Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 35 GUÐJÓN SIGURÐUR JÓNSSON + Guðjón Sigurð- ur Jónsson fæddist hinn 10. janúar 1902 á Mos- felli í Mosfellssveit. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 18. sept- ember síðastliðinn. Guðjón Sigurður var sonur hjónanna Jóns Jónssonar, f. 5. september 1873, d. 29. nóvember 1918, bónda í Helgadal, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, f. 8. september 1874, d. 12. september 1948. Guðjón var næstelstur af sextán systkinum. Þau eru: Ragna Jónína, f. 30. nóv. 1900, d. 25. sept. 1903. Kristín, f. 10. feb. 1903, d. 27. sept. sama ár. Ragna Jónína Kristín, f. 6. maí 1904, d. 25. sept. 1992, gift Magnúsi Guðmundssyni, bónda á írafelli í Kjós og víðar. Sig- ríður Anna, f. 12. ág. 1905, d. 22. júlí 1985, starfsstúlka í verksmiðjunni Álafossi, síðar í Reykjavík, ógift og barnlaus. Haukur, f. 20. ág. 1907, d. 6. júlí 1981, afgreiðslumaður í Mjólkurstöðinni í Reykjavík, giftur Friðborgu Guðjónsdótt- ur. Lilja, f. 4. okt. 1908, d. 12. des. 1929, verksmiðjustúlka á Álafossi, síðar í Reykjavík, ógift og barnlaus. Hjörtur, f. 8. nóv. 1909, d. 12. des. 1957, ráðsmaður á Hvanneyri, giftur Margréti Runólfsdóttur. Karl, f. 7. jan. 1911, d. 20. maí 1988, afgreiðslumaður í Reykjavík, ógiftur og barnlaus. Sverrir, f. 18. apríl 1912, d. 17. desem- ber 1982, starfsmaður í Kassa- gerð Reykjavíkur. Grímar, f. 11. okt. 1913, d. 27. maí 1980, kaupmaður í Reykjavík, giftur Guðríði Guðjónsdóttur, barn- laus. Sæunn B., f. 14. des. 1914, d. 26. mars 1990, verslunar- maður í Reykjavík, ógift og barnlaus. Hjördís, f. 22. jan. 1916, gift Hallgeiri Elíassyni, trésmið í Reykjavík. Ólafur, f. 17. ág. 1917, vélaviðgerðar- maður í Reylgavík. Andvana tvíburar, fæddir og dánir í lok nóvember 1918. Guðjón Sigurður (Sigurður í Helgadal) fluttist í Helgadal vorið 1905 þá þriggja ára gamall. Hann fór snemma að vinna að bústörfum á heimili foreldra sinna. Eftir fráfall föður síns þegar hann var á sautj- ánda ári annaðist hann búreksturinn ásamt móður sinni, þar til hann tók við jörðinni árið 1927. Guðjón Sigurður kvæntist 16. júlí 1927 Guð- laugu Einarsdóttur, f. 2. ágúst 1900 á Norður-Reykjum í Mos- fellssveit, d. 26. júlí 1949. Þau eignuðust einn son, Einar Jón, f. 8. febrúar 1938. Einar Jón er kvæntur Ernu Pálsdóttur. Einnig ólu þau hjónin upp frá 6 ára aldri Huldu Þor- steinsdóttur, en hún hafði áður verið hjá Ingibjörgu móður Guðjóns frá átta vikna aldri. Árið 1929 tóku þau annað fóst- urbarn Birgi Guðmundsson, sem var hálfbróðir Huldu. Hulda var hjá þeim hjónum til 17 ára aldurs, en Birgir þar til hann var 16 ára. Hinn 26. maí 1950 gekk Guðjón Sigurður að eiga seinni konu sína, Jónínu Kristínu Magnúsdóttur frá Hofi í Dýra- firði, f. 14. apríl 1916, d. 6. nóvember 1982. Hún átti fyrir soninn Evert Kristjón Ingólfs- son, f. 29. okt. 1947. Hann er kvæntur Elínu B. Njálsdóttur og á fimm börn. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Þuríði, f. 28. september 1950. Hún er gift George McNeill og eiga þau tvo syni. Guðjón Sigurður brá búi í Helgadal árið 1966 og fluttu þá hjónin að Laugarbóli í Mos- fellssveit. Hann hóf um það leyti störf við Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi, við smíð- ar og önnur störf. Árið 1970 fluttust þau í Kópavog og þar hefur Guðjón Sigurður búið síðan, en síðustu æviárin hefur hann verið á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð þar í bæ. Útför Guðjóns Sigurðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ODDFRIÐUR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR + Oddfríður Ragnheiður Jónsdóttir fæddist 25. júní 1913 á Efri- Núpi í Fremri- Torfustaðarhreppi í Miðfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram 22. september. Okkur bræðurna langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar Oddfríðar sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. september síðastliðinn. En hún veiktist skyndilega og lést stuttu síðar. Hún hafði dvalið á Elliheimilinu Grund síðustu fjórtán árin. En síðustu þijú árin var amma búin að vera blind. Alltaf þegar við komum til ömmu vildi hún fá að frétta af því sem var að gerast í fjölskyldunni. Við dáðumst að lífs- krafti þínum og gleði og einnig að því hvað þú varst seig að geta komið með okkur upp í sumarbú- stað þótt þú værir al- veg blind en þú varst svo ánægð að hafa komist með okkur og minntist þess oft þegar við komum til þín. En nú munum við bræð- urnir sakna þín mjög mikið því að þú varst okkur svo góð. Og þú áttir alltaf eitthvað gott til að stinga upp í okkur. Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (Matt. Jochumsson) Guð geymi þig, elsku amma. Guðmundur Ingiberg og Oskar Leifur Arnarssynir. MIIMNINGAR í dag kveðjum við ljúfan vin, Guðjón Sigurð Jónsson frá Helga- dal í Mosfellsbæ. Ég var 11 ára er ég kom fyrst í Helgadal eftir skóladag með vinkonu minni, Þur- íði dóttur Sigurðar. Sem lítil stúlka man ég hvað allt var snyrtilegt og fágað, hvort sem var innandyra eða utan, hjá þeim hjónum Sigurði og Kristínu heitinni, sem alltaf var kölluð Lillý. Þuríður flutti búferlum til Skot- lands með George manni sínum eftir brúðkaup þeirra árið 1970. Þótt hafið hafi skilið okkur að þá hafa vinaböndin ekki rofnað. Hvorki við Þuríði og fjölskyldu né við þau hjónin Sigurð og Lillý, en það höfum við alltaf kallað þau. Þau létu sig alltaf miklu varða hvernig ég hafði það. Ekki breytt- ist það eftir fráfall Lillýjar, en þá hafði ég stofnað fjölskyldu. Sigurð- ur hélt áfram að fylgjast með okk- ur og uppvexti barna okkar. Sigurður var rólegur og fágaður maður sem hélt reisn sinni vel. Hann var ungur er hann missti föður sinn og tók þá við búi með móður sinni, elstur í stórum barna- hóp. Þá var torfbær í Helgadal. Sigurður lagði mikinn metnað í að byggja upp jörðina og átti hann mörg handtökin þar sem annars staðar. Er hann brá búi fór hann að vinna í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, þar sem hann vann við smíðar í nokkur ár. Sigurður var sístarfandi og sat aldrei auðum höndum þar til heilsan brast. Eftir að hann varð að hætta í Áburðar- verksmiðjunni fyrir aldurs sakir dundaði hann sér við smíðar heima við. Ég á eftir hann kistil sem hann smíðaði sem er mér afar kær. Hann smíðaði þá nokkra og einnig skemla, dyttaði að húsgögn- um og er aðdáunarvert að sjá hvað handbragðið er gott. Hann munaði ekki um, þótt hann væri orðinn 85 ára gamall, að grafa fyrir sum- arbústað og byggja með syni sínum og tengdadóttur í Dalnum. Eftir að Sigurður brá búi í Helgadal fluttist hann að Lauga- bóli í Mosfellsbæ, þar sem hann bjó í nokkur ár. Þaðan fluttist hann að Borgarholtsbraut 25 í Kópavogi og síðan í Hamraborg 20. Þar bjó hann þar til hann fluttist á Kópa- vogsbraut la til vinkonu sinnar, Áslaugar Magnúsdóttur. Áslaug var þá heilsulítil, en hann hlúði að henni af ástúð og hjartahlýju. Þeg- ar hún fór á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð fór hann daglega til hennar, hlúði að henni og passaði upp á að henni yrði ekki kalt. Honum var það mikið f mun. Svo kom að því að hann sjálfur fór til dvalar að Sunnuhlíð og eftir mikla baráttu fékk hann að sofna svefn- inum langa. Elsku Sigurður. Það var ljúft að fá að kynnast þér. Hlýjuna finn- um við áfram hjá dóttursyni þínum, Magnúsi, sem okkur er afar kært að fá að hafa hjá okkur í vetur á meðan hann sækir nám við Háskól- ann. Elsku Þuríður, Einar, Ebbi og Hulda. Við sendum ykkur og ijölskyldum ykkar samúðarkveðj- ur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku vinur, hvíl í friði og takk fyrir allt. Helga, Ásbjörn og börn. + RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR frá Valadal, Skagafirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 26.september, Gissur Jónsson, Valdís Gissurardóttir, Jón Gissurarson, Friðrik Gissurarson, Kristján Gissurarson, Stefán Gissurarson, Þórarinn Marteinn Friðjónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG ELÍN ELÍASDÓTTIR frá Hallbjarnareyri, áður Sæviðarsundi 13, lést fimmtudaginn 25. september 1997. Bjarni Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Svanhildur Gunnarsdóttir, Sturlaugur G. Filippusson, Valgerður Gunnarsdóttir, Jón B. Guðmundsson, María Gunnarsdóttir, Árni Haildórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ODDNÝ JÓNA KARLSDÓTTIR, frá Kollsvík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 26. septem- ber síðastliðinn. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristján J. Guðmundsson, Benedikt E. Guðmundsson. + Eiginkona mín, GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR frá Sandlæk, Sólvallagötu 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum að kvöldi 25. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Karl Jóhann Guðmundsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Uppsalavegi 4, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag, laugardaginn 27. september, kl. 14.00. Hermann Þór Aðalsteinsson, Auður Þórunn Hermannsdóttir, Sigurður V. Olgeirsson, Hera Kristfn Hermannsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Jón Hermannsson, Helga Gunnarsdóttir, Kristján Hermannsson, Sofffa Örlygsdóttir, Guðrún Helga Hermannsdóttir, Pálmi Jakobsson, Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför ÁSLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR. Magnús Guðmundsson, Kristinn J. Arndal og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.