Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ um að aðlagast áður en ég fer að borða aftur. Safar eru góðir til þess. Eftir fóstu er það of mikið álag að borða venjulega máltíð strax. En fastan endumærir líkamann og færir líffærunum hvíld og lífsorku og rannsóknir sem ég þekki til benda til að hún auki viðnám við ýmiss konar sjúkdómum. egar ég er í „takti“, heima hjá mér en ekki á ferðalagi finn ég aldrei fyrir hungri allan mánudaginn þegar ég fasta. Já, það er sunnudagur núna en ég fasta ekki meðan ég er hér. Ég tek hlutina ekki of hátíðlega; menn mega ekki verða of stífír og ósveigjanlegir. Það er fyrir öllu að láta ekld slá sig út af laginu ef eitthvað óvænt kemur upp á og kunna að fylgja flæðinu." Nú er komið að eftirréttum og koff- ínlausu kaffí. - Hvort viltu jarðarberjaosta- köku eða bláberjaköku? spyr annar borðfélagi, Lísa B. Hjaltested. „Hvort sem er,“ svarar Shanti og ypptir öxlum. Hann fær bláberja- köku en blaðamaður fær sér jarðar- berjakökuna og okkur ber saman um að þær séu lostæti. Annars segist Shanti ekki velja sér mat eftir þvi hvernig hann bragðast í munni en segist setja áhrif fæðunnar á líkamann og hug- ann í fyrirrúm. - Hver er uppá- haldsmaturinn þinn? „Ég borða alls konar mat, ávexti grænmeti og al- mennt þann mat sem grænmetisæt- ur borða. Mér finnst gott að breyta til og festast ekki í einu fari. Ég borða oft baunir og baunasúpu, gróf hrísgijón, alls kon- ar grænmeti og svo er ræktað mikið af kornmat þar sem ég á heima.“ - Af hverju borðarðu ekki kjöt? „Það er miklu erfiðara fyrir lík- amann að melta kjöt heldur en ávex- ti, grænmeti og það sem græn- metisætur borða. Til þess að melta kjöt þarf mikla orku, sérstaklega þegar fólk étur yfir sig og tyggur ekki almennilega. Kjöt skilur eftir sig mikið af úrgangsefnum eins og t.d. þvagsýru og minnkar möguleika líkamans á að verjast bilunum og sjúkdómum. Svo er það slæmt fyrir hugann og andann. Hugurinn tekur á sig mynd eftir því sem maður borðar. Maturinn er okk- ar grófi líkami, hugurinn sá fíngerði. í jógaheilsufræði skiptum við mat í þrennt: satvik er hreinn matur, sem stuðlar að hreinleika, hugarró og innri friði. Hann nærir líkamann og hjálpar til að losa um þreytu og spennu. Þetta eru t.d. ferskir ávext- ir, grænmeti, hnetur og korn og þurrkaðir ávextir. Líka náttúrulegar mjólkurvörur. Rajasik heitir matur sem er örvandi fyrir líkama og sál, gerir menn eirðarlausa, tilfinninga- næma og æsta og ýtir líka undir hungurtilfinningu. Þetta er t.d. kjöt, alkóhól, fiskur, egg og mikið krydd- aður matur. Tamasik er svo þriðji flokkurinn sem dregur úr starfsvilja og gerir mann sljóan, orkulítinn og sinnulausan. Þetta er hvers konar rotnandi og úldnandi matur og af- gangar, og t.d. verksmiðjuframleidd- ur og unninn matur. vo er matur ýmist alkalískur eða súr. Við efnaskipti á sterkju og próteinum og dýr- um verður til þvagsýra, brennisteins- sýra og fosfórsýra sem mynda úrfell- ingar. En við efnaskipti á ávöxtum og grænmeti, líka mörgum súrum ávöxtum, verða til alkalísk steinefni eins og kalsíum, magnesíum, natiium og kalíum. Flestur matur er súr: kjöt, kaffi, sykur, hveiti, fiskur, unn- inn matur, lyf, gosdrykkir og ís. Náttúrulegur mjólkurmatur myndar hlutlaus- ar úrfellingar. Til þess að ná og halda jafnvægi þarf að borða meira af alkalísk- um mat en súr- um. En það ætti ekki að útiloka súran mat heldur koma á jafnvægi og auka við það sem maður borð- ar af alkalískri fæðu. Flestir gera of lftið af því og eru þess vegna með of súrt mataræði. Það getur valdið mörgum vandamál- um, hefur t.d. slæm áhrif varðandi gigtarsjúkdóma. Alkalískur matur er góður fyrir hjartað, dregur úr slím- framleiðslu og hefur alls konar góð áhrif á mann.“ - Hvernig kanntu við þig á Is- landi? „Mjög vel, hérna er andrúmsloftið og umhverfið afslappað og þægilegt; engh' glæpir, engar byssur, ekkert ofbeldi. Fólk virðist samheldið og op- ið og hér ganga hlutirnir vel fyrir sig,“ segir Shanti Desai jógameist- ari. Áðm- en borðhaldinu er slitið stendur þessi kviki og glaðlegi mað- ur upp með myndbandsvélina sína og festir borðfélaga sína og aðra gesti veitingahússins á myndband í bak og fyrir. Uppskriftin Marinerað tnfu meéi hirsi TOFU er lagt í lög sem er búinn til úr tamari, rauðvíni, tómatp- urré, hvítlauk, engifer og sesam- olíu. Látið liggja í leginum yfir nótt og bakað í ofni í 20-30 mín- útur. Skorið eftir þörfum. Borið fram með bökuðum kúrbit (zuc- chini), soðnu hirsi-sesam og steiktum paprikum. 5kjöl um 5amband KOMIÐ hefur i Ijós leyniskjöl sem áttilfflK | að sýna fram á heföi gert samkomu- lag við Marilyn Mon- ro« til að tryggjo á skjölunum. En aðrir sérfrœð- ingar, ráðnir af ABC, skáru ur um að aðalskjal- ið hefði verið vélritað á ritvél, sem hefði verið framleidd mörg- Um árum eftir Pagsetningu • Heimildar- f tettir ABC verða byggðir á Kennedy og þekMWVl rithöfundur fella út JJ kafla f vœntanlegff bék sinni, samkvamf heimildum New York Tlmes. Rithandarsérfrœð- ingar ABC höfðu áður greint fré þvi að ekki Fnóvember. Samkvæmt ónafngreindum heimildum band Kennedys LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 23 böit/un P FYRIR stuttu kom út nýr leikur á leikjatölvuna Play- Station og ber hann nafnið Legacy of Kain og er árangur sam- starfs Crystal Dynamics og Silicon Knights. Legacy of Kain fjallar um ferða- lang sem er myrtur á hrottalegan hátt og gefst síðan tækifæri til að verða vampýra og koma fram hefndum. I bræði sinni grípur hann færið fegins hendi, en ekki er nóg að drepa morð- ingjana því spurningin er: Hverjir fyrirskipuðu morðið? Hvort er hefnd- argjöfín blessun eða bölvun? Upp frá þessu hefst ofsafengin leit Kains að lækningu við vampýrisma. Samblandl Leikir snúast iðulega um góðar hetjur og göfuglyndi. Ingvi M. Árnason gerðist illvíg blóðsuga. hlutverka- ng ævin- týraleiks Legacy of Kain er sambland af hlutverka- og æv- intýraleik og hef- ur höfundum tekist mjög vel að blanda sam- an þessum tveim þátt- um. Grafik leiksins er mjög góð og einnig eru myndbönd öll vel heppnuð og fagmannlega gerð. Legacy of Kain er ekki með því sniði sem er vanalegt í tölvuleikj- unum því í þessum leik ert þú ekki góði bjargvætturinn heldur vondi morðinginn. Til þess að lifa þarftu að drepa og limlesta bæði óvini jafnt sem sak- laust fólk í rúmum sínum. Leikur- inn er því ekki fyrir veikgeðja ein- staklinga sem gætu tekið það næn-i sér að ráðast á mann úti á götu, drepa hann og sjúga úr hon- um blóðið. Eitt af einkennum leiksins er að í honum neyðist söguhetjan til að vera vond en kýs það ekki sjálf vegna mannvonsku sinnar, því eins og kemur fram í byrjun gi'einar var Kain myrtur án nokkurs tilefn- is og grípur eina tækifæri sitt til að ná fram hefnd. Margai' mismunandi drápsaðferðir eru í leiknum og fjölbreytni mikil, þú getur valið úr 21 galdraþulu til þess að drepa óvini þína, stjóma þeim, eða lækna sjálfan þig. Að vera vampýra hefur bæði marga kosti og marga galla. Kain getur breytt sér í leð- urblöku, úlf, þoku eða venjulega mannveru, á móti kemur að hann þolir hvorki vatn né sólarljós. Til að losna undan bölvuninni þarf Kain að drepa níu meðlimi hringsins sem á laun stjómar öllu landinu og að lokum þarf hann að ákveða hvort heimurinn bjargist eða eyðileggist. Blood Omen: Legacy of Kain er án nokkurs vafa einn besti leikur ársins og nýtur hann nú þegar vaxandi vinsælda hjá PlayStation og PC-aðdáendum. Iblltewoll Wíf er mtti tímum Laukakörfur - allt úrvals laukar LAUKAKARFA KR. 1499, INNIHALD: 30 túlipanar 20 krókusar 20 perluliljur 10 stjörnuíiljur 15 páskaliljur SAMTALS 95 LAUKAR LAUKAKARFA KR. 999, INNIHALD: 20 túlipanar 10 krókusar 20 perluliljur 10 páskaliljur SAMTALS 60 LAIJKAR INNIHAIJD: 3 jólahýasintur 5 jólatúlipanar 5 jólaliljur 12 jólakrókusar 25 JOLALAUKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.