Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 43 BRÉF TIL BLAÐSINS Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju Frá prestum Akureyrarkirkju: VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst næstkomandi sunnudag, 28. september. Það verður fjölbreytt og er það von sóknarnefndar, presta og starfsfólks að flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Sóknarnefnd Akureyrarsóknar gerði fyrir nokkrum mánuðum samning við dr. Sigurð Árna Þórð- arsonar, verkefnisstjóra safnaðar- uppbyggingar á Biskupsstofu, um að hann ynni með forsvarsmönn- um sóknarinnar að safnaðarupp- byggingu í Akureyrarsókn. Safn- aðaruppbygging er það verkefni sem þjóðkirkjan kaus að sinna í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Verður byijað á því að huga að barnastarfinu en löng og góð hefð er fyrir miklu starfi fyrir börn í Akureyrarsókn. Má segja að þegar sé farið að líta inn í næstu öld í Akureyrarkirkju með því að leggja áherslu á að sinna þeim sem koma til með að mynda kirkjuna þá. Margvíslegt safnaðarstarf Barnastarf verður með hefð- bundnum hætti kl. 11 á sunnudög- um en þar verður þó boðið upp á ýmsar nýjungar. Undanfarin ár hafa foreldrar fjölmennt í kirkju á sunnudagsmorgnum og stundum verið fleiri fullorðnir við bama- messuna en í hinni almennu messu eftir hádegið. Reynt verður að koma til móts við þessa þróun með því að efna til tveggja samvera fyrir fullorðna fram að jólum með- an sunnudagaskólinn er. Þá verða sérstakar stundir fyrir eldri og yngri börn í sunnudagaskólanum, opið hús þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og farið í heim- sókn á dvalarheimilið Hlíð. Mömmumorgnar hafa verið fastur liður í vetrarstarfi Akur- eyrarkirkju undanfarin ár. Þeir eru í Safnaðarheimilinu kl. 10 til 12 hvern miðvikudag yfir vetrartím- ann og eru opnir ungum bömum og foreldrum af báðum kynjum, þrátt fyrir heitið. Fyrsti mömmu- morguninn verður miðvikudaginn 1. október. Nú er að heíjast 50. starfsár Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju, en það var stofnað 19. október 1947. Stór hluti félaganna verður á landsmóti æskulýðsfélaga sem haldið verður í Vatnaskógi 17. til 19. október næstkomandi. Af- mælisins verður m.a. minnst við guðsþjónustu í Akureyrarkirkju 16. nóvember og sama daga verð- ur hátíðarfundur í félaginu. Fund- ur í félaginu verða í kapellu kirkj- unnarhvern sunnudagkl. 17 nema annað sé auglýst. Fermingarundirbúningur hefst í kapellu Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 1. október kl. 16 og 17. Farið verður í ferðalag með börnin, líkt og undanfarin ár. Vetrarstarf Bræðrafélagsins hefst með fundi eftir messu 5. október næstkomandi en ætlunin er að hafa fundina fyrsta sunnu- dag í hveijum mánuði. AKUREYRARKIRKJA. Fyrsti fundur kvenfélagsins á þessum vetri verður í Safnaðar- heimili 9. október næstkomandi kl. 20.30, en þar er mikið starf framundan. Biblíulestrar verða á mánudags- kvöldum í vetur í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar héraðs- prests. Lesnir verða kaflar úr Metteusarguðspjalli. Lestrarnir hefjast kl. 20.30. Fundir hjá Samhygð verða ann- an hvern fimmtudag í vetur í Safn- aðarheimilinu. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir á fundi samtakanna. Þróttmikið kórastarf er í Akur- eyrarkirkju. Kór Akureyrarkirkju hefur æfíngar á þriðjudagskvöld- um, raddæfingar á fimmtudögum og messuæfmgar á sunnudögum. Stjórnandi er Björn Steinar Sól- bergsson, organisti kirkjunnar, og formaður kórsins er María Ketils- dóttir. Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju hefur þegar hafið sitt vetrarstarf, en hann æfir á fimmtudögum. Stjórnandi er Jón Halldór Finnsson en Sigríður Ell- iðadóttir annast raddþjálfun. Samvera eldri borgara hefur verið haldin reglulega í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju yfir vetr- artímann og verður á sínum stað á komandi vetri. Við Akureyrarkirkju starfar Listvinafélag og er markmið þess að styðja og efla listastarfsemi við kirkjuna og vinna að auknum tengslum kirkju og lista. Stjórn félagsins fundar fyrsta laugardag hvers mánaðar. Helgihald verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Almennar messur verða kl. 14 á sunnudög- um. Fjölskyldumessa verður kl. 11 fyrsta sunnudag í aðventu. Fyrirbænamessur verða kl. 17.15 á fimmtudögum. Fyrsta laugardag verða í hveijum mánuði verða hádegistónleikar í kirkjunni og eftir þá boðið upp á línuvænan hádegisverð í Safnaðarheimili. „Sopi og spjall" er heiti á samveru- stundum sem verða eftir guðsþjón- ustur 28. septmber og 23. nóvem- ber. Þar er sopið kaffi undir spjalli um prédikun dagsins. Sóknarbörn á öllum aldri eru hvött til að fylgjast með því sem á döfinni er. Vinnum öll saman að því að gera safnaðarstarfið í kirkjunni lifandi og fjölbreytt. Prestarnir ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Organleikari Bjarni Jónatans- son. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 vegna fermingarbarna. Prestur sr. Jakob Á. Fljálmarsson. Organleikari Bjarni Jónatansson. Þess er vænst að fermingarbörn og foreldrar þeirra komi til guðsþjónustunnar. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Eirný Ásgeirsdóttir o.fl. Messa kl. 11. Prestur sr. Hall- dór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Unglingakór Hallgrímskirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigur- björnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. ÁRBÆJARKIRKJA: Almenn guðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Ath. breyttan tíma barnastarfs. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fundur með foreldrum fermingar- barna að lokinni guðsþjónustu. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Léttur hádegisverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnastarf á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogs- kirkju. Umsjón Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Engja- skóla. Umsjón Signý og Sigurður H. Kór Engjaskóla syngur undir stjórn Viktors Guðlaugssonar. Guðsþjónusta kl. 14. Prédikun sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Vigfús ÞórÁrna- son. HJALLAKIRKJA: Almenn guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson þjónar. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Organisti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Að lokinni guðsþjónustu verður farið í safn- aðarferð undir leiðsögn Jóns Böðv- arssonar. M.a. verður farið um Kópavog og Hafnarfjörð og til Bessastaða. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SEUAKIRKJA: Krakkaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Ólafur W. Finns- son. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvik: Guðsþjónusta kl. 14. Svava Kr. Ingólfsdóttir syng- ur gospeltónlist. Fimmtudag kl. 19.30 fundur kvenfélagsins. Organ- isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Al- menn samkoma og barnastundir á MESSUR Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? (Matt. 22) morgun kl. 17. Ræðumaður Helgi Gíslason, æskulýðsfulltrúi. Upp- hafsorð: Sigvaldi Björgvinsson. Söngur Laufey Geirlaugsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfia: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Lars Lornér frá Svíþjóð. All- ir hjartanlega velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag ki. 10 og fimmtudag kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar- dag og virka daga messa kl. 7.15. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavik: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30 ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Elsabet Daníelsdóttir talar. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sigurður Rúnar Ragn- arsson guðfræðinemi prédikar. Barnastarfið hefst í safnaðarheimil- inu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteins- son. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almenn- an safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskólinn í kirkjunni á sama tíma, yngri og eldri deild. Prestur sr. Hans Markús Hafsteinsson. Fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra í kirkjunni kl. 20. BESSAST AÐAKIRKJ A: Sunnu- dagaskóli kl. 13. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. GRAM Á GJAFVERÐI BJÓÐUM 2(1 GERÐIR GRAM KÆLISKÁPA | /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskólar í kirkju og Strandbergi, Hvaleyrarskóla og Setbergsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kvöldmessa með léttri sveiflu kl. 20.30. Þorvald- ' ur Halldórsson söngvari stýrir söng. Léttsveit leikur tónlist með léttri sveiflu. Sigurður Flosason, saxófón, Tómas R. Einarsson, bassa, Kjartan Guðnason, trommur og Gunnar Gunnarsson, píanó. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Edda Möller. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organ- ^ ista. Hlévangur: Helgistund kl. 13.30. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Guðsþjón- usta kl. 14. Barn borið til skírnar. Kór kirkjunnar leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti Frank Herlufs- en. Prestur sr. Hans Markús Haf- steinsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn og verið með frá byrjun. Guðsþjón- usta kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einars- son. STRANDAKIRKJA, Selvogi: Messa kl. 14. Rúta fer frá Grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum kl. 14. Jón Ragnarsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Kl. 11 sunnudagaskólinn. Ath. Messufall vegna héraðsfundar Kjal- arnesprófestsdæmis sem haldinn er í Grindavík. Kl. 20.30 KFUM & K Landakirkju, unglingafundur. HOLTSPRESTAKALL í Önundar- firði: Barnamessa í Flateyrarkirkju kl. 11.15. Fyrsta barnaguðsþjón- ustan í vetur. Börnunum kenndar bænir, sálmar og ritningarvers til veganestis. Áhersla lögð á helgi stundarinnar. Öll börn í Önundar- firði velkomin, ásamt feðrum sínum og mæðrum, öfum og ömmum og/eða öðrum aðstandendum og velunnurum. Sr. Gunnar Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag, laugardag, kl. 11. Sigurður Grétar Sigurðsson stjórn- ar. Fjölskylduguðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Dval- arheimilið Höfði: Messa kl. 12.45. Björn Jónsson. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14.00 Svava Kr. Ingólfsdóttir syngur gospeltónlist. Fimmtudag ki. 19.30 fundur Kvenfélagsins I Í| LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGINN 28. SEPTEMBER KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU KOMDU OG SKOÐAÐU VERKIN í GALLERÍ FOLD, RAUÐARÁRSTÍG, í DAG FRÁ KL. 10.00 TIL 18.00, OG Á MORGUN FRÁ KL. 12.00 TIL 17.00. SELD VERÐA YFIR 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK ELDRI MEISTARANNA ART GALLERY Rauöarárstíg Sfmi 551 0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.