Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 219. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BJÖRGUNARLIÐAR að störfum við flak Airbus A-300 þotu Garuda flugfélagsins á slysstað á Súmötru. 234 farast með Airbus þotu Garuda í Indónesíu Jakarta, París. Reuter. AIRBUS A-300 þota indónesíska flugfélagsins Garuda fórst í gær á eynni Súmötru og með henni 234 farþegar og flugliðar. Engar fregn- ir hafa borist af orsökum slyssins. Vélin var að koma frá Jakarta og átti um 45 km ófama til borgarinn- ar Medan, sem er nyrst á Súmötru, er hún fórst í skógi vöxnu fjall- lendi. Petta er mannskæðasta flug- slys sem orðið hefur í Indónesíu. Skyggni í Medan var takmarkað vegna reyks frá skógareldum, en að sögn embættismanna var flug- völlurinn eigi að síður opinn og skyggni þar 500-600 metrar. Framkvæmdastjóri Garuda sagði að þotan hefði hrapað klukkan 13.55 að staðartíma (kl. 5.55 að ís- lenskum tíma). Skömmu síðar var flugvellinum lokað vegna slæms skyggnis. Fulltrúi Garuda sagði að 222 far- þegar hefðu verið um borð og 12 flugliðar. Indónesíska ríkisútvarpið hafði eftir samgönguráðherra landsins að allir hefðu farist. Tals- maður björgunarsveita sem fóru á slysstað sagði að kviknað hefði í vélinni er hún kom niður. í gær- kvöldi þegar björgunarmenn hættu störfum höfðu fundist 212 lík, flest illa brunnin. í dag verður haldið áfram að fjarlægja hina látnu úr flakinu. Ekki var ljóst hvort reykur frá skógareldunum, sem undanfarnar vikur hafa valdið verstu loftmeng- un í Suðaustur-Asíu sem um getur, var að einhverju leyti orsök slyss- ins. Margir flugvellir á þessu svæði hafa verið lokaðir vegna reyksins. Fréttastofa Reuters hafði í gær eftir blaðamanni sem var á slysstað að vélin hefði brotnað í tvennt er hún kom niður. Aðstæður á slys- stað væru erfíðar. Framleiðandi vélarinnar, evr- ópska samsteypan Airbus Industrie, greindi frá því í gær að sendir yrðu sérfræðingar á vegum fyrirtækisins til þess að aðstoða yf- irvöld í Indónesíu við rannsókn á orsökum slyssins. Vélin var af gerðinni Airbus A-300 B-4, breið- þota, knúin tveim Pratt&Whitney hreyflum. Hún var afhent Garuda ný 1984. í lok síðasta mánaðar hafði henni verið flogið 26.950 klst. í 16.500 flugferðum. Reuter JEVGENÍ Prímakov (t.v.) og Javier Solana stinga saman nefjum á fundi samstarfsráðs Rússa og NATO í gær. Samstarfsráð NATO og Rússa Stuðlað að auknu trausti New York. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og Rússlands samþykktu nýja sam- starfsáætlun á fyrsta fundi sameig- inlegs fastaráðs NATO og Rússa í New York í gær. Verður hún próf- steinn á heitstrengingar um aukið samstarf í kjölfar kalda stríðsins. Aætluninni er til skamms tíma ætlað að stuðla að auknu trausti í samskiptum Rússa og NATO og leggja grunn að metnaðarfyllri verk- efnum þegar til lengri tíma er litið. Kveður hún m.a. á um aukið samráð í málum á borð við Bosníudeiluna, sem verið hefur ásteytingarsteinn, um aukið samstarf á sviði friðar- gæslu, hernaðar- og kjamorkumála, baráttu gegn alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi ásamt því að Rússum verður boðið að hafa sérstakan her- málafulltrúa í höfuðstöðvum NATO. Aukinheldur er í henni gert ráð fyrir samstarfi um endurþjálfun rúss- neskra herforingja til nýrra starfa og þjálfun hermanna til að takast á við umhverfisvandamál. Hvati til afvopnunar? Bandaríkjamenn og Rússar undir- rituðu í gær nokkra samninga um af- vopnunarmál sem taldir eru geta leitt til nýrra samninga um umfangs- mikla fækkun kjamorkuvopna. Þeim er m.a. ætlað að fullvissa Rússa um að fækki þeir kjamavopnum frekar muni Bandaríkjamenn ekki reyna að ná hernaðarlegum yfirburðum með nýjum varnarflaugakerfum. Tíu farast í jarðskjálftum Róm, Collecurti, Assisi. Reuter. TÍU manns að minnsta kosti létu lífið og 20 slösuðust er tveir snarpir jarð- skjálftai- riðu yfir stórt svæði á Mið- Italíu í gær. Mikið tjón varð af völd- um skjálftanna. Sá íyrri varð klukkan hálfþrjú að staðartíma í fyrrinótt og mældist 5,5 á Richterskvarða. Fólk vaknaði af vondum draumi og þusti skelkað út á götur en sex manns a.m.k. biðu bana er byggingar nálægt upptökum skjálftans í Appennína- fjöllutn hrundu yfír sofandi íbúa. Seinni skjálftinn mældist 5,6 stig og varð klukkan 11.42 í gær. I hon- um skemmdust nokkrar sögufrægar byggingar, þeirra á meðal fræg 13. aldar basilíka heilags Frans frá Ass- isi, í samnefndum bæ. í henni er meðal annars grafhýsi dýrlingsins og þangað koma þúsundir ferða- JARÐSKJÁLFTAR Á ÍTALÍU manna ár hvert. Hópur matsmanna og munka vai1 að kanna skemmdir eftir fyrri skjálftann er hluti loft- hvelfingar kirkjunnar hrundi. Náð- ust lík tveggja matsmanna og tveggja munka úr rústunum og talið var að fleiri hefðu lokast inni í rúst- unum. Óvíst er hversu miklar skemmdir urðu á listaverkum í kirkjunni en ómetanlegar freskur virtust hafa skemmst minna en ótt- ast var, þar á meðal brautryðjenda- verk eftir Giotto og Cimabue. Skjálftanna varð greinilega vart í Rómaborg sem er í 100 km fjarlægð. Fjölmargir eftirskjálftar fylgdu og flúðu margir íbúar heimili sín. Fólk hafðist við úti eða í bflum sínum. Jarðskjálftai’ eru algengir á Ítalíu og bera fjölmargar byggingar í Umbríu og Toskana merki þess. Arið 1980 vai-ð jarðskjálfti 2.570 manns að bana í héruðunum Campaníu og Basilicötu á suðurhluta Italíu. Reuter BJÖRGUNARMAÐUR leitar í rústum húss í þorpinu Collecurti sem hrundi f jarðskjálfta á Italfu í gær. Tveir biðu bana er húsið hrundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.