Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 41 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg AÐALHÆTTAN í umhverfi vagnanna hefur verið þegar börn hlaupa út á akbraut fyrir framan eða aftan vagnana á viðkomu- stöðvum þeirra. Hér leiðbeinir lögreglan börnunum hvernig rétt skal að staðið. Tæplega 2000 börn heim- sækja SVR á Kirkjusand Málþing Norræna félagsins UM þessar mundir eru 75 ár liðin frá stofnun Norræna félagsins á ís- landi. Félagið var stofnað árið 1922 til þess að hvetja til aukins sam- starfs Norðurlandaþjóðanna á sem fiestum sviðum. Mörg baráttumál Norræna félagsins hafa orðið að veruleika og eru sjálfsögð gildi í dag. í tilefni af 75 ára afmæli Norræna félagsins efnir menningarmálanefnd félagsins til málþings í Norræna húsinu, sunnudaginn 28. september, kl. 15.30. Efni málþingsins er staða Norðurlanda í Evrópu og hvernig ! norrænt samstarf getur þróast í þeim öru breytingum sem nú verða. Fyrirlesarar verða íslenskir stjórn- málamenn, einkum þeir sem sitja í Norðurlandaráði eða hafa unnið mikið að norrænum málefnum, en einnig ungt fólk frá stjórnun nem- endafélaga framhaldsskóla. Stjórn- andi umræðna verður Haraldur Ól- afsson, prófessor. Allir eru velkomn- ir á málþing Norræna félagsins. Sambandsþing Norræna félagsins sem er haldið annað hvert ár fer fram að Nesjavöllum nú um helgina með 70 fulltrúum af öllu landinu auk erlendra gesta. Á þinginu verður m.a. horft til baka og rilj'aður upp hluti af sögu félagsins, þegar hafist var handa við byggingu norrænnar hallar á Þingvöllum um miðja þessa öld. Einnig verður horft til framtíðar og kynnt á sambandsþinginu nýtt verkefni Norræna félagsins sem snýr að ungu fólki. j Alþjóðadagur heyrnarlausra ALÞJÓÐADAGUR heymarlausra verður haldinn sunnudaginn 28. sept- ember nk. Á þessum degi nota heyrn- arlausir víða um heim tækifærið til að vekja athygli á samfélagi heyrnar- lausra og hagsmunamálum sínum. Félag heyrnarlausra var stofnað árið 1960 og er heildarsamtök heyrn- arlausra á Islandi. Markmið félagsins er að bæta stöðu heyrnarlausra og heyrnarskertra í samfélaginu, stuðla að réttindum þeirra til jafns við aðra og ijúfa félagslega einangrun þeirra með öflugu félagslífi, fræðslu og ráð- gjöf. Einnig miðar félagið að því að koma upplýsingum til almennings um heyrnarleysi, menningu og tungumál heyrnarlausra. í ár eru 10 ár liðin frá því fyrsti alþjóðlegi bráttudagur heyrnar- | lausra var haldinn hátíðlegur. Af því tilefni hefur Félag heymarlausra i ákveðið að efna til kynningarátaks I á menningu og tungumáli heyrnar- lausra. Haldnir verða menningar- dagar dagana 2. október til 9. nóv- ember þar sem lögð er áhersla á að kynna menningu heyrnarlausra. Einnig mun félagið standa fyrir kynningarátaki undir slagorðinu ís- lenskt táknmál er okkar mál m.a. með auglýsingum í strætisvagna- skýlum á meðan menningardagar heyrnarlausra standa yfir. Dagskrá á degi heyrnarlausra verður sem hér segir: Hátíðarhöldin hefjast kl. 14 á Ingólfstorgi þar sem sr. Miyako Þórðarson messar. Tákn- málskórinn ásamt Kór Biskups- tungna syngur. Að lokinni messu flytur Margareth Hartvedt ávarp. Kvikmyndasýn- ingar í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnu- daga kl. 14. Sunnudaginn 28. sept- ember verður sýnd norsk teikni- myndasyrpa. Sýndar verða tvær norskar teikni- myndir. „Pappabussen", gerð eftir sögu Bjorn Ronningen og „Flyndra" Ísem byggir á gömlu ævintýri um fátæk hjón sem eru að veiða og fá t risafisk á öngulinn. Norskt tal, 26 i mín. Allir eru velkomnir og aðgang- ur ókeypis. SVR og lögreglan í Reykjavík hafa um árabil boðið einum ár- gangi grunnskólanema ásamt kennara á Kirkjusand til um- ferðarfræðslu. 16. september hófst þessi fræðsla í ár. Umferðarfræðslan er fyrir öll 8 ára börn á starfs- svæði lögreglunnar í Reykjavík. Áætlað er að verkefninu ljúki í lok október en þá verða þátttak- endur orðnir tæplega 2000 tals- ins. Fræðslan er blanda af alvöru og leik. Farið er yfir helstu hættur umhverfis strætisvagna og biðstöðva þannig að draga megi úr líkum á slysi. Aðalhætt- Hjónastarf Neskirkju BENEDIKT Jóhannsson, sálfræð- ingur hjá fjölskylduþjónustu kirkj- unnar, verður gestur í hjónastarfi Neskirkju á sunnudagskvöld, 28. september, kl. 20.30. Hann ræðir um efnið Gott hjóna- band - hvað þarf til? Þar ræðir hann um ýmislegt sem einkennir farsælt hjónaband og hvernig hægt er að vinna að því. Benedikt hefur áður verið með erindi um svipað efni í Neskirkju og var mjög góður rómur gerður að því, segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn verður í safnaðar- heimilinu í kjallara kirkjunnar og er öllum opinn. Aðrir fundir á haustmisseri eru sem hér segir: 26. október: Stjúpfjöl- skyldan. Sigtryggur Jónsson, sál- fræðingur, kemur í heimsókn og ræðir efnið. 23. nóvember: Að styrkja fjölskylduböndin - einkum við ungl- inginn. Sæmundur Hafsteinsson, sál- fræðingur og formaður Vímulausrar æsku, fjallar um það mál. Bylgjuball á Hótel íslandi HALDIÐ verður Bylgjuball á Hótel íslandi í kvöld, laugardagskvöld. Á ballinu koma fram hljómsveit- irnar SSSól og Sniglabandið en auk þeirra treður Páll Oskar Hjálmtýs- son upp með sína dagskrá. LEIÐRÉTT Villur í minningargrein Z-VILLUR og fleiri villur slæddust inn í minningargrein Steingríms St.Th. Sigurðssonar um Hrein Svavarsson í blaðinu föstudaginn 26. sept. Auk þess voru sams konar vill- ur í æviágripi, sem Steingrímur rit- aði einnig. Villurnar eru ekki frá höfundi komnar heldur eru þær á ábyrgð blaðsins. Er Steingrímur beð- inn afsökunar á mistökunum. an í umhverfi vagnanna hefur verið þegar börn hlaupa út á akbraut fyrir framan eða aftan vagnana á viðkomustöðvum þeirra. Oftar en ekki virðast bíl- stjórar ekki gera sér grein fyrir þeirri hættu sem skapast getur við biðstöðvarnar því ekki er óalgengt að ekið sé á miklum hraða fram úr vagni sem er á biðstöð. Börnin fá jafnframt sýnikennslu um notkun gang- brauta og gangbrautarljósa og spreyta sig á notkun þeirra. Til að gera heimsóknina sem ánægjulegasta og eftirminnileg- asta er brugðið á leik, spilað, sungið og sprellað. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Valdi- mari Jónssyni f.h. Hugvers ehf. vegna fréttar Morgunblaðsins um kæru Microsoft á hendur Hugveri ehf.: „í tilefni af frétt í Morgunblaðinu vil ég taka eftirfarandi fram fyrir hönd Hugvers ehf. Þann 15. september sl. ræðst hartnær tugur rannsóknarlögreglu- manna inn í verslun Hugvers ehf. Vitastíg 12 í Reykjavík sem ertölvu- fyrirtæki í eigu undirritaðs. Aðförin er um miðjan dag og eru viðskipta- vinir burtrækir, öll símtöl rofin, hús- rannsókn framkvæmd og bókhalds- gögn gerð upptæk. Framlagt kæru- efni er brot á höfundarlögum, þ.e. meint ólögleg dreifing á Windows 95. Um önnur kæruefni er mér eða lögmanni mínum ekki kunnugt, and- stætt því sem ráða má af frétt blaðs- ins. Er óskað eftir því að blaðið upplýsi það mál nánar. Hvað varðar þau sakarefni sem mér hafa verið kynnt, s.s. að dreifa með ólöglegum hætti Windows 95 neita ég þeim alfarið f.h. Hugvers ehf. Hvort sem það tengist ófullnægj- andi árangri af umræddri húsleit eða ekki Iiggur nú fyrir skv. frétt Morg- unblaðsins að hinir opinberu rann- sóknaraðilar heimsækja nú við- skiptavini Hugvers og beiðast að- gangs að tölvum í þeim tilgangi að fá kæruefni staðfest. Mál þetta virðist meðhöndlað eins og fíkniefnamál eða annað stór- glæpamál af rannsóknaraðila fremur en brot á höfundarrétti af því tagi sem kærandi mun hafa sagt í fjöl- miðlum að væri landlægt. Má spyija að því hvort framgangan sé undir áhrifum af því hver kærir. Ef mér til efs að nokkur fordæmi séu fyrir því að sambærileg mál hvað t.d. refsiramma varðar hafi verið rann- sökuð af slíku offorsi. Það er augljóst mál að viðskipta- tjón Hugvers ehf. vegna þessarar Aðalfundur Heimdallar HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá laugardag- inn 27. september. Klukkan 15 verð- ur kynningarfundur á starfsemi fé- lagsins með áherslu á menntamál. Frummælendur eru Elsa B. Vals- dóttir, formaður Heimdallar, Illugi Gunnarsson hagfræðingur og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Kl. 20 hefst aðalfundur félagsins. Á dagskrá hans eru hefðbundin aðal- fundarstörf en auk þess mun heið- ursgestur fundarins, Pétur Blöndal alþingismaður, flytja ávarp. Að aðal- fundinum loknum verður opið hús þar sem tónlist og dans munu duna fram eftir nóttu. Opna húsið hefst kl. 22.30. Allir þessir atburðir eru í Valhöll og eru allir velkomnir. Fyrirlestur um almenningsálit DAVID Icke heldur fyrirlestur í Ráð- stefnusölum ríkisins í Borgartúni 6, laugardaginn 27. september kl. 14. Icke, sem er fyrrverandi íþrótta- fréttamaður hjá breska sjónvarpinu og atkvæðamikill talsmaður Græna flokksins þar í landi, líkir mannfólk- inu við fjárhóp sem hvorki taki sjálf- stæðar ákvarðanir né noti eigin vilja, segir í frétt frá fundarboðendum. „Hann heldur því fram að það sé samtengt net fáeinna mjög auðugra fjölskyldna, leynireglna og stofnana sem leggi línurnar fýrir framtíð mannkynsins á jörðinni. Hann út- skýrir hvernig þessi öfl, sem hafi eiginhagsmuni en ekki þroska mann- eskjunnar að leiðarljósi, hafi orðið alheimsvald að baki stjórnmálunum og komi hentugum viðhorfum inn í almenningsálitið í gegnum fjöl- miðla,“ segir einnig í tilkynningunni. aðfarar er gífurlegt og líklega mun meira en viðurlög meintra sakarefna hvort sem raunverulegur tilgangur að baki þessum málatilbúnaði er að knésetja fyrirtækið eða ekki. í frétt Morgunblaðsins í gær kem- ur fram að 46 viðskiptavinir fyrir- tækisins hafa verið heimsóttir. Verð ég að harma að viðskiptavin- ir Hugvers ehf. skuli gjalda þessarar aðfarar sem hugsanlega byggir á nýuppteknum eða óvenjulegum vinnubrögðum rannsóknaraðila. Vil ég f.h. fyrirtækisins biðja viðkom- andi afsökunar á þeim óþægindum. Að framansögðu er ljóst að ég dreg í efa almennar siðferðilegar forsendur fyrir harkalegri fram- göngu við rannsókn málsins. Per- sónulegt mat á hinum opinbera rann- sóknaraðila stóð kannski höllum fæti fyrir vegna annars og ótengds máls sem ég sjálfur kærði á sínum tíma og fannst sinnt með eftirgangs- munum. Opinberir rannsóknaraðilar leggja hins vegar grunninn að rétt- arríki og lýðréttindum í þessu landi. Það er því sjálfsagt og nauðsynlegt að starfsemi þeirra sé undir smásjá. Slíkir aðilar verða að hafa traust borgaranna og verður til dæmis að ætlast til að þeir gangi uppréttir í samskiptum við erlend stórfyrirtæki og innlendar klíkur. Hvað varðar Microsoft eða lög- fræðifulltrúa þess finnst mér lítið leggjast fyrir kappann." Ath.s. ritstj. Samkvæmt staðfestum upplýs- ingum Morgunblaðsins lýtur kæran á hendur Hugveri að meintri ólög- mætri hagnýtingu og dreifingu hug- búnaðar sem bandaríska fyrirtækið Microsoft á höfundarrétt að. Sam- kvæmt sömu heimildum er nánar tilgreint í kærunni að hún lúti að ólögmætri hagnýtingu á hugbúnað- arkerfunum MS-DOS og Windows. Kæruefnið er því ekki takmarkað við Windows 95. Athugasemd vegna frétt- ar um kæru Microsoft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.