Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 34
* 34 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þjónusta við aldraða - hver borg-ar hvað? AÐ UNDAN- FÖRNU hefur mikið verið rætt og ritað um fjármál aldraðra. Á aðalfundi Landsam- ’ taka aldraðra í maí sl. var m.a. til umfjöllun- ar greiðsluþátttaka aldraðra í þjónustu sem sérstaklega er ætluð öldruðum og skipting kostnaðar milli ríkisins, sveitar- félaga og aldraðra sjálfra. Um skiptingu verk- efna milli ríkis og sveitarfélaga er varð- ar þjónustu við aldr- aða sérstaklega er kveðið á um í lögum um málefni aldraðra frá 1989. Samkvæmt lögunum ber TÞ' ríkinu að annast fjármögnun stofnanaþjónustu við aldraða, s.s. hjúkrunarheimili, dvalarheimili, dagvistun og heimahjúkrun aldr- aðra sem veitt er frá heilsugæslu- stöðvum. Sveitarfélög annist hins vegar opna öldrunarþjónustu sem m.a. er félags- og tómstundastarf og félagsleg heimaþjónusta, s.s. heimilishjálp og heimsendur mat- ur. Kostnaður við rekstur öldrun- arþjónustu er þannig fjármagnað- ur með skatttekjum ríkissjóðs og útsvarstekjum sveitarfélaganna en einnig með umtalsverðum tekjum frá öldruðum sjálfum, þeim er þjónustunnar njóta. Hlutur þjón- ustuþeganna er mismikill eftir því hvaða þjónustu um er að ræða. Á meðfylgjandi töflum má sjá hvernig greiðsluhlutdeild í þjón- ustu við aldraða skiptist hlutfalls- lega milli þessara þriggja aðila. Það sveitarfélag sem hér um ræð- ir er Reykjavík þar sem undirrituð þekkir best til. Byggt er á meðaltalskostn- aði á hveija einingu miðað við árið 1996 þar sem niðurstöðu- tölur þess árs liggja nú fyrir. Heildarkostnaður Reykj avíkurborgar vegna heimilis- hjálparinnar á árinu 1996 var rúmar 379 milljónir króna. Á móti þessum kostnaði komu tekjur frá þjón- ustuþegum er numu rúmum 20 milljónum króna eða um 5,3%. Gjaldskrá fyrir heim- ilishjálp í Reykjavík gerir ráð fyrir að einstaklingur með tekjur um- fram 56 þúsund kr. á mánuði greiði fyrir heimilishjálp kr. 218 á klukkustund (var 209 kr. 1996). Hann greiði þó aldrei hærri upp- hæð en sem nemur 75% af tekjum umfram 56 þúsund kr. á mánuði. Samsvarandi tekjuviðmiðun fyrir hjón eru 83.000 kr. á mánuði. Þegar hlutur aldraðra er skoð- aður í stofnanaþjónustu er hér litið svo á að bætur almannatrygginga, ellilífeyrir og tekjutrygging, séu þær tekjur sem íslenska ríkið tryggir hveijum þeim er náð hefur 67 ára aldri og tryggður eru skv. iögum um almannatryggingar, hvort heldur hann býr á stofnun eða í eigin húsnæði. Heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót eru rétt- indi sem falla niður við það að við- komandi flytur á stofnun. Hin síðari ár hefur öldrunar- þjónusta í vaxandi mæli verið fjár- mögnuð með greiðsluþátttöku frá öldruðum sjálfum. Margt bendir tii þess að sú þróun muni halda Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Tafla I. Þjónusta: Eining: Reykjavík: Þjónustuþesri: Samtals: Heimilishjálp: Klukkustund: 451 kr. (68%) 209 kr. (32%) 660 kr. Heimsendur matur: 1) Einn matarbakki: 151 kr. (26%) 420 kr. (74%) 571 kr. Heitur hádegisv.: 2) Einn málsverður: 54 kr. (14,5%) 320 kr. (85,5%) 374 kr. Akstursþjónusta: 3) Ein ferð heiman/heim: 276 kr. (48%) 300 kr. (52%) 576 kr. 1) Hér er dreifingarkostnaður meðtalinn í meðalverði. 2) Heitur hádegisverður seldur í félagsmiðstöð. Dreifingarkostnaður ekki meðtalinn. 3) Kostnaður vegna akstursþjónustu er breytilegur eftir heimaþjónustuhverfi. Útreikningur byggir á kostnaði félags- og þjónustumiðstöðvarinnar við Bólstaðarhlið 43. Tafla II. Þjónusta: Eining: Ríkið: Þjónustuþegi: Samtals: Dagvistun- 4) Einn dagur á dagvist: 1.674 (77%) 500 (23%) 2.174 Heimahjúkrun: 5) Vitjun: 100% Dvalarheimili: 6) Dvalargjald á mánuði: 48.285 (54%) 41.295 (46%) 89.580 Hjúkrunarheimili: 7) Dvalargjald á mánuði: 174.465 (81%) 41.295 (19%) 215.760 4) Hér er tekið daggjald Dagvistar aldraðra við Dalbraut 21-27, sem Reykjavíkurborg rekur. 5) Meðalkostnaður á vitjun í heimahjúkrun á árinu 1996 lá ekki fyrir, en allur kostnaður vegna heimahjúkrun- ar greiðist af ríkissjóði. 6) Miðað við 30 daga mánuð og daggjald kr. 2.986 á dag. Einstaklingur með ellilífeyri og tekjutryggingu, kr. 41.295 á mánuði og aðrar tekjur innan við kr. 28.093 sem eru þær aðrar tekjur sem hann má hafa áður en hann fer að taka frekari þátt í greiðslu dvalarkostnaðar á dvalarheimilinu. Ellilífeyrir og tekjutrygg- ing hans frá almannatryggingum ganga upp í dvalarkostnaðinn og verða þannig hluti af því daggjaldi sem Tryggingastofnun greiðir viðkomandi dvalarstofnun. Hafi hann aðrar tekjur en bætur almannatrygg- inga umfram kr. 28.093 á mánuði hækkar greiðsluhiutfall hans í daggjaldinu en hlutfall ríkisins lækkar. 7) Hér er gengið útfrá 30 daga mánuði og meðalhjúkrunargjaldi þriggja hjúkrunarheimila í Reykjavík eins og það er gefið upp í fjárlögum ársins 1997. Föst fjárlög umreiknuð í daggjald. Við það að einstaklingur flyst á hjúkrunarheimili til Iangdvalar falla bætur hans frá almannatryggingum niður. Hér er þó litið á óskertan ellilifeyri og tekjutryggingn sem hlut hans í hjúkrunargjaldinu. Tekjuviðmið annarra tekna hjá íbúum á hjúkrunarheimili eru kr. 22.570 á mánuði frá 1. september sl. Fjárlög gera ráð fyrir að aðrar tekjur umfram þessa upphæð megi reikna sem sértekjur viðkomandi heimilis er virki til lækkunar fram- lags ríkisins. áfram. Okkar bíða viðamikil verk- efni í uppbyggingu öldrunarþjón- ustunnar hér á landi þó margt hafi áunnist á undanförnum árum. Þessi verkefni kosta umtalsverðar fjárhæðir. Það er einnig ljóst, að það að aðhafast ekkert, mun einn- ig hafa kostnað í för með sér, þó þeirri spurningu hafi ekki verið svarað, hve mikill sá kostnaður kynni að verða. Meðal vestrænna þjóða hefur það verið metnaðarmál að byggja upp fjölbreytilega þjónustu við aldraða. Leitast er við að hafa skipulag þjónustunnar með þeim hætti að öldruðum gefist tækifæri til að velja mismunandi leiðir til að mæta sannanlegri þörf fyrir þjónustu. Forsenda þess að aldrað- ir geti við slíkar kringumstæður valið sér þá þjónustu sem til boða stendur er að þeir hafi ráð á að færa sér hana í nyt. Ef svo fer sem horfir að öldruðum verði ætl- að að taka í vaxandi mæli beinan Brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra er, að mati Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, skýr stefnumörkun stjórn- valda sem felur í sér áætlun til 15-20 ára. þátt í greiðslu kostnaðar við öldr- unarþjónustu er hætt við að lítið sitji eftir ef kjarabætur sem vinn- ast þeim til handa eru umsvifa- laust teknar aftur með sköttum og tekjutengingum. Þá verður til lítils að tala um valkosti í öldrun- arþjónustu. Nýlegar rannsóknir sýna að skipulag þjónustunnar við aldraða, samsetning hennar og innbyrðis tengsl hafi meiri áhrif á kostnað við heilbrigðisþjónustu en hækk- andi hlutfall aldraðra af heild- aríbúafjölda. Markviss fjármála- stýring getur í þessum málaflokki sem öðrum verið áhrifaríkt tæki til að ná fram hagræðingu við skipulag og stjórnun þjónustunnar og skynsamlegri nýtingu úrræða. Þá gætir áhrifa lögmáls framboðs og eftirspurnar einnig á þessum markaði. Markviss fjármálastýr- ing kallar á skýrari stefnumörkun yfirvalda. Yfirlýst markmið kalla á viðeigandi aðgerðir. Að því er varðar stefnumörkun í málefnum aldraðra eru 4-5 ár of stuttur tími. Skýr stefnumörkun yfirvalda sem felur í sér áætlun til 15-20 ára er núna eitt brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra. Höfundur eryfirmaður öldrunarþjónustudeildar Félagsm&lastofnunar Reykja víkurborgar. Reikiheilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Hmðfá þátttakendur út ^ úr slíkum námskeiðum? * Læra að nýta sér orku til að lœkna sig (meðfœddur eiginleiki hjá öllum) ogleða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvœgi. 4f- Lœra að beita hugarorkunni á jákvœðan og uppbyggilegan hátt, í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. * Lœra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið i Reykjavík: 7.-9. okt. 1. stig, kvöldnámskeið. 11. -12.okt. I. stig, helgarnámskeið. l4.-16.okt. II. stig, kvöldnámskeið. Sáttmálinn. Hamingju og hugrœktarnámskeið. 4.-5. okt., helgarnámskeið, Jyrri hluti. 12. -14. nóv., kvöldnámskeið, seinni hluti. Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Brúðhjón Allnr borðbiinaður Glæsileg gjdíavara Briíðarhjóna listar ýr,i//rX\\svV VF.RSL UNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Skipulega unnið að málefnum fatlaðra í framhaldsskólum MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá menntamálaráðuneytinu: „í fréttatíma Stöðvar 2 þriðju- daginn 23. september sl. var frétt og viðtal við Jón Snorrason um að tveimur fötluðum drengjum hafi verið neitað um skólavist í Borgarholtsskóla nú í haust. 25. september birtist síðan í Morgun- blaðinu grein eftir foreldra þessara drengja þar sem efast er um að fatlaðir nemendur njóti jafnréttis á við aðra til skólagöngu í fram- haldsskóla. Gerð er athugasemd um að þroskaheftum og fjölfötluð- um nemendum standi aðeins til boða tveggja ára nám á fram- haldsskólastigi meðan aðrir nem- LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomin sending EINKAUMBOÐ P.P0RGRÍMSS0N & G0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 endur hafi tækifæri á að stunda nám mun lengur. Varðandi lengd náms fyrir þroskahefta er það stefna ráðu- neytisins að byggja upp heildstætt tveggja ára nám í framhaldsskóla fyrir þá áður en ákvörðun er tekin um lengra nám. Brautir á fram- haldsskóla eru allt frá hálfu ári til fjögurra ára og því mjög mis- munandi hve nemendur eru lengi í skólanum. Það fer því víðs fjarri að nám á öllum brautum taki fjög- ur ár. Sem betur fer hafa fatlaðir nemendur í auknum mæli sótt í framhaldsskólanám. Eftir að grunnskólinn var fluttur til sveit- arfélaganna hefur verið ákveðið að allir nemendur ljúki þar skóla- göngu við 16 ára aldur og fari þá í framhaldsskóla ef hugur þeirra stendur til þess. Þetta á við um fatlaða nemendur eins og aðra. Framlög til kennslu fatlaðra nem- enda í framhaldsskólum hafa auk- ist jafnt og þétt á síðustu árum og hafa t.d. nálega þrefaldast frá árinu 1994. Jafnframt hefur fjár- framlag til Fullorðinsfræðslu fatl- aðra aukist úr 52 milljónum í 72 milljónir á sama tíma. Það er því ljóst að þessi málaflokkur hefur verið efldur verulega síðustu ár. í mörgum framhaldsskólum hafa verið stofnaðar deildir fyrir fatlaða nemendur og þar sem fjöldi þeirra gefur ekki tilefni til stofnun- ar sérstakrar deildar hafa nemend- ur fengið stuðning og sérkennslu. í Reykjavík hafa þroskaheftir nemendur verið í Öskjuhlíðarskóla til 18 ára aldurs hingað til. Á þessu varð breyting nú í haust og hófu flestir nemendur sem voru í 10. bekk í Öskjuhlíðarskóla nám í Borgarholtsskóla. í framtíðinni er ráðgert að a.m.k. tveir framhalds- skólar í Reykjavík bjóði fram nám fyrir þroskahefta nemendur. Það fer eftir fjölda þeirra sem útskrif- ast úr 10. bekk grunnskólans á svæðinu. Það er stefna ráðuneytisins að framhaldsskólinn geti tekið á móti öllum nemendum sem útskrifast úr grunnskóla eins og kveðið er á um í lögum. Að þessu er unnið m.a. með gerð nýrrar aðalnámskrár sem nú er unnið að. Þar er m.a. gert ráð fyrir námskrám fyrir þroskahefta nemendur. Hvað varðar skólavist þessara tveggja drengja sem gerð var að umtalsefni í ofannefndu sjónvarps- viðtali og í greininni í Morgunblað- inu taldi ráðuneytið að búið væri að finna lausn sem ásættanleg væri fyrir alla aðila. Komið hefur í ljós að svo er ekki og mun ráðu- neytið því á næstu dögum reyna að leysa það mál í samvinnu við aðstandendur drengjanna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.