Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓSEFÍNA SVANLAUG JÓHANNSDÓTTIR + Jósefína Svan- laug Jóhanns- dóttir fæddist í Þingeyrarseli 1. mars 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jó- hann Jósepsson, fæddur í Grafar- koti, Kirlgu- hvammshreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu, 27. mars 1880, d. 7. júní 1964, og Oddfríður Gísla- dóttir, ættuð af Ströndum. Systkini hennar voru Ásthild- ur Helga, Jakob Þorsteinn, Sigurgeir, Páll Gunnar og Sveinn Björgvin, og ein hálf- systir eldri, sammæðra, Elín- borg Steinunn. Jósefína eign- aðist dóttur 27. janúar 1931, Huldu Ágústsdóttur Guð- mundssonar. Hulda giftist Guðmundi Karls- syni, bifreiðar- stjóra, og eignuð- ust þau tvo syni, Karl, f. 8. janúar 1949, og Ágúst, f. 1. ágúst 1952. Þau fluttu til Banda- ríkjanna og býr Hulda í Kaliforníu en Guðmundur er látinn. Karl giftist bandariskri konu, Karen Atkinson og eignuðust þau þrjú börn, tvær dætur og einn son. Seinni kona Karls er Carol Back. Ágúst er ókvæntur. Jósefína giftist Friðsteini Ástvaldi Friðsteinssyni 1947 og eignaðist þar með sex stjúp- börn og síðan hóp af barna- börnum og barnabarnabörn- um. Útför hennar fór fram 11. ágúst í kyrrþey að hennar ósk. Það er nú hartnær hálf öld síð- an hún Bína okkar kom sem ráðs- kona til föður okkar sem var ný- orðinn ekkjumaður með sex börn, fimm dætur og einn son, sem var jafngamall Huldu, dóttur hennar, sem fylgdi móður sinni sem ól hana upp ein og óstudd með dugn- aði sínum. Bína fór úr góðri vinnu sem matráðskona á Farsóttarhús- inu til þess að taka að sér þetta heimili. Það hefur þurft kjark til þess en af honum hafði hún nóg. Þau giftust síðan einu og hálfu ári seinna og voru í farsælu hjóna- bandi þar til faðir okkar lést 27. júní 1991. Það var jafnan mannmargt á lOc, eins og við kölluðum æsku- heimilið. Mikill gestagangur og stundum skólafólk utan af landi í fæði og húsnæði, oft ættingjar eða vinafólk Bínu, en hún var bóngóð og sérlega gestrisin. Allir voru velkomnir á lOc, vinir okkar bamanna og allir aðrir. Faðir Bínu, Jóhann, bjó síðustu árin í skjóli hennar og var það henni gleðiefni að geta annast hann í ellinni. Hulda dóttir hennar bjó á neðri hæðinni með fjölskyldu sína þar til hún fluttist til Bandaríkj- anna. Fleiri úr fjölskyldunni hófu sinn búskap í húsinu. Má segja að lOc hafi verið miðstöð fjöl- skyldunnar alla tíð. Þegar um hægðist hjá þeim hjónum fór Bína að vinna á Borg- arspítalanum og líkaði það mjög vel og eignaðist þar góða vini. Þau hjónin fóru margar ferðir til Bandaríkjanna til að heimsækja dæturnar og nutu þess í ríkum mæli. Þegar heilsan fór að bila fluttu þau á Hrafnistu í Hafnar- firði og þar leið þeim vel og eign- uðust nýja vini. Þar lést faðir okkar 27. júní 1991. Hún var orðin farin að heilsu og komin í hjólastól en alltaf full áhuga fyrir öllu sem varðaði fjöl- skylduna. Hún átti ánægjulegt sumar. Dæturnar komu báðar í heimsókn frá Bandaríkjunum og voru með henni eins mikið og þær gátu. Hún þurfti ekki að þjást og fékk bestu umönnun sem hægt er að fá. Fyrir það erum við þakkl- átar og einnig að við fengum að vera hjá henni þar til yfir lauk. Við kveðjum hjartkæra stjúp- móður, ömmu og langömmu, með þakklæti fyrir alla umhyggjuna sem hún sýndi okkur alla tíð. Systurnar á Bestó. Amma kom á Bergstaðastrætið fyrir meira en 50 árum þegar afi leitaði til hennar í sinni neyð. Maður í blóma lífsins missir eigin- konu sína frá fímm dætrum og einum syni. Vinnu sinnar vegna gat hann ekki annast heimilið sjálfur, hann var farmaður hjá Eimskipafélaginu lengst af. Var amma honum mikill happafengur sem ráðskona á heimilinu. Seinna tókust með þeim ástir og þau gengu í hjónaband 1947. Amma Bína kom á Bergstaða- stræti og gekk bömunum í móður- stað. Við afkomendumir áttum eftir að njóta gestrisni hennar og umhyggju lengi. Fyrstu ár ævi minnar bjuggum við á jarðhæðinni svo samgangurinn var mikill og náinn. Þegar við afí komum svang- ir úr gömlu sundlauginni í Laugar- dal biðu okkar alltaf tvö bitabox með smurðu brauði og var kæfan frá ömmu í miklu uppáhaldi hjá okkur. Okkar á milli gekk heimili afa og ömmu undir heitinu Hótel Bestó. Það var sama hvenær sólar- hrings þangað var komið, alltaf var smurt brauð og kaffí á boðstól- um og oft trippakjöt sem var henn- ar sérgrein. Enginn fór'frá Berg- staðastræti með tóman maga. Amma vildi líka sjá um allar stórveislur í fjölskyldunni, hvort sem það voru fermingar eða brúð- kaup, og allt gerði hún með svo miklu örlæti og höfðingsbrag að eftir því var tekið. Amma var mikil reglukona og trúrækin var hún líka. Hún sá aumur á þeim sem minna máttu sín og hugsaði jafnan fyrst um aðra áður en hún hugaði að eigin þörfum. Hún var afar félagslynd og fannst fátt skemmtilegra en að syngja. Einstaka sinnum dró hún upp úr pússi sínu litla munn- hörpu sem hún spilaði á og inni í gamla grammófónskápnum átti hún sínar perlur, eins og t.d. Lawr- ence Welk og plötur með banda- rískum sveitasöngvum. Amma og afí voru samrýnd þótt amma léti hann stundum hafa það óþvegið þegar hann, leiður á aðgerðaleysi og fótafúa, fékk sér hálfpott af Silver Fox sér til ánægju. En hún var honum alltaf, eins og okkur afkomendunum, sem heimahöfn og hann kunni sannarlega að meta hana. Farðu í friði, elsku amma, og þakka þér fyrir allt. Barnabörnin. MR í öðru sæti SKAK Linköbing, Svíþjód, 18. —21. scptcmber NORÐURLANDAMÓT SKÓLASVEITA Skáksveit Menntaskólans í Reykja- vík varð í öðru sæti eftir harða keppni við Dani um sigur. HELGINA 19.-21. september fór Norðurlandamót framhalds- skólasveita fram í Linköping í Sví- þjóð. Fulltrúi íslands var að þessu sinni sveit Menntaskólans í Reykja- vík undir stjóm Braga Halldórsson- ar. Sex sveitir tóku þátt í keppn- inni. Ísland, Noregur, Finnland og Danmörk áttu eina sveit hvert, en tvær sveitanna komu frá sænsku gestgjöfunum. Hvert lið var skipað 4 mönnum. Sveit MR skipuðu þeir Bjöm Þorfinns- son, (2 v. af 5) Matthí- as Kjeld, (3 ‘A v. af 5), Davíð Ingimarsson (4 v. af 5) og Oddur Ingi- marsson. (3‘A v. af 5) Varamaður var Agnar Tómas Möller. Danmörk og ísland háðu harða baráttu um gullið. Reyndar tóku Svíar foiystuna í fyrstu umferð þegar Bergaskolan í Eslöv sigraði landa sína í Bránnkyrka frá Arnór Stokkhólmi með 2‘A Björnsson vinningi gegn 1 ‘A. Bergarskolan kom hins vegar lítið við sögu í keppninni eftir það. Lið- ið fékk samtals fjóra vinninga úr næstu fjómm viðureignum og lenti í neðsta sæti. ísland og Danmörk (Árhus Köb- mandskole) tefldu saman í fyrstu umferð og lauk viðureigninni með jafntefli, hvort lið hlaut 2 vinninga. í annarri umferð unnu bæði liðin með 2'A vinningi gegn l'A og í þeirri þriðju með 3 'A vinningi gegn ‘A. Danmörk og ísland vom því hnííjöfn eftir fyrstu þijár umferð- imar. í fjórðu umferð náðu Danir hins vegar hálfs vinnings foiystu þegar þeir sigruðu Eslöv með 3‘A vinningi gegn 'A. í lokaumferðinni gerðu Danimir síðan jafntefli við sænska liðið frá Stokkhólmi. íslend- ingar mættu hins vegar Noregi í lokaumferðinni og sigur í þeirri við- ureign hefði fært þeim gullið. MR varð þó að lokum að sætta sig við skiptan hlut og annað sætið á mótinu, hálfum vinningi á eftir Dönum. Þessi tvö lið höfðu umtals- verða yfirburði yfír önnur lið í keppninni. Lokaúrslitin á mótinu urðu þessi: 1. Árhus Köbmandskole.Danmörku 13'A v. 2. Menntaskólinn í Reykjavík 13 v. 3. Brannkyrka, Svíþjóð 9'/i v. 4. Vardafjell, Noregi 9 v. 5. Tampereen Lyseon Lukio, Finnlandi 8'A v. 6. Bergaskolan, Sviþjóð 67» v. Eins og áður segir var Bragi Halldórsson liðsstjóri íslensku sveit- arinnar. Þess má geta að MR barst góður liðsauki í haust, en flestir sterkustu skákmennimir sem nú em að hefja menntaskólanám gengu til liðs við MR. Sveitakeppni bamaskólasveita fór fram á sama tíma og þar var Hólabrekkuskóli fulltrúi Íslands, en skákstarf í skólanum hefur verið til mikillar fyrirmyndar undanfarin ár. Úrslit urðu þessi: 1. Sturebyskolan, Stokkhólmi 15'A v. 2. Slestadskolan, Linköping 11'A v. 3. Ita-Hakkila, Finnlandi 11 v. 4. Hólabrekkuskóli 8 v. 5. Brattaas, Noregi 8 v. 6. Alkjaerskolen, Danmörku 6 v. Við skulum líta á lag- lega skák úr barna- skólakeppninni: Hvítt: Erik Olsson, Svíþjóð Svart: Guðjón Heið- ar Valgarðsson Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Bd3 - Rbd7 7. Be3 - e5 8. d5 - Re8 9. Rge2 - f5 10. g3? - f4! 11. gxf4 - exf4 12. Bf2 - Re5 13. Rd4 - c5 14. Rb3 - a6 15. Be2 - Rc7 16. Dc2 - b5 17. Rd2 - Hb8 18. 0-0-0 - bxc4 19. Rxc4 - Rb5 20. Rxe5 - Rxc3 21. bxc3 - Bxe5 22. h4? - Da5 23. Kd2 23. - Bxc3+! 24. Dxc3 - Hb2+ 25. Kd3 - c4+! 26. Dxc4 - Bd7 27. Bel - Da3+ 28. Dc3 - Bb5+ 29. Kd4 - Hb4+ 30. Bc4 - Hxc4+ og hvítur gat því 31. Dxc4 - De3 er mát. Auk Guðjóns, sem var á fyrsta borði, tefldu þau Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Knútur Otterstedt og Gústaf S. Björnsson fyrir Hóla- brekkuskóla. Gísli Sváfnisson var fararstjóri. Haustmót TR hefst á sunnudag Haustmót Taflfélags Reykjavík- ur 1997, sem jafnframt er minn- ingarmót um Arnór Bjömsson, hefst sunnudaginn 28. september og lýkur 19. október. Fyrirkomu- lag er hefðbundið, en keppendum verður skipt í flokka með hliðsjón af Eló-skákstigum. Tefldar verða 11 umferðir í öllum flokkum. í efstu flokkunum tefla allir kepp- endur við alla. Neðsti flokkurinn verður hins vegar opinn og þar verður teflt eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn verður 1 ‘A klst. á 30 leiki og síðan 45 mínút- ur til að ljúka skákinni. Umferðir em að jafnaði á sunnudögum kl. 14-18:30 og miðviku- og föstu- dögum kl. 19:30-24:00. Skráning í haustmótið stendur yfír í síma félagsins 568-1690 og er loka- skráning laugardaginn 27. sept- ember til kl. 20:00. Skákstjóm verður í höndum Ólafs S. Ásgríms- sonar. Veitt verða peningaverðlaun í A-flokki kr. 65.000, kr. 35.000 og kr. 20.000. Haustmót Taflfélags Reykjavík- ur er í ár tileinkað minningu Arn- órs Bjömssonar sem lést 25. júní 1996, aðeins þrítugur að aldri. Yngri skákmenn þekkja líklega ekki mikið til Arnórs, en hann var í fremstu röð ungra skákmanna í lok áttunda áratugarins og byijun þess níunda. Segja má að Ámór hafí verið gott dæmi um skákmann sem óx úr grasi í félagsheimili TR á Grensásveginum. Hann tefldi í allflestum unglingamótum félags- ins og þegar hann var orðinn eldri fór hann að blanda sér í baráttu sterkustu skákmanna félagsins. Fyrst vakti Amór athygli þegar hann sigraði á Boðsmóti T.R. 1978, þá aðeins 12 ára gamall. Næstu árin vom viðburðarrík þar sem hann varð Skákmeistari Sleggjubeinsskarðs 1978, skóla- skákmeistari Reykjavíkur í yngri flokki 1979 og tefldi síðan á lands- mótinu í skólaskák sama ár. Amór varð unglingameistari Reykjavíkur 1981, Bikarmeistari T.R. sama ár og sigraði á Landsmóti í skólaskák 1982. Hann vann sér rétt til að tefla í landsliðsflokki með sigri í áskorendaflokki á Skákþingi ís- lands 1982 en nýtti ekki réttinn. Amór fíkraði sig jafnt og þétt upp stigatöfluna og tefldi m.a. í A- flokki á Haustmóti T.R. 1982. Glæsilegasti árangur Amórs er þó án efa sigur hans í opnum flokki á Norðurlandamótinu í skák sem fram fór hér á landi 1981. Einnig má nefna að Amór var sérlega sterkur hraðskákmaður og varð hraðskákmeistari íslands 1984. Hin síðari ár tefldi Amór ekki mikið, enda hafði hann þá snúið sér að öðmm verðugum viðfangs- efnum. Amór hafði þó enn mikinn áhuga á skák og var hann oft gestur á skákmótum og mætti öðm hvom á skákæfíngar. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Tryggingaráð endurskoði reglur um greiðsluþátttöku í sjúkraþjálfun SJALFSBJÖRG, landssamband fatl- aðra, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun þar sem mótmælt er breytt- um reglum Tryggingastofnunar rík- isins á greiðsluþátttöku almanna- trygginga í sjúkraþjálfun: „Nýjar reglur Tryggingastofnun- ar ríkisins um greiðsluþátttöku í þjálfun em orðnar að vemleika þrátt fyrir ábendingar og gagniýni frá þeim aðilum er málið varðar. Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, getur ekki látið hjá líða að mótmæla þess- um nýju reglum. I stað þess að jafna aðstöðumun þeirra sem búa við hreyfíhömlun og gera þeim kieift að hasla sér völi í samfélaginu á jafnréttisgmndvelli, er enn verið að auka á þá álögur. Sjúkraþjálfun er mjög mikilvægur þáttur í lífí margra sem em hreyfihamlaðir og vegur þungt í allri viðleitni þeirra til sjáifs- hjálpar. Sumir þurfa þjálfun í skamman tíma en fyrir aðra er sjúkraþjálfun varanlegur hluti af líf- inu. Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra mótmælir þeirri útgjaldaaukn- ingu sem örorkulífeyrisþegar verða fyrir í nýju reglunum. Núna verða þeir að greiða sjö þúsund krónur á hveiju ári fyrir þjálfun sem áður var þeim að kostnaðarlausu. Sjálfsbjörg vill einnig benda á að nýju reglumar koma mjög harkalega niður á þeim sem hafa vinnu og verða jafnframt að vera í sjúkraþjálfun til að við- halda sinni vinnufæmi. Hér er verið að tala um þá sem hafa lækkað í örorkumati við það að vera á vinnu- markaði. í stað þess að vera örorku- lífeyrisþegar með 75% örorkumat er örorkumat þeirra lækkað í 65% með tekjutengdan bótarétt örorku- styrkþega að hámarki kr. 10.640 á mánuði úr almannatryggingakerf- inu. Margir í þessum hópi þurftu ekki að greiða fyrir þjálfun áður en standa nú frammi fyrir vemlegum útgjöldum á hveiju ári fyrir lífstíð. Þessi útgjöld geta numið allt að fímmtíu þúsund krónum á ári. Launatekjur þessa fólks þurfa því að hækka um áttatíu og íjögur þús- und á ári, eða sjö þúsund krónur á mánuði. Það segir sig sjálft að þetta dæmi gengur ekki upp. Stór hluti þessa hóps er einungis í hlutastarfí og getur ekki bætt við sig vinnu vegna sinnar fötlunar. Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra skorar á tiyggingaráð að end- urskoða nýju reglumar hið fyrsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.