Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÍFEYRISSJÓÐIR EFLAST EIGNIR lífeyrissjóðakerfisins námu um 307 milljörð- um króna um síðustu áramót, eða rúmlega 64% af landsframleiðslu. Alls voru þá fullstarfandi 57 lífeyris- sjóðir i landinu, 48 sameignarsjóðir og 9 séreignarsjóð- ir. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú meiri en bankakerfis- ins og fjárfestingalánasjóðanna. Horfur eru á verulegri eignaaukningu lífeyrissjóðanna næstu áratugina og er því spáð, að um miðja næstu öld nemi eignirnar sem svarar um hálfri annarri landsframleiðslu. Þessar upplýsingar komu fram hjá Má Guðmunds- syni, aðalhagfræðingi Seðlabankans, á ráðstefnu Lands- sambands eldri borgara og Öldrunarráðs íslands. Hjá honum kom einnig fram, að staða lífeyrissjóðanna væri betri en ætla hefði mátt af umræðu síðustu ára. Eignir langflestra fullstarfandi sjóða nægja fyrir skuldbinding- um þeirra, sérstaklega eftir endurmat eigna. Ýmsir líf- eyrissjóðir hafa getað aukið við réttindi sjóðfélaga að undanförnu og horfur eru á, að áframhald verði þar á. Að sjálfsögðu er það mikið fagnaðarefni, hversu styrkur lífeyrissjóðanna hefur vaxið síðustu árin. Það má rekja til góðrar raunávöxtunar, sem numið hefur tæpum 7% að meðaltali undanfarin ár, eða tvöfalt hærri upphæð en oftast er miðað við við útreikning á skuld- bindingum. Þá hafa réttindi verið skert í ýmsum almenn- um lífeyrissjóðum, t.d. makaiífeyrir, og iðgjöld eru nú greidd af öllum launatekjum. Loks hefur hagræðing skilað lækkuðum rekstrarkostnaði hjá mörgum sjóð- anna. Hagræðingin kemur m.a. fram í sameiningu lífeyr- issjóða. Staða opinberu lífeyrissjóðanna er kapítuli út af fyrir sig, en milljarðatugi vantar upp á, að þeir eigi fyrir skuldbindingum. Skattgreiðendur eru ábyrgir fyrir mismuninum. Samkomulag, sem tekizt hefur um endur- skipulagningu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna, gefur þó vonir um, að staða hans batni í framtíðinni. Lífeyrir úr almennu lífeyrissjóðunum er yfirleitt mjög lágur og dugar oft ekki fyrir framfærslu. Þess vegna hlýtur það að vera eitt megin verkefni lífeyrissjóðanna að vinna að hækkun lífeyrisgreiðslna í náinni framtíð. Þá er sjálfsagt og eðlilegt, að sjóðfélagarnir sjálfir kjósi stjórnir þeirra og hafi þannig áhrif á fjárfestingarstefnu og annan rekstur. Og auk þess er eðlilegt, að launþeg- ar geti valið sjálfir í hvaða lífeyrissjóð iðgjöld þeirra renna. Slíkt fyrirkomulag mun koma á samkeppni milli lífeyrissjóðanna um hæstu ávöxtunina og þar með beztu lífeyrisréttindin. SVARA KRAFIZT AF SÞ FRÉTTIR HAFA borizt um það, að háttsettir emb- ættismenn í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York hafi komið í veg fyrir, að friðargæzlulið samtak- anna í Rúanda gripi til aðgerða, sem líklega hefðu hindr- að fjöldamorðin þar í landi árið 1994. Samkvæmt þess- um fréttum veitti háttsettur embættismaður í Rúanda yfirmanni gæzluliðsins upplýsingar um áætlanir öfga- sinnaðra hútúa í ríkisstjórninni um útrýmingu á þúsund- um tútsa, sem voru í minnihluta í landinu. Jafnframt skýrði uppljóstrarinn frá geymslustað vopnabirgða, sem nota átti til að vopna hútúa fyrir fjöldamorðin. Þáver- andi yfirmaður gæzlusveita SÞ í Rúanda, Romeo Dalla- ir, óskaði eftir leyfi til að gera vopnabirgðirnar upptæk- ar þegar í stað og veita uppljóstraranum og fjölskyldu hans hæli. Samkvæmt fréttunum var þessari beiðni yfirmanns gæzluliðsins hafnað. Innan nokkurra vikna hófust svo fjöldamorðin og er talið, að yfir hálf milljón manna hafi verið drepin í Rúanda næstu mánuðina. Rétt er að leggja áherzlu á, að þessar fréttir hafa ekki verið staðfestar. Hins vegar eru þær svo alvarlegs eðlis, að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna getur ekki leitt þær hjá sér. Annað er óhugsandi en að yfirstjórn sam- takanna beri afdráttarlaust af sér þann áburð, að hún hafi ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir blóðbaðið. Að öðrum kosti verður að sækja þá ábyrgu til saka. Framkvæmdastjóri Sorpu segir rekstrartap vegna kostnaðar við útflutning á pappír til endurvinnslu Morgunblaðið/Golli OGMUNDUR Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, við mjólkurfernur sem búið hefur verið um til útflutnings. Vinna ætti pappír- inn til landgræðslii Offramboð á pappír til endurvinnslu í Evrópu hefur valdið því að Sorpa þarf að greiða 3-4 krón- ur með hveiju kílói pappírs sem flutt er úr landi. Tekjur Sorpu af sölu endurvinnslupappírs eru 6 milljónum króna lægri fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, en rekstr- artap fyrirtækisins á fyrra árshelmingi nam samtals rúmum 17 millj- ónum króna. FYRIRTÆKI hafa í sívaxandi mæli skilað umbúðum úr bylgjupappa til endurvinnslu. BYGGÐASAMLAGIÐ Sorpa tók til starfa í maí 1991 og að sögn Ögmundar Ein- arssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins var það frá upp- hafi ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að það skyldi stuðla að og vinna að flokkun og endurvinnslu efna eftir því sem hagkvæmt væri. „Við komumst þá strax í samband við sænskt fyrirtæki um samstarf við móttöku á pappír héðan til endur- vinnslu, þ.e. dagblaða og tímarita- pappír og bylgjupappa. _______ Þetta samstarf hefur verið allar götur síðan 1991 og síðan hefur verið stöðug aukning á innsöfnun á þessum efnum. Verðið sem " við höfum verið að fá fyrir þessa vöru hefur fylgt heimsmarkaðsverði, og það hefur satt að segja verið mjög sveiflukennt. Þannig höfum við séð sögulegt hámark, en nú um þessar mundir erum við hins vegar að sjá sögulegt lágmark," sagði Ogmundur. Hagkvæm viðskipti fyrir báða aðila hingað til Hann sagði að hingað tii hefðu þessi viðskipti ætíð verið hagkvæm bæði fyrir Sorpu, úrgangsframleið- endurna, þ.e. verslunareigendur, sem skilað hafa bylgjupappanum, og sveitarfélögin, sem hafa verið með söfnun dagblaða- og tímaritapapp- írsins á sinni könnu. Ytri skilyrði hefðu því gert það mögulegt að þetta hefur getað gengið. Á sama tíma væru þjóðir heims stöðugt að hvetja til endurvinnslu og þar með söfnun pappírs, og sumar þjóðir hefðu reyndar bannað að pappír sé urðaður eða brenndur. „Þetta hefur þýtt það að framboð- ið á pappír til endurvinnslu eykst stöðugt. Pappírsiðnaðurinn sem nýtir þessa vöru er með yfirfljótandi fram- boð og hefur brugðist við með því ---------------- að krefjast greiðslu og vís- Sex þúsund að ti! Þess að Þeim beri' raun engin skylda til að taka við þessum úrgangi. Þetta hefur þýtt það að verð tonn af pappír flutt út í fyrra á markaðnum fyrir þessa vöru fer stöðugt lækkandi, og í Englandi og Mið-Evrópu þarf orðið að borga með hverju kílói af pappír sem skilað er til endurvinnslu. Dæm- ið hefur því alveg snúist við þar og þessi þróun er farin að endurspegl- ast hjá okkur. Nú fáum við ekki leng- ur greitt fyrir þennan pappír og pappa og stöndum því uppi með flutningskostnaðinn sem er hár. Þar liggur okkar sérstaða, því fjarlægðin frá meginlandi Evrópu veldur því að við þurfum að kosta miklu til að koma þessu frá okkur. Kostnaðurinn er mikill jafnvel þótt við höfum notið gífurlega hagstæðra flutningsgjaida hjá flutningsaðilum okkar sem eru að nýta tómaflutninga og hafa tekið lágmarksgjald fyrir flutninginn til að leggja þessu máli lið,“ sagði Ög- mundur. Staðan 13 millj. hagstæðari ef pappírinn væri urðaður Aðspurður sagði hann að þessi þróun hefði komið fram í milliupp- gjöri hjá Sorpu fyrir fyrstu sex mán- uði ársins þar sem nú kemur fram rekstrarhalli upp á rúmlega 17 millj- ónir króna, en á sama tímabili í fyrra var 14,5 milljóna króna ------------ hagnaður. Halli hefur ekki áður verið á rekstri Sorpu utan fyrstu tvö starfsárin vegna óhagstæðrar gengis- þróunar á lánum til upp- byggingar fyrirtæksins. Að sögn Ögmundar þarf Sorpa nú að borga 3-4 krónur með hvetju kílói af papp- ír sem fluttur er úr landi, en á síð- asta ári nam útflutningurinn 6 þús- und tonnum og stefnir enn í aukn- ingu á þessu ári. Er þessi þáttur í starfsemi Sorpu að verða 7-8% af heildarsorpmagninu sem fyrirtækið tekur á móti, og sagði Ögmundur að ef ekki hefði verið staðið í útflutn- ingi á pappír til endurvinnslu á þessu ári væri peningaleg rekstrarstaða Sorpu hagstæðari um tæplega 13 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs og munaði þar mest um mismuninn á flutningskostnaði og urðun. Miðað við óbreytt ástand á erlendum mörkuðum væri því nauð- synlegt að hækka móttökugjöld fyrir pappír til endurvinnslu ef þessi starf- semi Sorpu ætti að standa undir sér. „Ef við breytum gjaldtöku okkar til samræmis við þetta sé ég fyrir mér býsna mikið bakslag í þessum málaflokki. Úrgangsframleiðandinn hlýtur að spyija sjálfan sig þeirra spurningar hvort hann eigi að vera að kosta meiru til en hann nauðsyn- lega þarf. Það hafa nefnilega ekki verið sett nein lög hér á landi eða reglur um þessi mál af hálfu ís- lenskra stjórnvalda. Við höfum því ekkert bakland þótt við séum að reyna að beita hagrænni stýringu. Svo má ekki líta framhjá þeirri stað- reynd að á höfuðborgarsvæðinu er starfandi önnur móttökustöð sem er í samstarfi við Sorpstöð Suðurlands þar sem ekki er beitt hagrænum að- ferðum til að hvetja til endurvinnslu. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að nú er 10 þúsund tonnum á ári ekið austur fyrir fjall til urðunar í Ölfusi.“ Við höfum reyndar séð stefnu- mörkun tveggja ríkisstjórna, annars vegar þá sem birtist í Hvítbókinni svokölluðu árið 1991 og hins vegar í nýútkominni stefnuyfirlýsingu um- hverfisráðuneytisins í bókinni Sjálf- bær þróun. Þar segir einfaldlega að stefnt skuli að því að draga úr sorpi til urðunar þannig að það sem fari til urðunar verði um 50% minna árið 2000 en árið 1990. En það er ekkert gert af hálfu stjórnvalda til þess að koma þessu í framkvæmd. Það er ekki kominn stafkrókur á blað heldur er þessu bara veifað á hátíðarstund- um. Nú er hins vegar ekki hægt leng- ur að tala bara á sunnudögum heldur þarf líka að fara að tala á mánudög- um.“ Endurvinna á pappírinn á íslenskum forsendum Ögmundur sagði að ef stjórnvöld ætluðu að láta ofangreindar hug- myndir verða að veruleika þyrfti í fyrsta lagi að setja um það lög hver sé ábyrgur. Tii dæmis ætti rekstra- raðilum urðunarstaða að vera bannað að urða þau efni sem ákveðið hefði verið að halda eftir til endurvinnslu. „Síðan held ég að við verðum að spyija okkur þeirrar spurningar í fullri alvöru hvort við eigum að vera að taka þátt í þessu á sama hátt og nú og hvort við höfum yfirleitt efni á því. Spurningin í mínum huga er hvort við getum ekki endurunnið pappírinn á okkar eigin forsendum og t.d. gert eitthvað með honum til að takast á við landeyðinguna. Papp- ír er vistvæn vara og það þarf að athuga hvort það finnast leiðir til að meðhöndla hann þannig að nota megi hann til landgræðslustarfa. Þetta þarf vissulega að kanna rækilega, en mér fyndist þetta miklu áhuga- verðara en að elta einungis það sem skeður úti í Evrópu. Við gætum búið til þessa vöru hér á höfuðborg- arsvæðinu, en spurningin er hins vegar hvort einhver sé tilbúinn að flytja hana út á eyðimörkina. Álmenningur hefur verið mjög reiðubúinn til að taka þátt í því verk- efni að safna pappír til endurvinnslu. Söfnunarsvæðið hefur sífellt verið að stækka og nær það nú allt frá Skafta- fellssýslu suður og vestur um landið ---------- til Hólmavíkur. Fólk hefur safnað dagblöðum og mjólkurfernum með góð- um árangri, og fyrirtæki hafa hægt og sígandi verið “““■““ að auka þetta. Núna sé ég hins vegar fram á að þessu tímabili sé lokið þar sem peningaleg forsenda hefur verið frumhvatinn. Stjórnvöld verða að tjá sig um það hvernig þau ætla að ná þessum markmiðum sín- um. Þau verða að gera það með laga- setningu og útvega fjármögnunina, en við erum nú alvarlega að hugsa um að hætta þessum útflutningi og urða pappírinn. Með því væru íslend- ingar hins vegar að stíga stórt skref afturábak til ársins 1991,“ sagði Ögmundur Einarsson. Ekkert verið gert af hálfu stjórnvalda Morgnnblaðið/Niels Peter Arskog FYRIR utan Höll alþýðunnar í Peking, þar sem 2.048 fulltrúar komu saman á flokksþingi kommúnistaflokksins, stóð eftirlíking af Kínam- úrnum. Nefndist verkið „Kina í hnotskum“. ÞING kínverska kommúnista- flokksins var sigur fyrir aðalritara hans, Jiang Zem- in. Þetta var 15. þing flokksins frá því að hann var stofnað- ur árið 1921 og enn á ný er samein- ast um aldraðan leiðtoga. Jiang er 71 árs gamall. Mao Zedong formaður var fyrsti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins og eftir að hann féll frá 1976 tók Deng Xiaopeng við, þótt hann legði niður formannsstöðuna í nafni lýðræð- is. Deng ruddi Jiang braut til valda eftir að stúdentamótmælin á Torgi hins himneska friðar voru brotin á bak aftur með valdi árið 1989. Varð Jiang þá aðalritari flokksins og hefur honum síðan orðið mjög ágengt í að tryggja völd sín. Árið 1990 varð hann einnig formaður hermálanefndarinn- ar, sem veitir kínverska alþýðuhern- um forustu, og árið 1993 settist hann í stól forseta. Þótt ekki færi á milli mála að Deng hefði viljað dreifa völdum í Kína var Jiang kominn á bragðið og ekki reiðu- búinn til að láta sér nægja að vera fremstur meðal sjö leiðtoga, hann vildi verða þriðji einvaldur Kína eftir bylt- ingu kommúnista. Ekki leið á löngu eftir að Deng lét lífíð í febrúar þar til stuðningsmenn hans hófu herferð til að fá formanns- embættið endurvakið. Markmiðið var að Jiang yrði krýndur nýr formaður á flokksþinginu, sem lauk fyrir viku. Er nær dró þinginu varð hins vegar ljóst að Jiang og stuðningsmenn hans höfðu misreiknað sig og aðrir í flokkn- um höfðu ekki áhuga á að fá nýjan „formann“. Það nægði að hafa sjö manna forustu með aðalritarann í broddi fylkingar. Reyndar ríkti spenna í þessu máli allt þar til Jiang hafði lokið einnar og hálfrar klukkustundar langri ræðu sinni í upphafi þingsins, en andstaðan við að endurvekja formannsembættið var slík að hann nefndi það ekki einu sinni á nafn í máli sínu og talaði því í anda Dengs. Kenningar Dengs verða lög flokksins Deng var hins vegar gerður ódauð- legur í sögu flokksins. Á þinginu var lagt fram að kenningar Dengs yrðu leiðarljós fyrir starfsemi flokksins í framtíðinni og festar í lög flokksins líkt og kenningar Marx og Maós. Þessi ráðstöfun var nauðsynleg. Hinn mikli sigur Jiangs á þinginu var að sannfæra 2.048 fulltrúa, sem voru fulltrúar 1,23 milljarða íbúa Kína á þinginu, um að einkavæðing meiri- hluta 370 þúsund ríkisrekinna fyrir- tækja, sem hafa í auknum mæli verið rekin með tapi og verið baggi á ríkis- sjóði, væri ekki aðeins nauðsynleg fyrir efnahagslega og félagslega þró- un Kína, heldur í fullu samræmi við kenningar Dengs um sósíalískt mark- aðshagkerfi. Þessum orðum sínum til réttlæting- ar leitaði Jiang í smiðju forvera síns í stóli aðalritara, Zhaos Ziyangs, sem Leiðtogi Kína - en ekki ein- valdur Jiang Zemin vann mikinn sigur á flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins, en hann er þó ekki einvaldur landsins. Niels Peter Arskog, fréttaritari Morgunblaðsins í Kína, greinir frá pólitískum hræringum þar í landi. var látinn segja af sér eftir stúdenta- mótmælin 1989 fyrir að hafa sýnt mótmælendunum of mikla samúð. Þá talaði Zhao um „fánabera sósíalis- mans“ og notaði Jiang það orðalag til að fá grænt ljós til umbóta í opin- bera geiranum, umbóta, sem munu hafa í för með sér gjaldþrot, einka- væðingu og breytingu fyrirtækja í hlutafélög. Gert er ráð fyrir því að eftir að umbótunum hefur verið hrint í fram- kvæmd verði um 3.000 arðbær fyrir- tæki eftir í eigu ríkisins. Kommúnist- ar Jiangs gleyptu við umbótaáætlun- inni með ánægju og svelgdist ekki einu sinni á loforði hans um að Kín- veijar yrðu „enn fánaberar sósíalis- mans eftir eina öld“. í raun var kommúnismanum hins vegar varpað fyrir róða á flokksþing- inu og eftir standa aðeins nafnið og flokksvélin. Pólitískt innihald og markmið gætu verið hluti af stefnu- skrá hvaða norræna jafnaðarmanna- eða miðjuflokks sem er. í mesta lagi hægfara lýðræðisþróun Aðalritarinn hét einnig pólitískum umbótum, þótt bæði hann og þingið létu lítið uppi um það hvort vænta mætti þróunar í lýðræðisátt. Engin smáatriði voru nefnd, aðeins almenn markmið um að pólitískar umbætur bæði í flokknum og samfélaginu væru nauðsynlegar samfara efnahagslegri og félagslegri þróun. Þótt Norðurlandabúum kunni að virðast lítil hreyfíng í lýðræðisátt í Kína, er þó ekki alveg tíðindalaust á því sviði. Fijálsar og lýðræðislegar kosningar eru nú haldnar til bæjar- og sveitarstjórna, en það sama á ekki við um héraðsstjórnir, stjórnir stærri landsvæða og þjóðþingið. í stjórnarskrá Kína er áfram kveð- ið á um það að kommúnistaflokkurinn stjórni landinu. Það þýðir að í valda- kerfinu er lítill munur á kommúnista- flokknum og stjórn landsins, þótt formlega eigi þing Kína að velja stjórnina. Það er því mikilvægt hvað er samþykkt á flokksþinginu og hver er valinn til forustu. Li Peng, sem nú er 69 ára gamall, tók við embætti forsætisráðherra vor- ið 1988 og í mars hefur hann setið tvö fímm ára kjörtímabil, sem er há- mark samkvæmt stjórnarskránni. Þá verður hann því að víkja úr embætti. Jiang hafði í huga að Li yrði eftirmað- ur sinn á forsetastóli ef hann yrði formaður. Fyrst það gerðist ekki varð Jiang að fmna annað áhrifamikið embætti handa forsætisráðherranum fráfarandi. Það tókst undir lok þings- ins. Qiao Si, sem er 72 ára og forseti þingsins, var neyddur til að víkja. Hann hefur verið keppinautur Jiangs og barðist af krafti fyrir sæti sínu í miðstjórninni, sem gæfí honum tilkall til valdamikils embættis. Hann var hins vegar ekki einu sinni endurkjör- inn til miðstjórnarinnar þótt þar hafi verið fjölgað úr 189 sætum í 193, auk þess sem valinn er 151 varamaður. Fyrir vikið var ekki hægt að kjósa hann til setu í stjómmálaráðinu, þar sem einnig var fjölgað, úr 21 manni í 22. Hann mun þó sitja sem forseti i þingsins fram í mars. Þá mun Li senni- lega færa sig um set úr embætti for- sætisráðherra í stöðu þingforseta. í sæti Lis sest væntanlega Zhu Rongji, sem er 68 ára gamall og hefur til þessa haft skipulag efnahagsmála á sinni könnu. Kynslóðaskipti í miðstjórninni Þegar nýja miðstjómin var kjörin urðu kynslóðaskipti í kínverska kommúnistaflokknum. Aðeins 83 af félögum gömlu miðstjórnarinnar voru endurkjörnir. 110 nýir menn voru kjörnir í miðstjórnina og átti hin harða kosningabarátta, sem var háð um sætin, sér ekki fordæmi. Við þessa endurnýjun verður meðalaldur í stjórninni 55 ár og hefur aldrei verið lægri. Tæplega 93% miðstjóm- armanna hefur háskólapróf og á það sér heldur ekki fordæmi í fomstu kommúnistaflokksins. Jiang vildi fjölga úr sjö í níu í for- ustusveit landsins en varð ekki að ósk sinni. Úr varð að fímm sitja áfram og tveir nýir koma inn, þeir Wei Jianx- ing, sem er 61 árs gamall og formað- ur aganefndar flokksins, og Li Lanq- ing, sem er 65 ára gamall og varafor- seti. Þeir fímm, sem voru endurkjöm- ir, eru auk Jiangs, Li Peng forsætis- t ráðherra og Zhu Rongji varaforsætis- ráðherra, Li Ruihuan, sem er 63 ára formaður ráðgjafarþings kínversku þjóðarinnar (CPCC), og ungliðinn í ráðinu, Hu Jintao, sem er 54 ára og skólastjóri flokksskólans. Miðstjórnin og stjórnmálaráðið hafa gefíð þessari sjö manna fomstu skýrt merki um það í hvaða átt flokk- urinn og þar með stjóm Kína skuli halda á næstu fímm árum. Lögð skal áhersla á efnahagslegar umbætur, aukið lýðræði og aukin heilindi í flokki og stjórn. Spilling og vinargreiðar innan valdastéttarinnar hafa vakið mikla reiði meðal almenn- ings. Baráttan gegn spillingu er þeg- ar hafin og búist er við að hún verði*" hert á næstunni þannig að búast megi við því að spilltum flokksfélög- um eða embættismönnum verði ekki sýnd nein miskunn, hvort sem þeir eru hátt- eða lágtsettir. Þessi boð- skapur kom fram á 15. flokksþinginu og hann var einnig undirstrikaður tveimur dögum áður en það hófst þegar Chen Xitong, fyrrverandi með- limur í stjórnmálaráðinu og leiðtogi flokksins í Peking, var handtekinn fyrir víðtæk svik og spillingu. Það fór heldur ekki fram hjá þeim, sem eru kunnugir kínverskum stjórnmál- um, að Wei Jianxing, maðurinn á bak við fall flokksleiðtogans fyrrverandi í Peking, var hækkaður í tign og kjörinn í sjö manna hópinn. Og nú fer í hönd baráttan fyrir því að koma umbótunum á, bæði með breytingum í efnahagsmálum og einkavæðingu og aðgerðum gegn skuggahlið þjóðfélagsins, spilling- unni. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.