Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 37 ARNÞÓR GUÐJÓN ÁRNASON ■+■ Arnþór Guðjón ' Árnason var fæddur 17. maí 1911 í Neskaupstað. Hann andaðist mánudag- inn 22. september síðastliðinn, á Dval- arheimilinu Horn- brekku, Ólafsfirði. Arnþór var sonur hjónanna Guðnýjar Signýjar Jóhanns- dóttur og Arna Arnasonar út- gerðarmanns á Fá- skrúðsfirði, sem bæði eru látin. Þau hjón eignuðust fjóra syni, Arn- þór sem var elstur, Sigurð og Jóhann, sem báðir létust ungir, og Jón sem var yngstur og er einnig látinn. 25. desember 1940 kvæntist Arnþór eftirlifandi eiginkonu sinni Sól- veigu Þórlaugu Sigurðardóttur, f. 29. júní 1911 í Borgargarði Djúpavogi. Þau hjón eignuðust fímm börn, Árný, f. 22. október 1941, Sigurður Valgeir, 3. mars 1943, Guðlaug, f. 17. nóv- ember 1944, Grétar Þór, f. 5. apríl 1953, Jóhanna Kristín, f. 20. nóvember 1957. Afkomendur Arnþórs og Sól- veigar eru í dag 47. Utför Arnþórs fer fram frá Búðakirkju á Fáskrúðsfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er jarðsunginn frá Búða- kirkju á Fáskrúðsfirði, tengdafaðir minn Arnþór Guðjón Arnason, Litla-Haga, Fáskrúðsfirði. Þó að maður geri sér grein fyrir því hvert stefnir, kemur dauðinn alltaf aftan að mönnum. Það er alltaf sárt þegar ástvinur er kvaddur í hinsta sinn. Tengdaforeldrar mínir, Arnþór og Sólveig, hófu sinn búskap í Litla-Haga á Fáskrúðsfírði árið 1940 og þar var heimili þeirra alla tíð, að frátöldum tveimur seinustu árunum, er þau bjuggu í lítilli íbúð á Hllðargötu 59 á Fáskrúðsfirði og var það eingöngu gert vegna veikinda Arnþórs. Saman í þeirri íbúð voru þau ekki nema eitt ár, en þá fékk Arnþór pláss á sjúkra- deild dvalarheimilisins Horn- brekku á Ólafsfírði. Þrátt fyrir aðskilnaðinn við lífsförunautinn, eiginkonu sína, leið Arnþóri vel, eða eins vel og nokkur kostur var til. Veit ég að bæði Arnþór og Sólveig vilja koma á framfæri inni- legu þakklæti til allra á Horn- brekku, fyrir umönnun Arnþórs og kærleikann sem þau urðu að- njótandi frá starfsfólkinu á Horn- brekku. í Litla-Haga eru öll börn þeirra fædd og uppalin, og eftir að börn- in uxu úr grasi, vöndu barnabörn- in og barnabarnabörnin komur sínar til afa og ömmu í Litla- Haga. Þegar ég var 16 ára fór ég að venja komur mínar í Litla- Haga, og var ástæðan Árný dóttir þeirra hjóna. Við Ámý vorum krakkar þegar við hófum búskap og án alls vafa höfum við valdið tengdaforeldrum mínum áhyggj- um vegna æsku okkar og reynslu- leysis. Aldrei fann ég samt fyrir því að Amþór umgengist mig öðruvísi en jafningja og er ég þakklátur fyrir það. Frá æsku átti sjórinn og útgerð allan huga Amþórs. Hann hóf snemma sjósókn, eins og tíðkaðist á þeim árum. Á fermingardaginn beið báturinn eftir Arnþóri, á með- an hann var í kirkjunni og að at- höfninni lokinni var lagt af stað í róður. Arnþór lifði þann tíma, að taka þátt í árabátaútgerð frá Skálavík í Fáskrúðsfirði og var þá róið á miðin, úti við Skrúð, á sex- æringum. Oft komust þessi hraustmenni í hann krappan og bjuggu við aðstæður sem ekki þættu mönnum bjóðandi í dag. En menn þessir efldust við hveija raun og eigum við þeim mest að þakka í uppbyggingu lífsgæða okkar á þessu landi, þar sem öll afkoma fólks byggist á sjósókn og aflabrögðum. Arnþór getur með stolti litið yfir farinn veg. Hann náði 86 ára aldri, lifði lífi sínu sjálfstæður maður, skuldaði aldrei neinum neitt, var trúr og áreiðanlegur í öllum sínum gerðum, stundum umdeildur, en ávallt sjálfum sér samkvæmur. Börnin fimm komust öll til manns og eru nýtir þegnar þjóðfélagsins og afkomendahópur- inn sem hann skilar af sér er í dag 47 manns. Arnþór var samt ekki einn I baráttunni við lífið, eins og svo oft stendur kona að baki manns og í þessu tilviki stóð Sól- veig ávallt eins og klettur við hlið manns síns, allt til hinstu stundar. Hún var hjá honum er hann andað- ist og hélt í hönd hans. Ég dáist að þessari konu, henni tengdamóð- ur minni. Ávallt í öllum sínum gerðum og hugsunum kemur hún númer tvö eða þrjú á eftir öðrum. Ég bið góðan Guð að veita henni styrk til að ganga veginn áfram án lífsförunautarins, sem ávallt hefur verið við hlið hennar á lífs- göngunni. Guð blessi minningu tengdaföður míns, Arnþór Guðjóns Árnasonar, Litla-Haga, Fáskrúðs- firði. Ingi S. Helgason. Elsku afí minn, þá er kveðju- stundin runnin upp. Þú varst einn af þeim sterkbyggðu, voðaskot, sprunginn botnlangi, með tilheyr- andi lífhimnubólgu, berklar og krabbamein, allt laut það í lægra haldi fyrir þrautseigju þinni og lík- amlegu atgervi. Eitt sinn verða þó allir menn að deyja og nú hef- ur ellikerling lagt þig að velli. Litli-Hagi, þar sleist þú barns- skónum og þar bjugguð þið, þú og lífsförunauturinn þinn kæri, hún Sólveig amma, ykkur heimili og óluð börnin ykkar fímm. Þaðan á ég, dótturdóttir þín svo margar af mínum ljúfustu æskuminning- um. Þú eyddir síðustu ævidögunum á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði, þar hittum við, ég og dætur mínar þijár, þig í síðasta skipti nú í ágúst. Þar hitti ég líka Kjartan úr Hrísey sem stytt hefur þér stundir, hann fór að spyija um nöfnin okkar, þá sagði ég hon- um að ég héti í höfuðið á þér og ömmu, elsta dóttirin í höfuðið á tengdamóður þinni, miðdóttirin í höfuðið á dóttur þinni (móður minni) og sú yngsta í höfuðið á móður þinni. Ég hafði aldrei hugs- að um nöfnin okkar í þessu sam- hengi áður en nú þykir mér vænt um að þarna skyldi hringrás lífsins birtast mér á þennan hátt. Ég kveð þig nú, elsku afi, með vissunni um að þú munt vaka yfír ömmu sem var þér stoð og stytta í áratugi og hefur misst mest við fráfall þitt. Kærar kveðjur. Sólveig Arna. ARNI G UÐMUNDSSON + Árni Guð- mundsson var fæddur á Folafæti 27. apríl 1933. Hann lést á Vað- brekku 18. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urðardóttir, sem lifir son sinn í hárri elli, og Guðmundur Salomonsson, sem lést 9. apríl 1963. Útför Árna fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Árni bróðir minn er látinn svo snögglega. Mikið varð mér um þegar ég frétti lát hans. Við systkinin vorum mjög samrýnd, enda yngst af stórum systkina- hópi. Ámi bjó á heimili mínu í all- mörg ár og var eins og einn af ijölskyldunni. Mikið þótti börnun- um mínum vænt um hann og hon- um um þau. Það ríkti alltaf eftirvænting og tilhlökkun þegar hann kom heim úr siglingu, því alltaf var hann með eitthvað fallegt handa þeim. Árni var mjög barngóður, einstak- lega rólegur og skap- góður að eðlisfari og alltaf var stutt í brosið hjá honum. Hann hafði gaman af því að vera innan um fólk og var þá gjarnan tekið lagið. Síðustu árin var hann heimilisfastur á Vaðbrekku hjá Evu frænku okkar og Sigurði manni hennar. Skulu þeim færðar hjartans þakkir. Hann kunni að meta sveitalífíð og undi sér vel hjá þeim. Það er skrýtið að eiga ekki eftir að heyra hann segja, „blessuð systir, hvað er að frétta?“ En svona er lífíð. Ég þakka bróður mínum allar ánægjustund- irnar sem við áttum saman og bið Guð um að styrkja aldraða móður okkar, börn hans og systkini í sorg- inni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir, Sigríður Sigurborg Guðmundsdóttir. Elsku besti frændi. Að leiðarlok- um langar mig til þess að þakka þér fyrir samveruna og góða vin- áttu í gegnum árin. Eg minnist þín með söknuði og minningarnar þyrlast upp í hugann. Minningar um einstaklega barngóðan og ljúf- an mann sem þrátt fyrir grýtta braut í gegnum lífið átti svo margt að gefa. Já, svo sannarlega man ég allar fallegu gjafirnar þínar, brosin þín og það hve þú vildir okkur systkinunum alltaf vel. Seinna þegar börnin okkar komu til sögunnar fengu þau einnig að njóta velvilja þíns og þá sérstak- lega Oddur sonur minn sem átti í þér góðan vin sem hægt var að ræða við um allt þegar þið dvöld- ust saman eitt sumar á Efra-Lóni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku Árni minn. Þín Rannveig. + Elskuleg móöir okkar og systir, MAGNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sveinseyri í Tálknafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu- daginn 25. september. Fyrir hönd vandamanna, María S. Norðdahl, Sigurður Sigurðsson, Jóna Guðmundsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGALÁRUSSONAR, Brekkustíg 35B, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E, Landspítalanum, fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Lilja S. Jónasdóttir, Lára Jóna Helgadóttir, Sigurður Karlsson, Sigurður Helgi Helgason, Drífa Leonsdóttir, Dagný Helgadóttir, Friðrik Jakobsson og barnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR, Vanabyggð 4f, Akureyri. Valmundur Antonsson, Ásta Valmundardóttir, Jakobína M. Valmundardóttir, Knútur Valmundsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Birna Valmundardóttir Driva, Stig Driva, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andiát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tendgdaföður og afa, ÓLAFS STEINARS VALDIMARSSONAR, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem lést fimmtudaginn 4. september sl. Fjóla Magnúsdóttir, Magnús Ólafsson, Steinunn Harðardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Gestur Guðmundsson, Steinunn Ólafsdóttir, Ingi Þór Ólafsson, Linda Ásgeirsdóttir, og barnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, veirnuo eoa coivu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 Sérfræöingar í blómaskrcvtingum \ ió oll tækifæri I Tfl| blómaverkstæði fg I IJinna'. 1 Skola\örðustíg 12. a horni Bergstaðastrætis. sími 551 909(1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.