Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 UIKII MORGUNBLAÐIÐ VIIUJ m LV III n d Ií A y r ri %J f\ %$ 1N s K M I M s Matur sem fyU- ir mann arku Hver eru viðhorf jógaiðkenda til mataræð- is og næringar? Pétur Gunnarsson kynnti sér það er hann fór út að borða með ind- verska jógameistaranum Shanti Desai. HANTI Desai er sestur niður „Á næstu grösum" og farinn að borða mísó-engifersúpu með sojabaunapasta og rétti af hlað- borði sunnudagskvöldsins þegar blaðamann ber að garði. Shanti er indverskur jógameistari - einn fremsti hathajógameistari sem nú er uppi, segir Asmundur Gunnlaugsson jógakennari sem er lærisveinn hans og einn borðfélaga okkar. Shanti býr í Ocean City í New Jersey í Banda- ríkjunum þar sem hann hefur um árabil rekið jógaskóla og heilsubúð auk þess sem hann hefur skrifað fjórar bækur um jóga og hugleiðslu. Hann er líka með M.Sc.-próf í efna- fræði frá bandarískum háskólum og hefur réttindi sem næringarráðgjafi vestanhafs. Hann var í stuttri heim- sókn hér á landi til að kenna á nám- skeiði fyrir jógakennara sem þeir Asmundur stóðu fyrir sameiginlega. ftir að blaðamaður hefur feng- ið sér af hlaðborðinu salöt, gu- acamole og humis er tímabært að hefja viðtalið sem við ætlum að láta snúast um viðhorf jógans til mataræðis og næringar. - Hvernigbragðastsúpan? „Hún er mjög góð. Petta er þægi- legur og notalegur grænmetisveit- ingastaður, hráefnið er gott, græn- metið og súpan. Þetta er alkalískur matur sem ekki leggur byrðar á líf- færin og líkamann heldur fyllir mann orku.“ Við sitjum sex íslendingar til borðs með Shanti og viðtalið fer hægt af stað þvi það er spjallað um heima og geima. Þegar Shanti hefur gert skil heitum rétti úr eldhúsinu, marineruðu tofu með hirsi, kúrbít og steiktri papriku tek ég upp þráðinn þar sem frá var horfið. - Þú sagðir að menn þyrftu að tyggja almennilega og ég tók eftir því að þú virtist niðursokkinn í það að borða. „Já, með því að einbeita mér að matnum og tyggja vel fæ ég meiri orku úr honum. Maturinn byrjar að meltast í munninum, það eru vökvar í munnvatninu sem brjóta hann nið- ur. Ef hann er ekki tugginn almenni- lega er lagt óþarfa erfiði og álag á meltingarfærin, þannig að máltíðin tekur af manni toll. Sá sem venur sig á að tyggja vel venur sig líka síður á að éta yfir sig. Það tekur tíma fyrir taugakerfið að fá skilaboðin frá melt- ingunni um það að hungrið sé horfið og maður sé orðinn saddur en þeir sem éta yfir sig hlusta ekki eftir þeim boðum heldur skófla bara í sig, hvort sem þeir eru svangir eða ekki. Þeir sem tyggja vel fá bæði meiri lífsorku, prana, úr matnum, éta ekki yfir sig, þurfa að eyða minni orku í meltinguna _og fá síður meltingar- sjúkdóma. Ég tel það líka gott að leyfa meltingarfærunum að jafna sig milli þess sem maður borðar. Svo þarf að gefa þeim tíma til að endur- næra sig með því að fasta.“ - Fastarþú reglulega? „Já, eftir kvöldmat á sunnudegi. Ég borða ekkert á mánudegi og drekk þá ekkert nema vatn. A þriðjudagsmorgni fæ ég mér svo fyrst svolítinn ávaxtasafa, klukku- tíma seinna gulrótasafa og svo græn- metissoð. í hádeginu borða ég svo fasta fæðu. Ég leyfi meltingarfærun- Morgunblaðið/Kristinn SHANTI Desai undir borðhaldinu Á næstu grösum. Hvað er til ráða við ósjálfráðu þvagláti? MAGNÚS JÓHANNSSON UEKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég er karlmaður, 85 ára gamall, og hef að undanfórnu átt erfitt með að halda þvagi í skefjum, þrátt fyrir að hafa sýnt mikla varkámi í þeim efnum. Er eitthvað hægt að gera til að stemma stigu við þessu þvagláti? Svar: Þetta er kallað þvagleki, af honum eru nokkrar gerðir, en algengastar eru áreynsluþvag- leki, þvagleki með þvaglátsþörf eða blanda af þessu tvennu. Þvagleki er aðaUega vandamál kvenna, talið er að 5-15% kvenna yfir fertugt séu með meiri eða minni þvagleka, en einungis fáir karlmenn hafa þetta vandamál. Lang algengasta tegundin er áreynsluþvagleki, en þá missir sjúklingurinn smávegis þvag við að lyfta einhverju, hlæja, hósta, hnerra eða annað þess háttar. Áreynsluþvagleki er talinn stafa af slöppum vöðvum í grind- arbotni. Við þvagleka með þvag- látsþörf fær sjúklingurinn skyndilega mikla þvaglátsþörf og missir þá smávegis þvag. Þetta er talið stafa af truflun á eðlilegri starfsemi þvagblöðrunnar. Eitt besta ráðið við þvagleka hjá konum og körlum á öllum aldri eru grindarbotnsæfingar. Slíkar æfingar byggjast á því að herpa saman vöðva grindar- botnsins mörgum sinnum á dag en þá styrkjast vöðvamir smám saman og veita betri stuðning fyrir þvagblöðru og þvagrás. Margir geta fundið hvaða vöðva á að herpa t.d. með því að finna hvað þarf að gera til að stöðva þvagbununa í miðju kafi, en sumir þurfa nánari leiðbeiningar eða aðstoð. Auðvelt er fyrir lækni að finna hvort verið sé að þjálfa rétta vöðva. Algengt er að mælt sé með því að vöðvar grindarbotnsins séu herptir saman í 5-10 sekúndur í senn, nokkrum sinnum, og að þetta sé gert einu sinni á klukkustund allan daginn. Búast má við ár- angri eftir 1-2 vikur en fullum árangri er oft ekki náð fyrr en eftir nokkra mánuði. Þessar æf- ingar má gera hvar sem er, því nærstaddir verða þess ekki var- ir. Yfirleitt er mjög góður árang- ur af slíkum æfingum. Sumir eru með truflun á starfsemi þvag- blöðrunnar og þurfa á blöðru- þjálfun að halda. Slík blöðru- þjálfun felur m.a. í sér fræðslu og reglulegar salernisferðir. Arangur blöðruþjálfunar kemur oft í ljós á fyrstu vikunni og hafi enginn árangur orðið eftir 2-3 vikur er venjulega tilgangslaust að halda áfram. Algengt er að slappur grindarbotn og truflun á blöðrustarfsemi fari saman og vilja sumir læknar þess vegna beita saman grindarbotnsþjálfun og blöðruþjálfun. Til eru ýmiss konar hjálpartæki fyrir grindar- botnsþjálfun, m.a. tæki til að styrkja vöðvana með rafertingu, og geta slík tæki verið gagnleg fyrir suma. Meðferð með horm- ónum (östrógenhormónum) eftir tíðahvörf hefur náð talsverðum vinsældum á síðari árum og eitt Þvagsýrugigt af því jákvæða er að þessi horm- ón geta minnkað eða jafnvel læknað þvagleka hjá konum. Einnig eru til annars konar lyf sem auka rými þvagblöðrunnar og styrkja vöðvana umhverfis blöðrubotninn. Ef þessi ráð duga ekki má gera skurðaðgerð og er um nokkrar mismunandi aðgerð- ir að ræða og þarf að velja þá aðgerð sem hentar hverju sinni. Bréf frá lesanda: Hvað er þvagsýrugigt? var fyrirsögn í Morgunblaðinu iyrir skömmu (6. sept. 1997). Læknir svarar henni á fræðilegan hátt, en ég gæti sagt frá reynslu að búa við hana í sextíu ár. 011 einkenni sem læknirinn til- greinir, þekki ég af eigin raun, en óþarft er að endurtaka þau hér. A fertugsaldri komst ég í kynni við gigt þessa, en áratug síðar keyrði fyrst um þverbak og örkuml blöstu við. Læknir minn stóð ráðþrota en kom mér í sam- band við Magnús Ólafsson, sem þá var nýkominn frá sémámi er- lendis. Hann þekkti lyf gegn sýki þessari, en þau fengust enn ekki hér. Eftir krókaleiðum tókst Magnúsi að klófesta lyf þessi og síðan eru þau hér á boðstólum. Svo vel hafa lyf þessi reynst mér að aðeins einu sinni hefur gigt þessi angrað mig og það var þegar þau voru ófáanleg hér í ap- ótekum í nokkra daga. Ef einhver með gigt þessa skyldi lesa þessi orð mín, við hann vildi ég segja: Leitaðu til sérfræðings. Kannski gæti hann orðið þér til bjargar svo sem Magnús Ólafsson mér forðum daga. 0Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um þnð sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum miili klukkan 10 og 17 ( síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Viku- lok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.