Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI --------------------------------------- I íslensk erfðagreining hf. væntanlega skráð á hlutabréfamarkað 1998 Stefnt að áframhaldandi meirihlutaeigu Islendinga Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN verðbréfafyrirtækja og fagfjárfestar sýndu starfsemi Islenskrar erfðagreiningar mikinn áhuga þegar þeim var gefinn kostur á að skoða fyrirtækið í gær. EF íslensk erfðagreining hf. á áfram að vera í meirihlutaeigu ís- lendinga þá verður að koma nýtt íslenskt hlutafé inn í fyrirtækið. Stofnhlutafé íslenskrar erfða- greiningar eru 12 milljónir dollara, eða 864 milljónir króna. Erlendir áhættufjárfestar sem eiga hlut í fyrirtækinu eru um þessar mundir að ljúka við að greiða sína hluti sem gerir það að verkum að ís- lensk erfðagreining verður ekki lengur í meirihlutaeigu íslendinga. Þetta kom meðal annars fram á fundi sem fyrirtækið hélt með hópi íslenskra fagfjárfesta í gær. Að sögn Kára Stefánssonar, framkvæmdastjóra íslenskrar erfðagreiningar, hefur ekki endan- lega verið ákveðið hve mikil hluta- fjáraukningin verður né heldur hvort íslendingar muni eiga 51% hlut eða meira. Kári segir jafn- framt að þeir íslendingar sem nú eiga meirihlutann í fyrirtækinu telji það mikilvægt að Islendingar eigi áfram meirihlutann í fyrirtæk- inu meðal annars vegna þess að starfsemi þess byggist upp á arf- leifð íslensku þjóðarinnar og vegna þeirra áhrifa sem fyrirtækið geti Endurmenntunar- stofnun HÍ Námskeið um afleiðu- samninga og áhættu- stjórnun Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands mun standa fyr- ir námskeiði um afleiðusamn- inga og notkun þeirra við áhættustjómun hjá fyrirtækj- um og fjármálastofnunum 1. og 2. október nk. Námskeiðið er einkum ætl- að framkvæmdastjórum fjár- málastofnana og fyrirtækja, forstöðumönnum og starfs- mönnum fjárstýringa- og reikningshaldsdeilda, endur- skoðendum og starfsmönnum innri endurskoðunardeilda. Helstu tegundir afleiðusamninga kynntar Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir afleiðu- samninga sem í boði eru hér á landi og erlendis. Kynnt verður hvernig nota má af- leiðusamninga við áhættu- stjórnun hjá fyrirtækjum og fjármálastofnunum, áhættur sem tengdar eru slíkum samningum og hvemig má forðast þær. Fyrirlesarar verða þeir Sig- urður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., og Siguijón Geirsson, forstöðumaður end- urskoðunar Landsbanka Is- lands. Upplýsingar og skráning í símum 525-4923 og 525-4924, myndsíma 525-4080 og tölvupósti end- urmrhi.hi.is haft á íslenskt athafnalíf þar sem miklar líkur séu á því að það sé einungis upphafið að uppbyggingu á öflugum líftækniiðnaði á Islandi. Viðræður við stór lyfjafyrirtæki Meðal markmiða íslenskrar erfðagreiningar auk uppbyggingar á líftækniiðnaði hér á landi er að vinna að erfðagreiningu á íslend- ingum til að auka skilning á orsök- um sjúkdóma og nota þekkinguna til þess að hjálpa lyfjafyrirtækjum og öðrum stofnunum í heilbrigðis- geiranum til að bæta greiningu og meðferð sjúkdóma. Kári segir erfðafræðirannsóknum fyrirtækis- ins miða vel áfram þrátt fyrir stutt- an starfsaldur og samningaviðræð- ur séu langt komnar við nokkur af stærstu lyfjafyrirtækjum heims um samstarf. Hjá íslenskri erfðagreiningu er unnið að því að byggja upp gagna- grunn sem ætlunin er að selja lyfja- fyrirtækjum og stofnunum í heil- brigðisgeiranum áskrift að; Jafn- framt er hugmyndin sú að Islensk erfðagreining fái greiddan ákveð- inn hlut af sölu lyfja sem byggja LANDSBANKI íslands og Vá- tryggingafélag íslands kynntu í gær nýja þjónustu sem nefnist LÍFÍS og er fyrsta skrefið í sam- starfi félaganna tveggja á sviði fjármála- og tryggingaþjónustu en fyrr á þessu ári eignaðist Lands- bankinn helmings hlut í VÍS. Á fyrsta sameiginlega fundi starfsmanna Landsbankans, VÍS og dótturfyrirtækja þeirra sem haldinn var í Háskólabíói í gær voru starfsfólki fyrirtækjanna kynntar ýmsar nýjungar sem ætl- unin er að kynna fyrir almenningi á næstunni. Meðal nýjunga er þjónusta á sviði fjárhagsverndar sem nefnist LÍFÍS þar sem mætast fjármála- þjónusta og persónutryggingar. Innan LIFIS þjónustunnar verður fyrst um sinn boðið upp á líftrygg- ingar, sjúkdómatryggingar og á upplýsingum úr gagnagrunnin- um. Á fundinum kom fram að hafinn er undirbúningur að skráningu ís- söfnunartryggingar. LÍFÍS verð- ur tengd Vörðunni, fjármálaþjón- ustu Landsbankans fyrir einstakl- inga, og F+tryggingu Vátrygg- ingafélags Islands. Á kynningunni kom fram að Landsbankinn hefur fært Vörð- una, fjármálaþjónustu fyrir ein- staklinga, í nýjan búning. Meðal annars fá viðskiptavinir Vörðunn- ar gull-debetkort og gull-kredit- kort sem hægt verður að nota til þess að safna punktum sem eru innleysanlegir til ferðalaga eða innborgunar hjá Landsbankan- um. Þeir viðskiptavinir Vörðunn- ar sem eru með F+ tryggingu hjá VÍS fá jafnframt punkta vegna tryggingarinnar. Innan tíðar munu útibú Landsbankans hefja afgreiðslu á F+ tryggingum í samvinnu við Vátryggingafélag Islands. lenskrar erfðagreiningar á almenn- an hlutabréfamarkað, annaðhvort í London eða New York á næsta ári. JÓNAS Fr. Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, segir ekki mikinn sáttatón að finna í ummælum skrifstofustjóra fjár- málaráðuneytisins um álit Sam- keppnisráðs á fjárhagslegum að- skilnaði aðfangadeildar ÁTVR frá söludeild fyrirtækisins. Kallar hann eftir skoðun fjármálaráðherra á þessu máli og spyr hvort hún sé sú sama og skrifstofustjórans. Eins og fram hefur komið álítur Samkeppnisráð núverandi fyrir- komulag fjárhagslegs aðskilpaðar aðfanga- og söludeildar ÁTVR ófullnægjandi, og hefur ráðið Iagt til að stofnað verði sérstakt hluta- félag um aðfangadeildina. Skorti lagastoðir til þess beinir ráðið því til Q'ármálaráðherra að fullnægj- andi aðskilnaður verði tryggður með öðrum leiðum og nefnir nokk- ur skilyrði sem slíkur aðskilnaður þurfi að uppfylla. Indriði H. Þorláksson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í Morgunblaðinu í gær að þessu niðurstaða hefði komið sér á óvart. Hann teldi rök Verslunar- ráðs, sem óskaði eftir áliti Sam- keppnisráðs í þessu máli, veik og sér sýndist sem Samkeppnisráð hefði tekið undir þau án ítarlegrar skoðunar. „Ráðuneytið hætti að berja höfðinu við stein“ Jónas Fr. segist ósáttur við þessi ummæli Indriða. „Ráðuneytið er búið að halda því fram frá upp- hafi af lítillæti sínu að við höfum Sölu á hlut ríkissjóðs í Bifreiðaskoðun lokið * Islensk end- urtrvgging kaupir 13% ÍSLENSK endurtrygging hf. hefur keypt 12,8% hlut ríkissjóðs í Bif- reiðaskoðun hf. Um er að ræða 10,4 milljónir króna að nafnvirði og var sölugengi bréfanna 2,75 eða 10% hærra en í nýloknu almennu útboði ríkissjóðs á bréfunum. Bjarni Þórðarson, framkvæmda- stjóri íslenskrar endurtryggingar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að félagið væri að kaupa þessi bréf til eignar að sinni í það minnsta en í framhaldinu yrðu þeir mögu- leikar sem í stöðunni væru skoðað- ir. Hann segir að fyrir hafi félagið átt 2,4% og því sé heildarhlutur þess í Bifreiðaskoðun nú 15%. Þau hlutabréf sem seld voru nú höfðu ekki verið greidd í fyrri hluta útboðsins og því voru þau boðin hæstbjóðanda til kaups, líkt og kveðið var á um í útboðslýsingu. Með þessari sölu er sölu á hluta- fé ríkissjóðs í Bifreiðaskoðun hf. að fullu lokið. Áður höfðu tæplega 360 einstaklingar og starfsmenn keypt hlutafé í fyrirtækinu að sölu- virði 64 milljónir króna á genginu 2,5. Söluverðmæti bréfanna til ís- lenskrar endurtryggingar var sem fyrr segir 29 milíjónir og var heild- arsöluverðmæti á hlut ríkisins í fyr- irtækinu því 93 milljónir króna. sýnt misskilning og vanþekkingu á þessu máli. Þeir héldu því fram þegar þeir settu fram reglugerð um fyrirkomulag fjárhagslegs að- skilnaðar og við bentum á galla hennar. Þeir héldu því líka fram fyrir Samkeppnisstofnun, er hún tók erindi okkar til athugunar, og rökstuddu þá skoðun sína ítarlega. Samkeppnisstofnun fór mjög ít- arlega ofan í þetta mál og það var lengi til skoðunar og mikil vinna lögð í það. Nú þegar þessi hlut- lausi og þar til bæri úrlausnaraðili hefur komist að niðurstöðu fer ráðuneytið enn í þann gír að kalla þetta þekkingarleysi og misskiln- ing. Ráðuneytið ætti því að velta því fyrir sér hvort það séu ekki aðrir sem sýni misskilninginn og hætta að beija höfðinu við stein og viðurkenni ósigur sinn í þessu máli.“ „Þetta snýst um fijálsa sam- keppni og jafnræði milli aðila. Hver er afstaða fjármálaráðherra í þessu máli? Ætlar hann að sýna sama virðingarleysi gagnvart sam- keppnislögum og samkeppnisyfir- völdum og skrifstofustjórinn,“ spyr Jónas. Hann segir að geri fjármála- ráðuneytið engar breytingar á þeim reglugerðum sem Samkeppn- isráð hafi gert athugasemdir við í áliti sínu, muni Verslunarráð leita annarra leiða og komi málshöfðun þar vel til greina. Hins vegar sé nú beðið eftir því að ráðherra geri afstöðu sína til frjálsrar samkeppni ljósa. Morgunblaðið/Rax INGÓLFUR Guðmundsson, Landsbankanum, Axel Gíslason, VÍS, Björn Líndal, Landsbankanum, Eggert Sverrisson, VIS ,og Gunnar Helgi Hálfdanarson, Landsbréfum, voru á fyrsta sam- eiginlega starfsmannafundi fyrirtælganna í gær. Landsbankinn og VIS í samstarf Fj ármálaþjónusta og persónutrygg- ingar í eina sæng VÍ ósátt við afstöðu fjármálaráðu- neytisins til úrskurðar Samkeppnisráðs „Kölliun eftir afstöðu fjár- málaráðherra “ > > > i > l i i l . i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.