Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 33 ..■* AÐSENDAR GREIIMAR Vörn fyrirtækja gegn gengis- áhættu í MORGUNBLAÐ- INU þann 16. ágúst síð- astliðinn fjölluðu tveir af starfsmönnum fjár- stýringar- og viðskipta- stofu Islandsbanka um gengisáhættu. í þessari grein kom fram að margt mætti betur fara í stýringu gengisáhættu fyrirtækja og jafnframt voru kynntir möguleik- ar í stöðunni. Er það ætlun mín að kynna lauslega einn af þessum möguleikum. Ohagstæð gengis- þróun getur haft mikil áhrif á afkomu fyrir- tækis sem stundar inn- eða útflutning, eða er með lán í er- lendri mynt. Útflutningsfyrirtæki sem selja afurðir sínar í Evrópu- myntum hafa tapað á lækkandi gengi þessara mynta gagnvart ís- lensku krónunni og að sama skapi hafa innflutningsfyrirtæki sem kaupa vörur í bandarískum dollurum þurft að greiða hærra verð fyrir vöru en áður þar sem Bandaríkja- dollar hefur styrkst gagnvart ís- lensku krónunni. Ef fyrirtæki þarf að greiða afborgun af erlendu láni t.d. í bandarískum dollurum er einn- ig ljóst að það þyrfti nú að reiða af hendi fleiri íslenskar krónur fyrir dollara en áður. Til skýringar finnst mér rökrétt að skilgreina hugtakið afleiður: „Af- leiður eru sérstök tegund samninga sem notaðir eru til að draga úr ýmiskonar áhættu í viðskiptum“. Notkun þeirra er forsenda fyrir góðri fjármálastjómun í fyrirtækjum framtíðarinnar. Þær spurningar sem fjármála- stjórar fyrirtækja þurfa fyrst og fremst að spyija sig þegar taka þarf ákvarðanir samfara greiningu á gengisáhættu fyrirtækis eru: 1) Hvernig getur íjármálastjóri notað afleiðutæki til að reyna að minnka þá gengisáhættu sem fyrir- tækið býr við? 2) Hvaða áhrif hefur það á fjár- magn fyrirtækisins ef óhagstæðar gengisbreytingar eiga sér stað? 3) Hvaða afleiðutæki hentar best til að stýra þeirri gengisáhættu sem fyrirtækið býr við? Eitt af þeim fjár- málatækjum sem fyrir hendi eru til vamar gengisáhættu em gjaldeyr- isvilnanir (valréttarsamningar með gjaldmiðla). Þess konar samningar veita kaupanda rétt, en ekki skyldu, til að kaupa/selja ákveðið magn af gjaldmiðli á fyrirfram ákveðnu verði, á fyrirfram ákveðnum tíma í skiptum fyrir ákveðið magn af öðrum gjaldm- iðli. Þannig hefur kaupandi samn- ingsins takmarkað gengisáhættu sína en jafnframt geta hagnaðar- möguleikar samkvæmt kenningunni verið ótakmarkaðir ef gengi viðkom- andi gjaldmiðils sveiflast hagstætt fyrir kaupanda. Þessir samningar eru því í raun trygging gegn óhag- stæðri þróun gengis viðkomandi gjaldmiðils, án þess þó að afskrifa notkun stundargengis gjaldmiðils- ins. Þess konar samningar eru þó aðeins næst besta lausnin í stöð- unni, þar sem eftir á kemur í ljós að annaðhvort hefði verið betra að gera framvirkan samning, sem virð- ist ódýrari (ef gengi gjaldmiðils sveiflast óhagstætt fyrir kaupanda) eða að aðhafast ekkert (ef gengi gjaldmiðils sveiflast hagstætt fyrir kaupanda). Sumir fjármálastjórar vilja ekkert aðhafast í þessum mál- um og segja: „Ég þarf ekki að nota rándýra samninga til að veija fjár- magn fyrirtækisins, ég spila þetta bara eftir eyranu". Þetta sjónarmið er alrangt að mínu mati því verð gjaldeyrisvilnunar tekur mið af þeirri áhættu sem vörnin beinist gegn. Það er ógerningur fyrir fjármálastjóra fyrirtækja að aðhafast ekkert til varnar geng- isáhættu eða að giska á þróun gengis gjald- miðla, það einfaldlega gengur ekki upp til lengdar og fyrirtæki geta beðið stórtjón af. Verð gjaldeyrisviln- unar myndast með tilliti til efirtalinna breytna: 1) Tímalengd samn- ings fram að uppgjörs- degi 2) Hagnaðargildi (uppgjörsgengi að frá- dregnu stundargengi) samnings 3) Sveiflur í gengi viðkomandi gjaldmiðla 4) Aðstæður á gjaldeyrisvilnana- mörkuðum Lítum á raunhæft dæmi til útskýr- ingar á gjaldeyrisvilnun: Fyrirtæki í innflutningi greiðir vöru eftir sex mánuði og kaupir því gjaldeyrisvilnun til sex mánaða tímabils sem tilgreinir kaup á sænskum krónum 5.500.000. Samningsgengið er SEK/ISK Fyrirtæki geta beðið stórtjón af, segir Þór Clausen, aðhafíst íjármálastjórar ekkert til vamar gegn gengisáhættu. 9,8749 og því eru þetta íslenskar krónur 54.311.950. Samkvæmt verðlagningarlíkani vilnana þá verður það verð sem kaupandi þarf að greiða fyrir gjaldeyrisvilnunina 2,62% af heildarupphæð samnings- ins eða 1.422.973 íslenskar krónur. Ofan á bætist svo viðskiptakostnað- ur sem er á bilinu 0,5% - 0,1% eða um 27.500-50.000 íslenskar krónur. Kostnaður við samningskaupin var því um það bil 1.500.000 ísienskar krónur. Ef gengi SEK/ISK eftir sex mánuði hækkar síðan úr 9,8749 í 10,4058 er ljóst að fyrir 5.500.000 sænskra króna fást 57.231.900 ís- lenskar krónur. Þar af leiðandi er gengistap orðið staðreynd þar sem fyrirtækið þarf að greiða 2.919.950 íslenskum krónum meira, ef ekkert hefði verið aðhafst. Gengi gjaldeyr- isvilnunar sem fyrirtækið keypti sér hljóðaði hins vegar upp á 9,8749 og því nota þeir það gengi og heild- arkostnaður við þá leið er verð samningsins, um það bil 1.500.000 íslenskra króna. Á þessum tölum má því sjá að sparnaður kaupanda þessarar gjaldeyrisvilnunar hljóðar upp á 1.419.950 íslenskar krónur. Hér hefur aðeins verið tæpt laus- lega á notkun gjaldeyrisvilnana en ljóst er að samfara þeim árangri sem náðst hefur við sköpun mót- vægis við áhættu í gjaldeyrisvið- skiptum er þess konar samninga- gerð fyrirtækjum mjög nauðsynleg á tímum harðrar samkeppni og örr- ar þróunar markaða. Stjórnendur fyrirtækja framtíðarinnar verða að stunda áframhaldandi fyrirhyggju í því breytilega viðskiptaumhverfi sem er ríkjandi í heiminum. Þættir eins og magnaukning afurða, meiri breidd í rekstri og aukin sveigjan- leiki í viðskiptum eru orðnir ein- kennandi fyrir samkeppnina og því er mikilvægt að fyrirtæki notfæri sér þá möguieika sem gefast til að skila betri árangri. Höfundur er viðskiptafræðingvr ogskrifaði kandídatsritgerð um gjaldeyrisvilnanir. Þór Clausen ( Kveikjan að kennara- tali með meiru i Á UNDANFÖRNUM áratugum hafa, eins og kunnugt er, birst mörg stéttatöl. Þetta eru skemmtileg og handhæg uppflettirit. Þar má fræðast um uppruna fólks, ætterni og afkomendur, en ís- lendingar eru forvitnir um persónusögu, vegna þess hversu auðvelt er, sökum fá- mennis hér, að nálgast einstaklinginn. Þetta er ekki gerlegt í fjöl- mennum ríkjum, enda eru rit eins og ég hefi á minnst, ekki þar að finna. Þar fæst ekki skráð á slíkar bækur nema háttsett og þjóðkunn- ugt fólk. Minningargreinar eru þar jafn fágætar og þær eru algengar hjá okkur. Margir telja þetta mun persónulegra þjóðfélag en gerist annars staðar í veröldinni. En hvers vegna er ég að ræða um stéttatöl og uppflettirit af per- sónulegum toga? Það er vegna „tals“ þess, sem ég ætti að vera kunnugastur vegna stéttar þeirrar og stöðu, sem ég var tengdur um langa hríð. Kennaratal á íslandi heitir rit eitt mikið, sem hóf göngu sína 1956, þegar fyrsta heftið birtist. Var ritstjóri verksins, allt til loka annars bindis, og ásamt Sigrúnu Harðardóttur til loka fímmta bind- is, hinn ágæti fræðimaður Ólafur Þ. Kristjánsson, kennari og skóla- stjóri í Hafnarfírði. Honum til að- stoðar voru skólamennirnir Guð- mundur I. Guðjónsson, Ingimar Jóhannesson og Vilbergur Júlíus- son. Prentsmiðjan Oddi sá af kost- gæfni um prentun og bókband. Til nýmæla mátti teljast á þessum tíma, að bókstöfunum a og á var ekki raðað saman, heldur haldið aðskildum. Nú er þessi háttur hafð- ur á, þegar um uppflettirit er að ræða, sbr. símaskrána. Ég stundaði nám í Kennaraskóla íslands á árunum 1945 til 1949. Námið var upphaflega aðeins tveir vetur, síðar þrír og loks fjórir. Gilti það fyrirkomulag þar til skólinn komst á háskólastig, snemma á áttunda áratugnum. Kennaraskól- inn var til húsa í byggingu þeirri, á horni Barónsstígs og Laufásveg- ar, sem honum var búin við upp- haf hans, haustið 1908. Bygg- ingarmeistari hússins var Stein- grímur Guðmundsson, móðurfaðir Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra. Frá hausti 1962 hefur skólinn verið til húsa í byggingunni við Stakkahlíð. Er þar um allmikið húsrými að ræða. Einnig er þar allmikið landrými fyrir vaxandi umsvif stofnunarinnar í framtíð. En víkjum að upphafi Kennara- tals. Vafalaust hugleiða fæstir hvert sé upphaf þess. Ritnefndin vann mikið starf við gerð þess, en mest mun vafalaust hafa mætt á ritstjóra verksins, honum Ólafí Þ. Kristjánssyni, frá Kirkjubóli í Ön- undarfirði. En á ég nú 'ekki að segja það, sem mig hefur lengi langað til að láta í ljós á opinberum vettvangi? Kominn er tími til, að mér finnst. Haustið 1947 settist 34 ára maður í þriðja bekk Kennaraskól- ans, og var hann um áratug eldri en flestir í þeim hópi. Hann hafði stundað nám í tveimur héraðsskól- um, Laugarvatni og á Núpi í Dýra- firði, enda Vestfirðingur, fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð. Óreglulegur nemandi var hann í Samvinnuskólanum í Reykjavík, veturinn 1933-34. Og þetta nægði honum til inngöngu í þriðja bekk. Þá hafði hann stundað kennslu tvo vetur í Aðalvík og við barnaskólann á Suð- ureyri einn vetur. Þá hafði hann stundað einkakennslu nokkuð, og með náminu rak hann smábarnaskóla í herbergi sínu, við Sól- vallagötu. Hjá honum bjó þar sonur hans, Kjartan, sem þá var rúmlega fermdur, og stundaði nám í gagn- fræðaskóla í borginni. Hann varð síðar rit- stjóri „Þjóðviljans", einnig alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið á Vest- íjörðum, kunnur maður. Hann er sagnfræðingur að menntun, og hefur séð um útgáfu sagnfræði- rita. Hinn „roskni" nemandi í þriðja bekk KÍ hét Ólafur Jón Ólafsson. Svo vildi til, að hann settist hjá mér í bekkjarstofunni, en sessu- nautur minn (Öm Gunnarsson) um fjögurra vetra bil, var þá í sjúkra- húsi. Mér féll strax vel við Ólaf, og hafði nokkurn styrk af honum við námið, einkum í sambandi við lestur á vísunum í Egils sögu, sem sumar eru all erfíðar, eins og kunn- ugt er. Lengi hefur verið gefíð út skóla- blað í Kennaraskóla íslands, síðar Kennaraháskóla íslands. Nefnist það „Örvar-Oddur“. Mér var falin ritstjóm þess, og var það hand- skrifað í bók. Alls sá ég um blað þetta í þijá vetur, en áður hafði ég séð um skólablað á Reykja- skóla, er nefndist „Nýgræðingur". Nú fékk ég Ólaf sem samstarfs- mann við blaðið. Hann var róttæk- ur í stjórnmálaskoðunum og vildi breyta blaðinu, bæði hvað form og efni varðaði. Hann sagði mér, að 5 Rússlandi, ríki alþýðunnar, væm veggblöð algeng. Þau væra lesin og rædd. Nú væri þjóðráð að breyta skólablaðinu í þetta form. Þá mætti vænta þess, að það yrði lesið af nemendum og jafnvel af kennuranum. Ég féllst á þessa til- lögu, og nú var blaðið lesið af öll- um. Oft var mikil þröng á skóla- ganginum, jafn þröngur og hann var. Lágvaxnir urðu að teygja sig dálítið til að geta lesið blaðið, sem oftast var hengt dálítið ofarlega á vegginn. Man ég, að mjög varð Bjami Vilhjálmsson, sem þá var stundakennari við skólann, að teygja sig, til að geta lesið þetta Kennaratalið er yfír- gripsmikið mannfræði- rit. Auðunn Bragi Sveinsson segir frá að- draganda þessa mikla verks fi?rir hálfri öld. „nýja“ málgagn okkar. Var þar oft um ýmiss konar gagnrýni, jafnvel á skólayfirvöldin, að ræða. Þarna kom róttækni okkar fram. Stundum gengum við Ólafur Jón saman um bæinn. Litum inn á veitingahús, eins og Hressingar- skálann S Austurstræti. Þrátt fyrir áratugs aldursmun, voram við nokkuð samstemmdir, hvað skoð- anir varðaði. Dag einn áttum við Ólafur Jón leið vestur í bæ og gengum Ingólfs- stræti. Minnir mig, að þetta hafi verið einhvern tíma fyrir hádegi, en fyrir kom að frí væri gefíð úr kennslustundum í Kennaraskólan- um. Allt í einu stakk Ólafur upp á því, að við héldum inn í Amar- hvol og hefðum tal af Helga Elías- syni, fræðslumálastjóra. Ég fór með, svona fyrir siðasakir. Bjóst við, að Helgi væri ekki til viðtals á þessum tíma. Hann tók okkur ágætlega, enda alúðlegur maður jafnan. En hvert var þá erindið, sem Ólafur bar upp við Helga EI- íasson? Hann spurði, hvort rætt hefði verið um að safna til Kenn- aratals á íslandi. Komin væra út „töl“, eins og „Læknar á íslandi" og „Guðfræðingatal". Hvers vegna þá ekki „Kennaratal"? Báðir voram við fjarri þvi að vera skartbúnir. En það hafði sjálfsagt lítið að segja. Helgi tók okkur sem sagt vel. Ólafur hafði orðið. Helgi hafði ekki heyrt um þetta fyrr. En hann virt- ist hafa áhuga á þessu verkefni, og lofaði að minnast á það við ráðamenn kennarastéttarinnar. Oft hefur mér flogið í hug, að þama hafí hann Ólafur Jón Olafs- son ymprað á málefni, sem varð :r til þess að eitthvert yfírgripsmesta mannfræðirit hérlendis, Kennara- tal á íslandi, varð til. Gaman væri að heyra frekar frá þessu. Hef ég e.t.v. farið með fleip- ur? En þetta sagði hann Ólafur Jón Ólafsson fyrir hálfri öld. Höfundur er rithöfundur. Langar þig að lyfta þér upp eitt kvöld í viku, eða eitt laugardagssíðdegi í viku í skemmtilegum skóla innan um glaðvært fólk, fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 600 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans undanfarin 3 ár. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er ( dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14-19. Kynningarfundir eru í skólanum á morgun, sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. / Sálarrannsóknarskólinn — "mest spennandi skólinn í bænum" — Vegmúla 2, s. 561 9015 og 588 6050. Auðunn Bragi Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.