Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Hjördís Eyþórsdóttir og Curtis Cheek gestir á opna Hornafjarðarmótinu HJÓNIN Hjördís Eyþórsdóttir og Curtis Cheek verða gestir á opna Homafjarðarmótinu, sem haldið verð- ur helgina 26.-27 september nk. Þau eru fyrstu atvinnuspilaramir í brids sem spila á Hornaflarðarmótinu og era meðal stigahæstu bridsspilara Bandaríkjanna á þessu ári. Peningaverðlaunin era samtals 410 þúsund krónur auk þrennra humar- verðlauna og tvennra ferðavinninga. Kostnaðarhliðin er 3.500 krónur í keppnisgjald og fyrir þá sem þurfa að fljúga kostar það 7.500 krónur og gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur er 5.900 krónur með morgunmat. Skráningu í mótið lýkur 25. sept- ember. Mótið hefst kl. 16 á föstudag og mótslok eru áætluð kl. 19 á laugar- dag. Spilaður er barometer og ræðst spilaflöldi og spilaform að öðra leyti af þátttökunni. Bridsfélag Kópavogs FIMMTUDAGINN 18. september hófst hausttvímenningur félagsins, 22 pör spiiuðu Mitchell þijú spil milli para tíu umferðir. Kvöldskorin: N/S: GuðbjömÞórðarson-StefánR.Jónsson 298 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 288 Bemódus Kristinsson - Birgir Jónsson 284 A/V: Þröstur Ingimarsson - Ragnar Jónsson 336 Guðmundur Pálss. - Guðmundur Gunnlaugss. 320 Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 309 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 22. september lauk fyrstu keppni vetrarins hjá félaginu, en það var Mitchell-tvímenningur þar sem tvö bestu kvöidin af þremur giltu til verðlauna. Og eins og í slíkri keppni getur farið gerðist það að þeim tveim- ur pöram, sem hvað vænlegasta stöðu höfðu fyrir kvöldið, gekk illa og misstu bæði af fyrsta sætinu. En röð efstu para þetta umrædda kvöld varð sem hér segir: N/S: Jón Gíslason - Gísli Hafliðason . 199 Högni Friðþjófsson - Einar Sigurðsson 183 Hulda Hjálmarsdóttir - Ragnar Hjáimarsson 178 A/V: GuðmundurMagnúss. -ÓlafurÞ. Jóhannsson 217 GuðniIngvarsson-SigurðurSiguijónsson 188 Halldór Stefánsson - Valdimar Axelsson 173 Samanlögð stig til verðlauna era hins vegar þannig: Guðmundur Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannsson 427 Ásgeir Ásbjömsson - Dröfn Guðmundsdóttir 397 AtliHjartarson-Ingvarlngvarsson 388 Verðlaun fyrir þetta mót verða af- hent á næsta spilakvöldi, sem er mánudaginn 29. september, en þá hefst hið árlega tvímenningsmót til minningar um Þórarin Andrewsson og Kristmund Þorsteinsson, sem verð- ur þriggja kvölda keppni. Spilað er að vanda í félagsálmu Haukahússins við Flatahraun og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Bikarkeppni Suðurlands 1997-1998 Skráningarfrestur vegna bikar- keppni Suðurlands í sveitakeppni er til föstudagsins 17. október 1997. Síð- asta vetur tóku 12 sveitir þátt í mót- inu og vonast er til að þær verði enn fleiri í ár. Stefnt er að því að 1. um- ferð verði lokið hinn 23. nóvember nk. Eins og áður greiða sveitir aðeins keppnisgjald fyrir þá leiki sem þær spila. Keppnisgjald er 1.800 kr. á sveit á umferð. Þátttaka tilkynnist til Guðjóns Bragasonar, hs. 487-5812, eða vs. 487-8164. Málþing um óhefðbundar lækningar Er til lækning við krabbameini? Á Hótel Loftleiðum í dag, laugardaginn 27. september 1997, frá kl. 13.00 - 17.00 Fjallað verður um „aðra valkosti” við meðhöndlun krabbameins, og nýja valkosti til heilbrigðis. Frummœlendur verða: Þorsteinn Barðason Einar Þorsteinn Ásgeirsson Sigrún Ólsen Jóhanna L. Viggósdóttir Ævar Jóhannesson Guðrún Óladóttir Þorsteinn Njálsson Hallgrímur Þ. Magnússon Selma Júlíusdóttir Máiþingið er öllum opið. Verð aðgöngumiða kr. 600.- K0MPUDAG4R Oklair vantar kompudót Góðir tekjumöguleikar TAKMARKAÐ PLÁSS PÓMTUKABÍÍMI U 5*1 30 30 KOIAPOKTIÐ Opið laugaróoga og lunnudaga Id. 11-17 ..í KOLAPORTINU um helgina Það era Kompudagar um helgina og kompudótið flæðir um básana. Mikil sala hefur verið á kompu-dótiað undanförnu, en frekar lítið fram- boð. Þessvegna hefur ágóði hjá sölu- aðilum farið hækkandi. Sláðu til, taktu til í Mundu að henda engu því að í Kolaportinu liefur komið í Ijós að "eins manns drasl er annars manns fjársjóður" I DAG skák Umsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp í undan- rásum Evrópukeppni skákfélaga um síðustu helgi. Alexander Chernin (2.640), Merkur Versicher- ungen, Graz, Austurríki, var með hvítt og átti leik, en John Van der Wiel (2.525), S.V. Panfox, Hol- landi hafði svart. 17. Rf6+! (17. Bfl! var einnig sterkt) 17. - Kh8 (Svartur tap- ar drottning- unni eftir 17. - gxf6 18. Bfl+) 18. Bfl - Dxb2 (Fórnar drottningunni í örvæntingu, en bæði 18. - Dc6 19. Db3 og 18. - Db4 19. Bc4! virð- ast litlu betri leiðir) 19. Dxb2 - Hxf6 20. Dxf6! - gxf6 21. Bc4 - Be6 22. Bxe6 - Ra6 23. Ke2 - Rc5 24. Bxf5 - Hd8 25. Hg3 og Hollendingurinn gafst upp. Heimaliðið Slough frá Englandi sigraði í riðlinum eftir harða keppni við Merkur. Úrslitaviðureign- inni lyktaði 3 'A-2 7a. í sig- ursveitinni voru þeir Speel- man, Adams, Lalic, Miles, Kosten og Summerscale. Um næstu helgi, 3.-5. október, mun Hellir keppa í einum undanrásariðli Evr- ópukeppninnar. HVÍTUR leikur og vinnur. YELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags íFrrraim Banná spilakassa MÉR finnst að það ætti að banna að hafa spila- kassa á íslandi. Þessir spilakassar eyðileggja líf fólks, því að fólk eyðir öllum sínum fjármunum í þessa vitleysu. Fólk ætti að hugsa um bömin sín sem lenda í spilaköss- um. Börn og unglingar lenda í þessu og það virð- ist ekki vera farið eftir reglum um aldurstak- mörk. Björgvin. Fyrirspurn ERU lögregluþjónar ekki á gangi í miðbænum á kvöldin og næturnar þegar hleypt er út af skemmtistöðum? Þá virð- ast flestar líkamsárásir eiga sér stað. Mér datt þetta í hug því sl. helgi veitti maður tveimur stúikum hnífsstungu í miðbænum og sam- kvæmt fréttum þurfti sú sem var lífshættulega slösuð að skreiðast á lög- reglustöðina með árásar- manninn á hælunum. Margrét. Myndavél týndist KONICA-AF880, svört í grárri tösku, týndist 27. ágúst á leiðinni Hvols- völlur - Landmanna- laugar. Uppl. í síma 568-6804 eftir kl. 19. Oskilamunir í Tónabæ STARFSFÓLK Tóna- bæjar, sem vora með leikjanámskeið í Tónabæ í sumar, vill koma þeirri ábendingu til foreldra þeirra bama sem voru á námskeiði í sumar að þar liggur mikið af óskila- munum, fatnaði og þess háttar. Hægt er að vitja munanna í Tónabæ alla virka daga kl. 15-18 og síminn þar er 553-5935. Dýrahald Læða týndist í Hafnarfirði GULHVÍT og svört 11 ára gömul læða týndist frá Garðavegi 12, Hafn- arfirði, sunnudaginn 21. september. Þeir sem hafa orðið varir við kisu hafi samband í síma 555-2298. BRIPS Umsjón Guómundur Páll Arnarson EFTIR skamma umhugsun lagði sagnhafi upp í öðrum slag með þeim orðum að hann vildi ekki móðga mót- heija sína með því að spila svo einfalt spil til þrautar: Norður ♦ 632 f DG4 ♦ ÁD654 ♦ 62 Suður ♦ ÁK8 f 8 ♦ K82 ♦ ÁKDG109 Samingurinn var sex iauf. Vestur kom út með smátt hjarta og austur drap gosa blinds með ás og spil- aði litlu hjarta til baka. Það var í þessari stöðu sem sagnhafi lagði upp. Var það tímabært? AV héldu ekki. „Tígullinn fellur ekki,“ sögðu þeir í kór og heimtuðu slag á spaða. „Nú, jæja,“ svaraði suð- ur. „Kannski var ég full fjótur á mér, því ég gaf mér þá forsendu að vestur ætti hjartakóng. Ef það er rétt, er spilið borðleggjandi, hvemig sem tígullinn ligg- ur.“ AV hreyfðu engum andmælum, en biðu eftir skýringu. „Ég trompa hjartað, tek öll trompin og hendi tveim- ur spöðum og tígli úr borði. Spila svo tígulás og kóng: Norður ♦ 6 f D ♦ D6 ♦ - Suður ♦ÁK8 f- ♦ 8 ♦ - Ef vestur á tígullengdina tek ég ÁK í spaða og þvinga hann í rauðu litunum. Eigi austur tígulvaldið getur hann aðeins verið á tveimur spöðum. Þá spila ég tígli á drottningu og neyði vestur tíl að henda spaða. Spaðaáttan verður þá úrslitaslagurinn. Getum við nú tekið næsta spil?“ HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... ATHYGUSVERÐ umræða fer nú fram um framtíðarskipu- lag Miðhálendis íslands í tengslum við svæðisskipulagstillögu sem ligg- ur frammi til umsagnar og athuga- semda. Sú umræða virðist raunar hafa farið hægt af stað því umsagn- arfrestur um skipulagstillöguna rennur út eftir rúmar tvær vikur. Þegar rætt er um framtíðar- skipulag Miðhálendisins má í stór- um dráttum segja að þar takist á sjónarmið náttúruverndar og nýt- ingar, hvort skipulagið eigi að vera verndunarskipulag eða landnýting- arskipulag, og einnig sýnist sitt hveijum um með hvaða hætti stjórnsýsla á Miðhálendinu eigi að AÐ HEFUR komið fram síð- ustu daga að sumum finnst skipulagstillagan ganga allt of langt í verndunarátt. I stað þess að ganga út frá landþörf atvinnu- starfsemi og endurskoða hana síðan út frá vemdunarsjónarmiðum geri tillagan ráð fyrir að hálendið sé skipulagt meira og minna sem verndarsvæði þar sem mannvirki séu tínd inn í sem minnstum mæli. Með slíku verndunarskipulagi sé verið að takmarka um of eða hrein- lega loka á framtíðarnýtingu orku- auðlinda, því raunin sé sú að þegar vemdarsvæði hafi verið fest í sessi sé erfitt, eða nánast útilokað, að koma fram breytingum á skipulagi sem heimili nýtingu. Og það sé ekki hlutverk þeirrar kynslóðar sem nú lifir að taka þessar ákvarðanir fyrir komandi kynslóðir. Aðrir hvetja til mikillar varkárni í nýtingu Miðhálendisins og telja helstu auðlind hálendisins felast í ósnortinni náttúru. Skipulagið eigi að miða við að sem minnst sé hrófl- að við þessu svæði og því skilað þannig í hendur afkomenda okkar, sem myndu ekki kunna okkur mikl- ar þakkir fyrir að leggja stór svæði undir mannvirki sem þjóna stundar- hagsmunum okkar. Síðari kynslóðir geti svo tekið sínar ákvarðanir í ljósi aðstæðna sem við sjáum ekki fyrir, enda sé auðveldara að nota strok- leður til að breyta skipulagi en loft- pressu til að brjóta niður stein- steypu. J r V V V MYND sem tekin var af nýbök- uðum íslandsmeisturum í knattspyrnu þar sem þeir slökuðu á í heitum sundlaugarpotti eftir átök úrslitaleiksins og birtist í íþróttablaði Morgunblaðsins fór fyr- ir bijóstið á mörgum, ekki síst þeim sem starfa fyrir íþróttahreyfínguna og leggja áherslu á forvarnargitdi íþrótta. Einn leikmaðurinn var nefnilega með bjórdós í höndunum. Hvað svo sem bjórdósin var að gera með leikmönnunum í heita pottinum er það alveg víst að íþróttir og áfengi fara ekki vel saman og óþarfí að hafa hana fyrir þeim sem for- varnarstarfið beinist að, unga fólk- inu. 4 I Á 4 Cj ’Ú % c. c c i 1 c 5 I I I I ( I I ( I (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.