Morgunblaðið - 27.09.1997, Page 42

Morgunblaðið - 27.09.1997, Page 42
42 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens WH4' ARE YOU HIDIN6 UNPER YOUR BED? Af hveiju ertu að fela þig Skólinn byrjar undir rúminu þínu? næstu viku ... í Þú faldir þig undir rúmi í fyrra en það stoðaði ekk- ert... Eg er núna... leiknari BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 DÓMKIRKJAN Safnaðarlífið í Dómkirkjunni Frá sr. Hjalta Guðmundssyni og Jakobi Ágústi Hjáimarssyni: NÚ ER að hefjast vetrardagskrá Dómkirkjunnar í Reykjavík. Safn- aðarlífið þar byggir á ríkum hefð- um og mótast mest af helgihald- inu. Almenn guðsþjónusta er kl. 11 sérhvem helgan dag allan árs- ins hring í hinni öldnu kirkju. Þar er flest með hefðbundnum hætti, virðulegt og vandað. Dómkórinn sem er í fremstu röð kóra í landinu syngur við guðsþjónusturnar undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. Dómkirkjuprestarnir skiptast á um messumar sína helgina hvor. Sr. Hjalti Guðmundsson stendur dygg- an vörð um hefðirnar en sr. Jakob Agúst Hjálmarsson er jafnan með altarisgöngur sem hafa færst í aukana með árunum eftir óskum um persónulega þátttöku og til- beiðslu af hálfu margra þeirra sem kirkju sækja. Þetta er undirstrikað í flestöllum guðsþjónustum með aukinni þátttöku leikmanna í fram- kvæmd helgisiðanna, ritningar- lestri og bænagjörð. Síðdegisguðs- þjónustur á sunnudögum kl. 14 markast af tilefnum og eru með fjölbreyttu sniði. Þegar svo stendur á eru þær skírnarguðsþjónustur, stundum fyrir fermingarbörnin, aldraða, í léttari dúr fyrir fjölskyld- una alla, annars bænaguðsþjón- ustur. Hádegisbænir eru á miðvikudög- um kl. 12:10 og léttur málsverður á eftir. Þangað sækir fólk sem vinn- ur í miðborginni og hefur mótað með sér þægilegt samfélag, ber uppi bænir hvert annars og spjallar margt undir borðum. Félagsstarf er burðarás í starfi kirkjusafnaða. Safnaðarfélagið heldur mánaðar- lega hádegisfundi á sunnudögum með fræðsluerindum og er félagið öllum opið. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar starfar að samfé- lagseflingu og líknarstörfum og heldur reglulega fundi. Sunnudagaskóli fyrir börn er í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, á sunnudögum kl. 11. Tilval- ið er fyrir foreldra að sækja guðs- þjónustu í kirkjunni á sama tíma eftir að hafa fylgt börnunum til samfélags við sitt hæfi þar sem söngur, frásögur og brúðuleikur miðla þeim fagnaðarerindinu. Samverustundir eru í Safnaðar- heimilinu fyrir 11-12 ára á þriðju- dögum kl. 16:30 og fyrir börn 9-10 ára á fimmtudögum kl. 17:15. Þar er dagskrá við hæfi eldri barna og lögð áhersla á skap- andi starf og upplifun. Barna- starfið og leikskólaheimsóknir eru í umsjá Auðar Ingu Einarsdóttur, guðfræðinema. Fermingarbörnin hittast annan hvern laugardag kl. 10 og nú fyrst laugardaginn 27. september. Samvera fyrir foreldra og lítil börn (mömmufundir) er í Safn- aðarheimilinu á þriðjudögum kl. 13:30-16 með spjalli og stuttum fræðsluþætti. Helgistundir fyrir aldraða eru í Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu 7 fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 10:30. Opið hús fyrir alla aldursflokka er í Safnaðarheimilinu á fimmtu- dögum frá kl. 14-16, veitingar við hóflegu verði eru í boði og ýmis- legt á dagskrá. Sóknarnefnd held- ur mánaðarlega fundi. Formaður er Auður Garðarsdóttir, varafor- maður og safnaðarfulltrúi Marinó Þorsteinsson. Viðtalstíma sína hafa prestarnir í Safnaðarheimilinu kl. 11:30-12: 30 alla virka daga. Síminn er 562 2755. Nánari upplýsingar gefa kirkjuhaldarinn Júlíus Egilson og Guðrún Ólafsdóttir kirkjuvörður í kirkjunni, sem er opin alla virka daga kl. 10-18. Síminn þar er 551 2113. HJALTI GUÐMUNDSSON, JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON, dómkirkjuprestar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.