Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 56
J* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 1.700 1.129 hugbúnaðarfyrir-{ tækja 1990-97 i milljonum kr. a verðlagi hvers é Hugbúnað- ur út fyrir 1.700 millj. GERT er ráð fyrir að útflutnings- tekjur hugbúnaðarfyrirtækja nemi 1.700 milljónum króna í ár samanbor- ið við rúmar 1.100 milljónir króna á síðasta ári, en það voru 300 milljón- um króna meiri útflutningstekjur en spár gerðu ráð fyrir. Utflutningstekj- , ur hugbúnaðarfyrirtækja hafa vaxið v *hröðum skrefum á þessum áratug. Þessar upplýsingar koma fram i septemberhefti Hagfalna mánaðar- ins, sem Seðlabanki Islands gefur út. Niðurstaðan er byggð á könnun meðal 40 fyrirtækja sem starfa á sviði hugbúnaðar og tekur ekki til fyrirtækja eins og Marels hf. Langmest var flutt út til Banda- ríkjanna á síðasta ári eða meira en helmingur af öllum útflutningnum. Útflutningur þangað nam 607 millj- ónum króna í fyrra, útflutningur til Norðurlandanna 207 milljónum og útflutningur til annarra Evrópu- landa samanlagt 186 milljónum króna. Tekjur vegna sölu til Asíu- landa námu 118 milljónum króna í l^fyrra. 47% aukning Samkvæmt bráðabirgðatölum um viðskiptajöfnuð á fyrri helmingi árs- ins bendir allt til þess að hallinn á viðskiptum við útlönd verði töluvert minni en gert var ráð fyrir. í Hagtöl- unum segir að athyglisverðust í því sambandi sé útkoma þjónustujafnað- ar á fyrri hluta ársins, einkum út- flutningur, en þar skeri sig úr 47% aukning á fóstu gengi á annarri þjónustu en samgöngu- og ferða- þjónustu. Að hluta til sé hér um að ræða mikla sölu á þjónustu til vam- arliðsins „en einnig á sér stað veru- leg aukning útfluttrar þjónustu á sviði fjarskipta, fjármálaþjónustu, i i^byggingarverktöku, hugbúnaðar og ýmissar viðskiptaþjónustu. --------------- tf Leita á þyrlu og svifnökkva BJÖRGUNARSVEITAMENN leit- uðu í gær Frakkans Michaels Led- ucs við Markarfljót og í Fljótshlíð. Svifnökkvi var notaður til að fara eftir Markarfljóti í gær og björgun- arsveitamenn ræddu við bændur í Fljótshlíðinni, í þeirri von að rekja mætti ferðir Frakkans unga, sem síðast er vitað um á Hvolsvelli 6. september sl. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík, sem hefur umsjón með leitinni, sagði að um- fangsmikil leit myndi hefjast í dag, laugardag. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar mun þá fljúga yfir svæði, sem líkur eru á að Michael Leduc hafi ferðast um. Tap botnfiskvinnslunnar tvöfalt meira en í fyrra BOTNFISKVINNSLAN er nú rek- in með 9,5% tapi, samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar. Verst er staðan í frystingu, sem rekin er með 13% halla, og tap á saltfiskvinnslu nemur 4,5%. Utreikningarnir eru byggðir á framreikningi ársreikninga hjá fyrir- tækjum, sem eru með yfir 42% af út- flutningsverðmæti landfrystingar og 26% saltfískvinnslunnar árið 1996. Þá sýna þessir útreikningar að rækjuvinnsla og rækjuveiðar eru nú nálægt núllinu, en stofnunin treystir sér ekki til þess að meta afkomu rækjuvinnslunnar sérstaklega. Af- koma í loðnuveiðum og loðnuvinnslu er aftur á móti með besta móti að mati Þjóðhagsstofnunar og útlitið bjart framundan. í heild er sjávarútvegurinn nú rek- inn með 1,2% hagnaði, en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 2,2% og 4,5% árið 1995. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær að ljóst væri að munur á afkomu innan sjávarútvegsins héldi áfram að aukast og stæði fiskvinnslan í því samhengi augljóslega frammi fyrir hvað erfiðustu málunum. „A heildina litið er þó að mínu mati ekki ástæða til of mikillar svartsýni. Ef litið er til reynslu undanfarinna missera, má vænta þess að mál þróist til betri vegar.“ Loðna og sfld bera uppi heildarafkomuna „Þessir útreikningar Þjóðhagsstofn- unar á afkomu sjávarútvegsins leiða ótvírætt í ljós að frysting og söltun botnfisktegunda á við mikinn vanda að stríða,“ sagði Amar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva. ,jMtur á móti varð 12% hagn- aður af loðnubræðslum á síðasta ári og kemur það heim og saman við út- tekt Samtaka fiskvinnslustöðva. Nokkur halli varð á rækjuvinnslu á síðasta ári, síldarsöltun var rekin með 10% hagnaði en nokkurt tap varð á vinnslu hörpudisks, að mati Þjóðhagsstofnunar. Meginniðurstað- an í útreikningum Þjóðhagsstofnun- ar er að veiðar á síld og loðnu og mjöl- og lýsisvinnsla beri uppi heild- arafkomu í sjávarútvegi um þessar mundir,“ sagði hann ennfremur. ■ Afkomumunur/17 S Morgunblaðið/NASA Island tært úr 700 km fjarlægð ÍSLAND er sjaldan að sjá úr bandarískri geimferju þvf í flest- um ferðum þeirra liggur spor- baugurinn það sunnarlega. Annað var uppi á teningnum í ferð Discovery í ágúst sl. Samkvæmt upplýsingum Bandarísku geim- ferðastofnunarinnar (NASA) var tærleiki loftsins svo mikill á norð- urslóðum að Bjarni Tryggvason og félagar hans í áhöfn Discovery sáu Island (hægra megin á myndinni) skýrt og greinilega úr 700 kfló- metra fjarlægð. Við sjóndeildar- hring sáu þeir og strandlengju Grænlands 1.200 km í burtu. A miðjum haffletinum beint undir stéli Discovery sjást brúnleitir flekkir sem NASA segir sýna öll einkenni þörungablóma. 17 milljóna króna rekstrarhalli hjá Sorpu fyrri hluta ársins Tap vegna útflutnings á pappír FRAMBOÐ á pappir til endur- vinnslu hefur stóraukist í heiminum undanfarið og hefur verð á endur- vinnslupappír því farið hríðlækk- andi. Sorpa hefur flutt út pappír til endurvinnslu allt frá árinu 1991 og nú er svo komið að fyrirtækið verður að greiða 3-4 krónur með hverju kílói pappírs sem það flytur út. Þetta hefur valdið því að tap er nú á rekstri fyrirtækisins í fyrsta skipti í nokkur ár. Fyrri helming þessa árs var hall- inn á rekstri Sorpu rúmar 17 milljón- ir króna, en á sama tímabili í fyrra var 14,5 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Tap á pappírsútflutn- ingnum er helsta ástæða rekstrar- hallans og að sögn Ögmundar Ein- Morgunblaoið/Golh GÍFURLEGT magn af pappír berst daglega til endurvinnslu. arssonar, framkvæmdastjóra Sorpu, væri staðan hagstæðari um 13 millj- ónir ef pappírinn hefði ekki verið fluttur út. Hann telur að stjórnvöld verði að setja lög um þennan mála- flokk en sjálfur telur hann skynsam- legt að pappírinn verði unninn hér á landi og notaður til landgræðslu. ■ Vinna ætti pappírinn/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.