í sum- ar. HB gerir nú út níu skip, þar af þrjú loðnuskip. Ætlunin er að selja eitt þeirra alveg á næstunni og annað seinna á árinu. Um næstu áramót bætist svo nýtt skip í flota HB, en það er nú í smíðum í Chile. Heitir eftir Olafi Jónssyni Óli í Sandgerði heitir eftir Ólafí Jónssyni, sem fæddur var á Bræðraparti á Akranesi árið 1907 og lést árið 1975. Ólafur réðst árið 1927 til starfa hjá Haraldi Böðvars- syni á Akranesi, en síðar í Sand- gerði. Hann gerðist meðeigandi Hai-aldar ásamt félaga sínum Sveini Jónssyni árið 1933. Frá árinu 1941 ráku þeir Ólafur og Sveinn, og síðar börn Ólafs, staifsemina í Sandgerði undir nafninu Hf. Miðnes, allt þar til Miðnes var sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. á árinu 1997. Dótturdóttir Ólafs, Lára Nanna Eggertsdóttir, gaf skipinu nafn og séra Eðvarð Ingólfsson, sóknar- prestur á Akranesi, flutti blessunar- orð. Kvótakerfí í Perú? STJÓRNVÖLD í Perú hyggjast beita kvótakerfi við veiðar á vannýttum tegundum. Japanska hafrannsóknaskipið Shinkai Maru hefur fundið tölvert af áður ónýtt- um fiskitegundum á djúpu vatni undan ströndum landsins. Þar er til dæmis um að ræða krabba, búra, lýsing, ál og fieiri tegundir. Kvótunum verður úthlutað til skipa skráðra í Perú. Þau verða að hafa veiðileyfi og vera með búnað til gervihnattaeftirlits. Strandveiðiflot- inn fær ekki slíka kvóta, en hugsan- lega kemur einnig til gi'eina að út- hluta kvótum við veiðar á flökku- fiskum. Þeir sem fá kvóta munu greiða fyrir veiðiheimildirnar samkvæmt frétt í Fishing News International, en upphæðin hefur enn ekki verið ákveðin. ■ M — ■ ^JJóteireLátury oátar, urómíði, áukhulax5L.. . S^uÍ4iÍendincj.um er marcjt tiliiita Íacjt Kynntu þér spennandi hótelnám við IHTTI hótel- skólann í Sviss. Fulltrúi frá skólanum heldur upplýsingafund í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum mánudaginn 18. janúar kl. 16:30. IHTTI býður upp á: 3ja ára BA ttátn í atþjóðlegum hótelfrœðum j 2 1/2 árs nám í hótelstjórnun ; 1 árs framhaldsnátn i hótelrekstri 1 árs grutttmámskeið «=-'v / < \ School of Hotel Management, Neuchatcl, Sviss Qfríl'lflj'D ° Heimasíða: http://www.ihtti.ch —y ■ ■ __Z

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.