Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Yfír 90% foreldra skrifuðu undir samning Vestmannaeyjum - Stofnanir og fyriitæki gera ýmislegt til að lífga upp á tilveruna í kring- um jólin og gleðja þannig starfsfólk og viðskiptavini. Flestir eru í hátíðarskapi þessa daga og því skapast fljótt jólastemnming þegar bryddað er á einhverju nýju. Lúðrasveit Vestmannaeyja lagði sitt af mörkum til að skapa jólastemmningu í Eyjum þegar hún lék fyrir viðskiptavini Is- landsbanka. Lúðrasveitin kom sér fyrir í afgreiðslusal bankans og lék jólalög fyrir starfsfólk og viðskiptavini, sem kunnu vel að meta tónlistarflutning Lúðrasveitarmannanna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja leikur jdlalögin í Islandsbanka í Eyjum. J ólas temmning í Islandsbanka Hveragerði - Ki'aftmikið starf er unnið á vegum foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði og hef- ur félagið iðulega verið í farar- broddi hvað varðar ýmsar nýjung- ar í foreldrastarfí. Félagið var til dæmis eitt af þeim fyrstu sem inn- leiddi hið svokallaða tenglakerfí en það felst í því að ákveðnir foreldrar eru gerðir ábyrgir fyrir foreldra- stai'fi hverrar bekkjardeildar og skiptast foreldrarnir á að gegna þessum hlutverkum. Hefur tengla- stai-fíð verið einn af hornsteinunum í starfi félagsins. Síðastliðinn vetur gekkst félagið fyiir þeiiTÍ nýbreytni að bjóða for- eldrum 6 ára bama til sérstaks námskeiðs sem hafði það að mark- miði að búa foreldrana betur undir þá miklu ábyrgð sem fylgir því að eiga barn í skóla. Nú í vetur má segja að foreldrafélagið hafí bætt um betur því að auk námskeiðs fyr- ir foreldra 6 ára bama hélt félagið námskeið fyrir foreldra barna í 7. bekk þar sem höfuðáherslan var lögð á þær miklu breytingar sem í vændum era þegar bamið breytist í ungling. Skemmst er frá því að segja að þátttaka í námskeiðinu var góð og mættu foreldrar vel flestra bama. Námskeiðið tók hluta úr þremur dögum og var farið yfir mismunandi þætti í hvert skipti. Mest áhersla var lögð á fræðslu um unglingsárin, vímuefni og mikil- vægi þess að foreldrar styrktu tengsl sín innbyrðis ítrekuð. Meðal þeirra sem fluttu erindi vom Kristinn Kristjánsson, félags- málastjóri Hveragerðisbæjar, Jón Hlöðver lögregluþjónn og Sigur- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SÍÐASTI dagurinn vai' sameiginlegur með foreldrum og börnum og er myndin tekin í pitsu-veislu. laug Kristmundsdóttir sem kynnti foreldrarölt á Selfossi. Anna Sigur- björg Sigurðardóttir sálfræðingur fjallaði um breytt hlutverk foreldra þegar barnið breytist í ungling og sr. Ki'istinn Agúst Friðfinnsson spjallaði vítt og breitt um lífsvið- horf og verðmætamat. Inn á milli dagskrárliða fóm þátttakendur síðan í léttar leikfimisæfingar, tóku lagið, borðuðu saman eða einfald- lega notuðu tækifærið og ræddu ýmis málefni sem brenna á fólki. Kom skemmtilega á óvart Kolbrún Oddsdóttir, úr stjórn Heimilis og skóla, kynnti foreldra- samning sem felur í sér að foreldr- ar lofa að standa við ákveðnar regl- ur svo sem um útivistartíma, eftir- litslaus samkvæmi, áfengis- og vímuefnanotkun og fleira. Mikill vilji var meðal foreldra að skrifa undir þennan samning og gerðu rúmlega 90% foreldra í bekkjunum það. Er það með bestu þátttöku sem verið hefur um samninginn og sýnir vel vilja foreldra til að standa við bakið á sínum börnum. Að sögn forráðamanna foreldrafélagsins kom þessi eindregni vilji foreldra þeim skemmtilega á óvart en greinilegt væri að sá hópur for- eldra sem lætur sig varða málefni bama sinna væri sífellt að stækka. Um það vitnuðu þessar undirtekt- ir. Ný póstafgreiðsla í Staðarskála Hvammstanga - Ný póstafgreiðsla var opnuð með viðhöfn í Staðar- skála í Hrútafirði í byrjun janúar. Um áramótin var formlega lögð niður afgreiðslan á Brá, en hún hefur verið starfrækt frá 1951. Þar áður var pósthús á Borðeyri en bréfhirðing á Stað fram til 1980. Póstafgreiðslan í Staðarskála er rekin sjálfstætt, en heyrir stjórn- unarlega undir pósthúsið á Hvammstanga og svo verður einnig með pósthúsin á Hólmavík og á Drangsnesi frá síðustu ára- mótum. Afgreiðslustjóri er Stein- unn Óskarsdóttir, en stöðvarstjóri Islandspósts á Hvammstanga er Magna Ögn Magnúsdóttir. I máli Kristins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Staðarskála hf. lýsti hann ánægju með að pósthús- ið sé komið að Stað. Minntist hann á að um langa tíð skipaði Staður veglegan sess í póstþjónustu á Is- landi, en þar var miðstöð landpóst- anna forðum. Á Stað var árið 1993 reist veglegt minnismerki um þann hluta Islandssögunnar. Pósthúsið í Staðarskála verður opið kl. 11-16.30 alla virka daga. í tilefni þessara tímamóta færðu Staðarskáli hf. og íslandspóstur hf. ungmennafélagi sveitarinnar, Dagsbrán, fallega búninga til notk- unar í keppni á vegum félagsins. Aðalheiður Böðvarsdóttir formað- ur Dagsbránar þakkaði fyrir hönd félagsins og sagði mikilvægt fyrir ungmennafélagið að hafa góða bak- hjarla til eflingar starfinu. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson VIÐSTADDIR formlega opnun póstafgreiðslunnar í Staðarskála. F.v. Áskell Jónsson, íslandspósti, Kristinn Guðmundsson og Eiríkur Gísla- son, Stað, Ögn Magna Magnúsdóttir, Pétur Einarsson, íslandspósti, Steinunn Óskarsdóttir og Hörður Jónsson, íslandspósti. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Margrét Dögg Guðgeirsdóttir. Ungmennafélagið Ásinn á Norður-Héraði Iþróttamaður ársins valinn Vaðbrekka, Jökuldal - Stofnfundur og uppskeruhátíð Ungmennafélags- ins Assins á Norður-Héraði voru haldin í lok síðasta árs. Nýtt ung- mennafélag, Ásinn, nær yfir Norður- Hérað og starfar á grunni gömlu ungmennafélaganna Vísis, Hróars og Ungmennafélags Jökuldæla. Eftir stofnfundinn var haldin upp- skeruhátíð nýja félagsins og m.a. út- nefndur íþróttamaður ái'sins hjá Ásnum. Verðlaun fyrir góðan íþróttaárangur á árinu fengu Jón Björgvin Vernharðsson og Eiríkur Þorri Einarsson. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir var útnefnd íþrótta- maður ársins, sá fyrsti hjá hinu ný- stofnaða félagi. Morgunblaðið/Anna Ingólfs. ÍS brotinn af byggðalínu á Hallormsstaðarhálsi. Is brotinn af línum Egilsstaðir - Starfsmenn Rarik á Austur-Héraði hafa undanfarna daga verið að vinna við það að skoða línur og bijóta af þeim ís sem safnaðist á þær í vetrar- áhlaupinu nú á nýja árinu. Lítið brotnaði af línum en þó fór lína til Mjóafjarðar og ein lína slitn- aði í Fellahreppi. Gjafir til leikskólans Sólvalla í Grundarfirði Grundarfírði - Leikskólinn Sól- vellir fékk góðar gjafir frá Kven- félaginu Gley-mér-ei. Hér er um að ræða myndbandsupptökuvél ásamt plöstunarvél, sem er til þess að setja glært plast utan um blöð svo þau varðveitist betur. Myndbandsupptökuvélin verð- ur notuð til að taka myndir af börnum í leik og starfi auk þess sem hún mun nýtast í faglegu starfi leikskólans. Leikskólastarf í Grundarfirði hefur verið við lýði í 22 ár en þann 4. janúar árið 1977 var leik- skólinn Sólvellir stofnaður af Rauðakrossdeildinni í Grundar- firði með fulltingi sveitarfélags- ins. Nú starfa 4 leikskólakennar- ar við Ieikskólann Sólvelli auk tíu starfsmanna. Nemendur skólans eru 69 og er það nokkuð hátt hlutfall miðað við íbúatölu sveit- arfélagsins. Morgunblaðið/KVM FRÁ afhendingu myndbandsupptökuvélarinnar. Olga Aðalsteinsdótt- ir, formaður kvenfélagsins, Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri, og Hrund Hjartardóttir í styrktar- og úthlutunai'nefnd kvenfélagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.