Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 24
VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 Dýrgripir þýska rákakó- stílsins Þýski rókokóstíllinn varð aldrei svo fágað- ur sem franski rókokóstíllinn var. Hin þýski stíll lagði upp úr stórfenglegum heildarsvip, þar sem húsgögn voru hlaðin „barokk spennu“, sem gáfu honum sér- stakan svip. Þetta veldur því að Frakkar eru tregir til að viðurkenna þýskan rókokóstíl sem raunverulegan rókokóstíl, skrifar Sigríður Ingvarsdóttir, sem fjallar hér um rókokótímabilið í Þýskalandi og Austur-Evrópu á 18. öld. EGAH þrjátíu ára stríðinu lauk 1648 var að vonum víða ófagurt um að litast í Þýskalandi. I stórum landshlutum gaf að líta eyddar sveitir og brunn- in þorp. íbúamir höfðu ýmist týnt lífinu eða hrakist á vergang. Þegar Þýskaland hafði náð sér eftir hörmungar styrjaldarinnar var hafist handa við að endurreisa og stækka byggingar. Furstar end- urbyggðu hallir sínar og leituðust við að hafa þær stærri og glæsi- legri en fyrr. Þetta átti einkum við í Suður-Þýskalandi og Rínardal þar sem kaþólsk trú hélt velli. I Suður-Þýskalandi gætti sterki-a áhrifa frá Ítalíu. Barokkstíllinn hafði verið ríkjandi í Þýskalandi, en í byrjun 18. aldarinnar fór hann að fjara út unz hann leið undir lok. í norðurhluta Þýskalands gætti hins vegar áhrifa stíls Lúðvíks XIV, eða barokkstflsins, í langan tínia. Áður en lengra er haldið, er rétt að geta þess, að með Þjóðverjum er hér átt við alla þýskumælandi SPEGLASALUR í Amalíuborg, eftir Cuvillies. SKÁPUR með skattholi úr hnotu, fflabeini, brons- skreytingu og inn- lögn, frá 1738. Eft- ir Franz Anton Hermann frá Ma- inz. Innlögnin og bronsskreytingin eru dæmigerð fyr- ir húsgögn frá Ma- inz á þessum tíma. menn að Svisslendingum undan- skildum. Stundum eiga samt aðrar þjóðir, sem í ríkinu bjuggu, hlut að máli, einkum Slavar, sem voru fjöl- mennir í löndum Habsborgara og einnig í nýfengnum lénum kjör- furstanna í Brandenburg. Hvert hinna mörgu þýsku ríkja átti hvert sína sérstæðu sögu. Samt var leit- ast við að halda við lýði yfirvarpi sameinaðs þýsk ríkis. Ennþá hét svo að keisarinn væri stjórnandi ríkisins, þótt hendur hans væru bundnar í þeim efnum. Rfldsborgir voru margar og blómguðust marg- ar umhverfis hirðir, herbúðir og annað umstang furstanna, sem oft höfðu lamandi áhrif á aðra þegna þeirra en þá, sem næstir voru vett- vangi og framfleyttu sér á alls kyns þjónustu á þágu yfirstéttar- Rauðir draumar DRAUMSTAFIR Krisljáns Frímanns _ Mynd/Kristján Kristjánsson SYMFON haustsins í rauðum draum. HEIMUR draumsins er óháður tíma, þar kemur hvorki haust né vetur og veðrið er ekki veður þótt sviptingar verði. Draumurinn not- ar hins vegar Hti og áferð árstíða sem tákn í mynd dreymandans af eigin tilfinningum, túlkun hans á umhverfinu og ímynd draumsins af aðstæðum tímans í öðru rúmi og víddum. Nú þegar haustar í ytri heimi okkar þar sem lykt, bragð, sjón, heyrn og tilfinning eru þættir sem gera okkur kleift að „lifa“ með haustinu og skynja meðvitað skamma tilveru þess, þá getum við vakað með þessum breytingum tfl skilnings á draumnum og notkun hans á skeiði haustsins í tákn- myndagerð sinni. Haustið fellir ham sumars og undirbýr jörðina fyrir svefn vetrar: Það afklæðir gróandann og notar „íbtin“ sem brekán til verndar jörð gegn kulda vetrar. Það breytir skapgóðum vindum sólskinsdaga í hryssings- legar kveðjur, blautar og kald- ranalegar. Það dregur tjald myrk- urs yfir sviðið og fer úr gulum lit- um í rauða sem síðan samlagast jörðinni í brúnum og svörtum tón- um. Rauður litur haustsins er í leiktjaldi liðins tíma, hann er fald- urinn í hött Verðandi og skartið í eyrum Skuldar. Rautt er tákn- gervingur ólíkra afla í vöku sem draumi og hann á sem litur lengri sögu en aðrir litir og er sem slíkur fom túlkunarlitur á eðlisþætti mannsins og ytri aðstæður sem glögglega má sjá í myndum frum- manna og lesa úr textum Biblíunn- ar. Hann er frá upphafi merki orku í víðustu mynd og tákn þeiira krafta sem skapa þennan heim. í kínverskri leikhefð merkir hann heiðarleika, hreinskilni og traust. Hjá Maya indíánum í Suður-Amer- íku var hann velgengnistákn og sigurmerki. Indverjar rjóða rauð- um bletti á enni sér sem ímynd þriðja augans - auga viskunnar og í kristni er rauður litur tákn Krists. Rauði liturinn skírskotar til jákvæðrar orku í blöndun sinni við aðra liti: Við blátt - trúarlegt tákn, framsýni, upphefð. Við gult - guðleg nánd, eðalmerki, hreins- un. En rauði liturinn er einnig breytflitur sem knýr hið veika til styrkleika, reiði tfl meðvitaðrar orku, kraft sköpunar til fullkomn- unar og löngun til fullnægju. Þeg- ar guð rauða litarins „Vulcan“ reiddist gerðum konu sinnar, þreif hann kolamola og kreisti svo úr varð demantur, æðstur eðalsteina. Báðir draumarnir eru innhverfir en tengjast ytri aðstæðum, táknin tala fyrir hönd sálarinnar og sjálfs- ins. Draumur frá „MEL“ Mér fannst ég standa á svölum í blokk sem ég bý í, en í draumnum voru svalimar stórar og náðu yfir alla blokkina. Eg halla mér fram á handriðið og horfi út sundið ásamt fleira fólki sem þama var. Þá kem- ur breiðþota fljúandi inn til lend- ingar rétt fyrir framan okkur og mér fannst engin hús nálæg. Hún snýr sér með bakið í okkur og lækkar flugið, þá sé ég að hún er að missa jafnvægið, vinstri væng- urinn titrar og skyndilega kemur svartur strókur aftur úr henni og hún brotlendir á hvolfi beint fyrir framan mig en mér er ekkert bragðið. Við brotlendinguna kem- ur stór rifa á síðu vélarinnar og ég geri mér grein fyrir að allir í vél- inni séu látnir. Mér fannst ég kannast við konu í vélinni (sem var að koma frá Dublin) en get ekki munað nafnið en fannst hún vera kona Braga mágs míns. Mér varð ekkert um að sjá líkin og hugsaði að það kæmu brátt björgunar- menn. Eg fór samt niður að vélinni og inn um rifuna og kem inn í far- angursgeymsluna en ekki farþega- rýmið. Þar er taska konunnar brotin og í henni tveir naggrísir og kettlingur, allir lifandi. Ég verð glöð og tek þá með mér inn í blokkina sem er ekki lengur blokk, heldur strandhús (íbúðar), ég geng inn eins og ég eigi heima þarna, inni er eitthvert fólk. Ég geng inn í herbergi og rétti litlum tælensk- um stúlkum dýrin, þær verða mjög glaðar en ég fer fram og finnst björgunarmennimir nálægir, ég geng yfir stofuna með eitthvað á bakka og verð hissa þegar ég lít niður og sé að ég er berfætt og geng í matar“slabbi“ sem er um alla stofuna. Ég geng út á svalir (blokkin) og það er orðið rokldð, ró færist yfir mig og ég hugsa um konuna og það hljóti að vera skrýt- ið að fara utan og koma ekki aftur, heldur deyja. Ráðning Þú ert hjartahlý manneskja (býrð í blokk (þú) með stóram svölum) og vilt öllum vel en hjartahlýja þín er misskilin af samferðafólki í lífinu (kona frá Dublin) sem hefur í för með sér áfall (breiðþotan (sálin) fórst) sem kostar umhugsun og I' j jafnvel vinslit en þetta áfall er ekki alvarlegt (varð ekkert bragðið) og L þú eflist að verðleikum (naggrís- irnir - þolinmæði, kettlingarnir - lipurð, sjálfstæði), eignast ný mið (strandhúsið), nýja vini (tælensku stúlkurnar) og víðsýni (matar- slabbið - næring hugans). Þú stendur með pálma í hönd. Draumur „K.B.“ „Eg var á ferð í rauðum bíl með tveim konum, ég sat í miðju aftur- sæti og teygði mig fram til þeirra. Allt í einu sá ég að sjór flæddi yfir veginn (malarvegur), bflstjórinn hélt óhikað áfram. Elgurinn jókst í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.