Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 9 FRÉTTIR GÆSAVERTÍÐIN hefur gengið fremur rólega, en það hefur þó ekki farið hjá því að menn hafa lent í góðri veiði af og til, eins og þeir Ellert Aðalsteinsson, Sigurfinnur Jónsson og Krist- ján Jónsson sem fengu hörkuflug í Skagafirðinum á dögunum. Hér eru þeir með 91 grágæs. Mokstur í Tungu- fljóti Aflabrögðum í Tungufljóti í Skaft- ártungum síðustu dagana verður ekki lýst með öðrum hætti en að tala um algera mokveiði. Á þriðju- dag og miðvikudag veiddust 80 sjóbirtingar og voru þeir stærstu allt að 14 punda. Nokkrir veiði- menn lentu í sannkölluðum ævin- týrum. Á fimmtudag veiddust síð- an 30 fiskar til viðbótar. Hafsteinn Guðmundsson hjá Stangaveiðifélaginu Stakki í Vík var við Fljótið umrædda daga og sagði hann að þótt allir hefðu veitt vel hefði stórveiðinni verið mjög svo misskipt. Hann sagði frá því að þriðjudaginn hefðu tveir féiagar gengið niður með á í átt að vatna- skilunum við Eldvatn, rambað þar fram á sjóbirtingsvöðu og mokað viðstöðulaust upp 30 fiskum, frá 5 pundum og upp í 14 pund. Fékk annar 16 fiska, en hinn 14 stykki. Á miðvikudaginn lagði svo einn félaganna á sig stutta gönguför í veiðistað sem heitir Hlíðarvað þar sem lítið hefur veiðst síðustu ár. En það átti eftir að breytast, því veiðimaður fékk 28 sjóbirtinga í beit og voru þeir stærstu 10 og 11 pund. „Sterkir hefðbundnir veiðistaðir eins og Fitjabakkar, Breiðafor og Bjarnarfoss gáfu lít- ið, en það breyttist á fimmtudag er tvær stangir af fjórum lentu í stórveiði á umræddum stöðum, drógu 29 fiska, allt að 10 punda“ sagði Hafsteinn. Áður en umrædd stórveiði fékkst höfðu veiðst 30 fiskar í Fljótinu á tveimur dögum eftir að sel var banað í vatnaskilum Tungufljóts, Eldvatns og Hólmsár. Það hafa þvi veiðst vel á annað hundrað sjóbirtingar í Tungufljóti á örfáum dögum og er þetta fágæt mokveiði þó áin sé fræg fyrir sjó- birtinga sína. Metið var árið 1964 í stangaveiðifréttum blaðsins á fimmtudag var greint frá stórveiði sem tekin var á Iðu á þriðjudag- inn. Haft var eftir Helga Svein- björnssyni að það væri mesta dagsveiði _á svæðinu í a.m.k. 30 ár. Helgi Ágústsson, sem er „alinn upp á Iðu“ eins og hann orðaði það sjálfur, sagði í samtali við blaðið í gær að metveiði allra tíma á Iðu hefði verið tekin sumarið 1964. Þá voru tveir dagar sérstak- lega magnaðir. Sá fyrri gaf 44 laxa og sá seinni 55 laxa. Veiðin á þriðjudaginn var 48 laxar þann- ig að metið var í hættu. Pósti og síma hf. skipt í tvö fyrirtæki Starfs- mönnum deilt milli fyrir- tækjanna UM helmingur starfsmanna Pósts og síma hefur fengið bréflega til- kynningu um að íslandspóstur hf. verði vinnuveitandi þeirra frá og með næstu áramótum. Þá er áformað að Póstur og sími hf. verði aðskilinn í tvö fyrirtæki, íslandspóst hf. og Landssíma ís- lands hf. Þeir starfsmenn Pósts og síma, sem ekkert bréf fá verða starfsmenn Landssímans. Allir halda sömu stöðum og launum og þeir hafa nú. Starfsmenn P&S hf. eru nú um 2.400 að sögn Hrefnu Ingólfsdótt- ur, blaðafulltrúa fyrirtækisins. Hún segir að allir þeir, sem hafa unnið á póstsviði, færist yfir til íslandspósts og að auki hluti starfsmanna á fjármálasviði og rekstrarsviði. Að sögn Hrefnu var reynt að horfa til þess hvers eðlis störfin væru, þegar starfsmönnum á þessum sviðum var skipt milli fyrirtækjanna. Þá hefði verið haft í huga það sjónarmið, að ef tveir jafnhæfir starfsmenn hefðu unnið að sams konar verkefnum væri þeim skipt milli fyrirtækjanna þannig að þekkingin yrði á báðum stöðum. Hrefna segir að verið sé að ganga frá ráðningum fram- kvæmdastjóra hjá póstinum og er miðað við að því verði lokið fyrir mánaðamót. Þá sé þessa dagana unnið að eignaskiptasamningi milli póstsins og símans. ÍBÚD Á GÓÐUM STAD í EFRA BREIÐHOLTI Mjog goð 3ja herbergja ibuð ásamt bílskúr til sölu. Laus nú þegar. Cott verð. Upplýsingar í síma 554 1523, 587 4945 og 897 2336 Verslunin hættir lokadagar Leikföng og gjafavörur á frábæru verði. Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum Verslunin Guðmundur H. Albertsson, Mikið úrval af herraskóm STElNAR waage Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Verð: 6.995,- Tegund: 81239 Svart leður í stærðum 40-46 Viðgerð lokið á Metro vélinni METRO flugvél Flugfélags ís- lands, sem send var til Bandaríkj- anna til viðgerðar eftir atvik yfir ísafjarðardjúpi um miðjan ágúst, er væntanleg til landsins á ný um miðjan næsta mánuð. Fer hún þá aftur í áætlunarflug félagsins. Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands, segir að viðgerð á vélinni sé lokið en hún fór fram í aðalstöðvum Metro Fairchild verksmiðjanna í San Antonio í Texas. Nú sé verið að setja í hana sjálfstýringu og breyta neyðarútgangi og sæta- festingum þannig að fljótlegt sé að útbúa hana til fraktflutninga eingöngu. Páll segir að stundum komi upp þörf fyrir sérstaka fraktflutninga og geti Metro vélin oft hentað í slíkar ferðir. Rannsókn atviksins stendur enn yfir hjá Rannsókna- nefnd flugslysa. Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstimi (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. Jlflí • • OKU ^KOLINN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567-0-300 Til íbúa á Eyjafjarðarsvœðinu Opna stofu í október nœstkomandi hjá Lœknaþjónustunni, Hafnarstræti 95, Akureyri. Tímapantanir alla virka daga, frákl. 12.00 tilkl.14.00. Sími 462 2315. Gunnar Rafn Jónsson Sérgrein - almennar skurblœkningar HAU5TTILBOÐ FYRIR HERRA Léttir og mjúkir leðurskórjeðurfóðraðir. Stærðir M1-M7 tilboðsverð 2.990 Qpið laugardag kl. 10-1M SKÓVERSLUIU K0PAV0GS Hamraborg 3, sími 554 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.