Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þrefaldur metdagur á Verðbréfaþinffl Islands í gær Hlutabréfaviðskipti námu hálfum milljarði króna Morgunblaðið/Baldur Sveinsson FLUGLEIÐABRÉF tóku flugið á hlutabréfamarkaði í gær og hækkaði gengi þeirra um rúm 13%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 4,47% ÞRJÚ met voru slegin í viðskiptum á Verðbréfaþingi Islands (VÞÍ) í gær. Um var að ræða mestu hluta- bréfaviðskipti á einum degi, flest hlutabréfaviðskipti á einum degi og flest heildarviðskipti á einum degi. Heildarviðskipti á VÞÍ í gær námu alls 835 milljónum króna. Hlutabréf flestra félaga VÞÍ hækkuðu í verði í gær og hækkaði úrvalsvísitalan um 4,47%. Hlutabréf í Flugleiðum hf. hækkuðu mest eða um 13,1%. Hlutabréfaviðskipti gærdagsins námu rúmum 502 milljónum ki'óna en eldra metið, sem sett var 28. nóv- ember sl., var 368 milljónir. Hluta- bréfaviðskipti voru samtals 353 í gær en eldra metið var 300 viðskipti hinn 30. desember 1994. Þá var heildarfjöldi viðskipta 367 í gær en eldra metið var 334, einnig frá 30. desember 1994. Mest viðskipti vora með bréf Eimskipafélagsins eða fyrir 116 milljónir að markaðsvirði og Flug- leiða eða fyrir 98 milljónir króna. Þá námu viðskipti með hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar 40 millj- ónum, FBA 37 milljónum, Opinna kerfa 24 milljónum og Samherja 22 milljónum. Hækkun hjá flestum félögum Töluverð hækkun varð á gengi hlutabréfa í gær. Flugleiðabréf hækkuðu mest eins og áður sagði, eða um 13,1%, bréf Pharmaco um 12,3%, Síldarvinnslunnar um 8%, Tæknivals um 7,9% Eimskipafé- lagsins um 5,9%, Nýherja um 5,9%, Skeljungs um 5,7%, Tryggingamið- stöðvarinnar um 5,6%, Granda um 5,2%, Þróunarfélagsins um 5,2%, SH um 5%, Vinnslustöðvarinnar um 4,2% og Samherja um 3,9%. Aðeins varð lækkun á gengi hlutabréfa í einu félagi, Eignarhaldsfélaginu Al- þýðubankanum hf. og lækkaði gengi þeiiTa um 3,2%. Úrvalsvísitala VÞÍ hækkaði um 4,47% í gær og er það langmesta hækkun á einum degi á síðari árum að því er fram kemur í frétt frá þinginu. Metið, sem er 5% hækkun, var sett 10. mars 1993, eða á fyrsta árinu sem hlutabréfavísitalan nær til. Þá var hlutabréfamarkaðurinn mun minni, viðskipti færri og verð- breytingar meiri en nú og því ekki líku saman að jafna. Metdaginn 10. mars 1993 námu heildarviðskiptin t.d. minna en fjórum milljónum króna og þá voru bréf sautján fé- laga skráð á þinginu. Nú eru hins vegar hlutabréf 68 félaga skráð á VÞÍ. EIGNARHLUTUR og atkvæða- réttur ÍS-15, fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans, í Flugleiðum hf. hefur hækkað undanfarið og er nú á milli 5-6% af heildarhlutafé félags- ins. Árni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður Markaðsviðskipta Búnaðar- bankans, segir kaupin að mestu hafa átt sér stað síðustu 2-3 mán- uði. Hann segir ljóst að rekstur og afkoma Flugleiða undanfarin tvö ár hafí verið óviðunandi og valdið tölu- verðum vonbrigðum. „Þó virðist hafa orðið jákvæður umsnúningur á rekstrinum á vormánuðum nýliðins árs. Ytri aðstæður eru hagfelldar, þróun eldsneytisverðs, vaxta og gjaldmiðla hafa verið með þeim hætti að horfur félagsins eru nú nokkuð góðar að okkar mati. Miðað við núverandi gengi hlutabréfanna Tilkynnt utanfélagsviðskipti með hlutabréf námu 180 milljónum króna í gær, mest með bréf SIF fyr- ir um 60 milljónir króna á genginu 5,90-5,97. höfum við hug á að fylgja félaginu út þetta ár og sjá til hvernig málin þróast í framhaldinu. Við getum þó ekki litið á hlutabréfm sem áhættu- lausa eign enda mikil óvissa fólgin í flugi'ekstri líkt og fortíðin hefur kennt okkur.“ Sala hótelanna skynsamleg Árni Oddur telur sölu hótelanna í síðustu viku skynsamlega ákvörðun. „Samkvæmt áætlunum forsvars- manna Flugleiða er mikill vöxtur framundan í flugstarfsemi félagsins og til að mæta því þarf að fjárfesta í nýjum flugvélum. Þar sem fjár- munamyndun síðustu ára var jafn lítil og raun ber vitni var einungis um tvennt að velja fyrir forsvars- menn félagsins, að draga saman seglin eða losa um eignir til aukinna Spennandi tími framundan á hlutabréfamarkaði Sérfræðingar á verðbréfamark- aði, sem Morgunblaðið ræddi við í fjárfestinga í flugvélakosti. I stað þess að grípa til varnaraðgerða vegna óviðunandi afkomu síðustu ára ákveður félagið að blása til sóknar með nýfjárfestingum." Ámi Oddur segir að með þessum aðgerðum og hugsanlegri stækkun Hótels Esju í samvinnu við Þyrp- ingu, megi ætla að félagið nái betri nýtingu á þeim fasta kostnaði sem fólgin er í mikilli yfírbyggingu mið- að við smæð félagsins á alþjóðavísu. „Við söknum þó að fjárfestum hafí ekki verið gerð nægileg grein fyrir áhrifum þess á reksturinn að greiða leigu í stað vaxta af fjármögnun hótelbygginga“. Að sögn Arna Odds hefur ÍS-15 sjóðurinn náð því markmiði sínu að gera betur en Úrvalsvísitala Verð- bréfaþings á þeim sex mánuðum sem hann hefur verið starfræktur. gær, voru sammála um að spenn- andi yrði að fylgjast með hlutabréfa- markaðnum á næstu vikum, ekki síst þar sem nú gengur brátt í garð tími ársuppgjöra. Rósant Már Torfason, viðskipta- stofu íslandsbanka, segir að dagur- inn hafi óneitanlega minnt á stemmninguna á hlutabréfamark- aðnum vorið 1997 þegar gengi hluta- bréfa hækkaði dag frá degi og mikil velta var á markaðnum. „Þær hækk- anir reyndust óraunhæfar. í kjölfar- ið á afkomubirtingum fylgdi síðan nokkurra mánaða niðursveifla. Ástæður hækkunar á hlutabréfum Flugleiða má rekja til fréttatilkynn- ingar um eignasölu og væntingar um betri rekstur á þessu ári en hinu síðasta. Hækkun á Eimskipsbréfum má að einhverju leyti rekja til hækk- unar á gengi Flugleiða, Burðarás er stór eigandi að Flugleiðum, auk væntinga um góða afkomu á síðasta ári.“ Mikil eftirspurn en lítið framboð Rósant segir að hækkanirnar í gær vii'ðist annars einkennast af mikilli eftirspurn en litlu framboði. ,M einhverju leyti skýrist þessi eft- irspurn af því að hlutabréfasjóðir eru nú að fjárfesta fyrir það fé sem streymdi inn í lok desember. Það kemur síðan í ljós á næstu mánuð- um, þegar ársuppgjör fyrirtækja fyrii' síðasta ár fara að birtast, hvort þau standi undir þessum hækkun- um. Tíu mánaða uppgjör Haralds Böðvarssonar hf. gefur ekki tilefni til mikillai' bjartsýni hvað varðar af- komu sjávarútvegsfyi'irtækja. Ef þessar hækkanir halda áfram mæli ég eindregið með því að fjárfestar fari að huga að því að selja bréf sín, minnugur þess hvað það getur verið erfitt að selja bréf þegar markaður- inn byrjar að lækka aftur, eins og við sáum síðari hluta ársins 1997 og fyrri hluta ársins 1998,“ segir Rósant. „Sjóðurinn hefur eingöngu heimild til að kaupa í félögum sem Úrvals- vísitalan er sett saman úr, eða hluta- félögum sem eru líkleg til að vera þar í náinni framtíð. Meginhluti hagnaðar ÍS-15 hefur komið frá fjárfestingum í Tryggingamiðstöð- inni hf., Sjóvá-Almennum, Flugleið- um að ógleymdum þegar innleystum hagnaði af hlutabréfum í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins." Heildarviðskipti með bréf Flug- leiða í gær námu tæplega 24 millj- ónum króna að nafnvirði eða 98 milljónum að markaðsvirði. Loka- gengið var 4,05 sem er 13,1% hækk- un frá fyrri viðskiptadegi. Sé tekið mið af núverandi gengi hlutabréfa félagsins, liggur markaðsvirði þess nálægt 9,5 milljörðum króna og hef- ur hækkað um u.þ.b. 1.500 milljónir frá áramótum. / Fjárfestingarsjóður Búnaðarbankans, IS-15 Eignarhlutur í Flugleiðum yfír 5% Frá vísindum til verðbréfa ísland í alþjóðlegu umhverfi nýsköpunar og áhættufjármagns Ráðstefna á Hótel Loftleiðum 15. janúar 1999 Frummælendur: Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra Alfred R. Berkeley forstjóri NASDAQ Vilhjálmur Lúðvíksson framkvœmdastjóri Rannsóknarráðs Islands Stefán Halldórsson framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Páll Kr. Pálsson framkvœmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Gylfi Ambjömsson framkvœmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Jóhann Viðar Ivarsson deildarstjóri Kaupþings Ráðstefnustjóri: Vilhjálmur Egilsson framkvœmdastjóri Verslunarráðs Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Jk AFLVAKI" 4 m KAUPÞING HF Viðskipta- og iðnaöarráöuneytið NÝSKÖPUNARSJÓÐUR VERSLUNARRAÐ (SLANDS VERÐBRÉFAÞING RANIUIS Ráðstefnan hefst kl. 13:30. Þátttökugjald er 3.000 kr. Skráning er hjá Rannsóknarráði íslands í síma 562 1320
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.