Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 21 ERLEIMT Þýzk skattbreytingaáform stranda Gæti kostað Hel- mut Kohl völdin Nýtt hús kanslara- embættisins Bonn. Reuter. HELMUT Kohl Þýzkalandskanzlari lagði í gær hornsteininn að nýrri kanzlarahöll í Berlín, en skipbrot áforma hans um endurskoðun þýzka skattakerfisins, sem varð endanlegt rétt áður en athöfnin hófst, gæti orðið til þess að það falli ekki í hans hlut að fá lyklavöldin að bygg- ingunni, þegar kanzlaraembættið flytur þangað 1999. Stjórnmálaskýrendur og hag- fræðingar sögðu í gær, að svo gæti farið að kjósendur refsuðu sam- steypustjórn Kohls fyrir að hafa mistekizt að koma áformunum í framkvæmd þegar þeir ganga að kjörborðinu eftir rétt ár. „Ríkisstjómin er í vanda,“ sagði Bemhard Wessels, stjórnmálafræð- ingur við Freie Universitát í Berlín. „Ef efnahagslífið tekur ekki við sér á hún við mikinn vanda að stríða." En skattbreytingaáformunum var einmitt ætlað að stuðla _að bættu ástandi efnahagslífsins. Án greini- legra batamerkja á því telja hag- fræðingar ólíklegt að Kohl takist að gera nokkurn skapaðan hlut til að bæta úr atvinnuleysi, sem hefur aldrei eftir lok síðari heimsstytjaldar verið eins mikið og nú. Ríkisstjórn Kohls, sem sækist eft- ir fjórða endurkjöri sínu, hafði sett saman áætlun um breytingar á skatta- og lífeyriskerfi Þýzkalands sem fól m.a. í sér skattalækkanir upp á 30 milljarða marka, um 1.200 milljarða íslenzkra króna. En þessi róttæku áform komast ekki til fram- kvæmda þar sem báðar deildir þingsins í Bonn þurftu að sam- þykkja hana. í efri deildinni, Bundesrat, þar sem fulltrúar frá sambandslöndunum 16 sitja, ráða jafnaðarmenn yfir meirihluta at- kvæða, en þeir eru í stjórnarand- stöðu og ætla í komandi þingkosn- ingum að freista þess að komast að stjómartaumunum með því að ná meirihluta þingsæta í neðri deild- inni, Bundestag, með fulltingi flokks græningja. Gert út af við vonir Kohls Samningaviðræður milli fulltrúa stjórnarinnar og stjórnarandstöð- unnar höfðu staðið mánuðum saman um að skattbreytingaáformin fengju fram að ganga, en í gær gerðu jafn- aðarmenn endanlega út af við vonir flokksmanna Kohls og hindruðu áformin á þeirri forsendu að skatta- lækkanirnar myndu einungis koma þeim sem betur mega sín til góða og stefndu ríkisfjármálum í hættu. Með þessari hindrunarstefnu sinni taka jafnaðarmenn áhættuna á því að vera sakaðir um að láta hagsmuni flokksins ganga fyrir þjóðarhagsmunum, en virðast veðja á að þessi ásökun muni ekki há þeim í kosningabaráttunni sem framundan er. í skoðanakönnunum að undanförnu hefur SPD ásamt tilvonandi samstarfsflokki, græn- ingjum, verið með 5-8% prósentu- stiga forskot á núverandi stjórnar- flokka, CDU, CSU og FDP. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að hann væri þess fullviss að stjórn landsins myndi flytja aðsetur sitt til Ber- línar 1999 eins og áætlað væri. Þrátt fyrir andstöðu margra við fyrirhugaða flutninga yrði ekki aftur snúið. Kanslarinn lagði í gær fyrsta steininn í grunn nýs húss kanslaraembættisins. Byggingin á að verða tilbúin í árslok 1999, áður en Berlín verð- ur aftur stjórnarsetur Þýska- lands. Samþykkt var með naumum meirihluta á þingi 1991 að flytja aðsetur stjórnarinnar til Berlín- ar, en andstæðingar flutning- anna hafa reynt að fá ákvörðun- inni hnekkt. Nýja húsið mun rísa nálægt þinghúsinu, en endurbót- um á því á að ljúka á næsta ári. Tyrkir ráðast inn í Norður- Irak Diyarbakir, Ankara. Reuter. TYRKNESKAR hersveitir eru komnar að minnsta kosti 50 km inn í Norður-írak eftir innrás fyrr í vikunni. Innrásinni er beint gegn kúrdískum uppreisnarmönnum sem undanfarin 10 ár hafa barist fyrir sjálfstjórn Kúrda í Suðaust- ur-Tyrklandi og notað verndar- svæði Kúrda í Norður-írak sem bækistöð. Hersveitirnar hafa, samkvæmt upplýsingum tyrkneskra yfir- valda, náð til Dohuk sem er höfuð- borg verndarsvæðisins og sett upp farartálma á fjallvegum milli Do- huk og borjgarinnar Zakho við landamæri Iraks. Þá hafa þær fellt a.m.k. 44 uppreisnarmenn og jafnað 10 bækistöðvar þeirra við jörðu. 15.000 manns eru í innrásarliði Tyrkja en við hlið þeirra beijast liðsmenn Demókrataflokks írak- skra Kúrda, KDP, sem styðja stjórnina í Ankara. KDP hefur barist gegn uppreisnarmönnun- um, sem kalla sig Verkamanna- flokk Kúrdistans, PKK, og studdi tyrknesk stjórnvöld í svipaðri inn- rás í maí. Tyrknesk stjórnvöld hafa hindrað aðgang fréttamanna að svæðinu líkt og þau gerðu þá. Stjórnin í Bagdad, sem missti yfirráð yfir norðurhéruðum lands- ins í kjölfar Persaflóastríðsins, hefur fordæmt innrás Tyrkja. Gulldebetkort Traustið er hjá |>ér ábi/rgðm er hjé okkur! Ék Hvað táknar þetta gulldebetkort? Gult debetkort LandsbankaTis táknar traust. Með þátttöku í Vörðunni njóta traustir viðskiptavinir betri fyrirgreiðslu og þjónustu með gulldebetkorti. Hvað segir |>etta gulldebetkort um þig? Þú ert virkur viðskiptavinur og gerir kröfu um að viðskipti þín séu metin að verðleikum. Þú ert traustsins verður. Hvað segir þetta gulldebetkort um batikarm j>irm? Landsbankinn er í viðskiptum hjá þér. Þín viðskipti eru metin að verðleikum og bankinn ábyrgist þig. L Landsbanki íslands Ei-nstaklingsviðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.