Morgunblaðið - 12.01.1999, Page 14

Morgunblaðið - 12.01.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Yfír 90% foreldra skrifuðu undir samning Vestmannaeyjum - Stofnanir og fyriitæki gera ýmislegt til að lífga upp á tilveruna í kring- um jólin og gleðja þannig starfsfólk og viðskiptavini. Flestir eru í hátíðarskapi þessa daga og því skapast fljótt jólastemnming þegar bryddað er á einhverju nýju. Lúðrasveit Vestmannaeyja lagði sitt af mörkum til að skapa jólastemmningu í Eyjum þegar hún lék fyrir viðskiptavini Is- landsbanka. Lúðrasveitin kom sér fyrir í afgreiðslusal bankans og lék jólalög fyrir starfsfólk og viðskiptavini, sem kunnu vel að meta tónlistarflutning Lúðrasveitarmannanna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja leikur jdlalögin í Islandsbanka í Eyjum. J ólas temmning í Islandsbanka Hveragerði - Ki'aftmikið starf er unnið á vegum foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði og hef- ur félagið iðulega verið í farar- broddi hvað varðar ýmsar nýjung- ar í foreldrastarfí. Félagið var til dæmis eitt af þeim fyrstu sem inn- leiddi hið svokallaða tenglakerfí en það felst í því að ákveðnir foreldrar eru gerðir ábyrgir fyrir foreldra- stai'fi hverrar bekkjardeildar og skiptast foreldrarnir á að gegna þessum hlutverkum. Hefur tengla- stai-fíð verið einn af hornsteinunum í starfi félagsins. Síðastliðinn vetur gekkst félagið fyiir þeiiTÍ nýbreytni að bjóða for- eldrum 6 ára bama til sérstaks námskeiðs sem hafði það að mark- miði að búa foreldrana betur undir þá miklu ábyrgð sem fylgir því að eiga barn í skóla. Nú í vetur má segja að foreldrafélagið hafí bætt um betur því að auk námskeiðs fyr- ir foreldra 6 ára bama hélt félagið námskeið fyrir foreldra barna í 7. bekk þar sem höfuðáherslan var lögð á þær miklu breytingar sem í vændum era þegar bamið breytist í ungling. Skemmst er frá því að segja að þátttaka í námskeiðinu var góð og mættu foreldrar vel flestra bama. Námskeiðið tók hluta úr þremur dögum og var farið yfir mismunandi þætti í hvert skipti. Mest áhersla var lögð á fræðslu um unglingsárin, vímuefni og mikil- vægi þess að foreldrar styrktu tengsl sín innbyrðis ítrekuð. Meðal þeirra sem fluttu erindi vom Kristinn Kristjánsson, félags- málastjóri Hveragerðisbæjar, Jón Hlöðver lögregluþjónn og Sigur- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SÍÐASTI dagurinn vai' sameiginlegur með foreldrum og börnum og er myndin tekin í pitsu-veislu. laug Kristmundsdóttir sem kynnti foreldrarölt á Selfossi. Anna Sigur- björg Sigurðardóttir sálfræðingur fjallaði um breytt hlutverk foreldra þegar barnið breytist í ungling og sr. Ki'istinn Agúst Friðfinnsson spjallaði vítt og breitt um lífsvið- horf og verðmætamat. Inn á milli dagskrárliða fóm þátttakendur síðan í léttar leikfimisæfingar, tóku lagið, borðuðu saman eða einfald- lega notuðu tækifærið og ræddu ýmis málefni sem brenna á fólki. Kom skemmtilega á óvart Kolbrún Oddsdóttir, úr stjórn Heimilis og skóla, kynnti foreldra- samning sem felur í sér að foreldr- ar lofa að standa við ákveðnar regl- ur svo sem um útivistartíma, eftir- litslaus samkvæmi, áfengis- og vímuefnanotkun og fleira. Mikill vilji var meðal foreldra að skrifa undir þennan samning og gerðu rúmlega 90% foreldra í bekkjunum það. Er það með bestu þátttöku sem verið hefur um samninginn og sýnir vel vilja foreldra til að standa við bakið á sínum börnum. Að sögn forráðamanna foreldrafélagsins kom þessi eindregni vilji foreldra þeim skemmtilega á óvart en greinilegt væri að sá hópur for- eldra sem lætur sig varða málefni bama sinna væri sífellt að stækka. Um það vitnuðu þessar undirtekt- ir. Ný póstafgreiðsla í Staðarskála Hvammstanga - Ný póstafgreiðsla var opnuð með viðhöfn í Staðar- skála í Hrútafirði í byrjun janúar. Um áramótin var formlega lögð niður afgreiðslan á Brá, en hún hefur verið starfrækt frá 1951. Þar áður var pósthús á Borðeyri en bréfhirðing á Stað fram til 1980. Póstafgreiðslan í Staðarskála er rekin sjálfstætt, en heyrir stjórn- unarlega undir pósthúsið á Hvammstanga og svo verður einnig með pósthúsin á Hólmavík og á Drangsnesi frá síðustu ára- mótum. Afgreiðslustjóri er Stein- unn Óskarsdóttir, en stöðvarstjóri Islandspósts á Hvammstanga er Magna Ögn Magnúsdóttir. I máli Kristins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Staðarskála hf. lýsti hann ánægju með að pósthús- ið sé komið að Stað. Minntist hann á að um langa tíð skipaði Staður veglegan sess í póstþjónustu á Is- landi, en þar var miðstöð landpóst- anna forðum. Á Stað var árið 1993 reist veglegt minnismerki um þann hluta Islandssögunnar. Pósthúsið í Staðarskála verður opið kl. 11-16.30 alla virka daga. í tilefni þessara tímamóta færðu Staðarskáli hf. og íslandspóstur hf. ungmennafélagi sveitarinnar, Dagsbrán, fallega búninga til notk- unar í keppni á vegum félagsins. Aðalheiður Böðvarsdóttir formað- ur Dagsbránar þakkaði fyrir hönd félagsins og sagði mikilvægt fyrir ungmennafélagið að hafa góða bak- hjarla til eflingar starfinu. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson VIÐSTADDIR formlega opnun póstafgreiðslunnar í Staðarskála. F.v. Áskell Jónsson, íslandspósti, Kristinn Guðmundsson og Eiríkur Gísla- son, Stað, Ögn Magna Magnúsdóttir, Pétur Einarsson, íslandspósti, Steinunn Óskarsdóttir og Hörður Jónsson, íslandspósti. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Margrét Dögg Guðgeirsdóttir. Ungmennafélagið Ásinn á Norður-Héraði Iþróttamaður ársins valinn Vaðbrekka, Jökuldal - Stofnfundur og uppskeruhátíð Ungmennafélags- ins Assins á Norður-Héraði voru haldin í lok síðasta árs. Nýtt ung- mennafélag, Ásinn, nær yfir Norður- Hérað og starfar á grunni gömlu ungmennafélaganna Vísis, Hróars og Ungmennafélags Jökuldæla. Eftir stofnfundinn var haldin upp- skeruhátíð nýja félagsins og m.a. út- nefndur íþróttamaður ái'sins hjá Ásnum. Verðlaun fyrir góðan íþróttaárangur á árinu fengu Jón Björgvin Vernharðsson og Eiríkur Þorri Einarsson. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir var útnefnd íþrótta- maður ársins, sá fyrsti hjá hinu ný- stofnaða félagi. Morgunblaðið/Anna Ingólfs. ÍS brotinn af byggðalínu á Hallormsstaðarhálsi. Is brotinn af línum Egilsstaðir - Starfsmenn Rarik á Austur-Héraði hafa undanfarna daga verið að vinna við það að skoða línur og bijóta af þeim ís sem safnaðist á þær í vetrar- áhlaupinu nú á nýja árinu. Lítið brotnaði af línum en þó fór lína til Mjóafjarðar og ein lína slitn- aði í Fellahreppi. Gjafir til leikskólans Sólvalla í Grundarfirði Grundarfírði - Leikskólinn Sól- vellir fékk góðar gjafir frá Kven- félaginu Gley-mér-ei. Hér er um að ræða myndbandsupptökuvél ásamt plöstunarvél, sem er til þess að setja glært plast utan um blöð svo þau varðveitist betur. Myndbandsupptökuvélin verð- ur notuð til að taka myndir af börnum í leik og starfi auk þess sem hún mun nýtast í faglegu starfi leikskólans. Leikskólastarf í Grundarfirði hefur verið við lýði í 22 ár en þann 4. janúar árið 1977 var leik- skólinn Sólvellir stofnaður af Rauðakrossdeildinni í Grundar- firði með fulltingi sveitarfélags- ins. Nú starfa 4 leikskólakennar- ar við Ieikskólann Sólvelli auk tíu starfsmanna. Nemendur skólans eru 69 og er það nokkuð hátt hlutfall miðað við íbúatölu sveit- arfélagsins. Morgunblaðið/KVM FRÁ afhendingu myndbandsupptökuvélarinnar. Olga Aðalsteinsdótt- ir, formaður kvenfélagsins, Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri, og Hrund Hjartardóttir í styrktar- og úthlutunai'nefnd kvenfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.