Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 i——------ Hámarksálagning á mjólkurvörum felld úr gildi 1. október Lækka mjólkurafurðir hjá stórmörkuðum en hækka í litlu búðunum? FRAM til þessa hefur nýmjólk, undanrenna, rjómi, skyr, smjör og brauðostar verið selt með bundinni hámarks- álagningu í smásölu sem þýðir að verðið hefur verið svipað alls- | staðar. A fundi sam- keppnisráðs 1. sept- ember var ákveðið áð fella hámarksálagn- inguna úr gildi frá og með 1. október. Þetta þýðir að innkaups- verð verslana verður mishátt eftir því hvað velta með mjólkurvörur er mikil. Guðmundur Sig- urðsson hjá Samkeppn isstofnun segir að álagningin hafi verið felld úr gildi í þeim til- gangi að lækka verðið. „Með ákvörðun fímm manna nefndar er gert ráð fyrir að afurðastöðvar geti veitt magnafslátt af viðskiptum en það hefur ekki verið gert fram til þessa,“ segir Guðmundur. - Teljið þið að verðið á mjólk og mjólkurafurðum muni lækka á næstunni? „Við verðum að ætla að sam- keppni sé það mikil að neytendur njóti þessa magnafsláttar.“ - Hækkar verðið þá ekki í litlu verslununum? „Það kann að verða niðurstaðan að þeir sem kaupi inn í litlum mæli þurfi að hækka verðið eitthvað." - Komið þið til með að fylgjast með þróuninni á verðlagningu mjólkurvara næstu mánuði? Meiri verð- lækkun ef Bónusbílar dreifðu „Já, það munum við gera og höf- um þegar gert verðkönnun á þeim vöruliðum sem um ræðir til að hafa yfirsýn yfir ástandið áður en há- marksálagningin fellur úr gildi þann 1. október.“ Guðmundur segir að tekið sé fram í ákvörðun samkeppnisráðs að afnám hámarksálagningar verði tekið til endurskoðunar að ári liðnu og þá verði metið hvemig tekist hafi til. „Við munum reyna að stuðla að því að samkeppnin verði virk í sölu á þessum vöram. I versta falli verður hægt að setja hámarks- álagningu á aftur. Það yrði á hinn bóginn algjört neyðarúrræði." „Við höfum fengið afslátt af sýrðum mjólkurvöram fram til þessa en fáum í staðinn magnaf- slátt eða svokallaðan dreifingaraf- slátt. í okkar tilfelli mun þetta koma í ljós þegar þetta nýja kerfi fer að virka eftir mánuð eða svo,“ segir Jón Asgeir Jóhannesson hjá Bónus. Einar Jónsson kaupmaður í Nóatúni tekur í sama streng. „Af- slátturinn er greiddur mánaðar- lega og því kemur árangurinn ekki í ljós fyrr en í nóvember,“ segir hann. „Reynslan mun leiða í ljós hvaða svigrúm við fáum og hvort verðið kemur til með að lækka.“ Jón Ásgeir segir að álagning á mjólkurvöram sé innan við 5% hjá Bónus. „Það gefur augaleið að það eru aðrar vörur að draga mjólkur- vörar að landi. Við eram í raun óá- nægðir með að ekki sé tekið stærra skref. Ef vel ætti að vera þyrftum við að panta inn mjólkurvörur tvisvar í viku í stað daglega til að fá almennilegan magnafslátt. Það er hinsvegar ógemingur, við þurfum til dæmis að panta mjólk daglega til að hún sé fersk. Ofan á bætist að við megum ekki sækja vörana sjálfir og keyra hana út í okkar verslanir. Þetta á bæði við um Mjólkursamsöluna og Osta- og smjörsöluna. Það væri mikill spamaður fyrir okkur ef við fengj- um að senda okkar menn að sækja þessar vörur og keyra þær í búð- imar okkar.“ Jón Asgeir segist halda að loka- niðurstaðan verði sú að þeir fái í mesta lagi 0,7% afslátt og þá á eftir að reikna niður afsláttinn sem þeir missa af sýrðum vöram. „Kannski þokast verðið eitthvað niður hjá stóra verslununum en það getur þá að sama skapi hækk- að hjá litlu búðunum." JNTERNATWNAL SNAKESHOW" Á svrm: • Meðhöndlun á eiturslöngum • Eiturkirtlar Cobru mjólkaðir • Eitraðir mangrófar • Ofl. IJL-HUSINU Hringbraut 121 Opið daglega ffá 14-20 Miðaverð I fyrsta skipti í Evrópu Upplýsingar gefur Gula línan sími 5808000 Fullorönir kr. 700 Ellilífeyrisþegar og námsmenn kr. 600 Böm kr. 500 TILBOÐ FYRIR HÓPA Spurt og svarað Óleyfilegt að auglýsa vöru án virðisauka- skatts - Er leyfilegt að auglýsa verð á vöra án þess að reikna virðisauka- skattinn með fyrr en greitt er við kassa? Svar: „Nei. I gildi eru reglur um verðmerkingar gagnvart þeim fyr- irtækjum sem selja vörur beint til neytenda," segir Kristín Færseth deildarstjóri hjá Samkeppnisstofn- un. „Uppgefið söluverð á að vera endanlegt verð með virðisauka- skatti. Ef annar kostnaður bætist við söluverð á að taka það sérstak- lega fram.“ SL-sól miði - Kaupi viðskiptavinir Samvinnu- ferða-Landsýnar SL-sól miða eiga þeir þá á hættu að láta flytja sig milli herbergja eða hótela meðan á dvölinni ytra stendur? Svar: „Kjósi viðskiptavinir okkar að kaupa SL-sól miða era þeir að velja ódýrari kost en ef um venju- legan miða er að ræða. Þeir láta okkur í té upplýsingar um hvenær þeir vilja fara. Við útvegum síðan hótel eftir því hvað er laust um- ræddan tíma. Þetta er það sem innifalið er í svokölluðum SL-sól miða,“ segir Helgi Pétursson hjá Samvinnuferðum-Landssýn. „Við- skiptavinir okkar eiga síðan að geta verið á þeim gististað sem þeim var fundinn og það á hvorki að þurfa að færa þá milli herbergja né hótela. Komi sú staða upp í ein- hverju undantekningartilfelli er haft fullt samráð við þann við- skiptavin." Nýtt Myndlist- arvörur NÝLEGA var opnuð verslunin 6- lína sem selur myndlistarvörur. I fréttatilkynningu frá versluninni segir að hún flytji inn franska liti frá fyrirtækinu Le France & Bor- goios. Ahersla er lögð á barnalín- una Color & Co fyrir leikskóla, grunnskóla og aðra sem vinna með bömum. Litirnir era eiturlausir og með Evrópustaðal. Þá er einnig hægt að fá pappír hjá Ó-línu og er hann skorinn að óskum viðskipta- vinarins. A sama stað er boðið upp á námskeið í Waldorfbrúðugerð og tauþrykki. Hægt er að fá saumað utan um dýnur hjá Ó-línu og einnig era saumuð teppi, smekkir og fleira eftir samkomulagi. Eigandi versl- unarinnar er Ólína Geirsdótti. Kynning á fæðubótar- efnum í DAG, laugardaginn 27. septem- ber, verður kynning á GNLD fæðu- bótarefnum í Listhúsinu í Laugar- dal. Kynningin hefst klukkan 14 og stendur til 18. Meðal annars verða kynnt ný fæðubótaefni fyrir böm en allar GNLD vörur era pressaðar úr lífrænt ræktuðum jurtum, græn- meti og ávöxtum. A kynningunni mun Lars Lornér, ráðgjafi fyrirtækisins, kynna leiðir þess við að koma vör- unum á markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.