Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvanneyrar skál Dalaskarb ____ Efri garðurinn, 200 m, á að beina frá flóðum úr Jörundarskál Jörundar skál Neðri garðurinn, 700 m, á að taka við flóðum úr Ytra-Strengsgili Mynd: Landmælingaf Islands, tektn 7 Frummatsskýrsla á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna á Siglufirði lögð fram Stærri vamargarður- inn 700 metra langur HAFIN er frumathugun á umhverf- isáhrifum fyrirhugaðra snjóflóða- varna á Siglufirði hjá Skipulagi rík- isins, sem lagt hefur fram til kynn- ingar frummatsskýrslu vegna byggingar tveggja leiðigarða í brekkum neðan Hafnarfjalls til varnar snjóflóðum úr Ytra- Strengsgili, Jörundarskál og ná- grenni. Svokallaður Strengsgilsgarður verður um 700 metrar að lengd og um 14 metra hár. Mun hann liggja sem framhald af norðurbarmi Ytra- Strengsgils og leiða hugsanleg snjó- flóð suður fyrir byggðina. Annar leiðigarður á norðurbarmi Jörund- arskálar verður um 200 metra lang- ur og um 11 metrar að hæð. Saman- lagt rúmmál leiðigarðanna er áætl- að um 360 þúsund rúmmetrar og heildarefnistaka vegna fram- kvæmdanna 380 þús. rúmmetrar. Kostnaður áætlaður 306 milljónir Ráðgert er að framkvæmdir hefj- ist við garðana næsta vor og að jarðvegsframkvæmdum ljúki haust- ið 1999. Áætlað er að uppgræðslu verði lokið sumarið 2000. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 306 milljónir kr. Samkvæmt frummatsskýrslu Skipulags ríkisins lúta helstu um- hverfisáhrif framkvæmdanna að breytingum á nánasta umhverfi og útsýni í suðurbæ Siglufjarðar en með framkvæmdunum tekur fyrir útsýni til vesturs og suðvesturs og mun víða einungis sjást í fjalls- toppa. Þá gætu leiðigarðarnir einn- ig haft staðbundin áhrif á snjósöfn- un og veðurfar í nágrenni þeirra. Jarðvatnsstraumar munu breytast við framkvæmdimar og nýr lækur myndast suðvestan við Strengsgils- garð. Þá verður gróðurrask vegna snjóflóðagarðanna umtalsvert, jarð- vegur fjarlægður og votlendi getur raskast, að mati stofnunarinnar. Leiðigarðar og snjóflóðafarvegir græddir upp Skv. skýrslunni verða leiðigarðarnir og snjóflóðafarvegir græddir upp og mótaðir svo þeir geti nýst sem útivistarsvæði og verður m.a. lagð- ur stígur upp á garðana og útbúinn útsýnispallur. Frummatsskýrslan mun liggja frammi til kynningar á bæjarskrif- stofu Siglufjarðar, bókasafni Siglu- fjarðar, í Þjóðarbókhlöðu og hjá Skipulagi rikisins til 29. október. Gefst almenningi kostur á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir eigi siðar en 29. októ- ber. Morgunblaðið/Birgir Jónsson GERÐ 220 metra langra aðkomuganga í Sultartangavirkjun er langt komin. Sultartangavirkjun Gerð aðkomuganga miðar vel ÞEGAR er lokið við að grafa út 120 metra í aðkomugöngunum við Sult- artangavirkjun en alls verða göngin 220 metra löng. Framkvæmdir hóf- ust þar 20. ágúst síðastliðinn. Stefnt er að því að gangagerðinni Ijúki í lok þessa mánaðar. Birgir Jónsson jarðverkfræðingur segir að þegar gerð aðkomugang- anna ljúki taki við gerð aðrennslis- ganga virkjunarinnar sem eru um 3,5 km löng, 10 m breið og 15 m há, eða eins og fimm hæða fjölbýlis- hús, 3,5 km á lengd. Birgir segir að harðsnúið lið bor- manna í Sultartanga hyggist ljúka við aðkomugöngin áður en félagar þeirra í Hvalfírði ná saman undir miðjum fírðinum í byijun október. Verktaki er sá sami í Sultartanga- göngunum og í göngunum undir Hvalfjörð, þ.e. Fossvirki, sem er samsteypa Istaks, Pihl & Son frá Danmörku og Skanska frá Svíþjóð. VST hefur hannað Sultartangavirkj- un en eftirlitsaðili er VSÓ. Alþjóðlegur baráttudagur heyrnarlausra Vilja táknmál sem móðurmál SUNNUDAGURINN 28. september er al- þjóðlegur baráttu- dagur heyrnarlausra. Þann dag hefst sex vikna menn- ingarhátíð í Reykjavík þar sem menning og táknmál heyrnarlausra verða í brennidepli. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnar- lausra, segir að þetta sé í tíunda skipti sem dagurinn er haldinn. „Heymarlausir hafa reynt að nota þessa daga til að vekja athygli á ýmsum baráttumálum tengdum heyrnarlausum." - Hver eru aðalbaráttu- málin núna? „Við höfum verið að beijast fyrir því að fá við- urkenningu á táknmáli sem okkar móðurmáli. Við þurf- um að auka túlkunarþjónustu og okkur er umhugað að rannsókn- ir á táknmáli séu gerðar." Þá segir Berglind að heyrnarlausir þurfí aðgengi að samfélaginu. - Eru táknmálsupplýsingar takmarkaðar miðað við á hinum Norðurlöndun um ? „Já og sérstaklega þegar sjón- varp er annarsvegar. Núna ætl- um við að einbeita okkur og vekja athygli á aðgengi heyrnar- lausra að ríkissjónvarpinu. Það er enginn texti á íslensku efni sem er í sjónvarpi og allt og sumt sem við fáum er tíu mín- útna fréttaþáttur hjá ríkissjón- varpinu. í textavarpi norska rík- issjónvarpsins er hægt að nálg- ast allt norskt sjónvarpsefni textað og heyrnarlausir geta valið að fá efni textað með því að slá inn ákveðið númer. Á ís- landi er tæknin notuð í einn eða tvo daga á ári, á aðfangadag og gamlársdag. í ljósi þess að tækn- in er fyrir hendi og tækjabúnað- ur til þá finnst okkur þetta óvið- unandi. Við fáum ýmsar útskýr- ingar, það vantar fjármuni, tæknin er ekki nógu góð og hvergi er í lögum skjalfestur þessi réttur okkar að fá efni þýtt. Ég held að þetta sé samt fyrst og fremst spurning um for- gangsröðun." - Þið hafið verið að beijast fyrir því að íslenskt táknmál sé viðurkennt sem ykkar móður- mál._ Hvers vegna? „Á meðan það er ekki viður- kennt á opinberum vettvangi fáum við ekki heldur þá þjónustu sem við teljum okkur eiga rétt á. Með viðurkenningu fengum við betri túlkaþjónustu og að- gengi að upplýsingum úr samfé- laginu." Berglind bendir á að í haust útskrifist fyrstu táknmálstúlk- arnir og það sé stórt framfara- spor fyrir heyrnarlausa. „Að vísu hafa verið starfandi táknmáls- túlkar fram til þessa en þeir hafa þá kynnst tákn- máli með því að um- gangast heyrnarlausa. Nú er þetta þriggja og hálfs árs háskóianám." - Menningarvikur heyrnarlausra eru framundan. Hvað verður uppá? „Við byijum á sunnudaginn með útimessu á Ingólfstorgi en séra Miakó Þórðarson messar. Síðan verða næstu sex vikur til- einkaðar menningu og táknmáli heyrnarlausra. Við verðum með stuttmyndahátíð, túlkað bama- leikrit og síðan fáum við heim- Berglind Stefánsdóttir ►Berglind Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1960. Hún lauk námi frá Heyrnleys- ingjaskólanum og síðar frá Handíða- og myndlistarskól- anum sem myndmenntakenn- ari. Berglind starfaði sem myndmenntakennari um skeið og lauk síðan prófi í táknmálsmálfræði frá háskól- anum í Stokkhólmi. Berglind tók þátt í stofnun og uppbygg- ingu samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og starfaði þar auk þess sem hún var stjórn- arformaður. Berglind situr í Norðurlandaráði heyrnar- lausra. Hún er skólastjóri Vesturhlíðaskóla. Berglind er formaður Félags heyrnar- lausra. Berglind er gift Brynjólfi Gunnarssyni og á tvo syni, Ómar og Jóel. Menningarvik ur heyrnar- lausra eru framundan boðið sókn sænsks atvinnuleikhóps. Þá bjóðum við upp á ljóðakvöld í Þjóðleikhúsinu og síðan kemur eitthvað nýtt í hverri viku. Dag- skráin verður auglýst víða og við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og skoða að sem heyrnarlausir eru að gera og bjóða uppá. - Þú ert að fara á Evrópuráð- stefnu heyrnarlausra. Einhver sérstök málefni þar sem ber hæst á góma? „Já það er sérstök könnun sem verið er að gera á stöðu heyrnar- lausra í Evrópu. Nefndir hafa verið settar á laggirnar í hverju landi til að skoða stöðu heyrnar- lausra. Unnið verður með þessar upplýsingar en staða heyrnar- lausra er mjög misjöfn í Evrópu- löndum. Markmiðið er að reyna að styrkja þær þjóðir sem eru komnar skammt á veg með rétt- indamál heyrnarlausra." - Hvernig er staðan á ís- landi? „Við á íslandi og á hinum Norðurlöndunum stöndum vel að vígi miðað við önnur Evróuplönd. Það er þó dálítið misjafnt eftir sviðum. ísland er til dæmis með sérstaka _________ samskiptamiðstöð sem rannsakar tákn- mál og hefur túlkaþjónustu á sínum snærum. Slíkt er ekki til í mörgum öðrum Evrópulöndum. Við þurfum á hinn bóginn að breyta mörgu hjá okkur og þá er efst á lista að viðurkenna ís- lenskt táknmál sem móðurmál. Hvert land á sitt táknmál og það er ekkert til sem heitir alþjóðlegt táknmál."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.