Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FLUGSLYS í INDÓNESÍU 234 fórust meö Airbus A-300 þotu indónesíska flugfélagsins Garuda skammt frá Polonia flugvelli viö borgina Medan á eynni Súmötru. Vélin var á leið frá Jakarta á eynni Jövu. Airbus A300B4 Vélin hrapaöi í fjalllendi þegar hún var þaö bil 45 km suður af flugvellinum um Fregnir herma að mikil loftmengun frá skógareldum hafi verið við Medan, en flugvöllurinn var opinn og skyggni 500—600 metrar Airbus-verksmiðjurnar afhentu Garuda-flugfélaginu vélina í nóvember 1982. Síöan hefur henni veriö flogiö í yfir 26.950 flugtíma. Indlandshaf 1000km Medan Suður Kína- haf Jakarta REUTERS Garuda axlar „fulla ábyrgð“ Jakarta. Reuter. ÆTTINGJAR farþega sem fórust bresta í grát við að sjá nöfn ættingja á farþegalista þotu Garuda-flugfélagsins. SUHARTO, forseti Indónesíu, hefur fyrirskipað rannsókn á orsökum slyssins í gær, er Airbus A-300 þota Garuda-flugfélagsins fórst og með henni 234 farþegar og fluglið- ar. Supandi, framkvæmdastjóri flugfélagsins, sagði á fréttamanna- fundi á flugvellinum í Jakarta í gær að Garuda bæri „fulla ábyrgð. Við erum algerlega miður okkar vegna þess sem gerst hefur í dag.“ Supandi sagði að flugfélagið myndi sjá ættingjum þeirra, er fór- ust með Airbusvélinni, fyrir fari til Medan. Talið er að flestir þeirra sem voru um borð í vél Garuda hafi verið Indónesar, en vitað er að um borð var einnig fólk af öðrum þjóð- ernum. Garuda er í eigu indónesíska rík- isins og er eitt stærsta flugfélagið í Suðaustur Asíu, með um 60 flug- vélar, Boeing, McDonnell Douglas, Airbus og Fokker. Indónesía sam- anstendur af um 17,500 eyjum og samgöngur byggja að mestu leyti á flugi. Alþjóðlegir sérfræðingar í flugmálum hafa þó oft gagnrýnt staðla sem miðað er við í þjálfun og viðhaldi í flugi á eyjunum. Fokker F-27 fórst skömmu eftir flugtak í borginni Bandung á eynni Jövu í júlí og með henni 30 manns. Eldur kom upp í Douglas DC-10 þotu í eigu Garuda eftir að fiug- menn hennar hættu við flugtak í Fukoka í Japan í júní 1996. Þrír fórust og 99 slösuðust. Sérfræðingar vara við áhrifum skógarelda í Indónesíu Geta valdið mikl- um náttúruspjöllum Sin^apore. Reuter. DYRALÍFSSÉRFRÆÐINGAR Kasparov og Dimmblá „Úrslita- • ^ »íí einvigi hafnað London. The Daily Telegraph. LÍKLEGT er að ekkert verði af þriðja einvígi Garys Kasparovs, heimsmeistara í skák, og Dimmblárrar, tölv- unnar sem sigraði hann fyrr á árinu. Tölvufyrirtækið IBM, sem á Dimmblá, hefur tilkynnt að það ætli ekki að taka áskorun Kasparovs um „úrslitaein- vígi“ í náinni framtíð. Ka- sparov, sem sigraði í fyrsta einvíginu, brást reiður við þeim tíðindum og sagði tölvu- fyrirtækið vilja „hætta meðan það hefur vinninginn“. Talsmaður IBM í New York sagði að skákferli Dimmblárrar væri lokið þar sem nota ætti hana við ný rannsóknarverkefni í læknis- fræði, hagfræði og lyfjafræði. sögðu í gær að skógareldarnir í Indónesíu og reykmengunin af völd- um þeirra gætu valdið miklum nátt- úruspjöllum í Suðaustur-Asíu og stefnt fjölskrúðugu dýralífi þar í mikla hættu. „Ég tel að mannkynið hafí ekki séð neitt þessu líkt í mjög langan tíma,“ sagði Rizal Roy, sérfræðing- ur hjá Náttúrulífsfélagi Malaysíu. Eldamir hafa eyðilagt um 600.000 hektara af skóglendi á eyjunum Borneo og Sumötra. Þeir hafa þó ekki náð til regnskóga sem eru heimkynni nokkurra af sjald- gæfustu fuglum jarðarinnar, svo sem paradísarfuglsins sem er orð- lagður fyrir mikið fjaðraskrúð karl- dýrsins. Þar eru einnig heimkynni dýra eins og hins stóra mannapa órangútansins. 011 fæðukeðjan í hættu Roy sagði að reykmengunin væri þegar farin að hafa áhrif á býflugur, sem framleiða minna hunang og fræva færri tré og plönt- ur, en það hefur síðan áhrif á ávaxta- og jurtaætur í dýraríkinu. „Eldarnir drepa skordýr,“ sagði Ron Lilley, fulltrúi náttúruverndar- samtakanna World Wildlife Fund í Jakarta. „Þegar skordýrin glatast, drepast fuglarnir og skriðdýrin sem lifa á þeim og þetta hefur áhrif á alla fæðukeðjuna." Lilley sagði að hluti vandans fælist í því að erfítt væri að afla upplýsinga um ástandið á svæðinu, enda er það á meðal afskekktustu svæða heims. Því gæti það tekið vísindamenn mörg ár að rannsaka til fullnustu hvaða áhrif skógareld- arnir hafa. Roy sagði að fílar, tígrisdýr og ýmis hjartardýr væru hugsanlega í hættu. Prímatarnir í framskógum Indónesíu væru í mestri hættu allra stóru dýranna á Sumötra og Borneo. Umhverfisverndarsinnar í Evr- ópu hvöttu í gær þjóðir heims til að taka höndum saman til að af- stýra stórfelldu umhverfisslysi í Suðaustur-Asíu vegna skógareld- anna. Heilbrigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna (WHO) kvaðst hafa sent sérfræðinga til að meta ástandið í Indónesíu. Stofnunin hefur ennfremur sent 150.000 grímur handa börnum sem eru í hættu vegna loftmengunarinnar í Suðaustur-Asíu. Frakkar hafa einnig sent um- hverfissérfræðinga til Malaysíu og finnskir og sænskir sérfræðingar hafa aðstoðað við slökkvistarfið í Indónesíu. Þá hafa Japanir séð In- dónesum fyrir slökkvibúnaði. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að margir útlendingar hefðu flúið frá Malaysíu vegna loftmeng- unarinnar. Þarlend yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í Sarawak- ríki á Borneoeyju þar sem mengun- in er langt yfír hættumörkum. Bílslys á Indlandi ÓTTAST er að 37 manns hafi látist er fólksflutningabíll fór út af brú og féll í ána Krishna í Andhra Pradesh fylki á Ind- landi í gær. Áin er í miklum vexti og tveimur tímum eftir að slysið varð var einungis vitað til þess að þrír af 40 farþegum hefðu komist í land. Deilur Slóvaka og Ungverja LÖGMAÐURINN sem rak mál Slóvakíu gegn Ungverja- landi fyrir Alþjóðadómstóln- um í Haag sagðist í gær von- ast til þess að ríkin gætu kom- ist að skynsamlegu samkomu- lagi. Dómstóllinn kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að Ungveijaland og Slóvakía hafi bæði brotið samkomulag frá 1977 um byggingu sam- eiginlegrar stíflu í Dóná. Sam- kvæmt úrskurði dómstólsins gerðu báðir rangt, Ungveijar með því að draga sig út úr samstarfinu og Slóvakar með því að halda framkvæmdunum einhliða áfram. Hærri hiti veldur vanda BREYTINGAR á loftslagi jarðar næstu 100 árin geta orsakað alvarleg heilsufarsleg vandamál að því er fram kom í yfirlýsingu lækna í gær. Vís- indamenn áætla að hitastig jarðarinnar muni hækka um 1.0-3.5 gráður á Celcius á næstu öld sem er meiri hita- breyting en orðið hefur í 10.000 ár. Læknarnir segja að búast megi við því að smit- og öndunarsjúkdómar verði algengari í kjölfar þessa auk þess sem vannæring, matar- eitrun og hitabylgjur munu sennilega leiða til fjölgunar dauðsfalla. Þá er hætta á mik- illi aukningu malaríu og ann- arra sjúkdóma sem moskító- flugur bera á milli manna. Hringdi sjálf- ur á lögreglu BANKARÆNINGI hringdi á lögreglu og gaf sig fram eftir eltingarleik um stræti Hong Kong í gær. Li Kai-kwong, sem hafði rænt andvirði tæp- lega 150.000 íslenskra króna, var veitt eftirför af öryggis- verði og fótfráum vegfaranda. Þegar vegfarandinn hafði hlaupið hann uppi og tók fram farsíma sinn til að hringja á Iögreglu hrifsaði Kai-kwong af honum símann, hringdi og gaf sig fram. Ferðast á sláttuvél RYAN Tripp, tólf ára banda- rískur drengur, ferðaðist á sláttuvél alla leið frá Beaver í Utah til Washington. Hann hafði hugsað sér að enda ferðalagið á því að slá garðinn við Hvíta húsið en fékk ein- ungis leyfi til að slá grasið umhverfis þinghúsið. Ferð hans tók 42 daga og var bæði farin í því skyni að slá met og safna áheitum fyrir fjög- urra mánaða stúlku sem þarf á nýrri lifur að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.