Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 f ______ FOLKI FRETTUM £ £ £ Kemur sterkur inn. vitisa’! Ný djassplata „Mikið að gerast í djassi í Evrópu“ Gunnlaugur Guðmundsson djasskontrabassa- leikari stundar nám í Hollandi og spilar djass víða um Evrópu. Hann leikur meðal annars með Tríói Wolfert Brederode sem gaf út plötu nú í vikunni. Rakel Þorbergsdóttir hitti tónlist- armanninn sem var staddur á landinu fyrir skömmu. ert búinn að ákveða um fram- haldið." - Þið byrjið þá á Evrópu? „Já, það er úr nógu að moða þar, margt fólk og margar djass- hátíðir.“ - Er djassvakning í Evrópu núna? „Það er ofsalega mikið að ger- ast í djassi í Evrópu í dag. Góðir spilarar í hveiju einasta landi og fullt af litlum klúbbum út um allt þar sem fólk er að spila áhugaverða tónlist. Ein stærsta djasshátíð í Evrópu er haldin ár- lega í Haag og ég er svo heppinn að hafa spilað þar síðustu þrjú ár. í sumar spilaði ég með kvart- ett sem vann hljómsveitakeppni í vor en í verðlaun fengum við peninga og að spila á þessari hátíð.“ - Hvernig líst þér á það sem er að gerast hérna heima í djass- inum? „Síðustu árin hafa margir ung- ir strákar farið út að læra djass. Það er góður skóli í Boston sem margir hafa farið í og það eru margir strákar á mínum aldri sem erum komnir aftur heim og eru að gera virkilega áhugaverða tónlist. Það er mikil gróska hjá ungu kynslóðinni og menntunin er orðin góð núna. Áður voru menn að mestu leyti að kenna sér sjálfir og voru mjög góðir en núna gefst okkur tækifæri til að læra þetta í tónlistarskólum. Ég finn að þeir sem eru heima eru að reyna að finna nýjan áheyr- endahóp og breiða út þessa að- ferð við að búa til músik. Spila lög sem fólk kannast við og spinna út frá þeim.“ - Er spuninn ekki eitt helsta einkenni djasstónlistar? „Það er það sem er svo spenn- andi við að fara á tónleika. Það getur allt gerst og við höfum verið að spila til dæmis lagið „Þú og ég“ eftir Gunna Þórðar og spiluðum „Litla Gunna og Litli Jón“ í Njarðvíkurkirkju um dag- inn. Lög sem fólk kannast við og þá heyrir það hvenær maður bregður út af og óvæntir atburð- ir gerast." - Hefurðu einhvern tíma spunnið eitthvað sem þig langar að endurtaka seinna en ekki get- að? „Jú, það kemur oft fyrir. En eftir smá tíma hættir maður að leitast eftir því. Ég fer að reyna að upplifa spunann sterkar þegar hann gerist og þá sé ég ekki eft- ir honum.“ - Hvernig er hægt að auka hróður djasstónlistar? „Spila góða tónleika aftur og aftur og þá vinnur maður traust þeirra sem hlusta. Gera góðar plötur og koma þeim á framfæri og það ætla ég að gera. Tríóið hefur spilað mikið í Þýskalandi en þar er góður markaður fyrir djass auk þess sem þeir borga vel,“ sagði Gunnlaugur bjartsýnn um framtíð djasstónlistar og sína eigin. 1 missið ekki af þessum frábœru tónleikum 4 ASmatm , . V*. , (! Tveir af bestu tónlistarmönnum Irlands ww 1 „...Jitn er eititi albesti '4 þjóiilagaMngvari Irlands A wrvj f"t lll>þbafi. ” lACUilJNJN . „...sem stmgvan l ne lJublmers, íniur The Dubliners) lwm Jhn tneií algjiirlega nýjun Qgr hljóm í þjádlagatótilisiina. URREY „..DennisMuYtayeránetaeinn , - Æ ,Líve" á Irlandi „TRÍÓIÐ heitir eftir Wolfert Brederode sem er ungur og upp- rennandi píanóleikari í Hollandi. Trommarinn er af eldri kynslóð- inni og er kennari í skólanum mínum,“ sagði Gunnlaugur sem hefur stundað nám við Konung- lega konservatoríið í Haag síð- ustu fjögur árin. Hann á enn eftir tvö ár í skólanum til að klára meistaragráðu í djasskontrabas- saleik. Gunnlaugur kynntist Wol- fert í tónlistarskólanum og í fyrrahaust komu þeir til íslands og spiluðu á RúRek-djasshátíð- inni. „Þeir tónleikar voru teknir upp og voru sendir út á 17. júní í sumar. í sumar tókum við upp plötu sem verður gefin út af Challenge Records í Hollandi sem sérhæfir sig í útgáfu djasstónlist- ar. Það er mikill áfangi að kom- ast á samning hjá svona fyrir- tæki og við höfum unnið að því að koma þessu í gegn,“ sagði Gunnlaugur en það er Japis sem sér um að dreifa plötunni á Is- landi. Á plötunni eru lög eftir Gunn- laug og Wolfert auk viður- kenndra djasslaga sem hafa þó ekki fengið mikla spilun að sögn Gunnlaugs. Tríóið er með tón- leika í Berlín nú í lok september í djassklúbbi sem heitir A-Train en þar á eftir munu þeir félagar spila í Antwerpen, Brussel og Frankfurt auk þess sem nokkrir tónleikar verða haldnir í Hollandi. - Eruð þið með umboðsmann sem sér um bókanir? „Við stöndum í þessu sjálfir. Erum að hringja og senda sýnis- horn af tónlistinni út um allt. Hingað til höfum við verið með kassettur en núna gengur von- andi betur eftir útkomu geisla- disksins." - Ertu duglegur að semja lög? „Nei, ekki nógu duglegur en það kemur öðru hveiju alltaf eitt- hvað. Það er alltaf gaman að spila það sem maður hefur samið sjálfur.“ - Er mikil gróska í djasstón- Iistinni í HoIIandi? „Það er virkilega mikið um að vera og góð menntun í boði. Þar eru bestu skólarnir í Evrópu sem bjóða upp á djass. Að sjálfsögðu eru góðir skólar í Bandaríkjunum og djasslífið er virkilegt sterkt þar en skólagjöldin eru svo há. Þess vegna ákvað ég að fara frekar til Evrópu. Á síðasta ári fékk ég nýjan kennara, Hein Van de Geyn, sem er einn af færustu bassaleikurum í Evrópu og það var mikil heppni að fá hann inn í skólann.“ - Er stefnan sett á Bandarík- in? „Það væri alltaf gaman að fara þangað en það er erfitt að fá atvinnuleyfi og það verður bara að koma í ljós. Ég er ekk- Morgunblaðið/Golli GUNNLAUGUR Guðmundsson djassleikari ætlar að gera tilraun til að lifa af djassinum þegar skólanum lýkur. Einkusalír fúst leigiíir fyrir allur uftþákomur s.s afnuelisveislur og fyrirlestra. Pantiii i sinia 588 4567 / AIþjóðleg >nr matur á boðstólum alla daga vikwuir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.