Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell VIÐ afhendingu bjartsýnisverðlauna Breste í gær. Frá vinstri: Olafur Ragnar Grímsson, Karolína Lárusdóttir, Peter Broste og Vigdís Finnbogadóttir. Heilbrigðisráðuneytið svarar gagn- rýni á flutning lungnasjúklinga Stefnt að fimmtíu milljóna spamaði Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Enginn hefur tilkynnt þátttöku ENGINN hefur enn tilkynnt skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins um þátttöku í prófkjöri flokksins vegna borgarstjórnarkosning- anna, en prófkjörið fer fram 24. og 25. október. Margir eru hins vegar að hugsa málið og línur varðandi framboð eru smám sam- an að skýrast, samkvæmt upplýs- ingum skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. Kjartan Magnússon, blaðamað- ur og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjörinu og stefnir ap því að ná aðalsæti á listanum. í tilkynningu frá stuðningsmönnum hans kem- ur fram að Kjartan hefur verið varaborgarfulltrúi frá árinu 1994 og situr í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, heilbrigðisnefnd, húsnæðisnefnd og jafnréttis- nefnd. Þá kemur fram að Kjartan hafi gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi til dæmis verið formað- ur Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, 1991-93 og hafi stýrt borgar- málahópi félagsins síðustu miss- eri. Júlíus gefur ekki kost á sér Þá hefur Júlíus Hafstein ákveð- ið að gefa ekki kost á sér í próf- kjörinu, en hann var borgarfull- trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar til á yfirstandandi kjörtímabili. Hann sagði að margir hefðu haft samband við hann og hvatt hann til að gefa kost á sér. „Eftir að hafa skoðað þetta nokkuð vel og vandlega finnst mér aðstæður vera þannig að það sé ekki nægi- legur áhugi hjá mér til þess að taka þátt í prófkjöri,“ sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið. Þá hefur verið rætt við Ágústu Johnson, sem rekur Stúdíó Ág- ústu og Hrafns, um að hún gefi kost á sér í prófkjörinu. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið stungið upp á þessu við sig og hún væri að hugsa málið. Karolína verðlauna- hafí Bröste KAROLÍNA Lárusdóttir myndlist- armaður fékk í gær afhent bjart- sýnisverðlaun Braste við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu og tók hún við verðlaununum, um 500.000 kr., úr hendi herra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Is- lands. Þetta er 17. árið í röð sem verðlaunin eru veitt íslenskum listamanni sem þykir sýna atorku og bjartsýni í starfi sínu. Fyrir verðlaunaafhendinguna sagði frú Vigdis Finnbogadóttir, sem situr í dómnefnd Broste verð- launanna, að Karolína Lárusdóttir væri mikill og góður listamaður sem hefði aldrei gleymt því að hún væri íslensk þrátt fyrir að hafa lengst af ævi sinni dvalið erlendis. „Það er líka eins og hún hafi aldr- ei farið frá íslandi, því að í mynd- um hennar er íslenskt landslag og íslenskt fólk,“ sagði Vigdís og beindi orðum sínum að Karolínu. „í ljósi þess að í myndum þínum, svo undurfallegum, er allur þessi gáski, öll þessi gleði, eru þér veitt í dag bjartsýnisverðlaun Broste." Karolína sagðist eftir móttöku verðlaunanna vera mjög þakklát fyrir auðsýndan heiður. „Og mér þykir ekkert eins dýrmætt og bjartsýnin, sem við öll þurfum á að halda, ölium stundum," sagði hún. „ÞESSI hugmynd kemur meðal ann- ars til af þeirri kvörtun frá sjúkra- húsunum að illa gangi að útskrifa fólk í endurhæfingu eða á hjúkrun- arheimili að lokinni bráðameðferð. Mjög margir sjúklingar bíða eftir slíkum úrræðum og því er þessi hugmynd sett fram,“ segir Kristján Erlendsson, læknir og skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, vegna gagnrýni frá SÍBS á fyrirhugaðan flutning lungnasjúklinga frá Vífils- stöðum á Landspítala. Hugmynd heilbrigðisyfirvalda er að á Vífilsstöðum verði eingöngu hjúkrunarsjúklingar, að þeir verði fluttir frá Landspítalanum og við það losni rúm fyrir lungnasjúklinga frá Vífílsstöðum. Stjóm SÍBS telur flutninginn óheppilegan og að varla verði rúm fyrir þessa sjúklinga á Landspítalanum því þótt einhver rúm losni, muni þau vera dreifð um allan spítalann. Kristján Erlendsson segir að nú sé á Vífilsstöðum bráða- þjónusta við lungnasjúklinga og göngudeildarþjónusta fyrir lungna- og ofnæmissjúklinga auk slíkrar þjónustu sem veitt sé á heilsuvernd- arstöðinni. Ætlunin væri að sam- ræma þá þjónustu jafnframt því sem útskrift væri auðvelduð. Hann segir það framkvæmdaatriði á Landspítal- anum hvemig rúm sem losna við flutning sjúklinga af mörgum deild- um verði færð saman. Göngudeild flutt á Landspítalalóð „Sé það rétt að milli 40 og 60 sjúklingar á Landspítalanum bíði eftir að komast í hjúkrunar- eða endurhæfingarþjónustu má losa þar rúm og þannig má segja að höfð verði skipti á sjúklingahópum og Vífilsstöðum þar með breytt í hjúkr- unarheimili," segir Kristján og segir hann jafnframt gert ráð fyrir að göngudeild lungnasjúklinga verði líka flutt á Landspítalalóðina eða nágrenni hennar og verið sé að leita húsnæðis fyrir hana. Kristján segir að ná megi umtalsverðum sparnaði með því að vista sjúklinga á ódýrari hátt en á bráðasjúkrahúsi og er stefnt að því að ná um 50 milljóna króna spamaði með þessum tilfærsl- um. Segir ummæli * Amunda út í bláinn PÁLL Vilhjálmsson, einn eigenda Lesmáls ehf., segir þau ummæli sem höfð voru eftir Ámunda Ámundasonar í Morgunblaðinu í gær, að sala á rekstri Lesmáls til Perluútgáfunnar ehf. sé þjófnað- ur á eignum fyrirtækisins, séu fullkomlega út í bláinn. „Ef þetta væri merkilegri papp- ír þá myndi ég biðja lögfræðing að kíkja á þetta, en ég nenni því ekki einu sinni,“ sagði Páll í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég held að allir sem hafa minnstu þekkingu á Ámunda taki ekki mark á honum. Hann er lepp- ur í öllu þessu spili, hann á engan hlut þarna, hann er enginn máls- aðili. Hann er búinn að fá vilyrði fyrir því að fá að kaupa þetta en þá verður það bara að fara eftir formlegum reglum sem félög starfa eftir. Ef hann vill kaupa þennan hlut í Lesmáli þá er það allt í sóma, en þá er hann að kaupa samning milli Lesmáls og Perluútgáfunnar,“ sagði Páll. Tók niðri undan Kambanesi STÁLBÁTURINN Garðar II frá Höfn í Hornafirði tók niðri suður undan Kambanesi skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð út en skömmu seinna var tilkynnt að bátur- inn væri kominn af skerinu og lítill leki væri að honum, þannig að aðstoð Landhelgis- gæslunnar var afturkölluð. Um hálftíma eftir að Garð- ar tók niðri var hann kominn að bryggju á Stöðvarfirði og í gær var svo landað úr hon- um á Fáskúðsfirði. Að því loknu var ætlunin að fara með hann í slipp á Seyðis- firði, þar sem skemmdir verða kannaðar, að sögn Axels Jónssonar skipstjóra, en hann taldi þær ekki alvar- legar. 11 CÍ1 CC9 1 97Í1 k l/AHHMARSSON, FRflMKUÆMOflSTJÚR1 ODl I luU'UUL | u/U JÓHANMÞÓRÐflRSON,HRL.LÖGGILTURFflSTEIGNASflll. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Grandahverfi — hagstæð eignaskipti Glæsileg rishæó rúmir 140 fm næstum fullgerð. Skipti æskileg á minni eign t.d. í nágrenninu. Einstakt tækifæri. Tilboð óskast. Sogavegur — sólrík sérhæð — bílskúr Efri hæð 6 herb. um 150 fm. Allt sér. Sólsvalir. Innb. bílsk. Mikið út- sýni. Jilboð óskast. í vesturborginni — skipti æskileg Nljög stór 4ra herb. íbúð tæpir 120 fm á 4. hæð í lyftuhúsi. 3 stór svefnherb. Skipti æskileg á minni eign helst í nágrenninu. Tilboð óskast. Neðri hæð — tvíbýli — bflskúr/vinnukj. Sólrík neðri hæð neðst í Seljahverfi um 90 fm. Sérinng. Sérhiti. í kjallara fylgja tvö rúmg. herb. Góður bílskúr með vinnukjallara. Sér- stakt tækifæri. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Fjársterkir kaupendur óska eftir: Sérbýli — einbylishúsi eða raðhúsi f borginni eða á Nesinu á einni hæð frá 110—200 fm. Skipti möguleg. Einnig staðgreiðsla í boði. 2ja—5 herb. íbúðir í Laugarnesi/nágrenni. Skipti möguleg. 2ja—3ja herb. þjónustuíbúð í borginni. 4ra—5 herb. ibúð eða hæð í vesturborginni. Skipti möguleg. Opið í dag kl. 10—14. Opið mánud.—föstud. kl. 10—12 og kl. 14-18. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Jafnréttísmáli vísað frá vegna formsatriða Strassborp. Morgunblaðið. JAFNRETTISMAL voru meðal um- ræðuefna á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í liðinni viku. Lagt hafði verið til að stofna nefnd um jafn- rétti kvenna og karla í stað vinnu- hóps sem starfað hefur tímabundið. Eftirvænting ríkti um niðurstöðuna en ekki kom til atkvæðagreiðslu í gærmorgun. Málinu var vísað frá eftir umræður á þeim forsendum að ekki væru nógu margir þingmenn í salnum til atkvæðagreiðslu. „Þetta ber vitni um málefnalega fátækt," segir Ólafur Öm Haralds- son alþingismaður sem þátt tók í umræðunum,, að vísa svona framf- aramáli frá vegna formsatriða. Evr- ópuráðið er vettvangur mannréttinda og þessi þáttur þeirra er sérstaklega brýnn í löndum Austur-Evrópu sem nýlega eru gengin í ráðið. Og vitan- lega þurfum við hin að huga miklu betur að jafnrétti kvenna og karla.“ Ólafur Örn benti á það í ræðu sinni að engin kona verður meðal 40 leið- toga Evrópuráðslandanna sem hitt- ast í Strassborg eftir hálfan mánuð. Hann sagði að jafnréttismál þyrftu meira vægi í þinginu, það yrði íönd- unum hvatning til að taka sig á. Nú væri þessum málaflokki dreift á ýmsar nefndir ráðsins þannig að engin þeirra sinnti því sem skyldi. Lára Margrét Ragnarsdóttir var meðal þeirra sem studdu tillögu breska íhaldsmannsins Davids Atk- inson um að láta telja í salnum. Hún segir það ekki þýða að hún sé því mótfallin að Evrópuráðið vinni að jafnréttismálum með enn markviss- ari hætti en nú, þetta hafí verið spurning um að fórna annarri mikil- vægri nefnd fyrir þessa. Það sé nefnd um almannatengsl og lýðræði, ein- mitt fyrir Austur-Evrópulöndin. Þingnefndirnar íjórtán í ráðinu kosti mikið og óvíst hvort hægt hefði ver- ið nú að bæta þeirri fimmtándu við. Ólafur Öm segir að þetta hafí ekki verið spurning um kostnað. Hann bætir við að sumar yngri þing- konumar ekki hafa viljað jafnréttis- nefnd, þær séu á þeirri línu að konur geti bjargað sér sjálfar og þurfi ekki sérstaka meðhöndlun. Eldri starfs- systur hans segi frekar að góður vilji hafi dugað ailtof skammt það verði að grípa til ákveðinna aðgerða. Mar- grét Frímannsdóttir, sem einnig var í íslenska þingmannahópnum, segir það ótrúlegt sem rússnesku þing- mennirnir héldu fram: Málflutningur þeirra hefði gengið út á nauðsyn þess að hlúa að heimili og fjölskyld- um með því að hafa konur heima í barnseignum og uppeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.