Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorsteinn Jóns- son fæddist 28. febrúar 1955 að Vaðli á Barða- strönd. Hann and- aðist á gjörgæslu- deild Landspítalans 19. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Þor- grimsdóttir, f. 5.11. 1921, d. 8.3. 1985, og Jón Elíasson, f. 16.10. 1912, d. 9.2. 1970, en þau bjuggu að Vaðli, Barðaströnd. Systkini Þor- steins eru Unnur, f. 1940, Sig- urbjörg, f. 1943, Elín, f. 1947, Hákon, f. 1950, Einar, f. 1953, og Eygló, f. 1960. Hinn 31.12. 1975 kvæntist Þorsteinn Hrönn Árnadóttur, f. 28.2. 1952. Foreldrar hennar eru Árni Halldór Jónsson, f. „Hugurinn einn veit hvað í hjart- anu býr á slíkri stund.“ Elsku Steini. Manstu hvað þú hlóst þegar ég sagði þér drauminn sem mig dreymdi áður en ég hitti þig í fyrsta sinn sem tengdadóttir. En hræðsla mín var óþörf. Þú varst mér svo góður, þín frábæra kímni- gáfa gat alltaf fengið mann til þess að brosa. Það var gott að vera ná- lægt þér, þú gafst mér svo mikið. Þótt stundimar sem við áttum sam- an öll fjölskyldan í Aðalstrætinu væru alltof fáar eru þær mér svo mikils virði. Eg man líka hvað var gaman þegar þú og Hrönn heimsóttuð okk- ur Rúnar á Reynimelinn. Þið komuð sérstaklega til þess að skoða nýja heimilið okkar, við vorum svo ham- ingjusöm og þið glöddust með okk- ur. Þá héldum við að framtíðin væri björt og hlökkuðum til. En engin veit örlög sín. Þegar ég keyrði þig og Rúnar á sjóinn 17. septem- ber og kvaddi ykkur datt mér ekki 1929, og Alda Þórar- insdóttir, f. 1931. Börn Þorsteins og Hrannar eru: 1) Alda, f. 4.8. 1971, dóttir hennar er Saga Hrönn Aðalsteins- dóttir, f. 2.1. 1992. 2) Rúnar Geir, f. 28.7. 1974, unnusta hans er Elsa Lára Arnar- dóttir, f. 30.12. 1975. Árið 1971 byijaði Þorsteinn til sjós sem varð síðan hans ævi- starf. Veturna 1979- 1981 stundaði hann nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum. Haustið 1981 réðst hann sem skipstjóri á Þrym BA-7 og var síðan skip- stjóri óslitið. Síðustu fjögur árin á Tjaldi SH-270. Útför Þorsteins fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í hug að aðeins tveimur dögum seinna værir þú dáinn. Ég átti eftir að segja þér svo margt, við áttum öll eftir að gera svo mikið með þér. Elsku besti tengdapabbi, mér þykir svo vænt um þig og sakna þín svo mikið. Elsku Hrönn, Rúnar, Alda, Saga Hrönn og þið öll. Megi Guð gefa okkur styrk til þess að ganga í gegnum sorg okkar. Við áttum svo mikið, því er missir okkar svo mikill. Elsku Steini, þakka þér fyrir allt, sofðu rótt. Þín Elsa Lára. Við öll sem þekktum Þorstein Jónsson, eða Steina eins og hann var ávallt kallaður vitum að engin orð fá lýst þeim mikla söknuði og þvi tómarúmi sem verður þegar hann er kvaddur. Mín fyrstu kynni af Steina var þegar hann var á sjó með Jonna bróður og Einari bróður sínum, en samband þeirra bræðra hefur verið mjög náið alla tíð og er erfitt að setja sig í spor Einars sem sér nú á eftir ekki aðeins bróður slnum heldur einhverjum vand- aðasta manni sem ég hef fyrir hitt um mína daga. Ég varð þess aðnjót- andi að kynnast Steina innan fjöl- skyldunnar og er ekki ofsagt að á Strandgötu 7 hafi hann verið í miklu uppáhaldi vegna þess hversu ein- lægur og góður drengur hann var, eða eins og pabbi sagði við mig, „Þetta er eins og að missa sinn eig- in son“. Þær góðu minningar sem ég á frá heimsóknum til Steina og Hrannar eru margar og er óhætt að segja að sá mikli samhugur sem einkenndi þeirra samband skilji eftir sig djúp sár við hvarf Steina. Ég minnist þess þegar Steini og Hrönn fóru til Vestmannaeyja þar sem Steini settist á skólabekk í Stýri- mannaskólanum, þá heyrðust raddir sem sögðu að erfitt gæti verið að komast í gegnum Stýrimannaskóla fyrir mann sem hefði ekki meiri skólagöngu en raun var og hitt að ekki kæmust allir I stólinn sem næðu að útskrifast úr skólanum. Steini fór aldrei með hávaða en hann sannaði það fyrir sér og öðrum hvers megnugur hann var. Hann var verðlaunaður við útskrift skól- ans með hæstu einkunn og hefur síðan verið einhver farsælasti skip- stjóri sem við höfum átt. Allir sem þekktu Steina eiga góðar minningar um hann. Síðasta skiptið sem ég sá Steina var fyrir tveimur vikum á einum af hans uppáhaldsstöðum. Hringdi hann þá í mig til að fá mig með sér og Rúnari syni sínum á landsleik í knattspymu. Þar áttum við góða stund og er erfitt að hugsa til þess að vera að kveðja hann núna. Elsku Hrönn mín, Alda, og Rún- ar, mig skortir orð en bið guð að styðja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þið hafið átt góð ár saman en nú þarf að takast á við nýja og breytta tíma, en ávallt munu þær fallegu minningar lifa sem Steini skilur eft- ir sig. Oðrum aðstandendum Steina sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Sævar Árnason og fjölskylda. ÞORSTEINN JÓNSSON + Bjarni Vetur- liðason fæddist á Hesteyri 12. mars 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddný Þor- bergsdóttir frá Miðvík og Veturliði Guðmundsson frá Hesteyri. Bjarni var næstelstur fimm systkina en þau eru: Helgi, Pét- ur, Bryndís og Sess- elja sem er Iátin. Bjarni kvæntist árið 1956 Aðalbjörgu Baldursdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal. Þau slitu sambúð 1984. Börn þeirra eru Sólveig, f.1957, og Haukur Þór, f. 1963. Útför Bjarna fór fram frá Áskirkju 25. september. „Jesús minn almáttugur, góður guð, sjáið alian blessaðan matinn!“, varð Bjarna að orði er við virtum fyrir okkur svartfuglsmergðina í Harðviðrisgjá í Hornbjargi fyrir lið- lega tuttugu árum. Þessi setning lýsir vel Horn- strendingseðlinu sem fylgdi Bjarna alla tíð þótt hann væri löngu flutt- ur á „mölina“. Hann var barn náttúrunnar, féll ekki alltaf inn í slétt og fellt borgaralegt mynstur og leitaði vestur og norður hvenær sem færi gafst. Hornstrandir voru hans fyrirheitna land. Ailan vetur- inn var hann með hug- ann fyrir norðan, fylgdist með veðri og snjóalögum og spáði um hvenær frostið linaði tök sín og vorið færi um fjörð og vík. Framan af fullorð- insárum ' stundaði Bjarni sjómennsku á fiskiskipum, hvalbát- um og farskipum og minntist þess skeiðs með stolti og söknuði þegar hann var á „stóra drekanum", honum Víkingi AK, sem var á sínum tíma einn stærsti og fullkomnasti togari íslendinga, 1.000 tonn. Bjarna lét vei að segja sögur, var athugull og hafði skoð- anir á málum í sjávarútvegi sem öðru. Við ræddum oft um nauðsyn þess að skrá nöfn á hlutum, verk- færum og vinnubrögðum um borð í gömlu síðutogurunum áður en það yrði um seinan. Bjami var ekki aðeins náttúru- barn heldur notaði hvert tækifæri til að heyja sér fróðleiks um náttúru- fræði. Hann var glöggur fuglaskoð- ari, byijaði snemma að huga að plöntum og safna náttúrumunum, steinum, fuglseggjum en fyrst og síðast samlokum og sæsniglum sem hann sjálfur sótti í ýsumaga meðan hann stundaði sjó eða bað fyrrum skipsfélaga að útvega sér eftir að hann kom í land. Þar kom að hann átti orðið stórt safn skelja sem hann hafði merkt og skráð. Þetta safn taldi hann best komið í sjávarplássi fyrir vestan og færði það Grunnskól- anum á Súðavík að gjöf. Meðan Bjarni var í siglingum vann hann jöfnum höndum á sumr- in hjá Jarðborunum ríkisins en á borana sóttu margir gamlir togara- jaxlar. Þegar hann sagði siglinga- sögur kom á óvart hverju hann veitti athygli í erlendum borgum. Hann lét ekki nægja að heimsækja hafnarkrámar heldur skoðaði merkar byggingar, söfn og fór jafn- vel í leikhús og á tónleika. Svipuðu máli gegndi um þann tíma er hann var einn af „bormönnum íslands", Hann aflaði sér þekkingar í jarð- fræði og sá þá landið í nýju ljósi og naut þess sem fyrir augu bar á annan hátt en venjulegur verka- þræll og landshornasirkill. Bjarni hafði unun af ferðalögum og starfaði löngum með Ferðafélagi íslands og Útivist þar sem hann eignaðist góða kunningja. Það varð því að líkum áfall þegar Bjarni lam- aðist alvarlega fyrir 18 árum og fatlaðist svo að ýmsir hefðu lagt árar í bát og lokast inni á stofnun. En ekkert var íjær honum en að gefast upp. Hann tókst á við erfið- leikana af hörku og dugnaði og tókst að verða sjálfbjarga, gekk út úr vernduðu umhverfi, eignaðist íbúð og bíl, varð aftur sjálfstæður einstaklingur og sá sér farborða á eigin spýtur. Það hefur ekki verið auðvelt fyr- ir Bjarna að takast á við þetta and- streymi, ekki síst þegar þess er gætt að þolinmæði, hógværð og stilling voru ekki hans aðalein- kenni. Það gat þotið í honum og skaplyndið var sveipótt eins og vestfirskt veðurfar. I mínum huga var hann umfram allt hugrakkur og þrautseigur, þoldi ekki að skulda neinum neitt, var vinur vina sinna, athugull náttúruskoðari og síðast en ekki síst mikill sögumaður. Gylfi Pálsson. BJARNI VETURLIÐASON Myrkvast himinn um hábjartan dag, og hrimar á lífsins vegi, þú veist að hann syngur sitt lokalag á lífsins lokadegi. Svo birtir og bráðnar hvert hjam, og brestir í ískaldan jakann, ylur þá leikur svo ljúft við hans barn, svo ljúft þú skalt taka upp hakann. (A. Amarson.) Það hvarflaði ekki að neinum okkar, þegar við létum úr höfn í Hafnarfirði hinn 17. síðastliðinn, að við værum að fara okkar síðustu ferð með Steina. Og að þeir sem í fríi voru ættu ekki eftir að njóta nærveru hans framar. Það fékk mjög á mannskapinn þegar ljóst var að Steini væri alvar- lega veikur og að óska þyrfti eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma honum undir læknishendur. En þegar við fengum svo góðar fréttir af honum létti öllum mikið. Það var því sem tíminn stöðvaðist þegar okkur barst fregnin um and- lát hans. Þrumulostna setti menn hljóða. Fyrir þessu hafði engan ór- að. Það er á slíkum stundum sem menn snúa klukku lífsins til baka og reyna að líta yfir farinn veg. Þá koma ætíð ýmsar spurningar upp í hugann. Af hveiju hann? Af hveiju hrifsar almáttugur faðir hann frá fjölskyldu sinni, frá vinum sínum og vinnufélögum? Maður í blóma lífsins sem var og sómi þess, af hvetju? Er þetta hegning eða laun góðra verka? Spurningum sem þess- um hafa menn velt fyrir sér í gegn- um aldirnar. Við sem fengum að starfa með honum og kynnast vitum allavega að hér er um laun að ræða, því betri mannkostir eru ekki öllum gefnir. Hann hafði þann eiginleika að hrífa menn með sér án þess að mæla orð. Fá virðingu án þess að gera eitthvað sérstakt til að öðlast hana. Það var eitthvað svo bjart og geislandi sem frá honum kom. Glett- inn en alvörugefinn er við átti. Trúr og traustur þannig að orð hans stóðu. Samviskusamur en áræðinn. Umhyggjusamur og nærgætinn í okkar garð. Og ekki var látum eða orðaskaki fyrir að fara ef síga fór í hann, heldur vissu menn einhvern veginn að honum var misboðið. Hann var einstakur aflamaður, sem var gæddur þeirri náttúru að geta fiskað þó svo að allir sem í kringum hann væru fengju ekki örðu. Steina mun enginn, sem honum kynntist, gleyma. Sem skipstjóri og félagi okkar naut hann mikillar virð- ingar, og verður skarð hans sein- fyllt. Hér sitjum við eftir líkt og fjöl- skylda hans og aðrir vinir, búnir að missa ákveðna kjölfestu úr lífí okk- ar, en höldum þó áfram að strita fyrir daglegu brauði með minning- unni um einstakan mann. Hrönn, Alda, Rúnar, Elsa, og Saga Hrönn, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Áhöfnin á Tjaldi SH 270. Mig langar að minnast góðs vinar og starfsfélaga, Þorsteins Jónssonar skisptjóra. Eg kynntist Þorsteini fyrir rúmum fjórum árum og er mér alltaf minnisstætt þegar við hitt- umst í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt ýmislegt talað um hann en þegar ég sá hann velti ég mikið fyrir mér hvernig maður hann væri. Þegar við byijuðum að tala saman var eins og við hefðum þekkst í fjölda ára. Ég fann strax mikla hlýju og ör- yggi streyma frá honum. Éinnig var mjög notalegt að umgangast hann. Þessi ár sem við störfuðum saman áttum við oft langar samræður um línuveiðar, framtíð þeirra og útgerð- armál. Þótt hann segði ekki mikið fann maður að hann var vel inni í öllum málum og átti auðvelt með að komast að aðaltriðum í hveiju máli. Þorsteinn var einn af þessum mönnum sem var frumkvöðull á sínu sviði. Á Tjaldinum var alveg ótrú- legt hvað hann gat fundið ný línum- ið á ókannaðri djúpslóðinni og alltaf fískað vel. Einnig var hann óhrædd- ur við að nota nýjar gerðir af veiðar- færum og alltaf gekk það vel. Þor- steinn var hæglætismaður og róleg- ur en maður fann að hann hafði mikið keppnisskap og mikinn metn- að gagnvart öllu sem hann gerði. Hann var óumdeilanlegur leiðtogi á sínu skipi og áhöfnin bar mikla virð- ingu fyrir honum. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hann í dag og við vott- um ykkur Hrönn, Rúnar, Alda og litla Saga Hrönn, ásamt öðrum að- standendum, einlægar samúðar- kveðjur. Guðmundur Kristjánsson. í dag kveð ég minn besta vin og félaga Þorstein Jónsson. Langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Eitt af þeim gæfusporum er ég hef tekið á minni lífsleið er þegar ég réðst í skipsrúm hjá Steina, hann var þá nýbyijaður sinn skip- stjórnarferil á Þrym BA-7. Má segja að ég hafi fylgt honum æ síðan. Fljótt kom í ljós að þarna var á ferðinni maður sem var jafnt stórn- andi, félagi og vinur. Margs er að minnast og fjölmargt að þakka, eitt er víst að ég væri ekki í dag það sem ég er nú nema fyrir hans tilstilli, því öll sú reynsla og þekking sem ég hef er frá honum komin. Hann var ötull að miðla til mín af sinni kunnáttu og visku. Margar minningar hafa flogið í gegnum hugann undanfarna daga og allar eru þær ljúfar og góðar og eiga eftir að ylja mér um ókomna framtíð, sem og veita mér styrk er söknuðurinn leitar á mig. Mikil og sterk vináttutengsi mynduðust á milli fjölskyldna okkar á þessum tíma og minnast strákarnir mínir þess með hlýhug er þeir sem smá- pollar fengu að fara sína fyrstu sjó- ferð með honum. Með þessum fáu orðum kveð ég nú góðan félaga og vin með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Elsku Hrönn, Alda, Rúnar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minnumst orða Steina „Það verð- ur aldrei svo hvasst að ekki lægi um síðir.fy Hvíl í friði, kæri vinur. Gunnar. Það var eins og köldu vatni hefði verið skvett á mig síðastliðinn föstu- dag er ég kom heim úr skólanum og mér barst sú frétt að Steini vin- ur minn og skipstjóri hefði verið fluttur veikur í land með þyrlu. Mín fyrsta hugsun var að ég yrði að kíkja til hans strax þar sem ég vissi að Hrönn, Einar og Dröfn væru á leiðinni suður en yrðu ekki væntan- leg fyrr en seinna um daginn. Á leiðinni á Landspítalann hugsaði ég um alla möguleikana eins og staðan var og ekkert kom í huga mér nema bati eins og hjá Andrési vini okkar. En einn möguleiki var eftir. Ég fékk þó að sjá þig örstuttan tíma þennan dag. Þú brostir og varst glaður þegar þú sást mig koma og við tókumst í hendur þótt þú værir mjög máttfarinn. Ræddum saman í smástund en ég mátti bara stoppa stutt því þú þurftir á hvíld að halda eftir öll átökin. Þegar ég kvaddi þig með handabandi og sagði þér að ég mundi kíkja á þig á morg- un hvarflaði ekki að mér að það væri það síðasta og allt væri búið, en sú frétt barst mér síðar um kvöld- ið. Óteljandi hugsanir og minningar fljúga í gegnum huga manns á leift- urhraða á svona stundu en eftir sit- ur að betri manni hef ég varla kynnst og vil ég þakka þér fyrir þau ár sem við höfum þekkst og unnið saman bæði á gamla Þrym BA-7 og síðustu 3 árin á Tjaldi SH 270 og ég væri ekki að gera það sem ég er að gera í dag nema fyrir hvatn- ingu frá þér. Einnig viljum við hjónin þakka ykkur Hrönn fyrir ánægjulegar samverustundir í gegnum tíðina þót eftirminnilegust sé Kanaríferðin I fyrra sem var alveg einstök ferð. Elsku Hrönn, Alda og Saga Hrönn, Rúnar og Elsa, okkar dýpstu samúðarkveðjur og von um að guð gefí ykkur styrk í þessari miklu sorg og varðveiti ykkur um ókomna framtíð. Aðalgeir og Drífa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.