Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens WH4' ARE YOU HIDIN6 UNPER YOUR BED? Af hveiju ertu að fela þig Skólinn byrjar undir rúminu þínu? næstu viku ... í Þú faldir þig undir rúmi í fyrra en það stoðaði ekk- ert... Eg er núna... leiknari BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 DÓMKIRKJAN Safnaðarlífið í Dómkirkjunni Frá sr. Hjalta Guðmundssyni og Jakobi Ágústi Hjáimarssyni: NÚ ER að hefjast vetrardagskrá Dómkirkjunnar í Reykjavík. Safn- aðarlífið þar byggir á ríkum hefð- um og mótast mest af helgihald- inu. Almenn guðsþjónusta er kl. 11 sérhvem helgan dag allan árs- ins hring í hinni öldnu kirkju. Þar er flest með hefðbundnum hætti, virðulegt og vandað. Dómkórinn sem er í fremstu röð kóra í landinu syngur við guðsþjónusturnar undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. Dómkirkjuprestarnir skiptast á um messumar sína helgina hvor. Sr. Hjalti Guðmundsson stendur dygg- an vörð um hefðirnar en sr. Jakob Agúst Hjálmarsson er jafnan með altarisgöngur sem hafa færst í aukana með árunum eftir óskum um persónulega þátttöku og til- beiðslu af hálfu margra þeirra sem kirkju sækja. Þetta er undirstrikað í flestöllum guðsþjónustum með aukinni þátttöku leikmanna í fram- kvæmd helgisiðanna, ritningar- lestri og bænagjörð. Síðdegisguðs- þjónustur á sunnudögum kl. 14 markast af tilefnum og eru með fjölbreyttu sniði. Þegar svo stendur á eru þær skírnarguðsþjónustur, stundum fyrir fermingarbörnin, aldraða, í léttari dúr fyrir fjölskyld- una alla, annars bænaguðsþjón- ustur. Hádegisbænir eru á miðvikudög- um kl. 12:10 og léttur málsverður á eftir. Þangað sækir fólk sem vinn- ur í miðborginni og hefur mótað með sér þægilegt samfélag, ber uppi bænir hvert annars og spjallar margt undir borðum. Félagsstarf er burðarás í starfi kirkjusafnaða. Safnaðarfélagið heldur mánaðar- lega hádegisfundi á sunnudögum með fræðsluerindum og er félagið öllum opið. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar starfar að samfé- lagseflingu og líknarstörfum og heldur reglulega fundi. Sunnudagaskóli fyrir börn er í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, á sunnudögum kl. 11. Tilval- ið er fyrir foreldra að sækja guðs- þjónustu í kirkjunni á sama tíma eftir að hafa fylgt börnunum til samfélags við sitt hæfi þar sem söngur, frásögur og brúðuleikur miðla þeim fagnaðarerindinu. Samverustundir eru í Safnaðar- heimilinu fyrir 11-12 ára á þriðju- dögum kl. 16:30 og fyrir börn 9-10 ára á fimmtudögum kl. 17:15. Þar er dagskrá við hæfi eldri barna og lögð áhersla á skap- andi starf og upplifun. Barna- starfið og leikskólaheimsóknir eru í umsjá Auðar Ingu Einarsdóttur, guðfræðinema. Fermingarbörnin hittast annan hvern laugardag kl. 10 og nú fyrst laugardaginn 27. september. Samvera fyrir foreldra og lítil börn (mömmufundir) er í Safn- aðarheimilinu á þriðjudögum kl. 13:30-16 með spjalli og stuttum fræðsluþætti. Helgistundir fyrir aldraða eru í Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu 7 fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 10:30. Opið hús fyrir alla aldursflokka er í Safnaðarheimilinu á fimmtu- dögum frá kl. 14-16, veitingar við hóflegu verði eru í boði og ýmis- legt á dagskrá. Sóknarnefnd held- ur mánaðarlega fundi. Formaður er Auður Garðarsdóttir, varafor- maður og safnaðarfulltrúi Marinó Þorsteinsson. Viðtalstíma sína hafa prestarnir í Safnaðarheimilinu kl. 11:30-12: 30 alla virka daga. Síminn er 562 2755. Nánari upplýsingar gefa kirkjuhaldarinn Júlíus Egilson og Guðrún Ólafsdóttir kirkjuvörður í kirkjunni, sem er opin alla virka daga kl. 10-18. Síminn þar er 551 2113. HJALTI GUÐMUNDSSON, JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON, dómkirkjuprestar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.