Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 48
‘48 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BANDARISKA sundkonan Amy Van Dyken. FRANSKA íþróttakonan Marie-Jose Perec. FÓLK í FRÉTTUM BRESKI grindahlauparinn Colin Jackson. ÞÝSKA tennisstjarnan Boris Becker. Annað barn Madonnu? ►FREGNIR herma að Lourdes litla, dóttir Madonnu, verði ekki einkabarn Iengi. New York Daily News hefur greint frá því Ma- donna hafí mikla löngnn til að eignast annað barn. Hún vilji þó ekki ganga með það sjálf og hafí kannað möguleika á að frjóvguðu eggi henn- ar verði komið fyrir í legi staðgengilsmóður. Talsmaður Madonnu segir tilgátuna út í hött, en að hugmyndin sé góð. Hver viti nema Gi- anni Versace hafí arfleitt Madonnu að sæði sínu. Land þögullar sögu sögu okkar á borð við Gettys- burg. Snorra Sturlusonar er minnst af Norðmönnum í Reykjaholti, en þangað koma menn alls staðar af hnettinum í einskonar pílagrímsferðir. Atök- in um þjóðveldið birtast okkur í bók Sturlu Þórðarsonar sem hefði alveg eins getað verið skrifuð á erlendu máli. Svo fjarri er hún þekkingu fólks í nútíman- um. Óhugsandi er að í dag verði ort ljóð um einhvern Eggert, eins og Jónas gerði, af þeirri til- finningu að geta sagt hann væri: „saltdrifin hetja stiginn upp af bárum“. Hingað barst inn í dagskrá sjónvarpsins þáttaröð leikinna mynda um sænskan málara, Anders Zom. Hann er sagður fædd- ur 1860 og náði sex- tugsaldri. I stuttu máli sagt kemur þessi málari yfir mann ofan úr skýjunum eftir að hafa lært upp á nokkra meistara bæði innlenda og erienda. í fljótu bragði virðist þarna vera á ferð kvensamur og drykkfelldur Svíi og er það svo sem ekkert einsdæmi eða slíkt undrunarefni að gera þyrfti mynd. Hitt er annað mál að þetta var nokkuð geðugur Svíi, sem málaði bæði McKinley Bandaríkjaforseta og olíuskelminn Rockefeller gamla. Hann var frá Mora í Dölum og sneri heim um aldamót. Yfirleitt vildi hann ekki sleppa útidans- leikjum heima í Mora á Jóns- messunótt og málaði myndir af þeim axlabandaböllum. Hann málaði mikið af bændadætrum nöktum, eftir að hann kom heim og gerði tvær þeirra óléttar í slíku málarakasti. Félagi hans mikill, þegar hann var heima í Svíþjóð, var Engström, sá hinn sami og kom hingað til fundar við Heklu. Við höfum eins og kunnugt er mátt þola ýmislegt í málaralist. Mest hefur það verið deila um keisarans skegg. Þó varð ein hatrömm, en það var deilan m.a. um landbúnaðaraf- urðina Þorgeirsbola, eða það lag- vopn hans sem var til mestrar prýði. Síðan hefur verið hér fullt hús af meisturum, svo það er ekki von að sjáist mikið til út- lendinga nema þeirra allra fræg- ustu. Heldur er dauflegt yfir dag- skrá sjónvarpanna um þessar mundh-. Dagsljós, þetta mikla menningarlega vopn Ríkissjón- varpsins, nær sér einhvern veg- inn ekki á strik, heldur er daufleg endurtekning á sjónvarpsþætti Stefáns Jóns Hafstein á Stöð 2 hér um árið. Hann hefur sýnilega ekki orðið sér úti um einkarétt á forminu. Aftur á móti hefur lítið verið tal- að um Nixon í útvarpinu eftir að Stefán Jón flutti okkur daglegar fréttir af honum í fréttatímum gömlu gufunnar þegar Stefán Jón var einskonar menningar- legur fulltrúi vestra með Nixon sem sérgrein. Þá hafa verið teknir til sýninga þættir um sögu Norðurlanda. Ekki veit ég hvort ísland verður með í þeim þáttum. Að minnsta kosti var þess hvergi getið í íyrsta þættin- um um Kalmarsambandið. Fer þar sjálfsagt eins og oft áður að „Det lille Island" þykir ekki um- talsvert í hópi „stórvelda“ á borð við Danmörk, Svíþjóð, Noreg og Finnland, þar sem sósíalisminn gengur m.a. fram í því að vana fólk. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARP ÁLAUGARDEGI Madonna hreifst ekki af þelnrl Iffs- reynslu aft ganga meft bam og vlll líklega halda lögulegum vexti > sínum. ÞÁ ER lokið sýningum á kvik- myndinni Gettysburg, um eina hrikalegustu orrustu sem háð var í Þrælastríðinu í Bandaríkj- unum. Um það leyti var banda- ríska þjóðin klofin í herðar niður og Gettysburg varð mikill harmastaður fyrir þjóðina. Samt sem áður er bardagasvæðið sameiginlegur minningarstað- ur og þegar myndin er gerð er á hvorugan hallað. Hér er um að ræða þjóð sem á ekki nema rúmlega tvö hundruð ára sögu. Eðli- legt er að meðferð á sögulegum atburð- um veki sérstaka athygli hér á landi, af því við þykjumst kunna ýmis- legt fyrir okkur um sögulega atburði. Hitt er svo annað að lítið hef- ur ver- ið gert til þess að þeir fái vakað í vitund þjóðarinnar. Við eltum þorskinn og intemetið í önnur lönd, en leggjum lítið fram til almannanota og upprifjunar á Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. Kysstust hrjátíu sinnum ►LEIKARINN Tom Selleck hefur verið afar viðkvæmur fyrir kossa- atriði í myndinni Inn og út, sem var aðsóknarhæst í Bandarikjunum um síðustu helgi. Þar er innilegt kossaatriði með honum og Kevin Kline og sá Selleck sig tilneyddan að gefa út yfirlýsingu um að hann væri ekki hommi eftir að kossinn spurðist út. „Þetta var ekki eitt- hvað sem ég óskaði eftir,“ segir hann. „Þetta stóð svart á hvítu í handritinu og mér var borgað fyrir að leika hlutverkið." Það þurfti þrjátíu tökur til að gera leikstjór- ann ánægðan og í eitt skipti missti Selleck alveg af munninum á Kline. „Að kyssa Kevin var erfiðara en nokkurt kossaatriði sem ég hef áð- ur tekið þátt í,“ segir Selleck. Panelplötur Hvítar og ómálaðar. Sérpöntun sérlita. Úrval fylgihluta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. JbíOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 N aktir afreksmenn ►ÞRETTÁN heimsfrægir íþrótta- menn sitja fyrir á nektarmyndum f nýrri auglýsingaherferð fyrir svissneska úraframleiðandann Tag Heuer. Margir af þeim sem sitja fyrir hafa unnið til verðlauna á Olympíuleikunum. MYNDBÖND Spörk í allar áttir Ofurlögga (Supercop)________-y S p r ii n ii in > n d ★ '/2 Framleiðandi: Media Asia. Leik- stjóri: Stanley Tung. Handritshöf- undur: Edward Tang, Fibe Ma og Lee Wai Yee. Kvikmyndataka: Aroy Lam. Tónlist: Joel McNeely. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Michelle Khan, Maggie Cheung, Ken Tsang. 93 mín. Bandaríkin. Miramax/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. MEISTARAR í sjálfsvarnarlist, ofurlöggan Kevin Chan og yfirboð- ari hans, hin fagra Yang, ætla að koma upp um stór- an eiturlyfjasala. Þau komast inn í gengið hans, en það fer í hart þeg- ar kærastan hans Kevins mætir einnig til leiks. Til að njóta þess- arar kvikmyndar þarf tvennt til; hafa gaman af sjálfsvarnarlist og þeim ótrúlegu hoppum og brögðum sem þau félagar sýna svo listilega hér í Ofurlöggunni, og hafa skop- skyn fyrir því þegar fólk dettur á rassinn. Sagan er nefnilega mjög ófrumleg þótt hún sé spennandi á köflum. Leikararnir njóta sín ekki, eða þá að þeir eru lélegir, vegna þess að myndin er hljóðsett úr kín- versku yfir á ensku. Auk þess er Jackie Chan frekar þumbaraleg persóna og óaðlaðandi, þannig að manni er nokk sama um örlög hans. Atriðið sem gerist ofan á lestinni er snilldarlega gert, og þau kunna vissulega sín spörk þau Chan og Yang, en það þarf þó eitthvað meira til þess að úr verði ánægjuleg af- þreying. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.