Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 19 Nóra olli banaslysum ÚRHELLI var í Nevada og Utah í Bandaríkjunum í gær þegar leifar fellibylsins Nóru gengu þar yfir eftir að hafa valdið slys- um sem kostuðu fjóra menn líf- ið í Mexíkó og suðurhluta Kali- forníu. Vindinn hafði lægt og veðrið var skilgreint sem hitabeltis- lægð í gærmorgun að staðar- tima. Bylurinn olli flóðbylgju í strandbænum Seal Beach í Kali- forníu þar sem myndin var tek- in. Reuter Spillingarmál stjórnarinnar í Ástralíu Þriðji ráðherrann segir af sér Canberra. Reuter. PETER McGauran, vísindamálaráð- herra Ástralíu, sagði af sér í gær eftir að hafa viðurkennt að hafa fengið skattfijálsa ferðadagpeninga án þess að hafa átt rétt á þeim. Hann er þriðji ráðherrann sem lætur af embætti vegna slíkra greiðslna, sem hafa komið hægristjórn Johns Howards i mikinn vanda. McGauran viðurkenndi að hafa þegið 1.500 ástralska dali, andvirði 78.000 króna, án þess að geta sann- að að hann ætti rétt á greiðslunni. Áður höfðu John Sharp samgöngu- ráðherra og David Jull stjómsýslu- ráðherra sagt af sér vegna samskon- ar máls. Reyndu að leyna málinu Howard viðurkenndi á þinginu að starfsmenn forsætisráðuneytisins hefðu vitað af máli Sharps frá því í maí en sagði að þeir hefðu látið hjá líða að skýra honum frá því. Hann ákvað því að víkja tveimur af nán- ustu samstarfsmönnum sínum frá, ráðgjafa sínum, Grahame Morris, og skrifstofustjóranum Floru McKenna. „Ég vil endurtaka ... að ég vissi ekkert um þessi mál þar til fyrir tveim dögum,“ sagði forsætisráð- herrann. Graham hefur verið nefnd- ur „heiðarlegi John“ í Ástralíu og komst til valda í mars á síðasta ári eftir að hafa lofað að hefja herferð gegn spillingu í stjórnkerfinu. Spillingarmálin hafa valdið stjórn- inni miklum skaða og samkvæmt skoðanakönnunum hefur tólf pró- sentustiga forskot hennar á Verka- mannaflokkinn horfið á níu mánuð- um. Bretland með í EMU árið 2000? Lundúnum. Reuter. SVO virðist sem breytt stefna brezku ríkisstjórnarinnar hvað snertir Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, muni innan skamms leiða Bretland til að ganga aftur til liðs við Gengissamstarf Evrópu, ERM, en þátttaka í því er ein af forsendum EMU-aðildar. Sérfræð- ingar í brezka fjármálaheiminum telja líklegt að stjóm Verkamanna- flokksins hyggist stefna að fullri EMU-aðild Bretlands árið 2000 og tilkynni um þá ákvörðun fljótlega. Brezka dagblaðið The Fínancial Times hafði eftir ónafngreindum ráðherra í brezku stjórninni í gær, að þess væri ekki langt að bíða að gefin yrði út yfirlýsing þess efnis, að ákveðið hefði verið að brezka pundið renni saman við gjaldmiðla annarra aðildarríkja Evrópusam- bandsins, ESB, sem fyrst eftir að þau tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil í janúar 1999. Þetta gæti þýtt að Bretland yrði fullgildur aðili að EMU árið 2000 og gengi pundsins gagnvart hinum evrópsku gjaldmiðlunum yrði fest í skorður ERM á næsta ári. „Þeir ætla sennilega að segja okk- ur að við göngum ekki í EMU í upphafi en munum gera það skömmu síðar. Dagsetningjn 1. jan- úar 2000 hljómar líklega," sagði Gerard Lyons, aðalhagfræðingur fjármálafyrirtækisins DKB Inter- national í viðtali við Reuters. Forystumenn úr brezku efnahags- lífi fögnuðu í gær þessum fregnum, en sögðu að mikilvægast væri að skapa hreinar línur í stefnu Bret- lands á þessu sviði. Strangt til tekið kveða skilyrðin fyrir aðild að EMU á um að tilvon- andi aðildarríki sé þátttakandi í ERM í tvö ár áður en af EMU-aðild getur orðið. Bretland hrökklaðist út úr Gengissamstarfinu fyrir fimm árum, þegar miklar sveiflur af völdum spá- kaupmennsku með evrópska gjaldm- iðla olli því að kerfið nærri því hrundi. Ákvörðun fyrir áramót Graham Bishop, annar sérfræðing- ur í evrópskum peningamálum, sagði að með tilliti til tímasetningarinnar, sem stefnt er að því að síðasti áfangi EMU verði að veruleika - 1. janúar 1999 - sé brezka stjómin knúin til að gefa frá sér einhveija yfirlýsingu fyrir næstu áramót um það hvort hún „hyggist skrifa upp á þriðja áfanga [Efnahags- og myntbandalagsins]" eða ekki. Bretland, ásamt Danmörku, samdi um undanþágu frá því að vera eins og önnur aðildarlönd ESB skuldbundið til stofnþátttöku í EMU, að því gefnu að efnahagsleg skilyrði aðildarinnar séu uppfyllt, en eftir að Verkamannaflokkurinn tók við stjórnartaumunum eftir 18 ára vald- atíð íhaldsflokksins í júní sl. hefur fyrirvömm brezkra stjómvalda gegn EMU-aðild fækkað. m það n k i ti n ^ i / a per.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.