Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell FEGURÐARDÍSIR prýddu listaverkið við höfuðstöðvar Vífil- fells þegar það var afhjúpað í gær. PÉTUR Björnsson, forstjóri Vífil- fells ehf., einkaframleiðanda Coca Cola á íslandi, afhjúpaði í gær útiverk í höfuðstöðvum fyrirtæk- isins á Stuðlahálsi í tilefni af 55 ára afmæli Vífilfells sem er á þessu ári. Höfundur verksins er Ragnhildur Stefánsdóttir lista- maður, Ragga. Ragnhildur hefur haldið fjölda einkasýninga ásamt þvi að taka þátt í fjölda samsýninga. Meðal verka hennar í opinberri eigu eru Tyrkja-Gudda í Vestmannaejjum sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar og stórt útiverk sem kallast Risa- Bylgjur sem er fyrir utan Vita- og hafnarmálaskrifstofu. Skúlptúrinn sem hún hefur unn- ið fyrir Vífilfell er sérstakur að því leyti að hann er úr grágrýti. Verkið er gert úr fjórum steinum sem hver vegur sex tonn og tók verkið tæp fjögur ár í vinnslu. Meðal boðsgesta við athöfnina voru Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra, Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og aðrir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar ásamt sendiherrum Frakklands, Banda- ríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Kína og öðru forystufólki úr við- skipta- og menningarlífi íslands. Bjami ráðinn fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra réð í gær Bjama Guðmunds- son rafmagnstæknifræðing í stöðu framkvæmdastjóra sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins, en meirihluti út- varpsráðs hafði mælt með Ásdísi Olsen fjölmiðlafræðingi í stöðuna. Hlaut hún 4 atkvæði fulltrúa Fram- sóknarflokksins, Kvennalistans og Al- þýðubandalagsins í út- varpsráði, en Bjarni hlaut 3 atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Utvarpsstjóri mælti með Bjarna Guðmunds- syni í stöðuna, en af umsækjendum taldi hann Bjarna og Ingólf Hannesson, íþrótta- stjóra RÚV, koma helst tii greina. Bjarni hefur starfað sem rekstrarráðgjafi hjá RÚV frá apríl á seinasta ári á vegum VSÓ-ráðgjafar og seg- ist því þekkja innviði stofnunarinnar ágætlega frá þeirri hlið. „Jafnframt hef ég sem áhorfandi og einn af eigendum stofnunarinnar, eins og allur almenningur er, myndað mér ákveðnar skoðanir á henni,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að starfið leggist mjög vel í sig. Hann fari ekki í þetta starf sem neinn byltingarsinni en nýjum mönnum fylgi þó ávallt nýjar áhersl- ur og breytingar. Aðspurður kveðst Bjami m.a. hafa áhuga á að auka vægi fréttaskýr- ingaþátta og barnaefnis í dagskrá sjónvarpsins. „Það er þó kannski fullsnemmt að vera með stórar yfir- lýsingar í þessum málum fyrr en ég er kominn tii starfa og hef rætt við samstarfsmenn mína, sem ég hef Bjarni Guðmundsson mjög góða reynslu af. Þetta er ekki gert af einum manni,“ segir hann. Bjarni var spurður álits á niðurstöðu út- varpsráðs, þar sem annar umsækjandi hlaut stuðning fjögurra fulltrúa ráðsins en Bjarni þriggja, og sagð- ist hann lítið vilja um það segja. „Ákvörðunin er hjá menntamálaráð- herra og það er þvi rétt- ara að vísa þessari spurningu til hans. Út- varpsráð fjallaði um þetta og ég dreg ekki í efa það vægi sem umsögn þess hafði, en jafnframt sendi útvarps- stjóri ráðherra umsögn sína. Ég ef- ast ekki um að menntamálaráðherra hefur tekið þessa ákvörðun að ígrunduðu máli,“ svaraði hann. VUdi ekki trúa samsæriskenningunni Ásdís Olsen sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðning Bjarna kæmi sér ekki á óvart þar sem hún hefði heyrt það úr öllum áttum und- anfarið að búið væri að afgreiða hver fengi þetta starf. „Framan af vildi ég ekki trúa þessari samsæriskenningu, og ég vil meina að ég hafi fengið rangar upp- lýsingar um þetta starf. Samkvæmt auglýsingu og starfslýsingu er auð- vitað verið að leita eftir fagmanni á sviði dagskrárstjómunar og dag- skrárgerðar, og í starfslýsingu er tekið fram að framkvæmdastjóri sé leiðandi í mótun dagskrárstefnu sjónvarpsins. Hann er yfirdagskrár- stjóri sjónvarpsins. Það er verið að ráða rekstrarfræðing í þessa stöðu en mér hefði fundist að það þyrfti manneskju sem hefur þekkingu og menntun á sviði sjónvarpsreksturs og sjónvarpsvinnu. í auglýsingu er farið fram á háskólapróf og víðtæka reynslu af fjölmiðlum. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað með Bjarna, en þetta er sambærilegt við það að rekstrarfræðingur væri ráðinn í starf þjóðleikhússtjóra," sagði Ásdís. Ingólfur Hannesson dró umsögn sína til baka í gær áður en mennta- málaráðherra réð Bjarna í stöðuna, en í bréfi til ráðuneytisins segir hann að þetta sé sjálfgert eftir umsögn útvarpsráðs síðastliðinn þriðjudag. Það hafi markast af ógeðfelldum pólitískum hrossakaupum eins og svo oft áður. í annan stað hafi verið ljóst frá upphafi að einum umsækj- enda væri ætlað umrætt starf og þeim boðum komið áleiðis með bein- um og óbeinum hætti. „Útvarpsráð lætur stjórnast af einhvers konar hráskinnsleik stjórn- málanna og tekur hvorki tillit til hagsmuna einstaklinganna sem þarna eiga hlut að máli né stofnunar- innar sem þeir eiga að starfa fyrir. Þetta er nöturleg niðurstaða," sagði Ingólfur í samtali við Morgunblaðið. Ávarp Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Ekki á að láta undan þrýstingi óábyrgra vemdunarsamtaka HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra flutti í gær ræðu við upp- haf 52. allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna í New York og hvatti hann til þess að hið alþjóðlega samfélag léti sig í auknum mæli varða sjálf- bæra nýtingu lífrænna auðlinda hafsins, en meginábyrgðin á stjórn- un slíkrar auðlindanýtingar hlyti ávallt að vera hjá þeim ríkjum sem byggðu afkomu sína á henni. „Um leið og nauðsynlegt er að ríkisstjómir starfí með sjálfstæðum félagasamtökum er full þörf á að láta ekki undan óvönduðum þrýst- ingi frá óábyrgum verndunarsam- tökum sem vilja ijúfa hin mikilvægu tengsl á milli umhverfísvemdar og auðlindanýtingar," sagði Halldór. Vitnaði hann til þess í ræðu sinni að Sameinuðu þjóðirnar hefðu helg- að næsta ár hafinu, og því teldi hann mikilvægt að vekja þjóðir heims til vitundar um nauðsyn þess að vernda lífríki hafsins. Breytingar á öryggisráðinu Halldór fjallaði um umbótatillögur Kofís Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lýsti ein- dregnum stuðningi sínum við tillög- urnar. Hvatti hann aðildarríkin til að samþykkja þær í heild sinni sem fyrst. Einnig lagði hann áherslu á að aðildarríki greiddu framlög sín til samtakanna að fullu og tíman- lega. Þá sagði hann ísland fagna tillögum formanns vinnuhóps örygg- isráðsins um breytingar á öryggis- ráðinu, en þær væru i anda stefnu Norðurlandanna í þessu máli. Sagð- Reuter HALLDÓR Ásgrímsson ávarpar Allsheijarþing Sam- einuðu þjóðanna í gær. ist Halldór vonast til þess að tilraun- ir til að leysa þetta lykilatriði í um- bótunum fengju farsælan endi á því allsheijarþingi sem væri að hefjast. Áhersla á mann- réttindi kvenna Meðal annarra atriða sem Halldór minntist á í ræðu sinni var mikil- vægi afvopnunarmála í starfi sam- takanna og hvatti hann til þess að komið yrði á allsheijarbanni við jarð- sprengjum sem beint er gegn fólki. Þá fagnaði hann þeirri tillögu fram- kvæmdastjóra SÞ að gæsla mann- réttinda verði óijúfaniegur þáttur í öllu starfi samtakanna og lagði hann sérstaklega áherslu á mannréttindi kvenna og mikilvægi þess að bæta hlut þeirra, ekki síst með aukinni menntun og atvinnumöguleikum. Útiverk afhjúpað á lóð Vífílfells Léstí bílslysi KONAN, sem lést í bílslysi á Hringbraut á miðvikudag, hét Evelyn Jean Ritche. Evelyn var 78 ára gömul ekkja, barnlaus. Hún var bandarískur ríkisborgari og búsett í Amsterdam í Hol- landi. Hún var í stuttri heim- sókn á íslandi á leið til Banda- ríkjanna þegar slysið varð. Skildi skil- ríkin eftir MAÐUR braust inn í þvottahús í austurborginni á fímmtudag. Hann stal þaðan jakka og skildi gamía jakkann sinn eftir. Hins vegar láðist honum að taka skilríki sín úr vasanum á gamla jakkanum, svo lögreglan var fljót að hafa uppi á honum. Maðurinn er seinheppinn þjófur, en það virðist ekki koma í veg fyrir ítrekaðar til- raunir hans til að hasla sér völj á þessu sviði. í síðustu viku gisti hann fangageymslur lögreglu eina nótt vegna smáþjófnaðar og ölvunar, en fimmtán mínútum eftir að honum var sleppt úr haldi hafði hann brotist inn að nýju, stolið geisladiskum, boðið þá til sölu og verið handtekinn. Náði sér í tryggingu LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst tilkynning í gær um inn- brot í íbúð við Kleppsveg. íbúinn saknaði sjónvarps, myndbandstækis, hljómflutn- ingstækja og ýmissa tækja annarra, samtals að verðmæti um 600 þúsund krónur. í ljós kom að leigutaki mannsins hafði tekið hlutina traustataki, til tryggingar ógreiddri leigu. Þegar iögregla ræddi við hann reyndist hann tilbúinn til að skila mununum. Sími greiddi skuldina TVEIR menn voru handteknir á veitingastað í miðbænum á fímmtudag, eftir að sást til þeirra bijótast inn í hús. Mennimir brutu rúðu í úti- hurð með því að kasta gang- stéttarhellu í gegnum hana, fóru inn og tóku farsíma. Þeir gáfu lögreglu þá skýringu að íbúinn hefði skuldað þeim fé og þeir hefðu verið að sækja greiðslu með þessum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.