Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir HLUTI ferðalanganna sólar sig fyrir utan bæinn Sænautasel á meðan öðrum dvelst í lummukaffinu inni í baðstofu. Aldraðir til Austurlands Þórshöfn - Eldri borgarar brugðu undir sig betri fætinum á dögunum og fjölmenntu í rútu- ferð um Austurland. Ferðin var farin í framhaldi af kynningar- fundi sem var haldinn til að kynna starf í félögum eldri borg- ara en ekkert slíkt félag er form- lega starfandi hér í byggðarlag- inu ennþá en stendur trúlega til bóta. Fararstjóri var Bjarnveig Skaftfeld. Vopnafjörður var fyrsti áfangastaður hópsins og þar var haldið beint að skoða aðstöðu félags eldri borgara. Þar voru hlýjar viðtökur, boðið upp á kaffi og konfekt, þar að auki dillandi harmoníkuspil. Hópurinn hélt þar næst á Hótel Svartaskóg í Jökul- dælahreppi þar sem hádegisverð- ur skyldi snæddur og varð enginn fyrir vonbrigðum þar, matur góð- ur og vel úti látinn og umhverfið einstaklega fallegt. Afram var haldið til Egilsstaða, komið við í Miðhúsum og þaðan sem leið ligg- ur í bæinn Klaustursel þar sem gestir virtu fyrir sér ýmis húsdýr þar á bæ, s.s. hreindýr, refi, heimaríka álft og gæsir. Ahuga- vert handverkshús var þar líka að sjá. Síðasti áfangi þessa ferða- lags var bærinn Sænautasel í Jök- uldalshreppi en þar er gamli tíminn enn við völd. Kaffi og lummur voru á boðstólum að gömlum sið og afar gaman að sjá hversu vel hefur tekist til við endurbyggingu þessa gamla bæj- ar í upprunalegt horf. Dagur var kominn að kveldi þegar rútan skilaði ferðalöngunum aftur til síns heima eftir ánægjulegan dag. Útisvæði við Sundhöll Selfoss Framkvæmdir undir kostnaðaráætlun Morgunblaðið/Sig. Fannar. SIGURÐUR Jónsson, forseti bæjarstjórnar, og Sigmundur Stef- ánsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss, ánægðir með niður- stöður vegna framkvæmda við Sundhöll Selfoss. Selfossi - Á fundi byggingarnefnd- ar Sundhailar Selfoss 19. sept. voru lagðar fram áætlaðar niðurstöður á byggingarkostnaði vegna fram- kvæmda á útisvæði Sundhallarinn- ar. Samkvæmt alútboði var gert ráð fyrir að kostnaður við verkið yrði 48,4 milljónir. Með viðbótarkostn- aði vegna aukinnar jarðvinnu og fyllingu, borana, ýmissa umbeðinna viðbótarverka, verka sem voru unn- in af öðrum en aðalverktaka, auk kostnaðar vegna verkfræðinga og arkitekta nemur heildarkostnaður við verkið 55,6 milljónum, að frá- dregnum vsk. Að frádreginni gjöf frá Seifoss- veitum 5,3 milljónum og framlagi Atvinnuþróunarsjóðs Selfoss til framkvæmdanna, 5,1 milljón króna, verður kostnaður bæjarsjóðs 45,3 milljónir. Á fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 47 milljónum til þessa verks, mismunur er 1,7 milljónir. Stóraukin aðsókn Byggingarnefndin lýsti ánægju sinni með þessa niðurstöðu sem sýnir að sú leið sem farin var með alútboði skilaði verulegum árangri, bæði hvað kostnað snertir og betra mannvirki. Að sögn Sigurðar Jónssonar bæjarfulltrúa hafa framkvæmdir staðið undir þeim væntingum sem ætlast var til í upphafi. „Fram- kvæmdir hafa staðist kostnaðar- áætlun, tíma og gæði mannvirkis," sagði Sigurður. Hann telur einnig að miðað við þá aðsókn sem verið hefur í sumar verði að skoða með fullri alvöru_ stækkun búningsað- stöðunnar. í júlímánuði í fyrra komu 8.000 gestir í Sundhöllina en í sama mánuði í ár voru gestirnir 18.000, sem verður að teljast óvenju mikil aukning. Sigmundur Stefánsson, forstöðu- maður Sundhallar Selfoss, tekur undir þessi orð Sigurðar og segir að búningsaðstaðan hafi hreinlega sprungið á mestu álagstímunum í sumar. Sigmundur er verulega ánægður með þessar niðurstöður og segir að nýjar aðsóknartölur sumarsins sýni að rétt hafi verið haldið á málum Sundhallarinnar Nútímavegnr um Fjarðar- heiði á 90 ára afmæli þjóð- vegarins Seyðisfirði - Merkur áfangi í sam- göngumálum Seyðfirðinga og Hér- aðsmanna hefur náðst eftir að tókst að klára lagningu bundins slitlags á veginum yfir Fjarðarheiði á 90 ára afmæli vegarins sem þjóðvegar. Framkvæmdir við síðasta áfanga vegagerðarinnar hófust í júlí í fyrra og kláruðust nú nýlega. Fyrirtækið Héraðsverk sá um að byggja nýjan veg um Mjósund ásamt því að gamli vegurinn var styrktur og endur- bættur til muna. Dregið var úr mishæðum og bugðum og bundið slitlag lagt á þannig að nú er bund- ið slitlag milli kaupstaðanna tveggja Seyðisfjarðar og Egils- staða. Vegur var fyrst lagður um Fjarð- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson MINNISVARÐI um Þorbjörn Arnoddsson sem stendur í Neðri Stafnum við austurbrún Fjarðarheiðar. arheiði sumarið 1893. Hann var síðan endurbættur 1903 og varð að þjóðvegi árið 1907. Fyrsta bif- reiðin var farin um kerruveg þenn- an árið 1928 og var hópur manna meðferðis til aðstoðar. Á árunum 1933-34 var lagður bílvegur um heiðina, en hann síðan færður og endurbættur á árunum 1946-53. Endurbætur og tilfærslur á vegar- stæði hafa síðan verið gerðar með fárra ára millibili allt frá 1970. Allir í Sparisjóðs- hlaupið Þórshöfn - Árlegt skemmtiskokk Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis var haldið sl. laugardag, en hlaupið er árvisst í tengslum við afmæli Sparisjóðsins, 17. september. Sparisjóðurinn varð 53 ára á þessu ári. Þátttakendur voru 32, frá 5 ára aldri allt til rúnú'ga fimm- tugs og var fólk í misgóón ‘ormi eins og gengur. Vegalengdin sc*n var hlaupin var 3 km og hver þátttakandi númeraður því dreg- ið var um vinningsnúmer að hlaupinu loknu. Vinningshafinn fékk 5.000 króna innlegg á bók í Sparisjóðnum en auk þess fengu allir skokkararnir pening merkt- an hlaupinu, húfur, gos og nammi, sem var vel þegið eftir skokkið í góða veðrinu. Norðvestur- bandalagið hf. slátrar í Búðardal Búðardal - Sauðljárslátrun hófst í Búðardal 10. september sl. Að sögn Sveins Gestssonar sláturhús- stjóra hefur slátrun farið rólega af stað. Nokkrir erfiðleikar hafa verið með að fá fólk í allar stöður en svo virðist sem það sé að tak- ast. Alltaf vantar þó meira af vönu fólki í fláningu, fyrirristu og inn- anúrtöku. Stefnt er að því að slátra liðlega 24 þús. dilkum í haust sem er 10% aukning frá því sem var hjá Afurðastöðinni áður. Ekki er hægt að segja neitt til um fall- þunga eða mat ennþá. Eitt lítið skref í átt til ESB leyf- is var tekið í sumar með kaupum Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdðttir á nýju færibandi sem flytur dilka úr réttinni í banaklefa. Með þessu hefur náðst fram veruleg hagræð- ing sem mun skila sér á næstu árum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal NU stunda 22 nemar iðnmeistaranám við Verkmennta- skóla Austurlands. Iðnmeistaranám við Verk- menntaskóla Austurlands Neskaupstað - Nú í haust hófst í fyrsta skipti iðnmeistaranám við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. 22 nemendur víðs veg- ar af Austurlandi stunda í þetta skipti námið sem tekur yfir þtjár annir. Alls eru það 10 iðngreinar sem kenndar eru í meistaranáminu, hársnyrting, vélvirkjun, rafvirkjun, símsmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, bakaraiðn, netagerð, húsasmíði og rennismíði. Áður þurftu iðnaðarmenn héðan að austan að fara til Reykjavíkur til að stunda þetta nám og má telja að þorri þeirra nemenda sem nú stunda meistaranámið hér hefðu ekki farið í námið nema af því að það færðist nær þeirra heimabyggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.