Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján ENDURVINNSLAN hætti framleiðslu á brettakubbum um síðustu mánaðamót en fyrirtækið hafði verið með rekstur Úrvinnslunnar á leigu. í dag ríkir óvissa um framtíðina og Úrvinnsían stendur illa. Endurvinnslan vill kaupa Urvinnsluna Framleiðslu á brettakubbum hætt Messur AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins kl. 11 á morgun, sunnudag. Nýjungar í barnastarfinu kynntar. Boðið upp á kaffí og ávaxtadjús í Safn- aðarheimili eftir sunnudaga- skólann. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14, séra Svav- ar A. Jónsson. Molasopi í Safn- aðarheimili eftir guðþjónustu. Spjallað um prédikun dagsins. Messað verður á Hlíð kl. 16, sr. Birgir Snæbjörnsson. Æsku- lýðsfundur í kapellu kl. 17. Gos og flögur, starfið framundan skoðað, m.a. ferð á landsmót æskulýðsfélaga sem haldið verð- ur í Vatnaskógi helgina 17. til 19. október næstkomandi. GLERÁRKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11. Barnaefni vetr- arins verður kynnt. Foreldrar eru hvattir til að íjölmenna með börnum sínum. Ath.: Fundur æskulýðsfélagins sama dag kl. 18. Kyrrðar- og bænastund kl. 18 á þriðjudag í kirkjunni. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, almenn samkoma kl. 17, ath. breyttan tíma, unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasam- bandið kl. 15 á mánudag, hjálp- arflokkur kl. 20.30, krakkaklúb- bur kl. 17 á miðvikudag. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRJAN: Al- menn samkoma á morgun kl. 14. Samuel Kaniaki og Daz hjónin prédika. Krakkakirkja meðan á samkomu stendur fyrir 6-12 ára og barnapössun fyrir eins til 5 ára börn. Álmenn sam- koma með hjónunum kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Vitnisburð- arsamkoma kl. 20.30 á miðviku- dagskvöld. Krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag fyrir 3ja til 12 ára börn. Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á föstudög- um. Mikill og fjölbreyttur söng- ur. Bænastundir frá 6-7 á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgunum og kl. 14 á þriðjudögum og fimmtudög- um. Vonarlínan, 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag. KFUM og K, Sunnuhlíð; Bænastund kl. 20. annað kvöld, sunnudaginn 28. september. FRAMLEIÐSLU á brettakubbum úr landbúnaðarplasti og pappír hefur verið hætt á Akureyri, í bili að minnsta kosti. Endurvinnslan hf. ieigði húsnæði og tæki Úrvinnslunn- ar við Réttarhvamm til síðustu mán- aðamóta og framleiddi brettakubba fyrir vörubretti en framtíð þeirrar vinnslu er nú nokkuð óljós. Gunnar Garðarsson, forstöðumað- ur Endurvinnslunnar á' Akureyri, segir að fyrirtækið hafi óskað eftir kaupum á eignum Úrvinnslunnar. „Skuldir Úrvinnslunnar eru þó meiri en við viljum borga fyrir eignirnar. Við höfum áhuga á að halda fram- leiðslunni áfram og gera miklar breytingar á starfseminni en viljum ekki leggja út í þær fjárfestingar fyrr en við höfum eignast fyrirtæk- ið,“ segir Gunnar. Bjarni Kristinsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og stjórnarformaður Úrvinnslunnar, segir að reksturinn hafi verið erfiður frá upphafi og svo gæti farið að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Akureyrarbær er stærsti hluthafinn í Úrvinnslunni með tæp- lega fjórðungs eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru Gúmmívinnslan, Endurvinnslan, Iðnþróunarfélag Eyjaijarðar og Gámaþjónusta Norð- urlands. „Þeir sem standa að fyrirtækinu hafa tapað töluverðu af peningum. Það er engin framleiðsla í gangi nú en það er töluvert til af kubbum á lager og nægt hráefni. Úrvinnslan stendur ekki vel og það er spurning hversu lengi fyrirtækið lifir ef engin framleiðsla er í gangi. Vélarnar sem keyptar voru til framleiðslunnar á sínum tíma voru haugslitnar og hafa bilað mikið og það hefur verið eitt stærsta vandamálið," sagði Bjarni. Starfsmenn sýnt þolinmæði Verð á innfluttum timburkubbum til brettaframleiðslu lækkaði mjög mikið á árinu og fyrir vikið þurfti Endurvinnslan að horfa á eftir stór- um viðskiptavinum. Fyrirtækið hefur þó fullan hug á að halda framleiðsl- unni áfram og tekur áfram á móti pappír og landbúnaðarplasti. Þeir starfsmenn sem unnið hafa fram- leiðsluna hafa verið færðir til innan Endurvinnslunnar eða farið í önnur störf tímabundið. „Starfsmennirnir hafa sýnt mikla þolinmæði en þeim hefur verið sagt upp nánast um hver mánaðamót,“ sagði Gunnar. Bæjarráð Akureyrar Prentskil verðiá Amtsbóka- safni BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur mælt með því að vistunarstaður prentskilasafns verði áfram á Amts- bókasafninu á Akureyri. Um skeið hafa umræður staðið yfir um hvort flytja ætti prentskilin yfir í bókasafn Háskólans á Akur- eyri, en það flutti fyrir skömmu í nýtt húsnæði. Ingólfur Ármannsson sviðstjóri hjá Akureyrarbæ sagði að lögum samkvæmt væri gert ráð fyrir prentskilum á tveimur söfnum í landinu, í Þjóðarbókhlöðu og Amtsbókasafninum á Akureyri og væri það bæði af öryggis- og þjón- ustuástæðum. Því þyrfti að fara fram á lagabreytingar ef færa ætti prentskil yfir á háskólabókasafnið frá Amtsbókasafninu. Með sam- þykkt bæjarráðs mun því á þessu stigi ekki verða farið fram á að lögunum verði breytt. Ingólfur sagði að samstarf milli safnanna tveggja yrði skoðað sem og samnýt- ing ýmis konar. Húsnæðismál enn í biðstöðu Bæjarráð vísaði á fundi í vikunni hugmyndum um húsnæðimál og aðra uppbyggingu Amtsbókasafns- ins á Ákureyri til gerðar fjárhags- áætlunar fyrir næsta ár og þriggja ára áætlunar um rekstur og fram- kvæmdir bæjarsjóðs. „Þetta þýðir að biðstaða er áfram í málinu," sagði Ingólfur, en benti á að í sam- þykkt bæjarráðs fælist sú stefnu- mörkun að úrbætur yrðu gerðar í húsnæðismálum safnsins við Brekkugötu en ekki einhvers staðar annars staðar. Áætlað er að kostn- aður við nýbyggingu safnsins nemi um 150 milljónum króna. Tíu ár eru nýlega liðin frá því samþykkt var á hátíðarfundi þáverandi bæjar- stjórnar, á 125 ára afmæli Akur- eyrarbæjar 1987, að reisa viðbygg- ingu við Amtsbókasafnið sem þá þegar bjó við húsnæðisskort. Datt af hjóli og braut hjálminn Allir í bekknum nota hjálm - nema einn „ÉG VAR að hjóla í Skarðshlíð- inni, þá lenti ég á steini og flaug fram af hjólinu og datt á haus- inn,“ sagði Víkingur Þór Björns- son sem er sjö ára og í 2. bekk í Glerárskóla. Hann var eins og ævinlega þegar hann fer út að hjóla með hjálm á höfðinu, en hann sprekk eftir endilöngu við höggið. Þetta er i annað sinn sem Víkingur dettur af hjóli þannig að stórsér á hjálmi hans, en í fyrra sinnið hjólaði hann á kant- stein og steyptist fram fyrir sig beint á höfuðið. „Ég meiddi mig svolítið í hausnum þegar ég datt, en það hefði örugglega verið ennþá verra ef ég hefði ekki verið með hjálminn," sagði Víkingur Þór. Foreldrar hans, Björn Víkings- son og Þórunn Árnadóttir fara aldrei út að hjóla öðru vísi en með hjálm á höfðinu og hafa þau lagt ríka áherslu á það við börn sin að vera með hjálm við hjól- reiðar. Þau mega ekki fara af stað á hjólunum nema með hjálm- inn. „Ef börnin venjast þessu strax er ekkert mál að fá þau til að vera með hjálminn," segir Þórunn, „það er skylda að hafa hjálm á skíðaæfingum og þau æfa skíða, þannig að þau eru vön að vera með hjálma." Tólf ára gömul dóttir þeirra er eins og aðrir í fjölskyldunni með hjálm og segja þau Björn og Þórunn að henni finnist það ekki hallærislegt. „Hún heldur sínu striki og hefur hjálminn, sama þó sumar vinkonur hennar noti ekki hjálm,“ sagði Þórunn. Víkingur fékk hjálm frá Kiw- anisklúbbnum Kaldbak síðasta vor en klúbburinn gefur öllum sjö ára börnum á Akureyri reið- hjólahjálma. Eftir að hann datt og skemmdi hjálminn sinn í vik- unni brugðust kiwanismenn skjótt við að fengu honum nýjan. „Ég ætlað alltaf að vera með hjálm þegar ég er úti að hjóla. Það eru allir í bekknum mínum með hjálm þegar þeir hjóla, nema einn og við erum stundum að segja honum að hann verði að nota hjálm,“ sagði Víkingur Þór. Allir verði með hjálma Þau Björn og Þórunn telja að lög sem taka gildi 1. október næstkomandi og kveða á um að allir 14 ára og yngri skuli bera hjálm við hjólreiðar nái of skammt. Það verði að skylda alla sem nota reiðhjól til að bera hjálm, slysin geta allt eins hent hina fullorðnu eins og börnin. Sjálfstæðismenn athugið k w ir Af óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri frestað til fimmtudagsins 9. október kl. 20.30. Stjórnin Ath. Aðalfundur Sleipnis, Varnar og Sjálfstæðisfélagsins verða mánudaginn 29. september skv. auglýsingu. Morgunblaðið/Kristján VIKINGUR Þór Björnsson á miðri mynd með félögum sínum, Jóhanni Guðmundssyni til vinstri og Rúnari Birni Reynissyni. FORELDR- ARNIR nota alltaf hjálma þegar farið er út að hjóla, Þór- unn Árna- dóttir og Björn Vík- ingsson að leggja í hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.