Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 '■•fr'................... AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sérkennileg stærðfræði r SKÓLAMÁL hafa verið ofarlega á baugi síðustu misseri. Hefur þar borið hæst umræð- ur um flutning grunn- skólans frá ríki til sveit- arfélaga, niðurstöður Timmsrannsóknarinnar og nú kjaramál kenn- ara. Um það leyti sem flutningur grunnskól- ans til sveitarfélaganna átti sér stað, varð sveit- arstjómarmönnum tíð- rætt um metnað sinn varðandi skólastarf. Skólamálin skyldu hafa forgang, kappkostað yrði að einsetja alla skóla, mikil áhersla lögð á innra starf og hagræðingu í rekstri. Nauðsyn væri að bæta kjör kennara til að tryggja vei menntað og hæft fólk til starfa. Þessi viðhorf komu m.a. skýrt fram í auglýsingum um lausar kennarastöður. Kristín S. Sigurleifsdóttir Kennarar hafa starf- að hjá sveitarfélögun- um frá 1. ágúst 1996. Víst hafa ýmsar vonir orðið að veruleika. Víða hafa sveitarstjórnar- menn ráðist í íjárfrekar byggingaframkvæmd- ir, skólastjórar lagt sig fram við hagræðingu í rekstri og kennarar uppfyllt tilætlun um aukið innra starf af fremsta megni. Eitt hefur þó setið á hakan- um, en það er að ganga frá launasamningum við kennara. Samning- ar hafa verið lausir frá því um áramót, þ.e. 65% þess tíma sem sveitarfélögin hafa séð um launamálin. Áhugann á málinu virt- ist þó ekki skorta í upphafi. Fulltrú- ar beggja samningsaðila ferðuðust saman um Norðurlöndin í þeim til- gangi að afla upplýsinga um hvern- í hveiju felst sú þróun sem sveitarstjórnar- menn vilja sjá í skóla- málum? Kristín S. Sigurleifsdóttir óskar svara við þeirri spurningu. ig frændþjóðirnar hafa komið sínum skólamálum fyrir. Kennarar bundu miklar vonir við þennan samanburð og voru þess fullvissir að fundar- höldin sem fylgdu í kjölfarið myndu skila stéttinni sýnilegum árangri í launaviðræðum. Hver er svo niðurstaðan? Dæmið er ekki fullreiknað enn, en afstaða sveitarstjórnarmanna opinberast í þeim tiíboðum sem launanefnd ISLENSKT MAL ÞÁ ER hér síðari hluti bréfs Sigursteins Hersveinssonar, sjá þátt^ 911: „Ég er í dálitlum vandræðum með orðið dínamískur. Ég þarf oft að nota það þegar ég er að kenna nemendum mínum í raf- eindavirkjun. í því sambandi sem ég beiti orðinu merkir það að utanaðkomandi afl (raf- straumur og/eða hiti) hafi áhrif á leiðni viðnáms (t.d. í transist- or). Ég kalla að viðnámið sé aflháð - breytist verulega við litlar straum- og hitabreytingar (viðnám transistors er því dínamískt). Ég er ekki ánægður með að finna ekki nægilega lýs- andi orð fyrir virknina. Dínamít (dynamite) er sjálfsagt viður- kennt tökuorð þegar rætt er um sprengiefni Nobels, en orðið dínamískur þegar átt er við eig- inleika hluta hefur varla öðlast fastan sess í málinu. Hvað á ég að gera? Á ég að nota nýtt töku- orð, dínamískur, eða getur ein- hver hjálpað mér að finna betra heiti fyrir það? Ég hefi heyrt að gríski orðstofninn merki kraft (afl) eða jafnvel ofurkraft en hefí enga þekkingu til þess að dæma um merkinguna í gríska stofninum. Með bestu kveðju.“ Rétt er það. Dynamis í grísku merkir sama sem afl, orka. Eft- ir að hafa farið yfir það sem við á í ensk-íslenskum og dansk- íslenskum orðabókum, svo og samsvarandi orð í Raftækni- orðasafni frá 1996, þá finnst mér skásti kosturinn að „viður- kenna“ tökuorðið dínamískur. Gaman væri að heyra hvað öðr- um finnst um þetta. Sjá orð Guðm. Finnbogas. í þætti 917. ★ Sömuleiðis var ólokið bréfi Haralds Guðnasonar í Vest- mannaeyjum. „Bóndi í Landeyj- um í kaupfélagi á Hvolsvelli seg- ir við afgreiðslustúlkuna: Held- urðu þú hafír ekki veijur handa mér? Stúlkan roðnar, telur tor- merki á að sú vara sé til. Bóndi: Mér jpassar alveg sama og hon- um Ágúst í Hemlu. Og enn vand- ast málið. Þar til viðstaddur sagði: Hann meinar regnfatnað. Þá varð málið auðleyst. I mínu ungdæmi var oft talað um regnkápur og buxur sem veijur. Úr Útvarp Reykjavík síðustu daga: Hvers konar manngerð er mexíkói? Fyrirtæki beitir sér Umsjónarmaður Gísli Jónsson 920. þáttur fyrir úrbætum. Tónlistarmaður sat undir fölsku flaggi. í DT 30. júlí: „Það eru flestar vélar (flugvélar) settar upp í Vestmannaeyjum.“ Mér datt í hug að þeim yrði þá raðað upp á Heimaey. Ekki kann ég við að sagt er Jóni Baldvini, t.d. hann kom frá Jóni Baldvini. Sama gildir um nokkur önnur nöfn. Er þetta bara sérviska úr mér? Með bestu kveðjum." Umsjónarmaður tók sér bessaleyfi til að birta meginefni bréfs H.G., einkum vegna fróð- leiks um staðbundið málfar. Hann er sammála Haraldi um beygingu orðsins Baldvin, og einnig segir hann frá Ingimar fremur en Ingimari og frá Al- bert fremur en Alberti. Ekkert er þó hægt að kalla „rangt“ við þessar i-endingar. ★ Salómon sunnan sendir: Stórum bamsmeðlagsskuldum ég blíf í, því að Bogp var stórhreinlegt líf í, og þegar hæst stóð í stöng, engin hegðan var röng, og ekki neitt sem var hald eða hlíf í. ★ Ég lærði af Guðmundi Finn- bogasyni orðið einræmi (af rómur), sbr. dönsku mono- toni = tilbreytingarleysi; úr grísku monotonia = „það sem hljómar með einum og sama hætti“. Sjá hins vegar samræmi og misræmi. Svo er að sjá af merkingum í orðabókum að ein- ræmi sé fornyrði sem G.F. hafi tekið upp, en ekki nýyrði smíðað af honum. ★ Smávegis 1) Stundum er talað um „mannleg rnistök" í fréttum. Er ekki nóg að segja mistök? Eru mistök ekki alltaf „mannleg“? 2) Einhvern veginn finnst mér ekki gott að „gera við skað- ann“. En það er samt hægt að bæta hann. 3) Sögnin að afla stýrir eign- arfalli. Menn afla fjár. „Upplýs- ingum verður aflað“ er að mínu mati ótækt mál. 4) I nafnabiblíunni okkar (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson) er kvenmannsnafnið (gyðjuheitið) Eir umsvifalaust beygt eins og Sigríður: Eir, Eiri, Eiri, Eirar. Ég myndi því í sporum fréttamanns segja: „Kvennamessa Auðar Eirar“ og „heima hjá Auði Eiri“. Hér í þáttunum hefur sú fortakslausa krafa verið gerð, að síðari nöfn tvínefnds fólks beygist ekki síð- ur en fyrri nöfnin. [Beyging nafnsins var orðin rétt í Ríkisút- varpinu 27. ágúst.] 5) í ensku merkir men sama sem karlmenn. Hér á Islandi eru konur menn, ekki síður en karl- ar. Englendingum er tamt að grípa til orðsins individual, þeg- ar um einn mann er að ræða. Og við erum orðin svo háð ensku, að við erum sítalandi um ein- staklinga, í stað þess að nota orðið menn. Um daginn var sagt frá einhverri athöfn, og tóku þátt í henni „122 einstaklingar“. Leitað var frétta af því hversu mörg félög eða stofnanir hefðu verið með. Þar var talan núll. í ljós kom að einstaklingar voru sama og menn. Því þá ekki að segja það? Þá er ekki mjög langt síðan sagt var að „fjórir aðilar“ hefðu farið til Rússlands. Við eftir- grennslan kom í ljós að þetta voru allt menn („einstakling- ar“). Því þá ekki að segja að fjórir menn hefðu farið til Rúss- Iands? ★ „Umfram alla hluti vert sjálf- ur hinn skærasti dygðaspegill fyrir þínu afkvæmi. Lát ekkert ljótt sjást í fari þínu, hvað hinn ungi kunni eftir að henda. Börn- in trúa foreldrunum eins og Guði og meina það sé allt gott, sem þau gjöra. Lát ekki hlýðni undirgefninnar glæpast á agni illskunnar. Fyrir engum á meiri blygðun að bera en fyrir einum ungling. Það er betra að gjöra ljótt eitthvað í höfðingjans aug- liti en barnsins. Hvar á þinn sonur gott að læra, ef hann sér eigi til föðurins annað en það illt er?“ (Jón Vídalín: Prédikun fyrsta sunnudag eftir þrettánda.) ★ „Nú hefur tíminn numið stað- ar, sagði klukkan, þegar hún var hætt að tifa.“ (Jóhann Siguijónsson.) Auk þess fær Jóhannes Bjarni Guðmundsson stig fyrir vel sagðar og orðaðar fjögur- fréttir 22. sept., ekki síst íþrótta- kaflann. þeirra hefur lagt fyrir samninga- nefnd KÍ. Tæplega verða nústarf- andi kennarar dregnir til ábyrgðar fyrir stærðfræðikunnátta launa- nefndar sveitarfélaganna. Grunn- skólakennari sem reyndi að koma því inn hjá nemendum sínum að hægt væri t.d. að breyta rúgbrauði í franskbrauð og meira að segja stækka það um 25-34% með því að skera af því annan endann og troða bútnum inn í brauðið aftur, yrði ekki tekinn trúanlega, jafnvel þó nemendur skildu hugtakið hag- ræðing. Má telja það trúverðugt tákn um metnaðarfulla skólastefnu að ekki hefur enn tekist að manna allar kennarastöður, þrátt fyrir að gegnum undanþágunefnd mennta- málaráðuneytisins hafi streymt nærri 500 leyfi handa réttindalausu fólki til að stunda kennslu? Kemur til greina að léleg laun og síaukið álag í starfi hafi þegar orðið til þess að vel menntaðir og reyndir kennarar hafi ákveðið að njóta góð- ærisins og hverfa til annarra starfa? Vissulega njóta kennarar reynslu sinnar og menntunar í öðrum störf- um. Ófá eru dæmin um kennara sem hafa tekið að sér bæjar- eða sveitar- stjórnarstörf, ýmist sem aðalstarf eða í aukavinnu. Þessi störf eru jú ólíkt betur borguð en kennslan og sjálfsagt minna slítandi að mörgu leyti. Ætla mætti að bakgrunnur þessara einstaklinga nýttist samfé- laginu vel og að þeir hefðu skilning á því umfram aðra, hvað það er sem mestu skiptir í skólastarfí. Þess sér þó ekki stað í umræðunni upp á síðkastið. Hvaða rök eru færð fyrir því að kjarasamningar kennara hafi verið á þann veg að þeir heftu alla þróun í skólastarfi? í hveiju felst sú þróun sem sveitarstjórnarmenn vilja sjá í skólamálum? Til hvaða þátta skólastarfsins tekur hún helst, útlitsins eða innihaldsins? Svör við þessum spurningum óskast. Ríkið eftirlét sveitarfélögunum rekstur skólanna, ásamt lögum sem kveða á um að allir grunnskólar í landinu skuli einsetnir fyrir árið 2002. Það útheimtir að sjálfsögðu heilmikið skólahúsnæði að einsetja skólakerfí sem er að mestu tvísetið. Allir vita hvað það er dýrt að byggja yfir börnin sín. Af einhveijum óskilj- anlegum ástæðum fara sveit- arstjómarmenn ævinlega, þegar minnst er á launamál kennara, að tala um að ekki sé í digra sjóði að sækja vegna þessara kostnaðar- sömu framkvæmda. Er nokkuð ver- ið að meina að grunnskólakennurum beri skylda til að sýna stjórnvöldum og almenningi skilning og samúð vegna byggingabaslsins með því að halda áfram að selja vinnuna sína á útsöluprís? Eru þess einhver dæmi að launum starfsfólks opinberra stofnana hafi verið haldið niðri með- an húsnæðisframkvæmdir hafa staðið yfir? Starfsfólki Borgarskrif- stofanna hefur kannski verið gert að bíða með kröfur um kauphækk- anir meðan Ráðhúsið var í bygg- ingu, þó ég hafi ekki heyrt það. Hvernig ætli gangi annars með fjárlagahallann hjá ríkinu eftir að þeir losuðu sig við skólana og skáru heilbrigðiskerfið upp og niður? Þeir skyldu þó ekki vera heldur sleipari í reikningi hjá ríkinu en sveitarfélög- unum. Ég verð nú að segja það, hún er sérkennileg stærðfræðin stjórn- valdanna. Ekki orð um þetta með fiskinn í sjónum. Höfundur er kennari í Álftanes- skóla í Bessastaðahreppi. Dulbúið veiðigjald EFTIR að ég hafði sent frá mér greinina um „rótarhnyðju“ Orra og Illuga, varð mér ljóst að lokaklausa greinarinnar hafði far- ið fram hjá mér, en hún er það einasta bita- stæða í henni. í greininni segir: „Enginn ágreiningur er um það að sjávarút- vegurinn á að borga skatta tiljafns við aðra í þjóðfélaginu. “ Skelfing eru þeir glámskyggnir, verk- fræðingurinn og hag- fræðingurinn. Tekju- Gunnlaugur Þórðarson Þá þessi merkilega klausa. „Sjávarútveg- urinn á að greiða til samfélagsins það sem honum ber.“ Sem sagt allt ofan talið. Lokasetningin slær þó allt út, hún er svona: „Ekki má rugla saman andstöðu við auðlinda- skatt og almennar skattgreiðslur á grein- ina!“ Hver er munurinn á sælgæti og gotteríi? Hugsanlegt er, að áðurnefndar breytingar í grein tvímenning- anna. Orra og Illuga, samsvari tilteknu % skattur af útgerðinni nam litlum 205 milljónum króna sl. ár sem er álíka mikið og allt starfsfólk Ríkisút- varpsins greiðir í tekjuskatt. Ástæðan fyrir þessu misrétti er að útgerðin fær að afskrifa kvótann um 20% á ári næstu 5 árin, og svo áfram á sama hátt. Það er því ósvinna að ætla að halda því fram að útgerðin greiði skatta til jafns við aðra atvinnu- vegi. Ekki má gleyma sjómannaaf- slættinum sem færði sjávarútvegin- um 1,5 milljarða árið 1995. Þá segir ennfremur: „Einnig hlýt- ur að teljast eðlilegt, að útgerðin greiði eignaskatt af kvótaeign sinni eins og af öðrum eignum." Um slíkan eignaskatt af gjafa- kvótanum mun aðeins tvímenning- unum kunnugt. Væri hann inn- heimtur væri skattstofninn 200 milljarðar. í þriðja lagi segja þeir þetta: „Jafnframt eiga kvótahafar að greiða fyrir ailan kostnað við fisk- veiðistjórnunarkerfið. “ Þetta er merkileg ábending, því þar með stæði sjávarútvegurinn t.d. undir rekstri Hafró, Fiskistofu og ótal öðrum þáttum, sem ætla má að ríki leggi til um 750 milljónir á ári, en yrðu vafalaust um 3 milljarðar. veiðigjalds. það er erfitt að reikna það út hér, en mér dettur í hug 12-15%. Þá er miðað við að afskrift- ir til skatts lækki úr 20% í 4%. Ósvinna er að halda því fram, segir Gunnl- augnr Þórðarson, að útgerðin borgi skatta til jafns við aðra atvinnuvegi. Greiddur verði. eignarskattur af gjafakvótanum. Sjávarútvegurinn beri allan kostnað vegna eftirlits og rannsókna, svo sem af Hafró, Fiski- stofu o.fl. þáttum. Útgerðin greiði tekjuskatt sem sambærilegast við aðrar atvinnugreinar og sjómanna- afslátturinn verði afnuminn. - o - P.s. Þetta er rissað á arabísku gistihúsi í Doha. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.