Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 17 ÚR VERINU Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Ekki er ástæða til of mikillar svartsýni „MUNUR á afkomu innan sjávarút- vegsins heldur áfram að aukast og fiskvinnslan stendur þar augljóslega frammi fyrir hvað erfíðustu málun- um. Á heildina litið er þó að mínu mati ekki ástæða til of mikillar svart- sýni. Ef litið er til reynslu undanfar- inna missera, má vænta þess að mál þróist til betri vegar,“ sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, m.a. í ávarpi sínu til aðalfund- ar Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Þorsteinn sagði að vísbendingar væru komnar fram um að sjávarút- vegsfyrirtækin væru að ná nokkuð betri árangri bæði í fyrra og í ár en frameikningar Þjóðhagsstofnun- ar bentu til. Engum gæti á hinn bóginn blandast hugur um að við ríkjandi starfsskilyrði væru mörg fyrirtæki að glíma við að halda velli og öll glímdu þau við að standa undir því mikilvæga markmiði, sem menn hefðu sett sér um að bæta lífs- kjör í landinu. „Það leiðir hugann enn og aftur að því hvort nú muni vera rétti tíminn til þess að leggja nýjar sértækar álögur á sjávarútveg- inn sem myndi koma í veg fyrir að hægt yrði að rísa undir þeirri launa- þróun, sem að er stefnt, raska sam- keppnisstöðu greinarinnar og gera henni erfitt fyrir að komast í gegnum þá uppstokkun, sem nú stendur yf- ir.“ Sjóvinnsla verði aukin á kostnað landvinnslu Ráðherrann vitnaði í skýrslu físk- vinnslunefndar, sem út kom í vor, en þar kemur fram að landvinnsla sjávarafla hefur haldið hlutdeild sinni á undanförnum árum. Sjó- vinnsla á fiski hefur hinsvegar auk- ist nær eingöngu á kostnað minni útflutnings á ferskum óunnum fiski. „Á komandi árum má á hinn bóginn reikna með að aukin sjóvinnsla verði á kostnað landvinnslu. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi ekki að setja hömlur á það með hvaða hætti menn veiða og vinna fisk utan þær almennu reglur sem settar eru um nýtingu fiskimiðanna. En á hinn bóginn hlýtur það að vera viðfangs- efni á hverjum tíma að huga að því að samkeppnisstaðan sé sem jöfn- ust.“ Mikilvægt að menn átti sig á afleiðingum Þorsteinn sagði talsverða umræðu hafa farið fram um verðmyndun á sjávarfangi og í því sambandi hafi verið settar fram hugmyndir um að allur fiskur skuli seldur um uppboðs- markaði áður en hann færi til vinnslu. Með því móti yrði físk- vinnslustöðvum, sem öfluðu fisks með eigin skipum, bannað að ráð- stafa fiski af skipum sínum til eigin vinnslu. „Þetta er vissulega einföld og skýr aðferð við verðmyndun á fiski. En minna hefur á hinn bóginn verið rætt um hvaða afleiðingar þessháttar breyting hefði að öðru leiti á þau markmið sem við höfum sett okkur í sjávarútvegsmálum og möguleika okkar til þess að skipu- leggja framleiðsluferli frá veiðum í gegnum vinnslu og út á markað. Mikilvægt er að menn átti sig á því hvaða áhrif aðgerð af þessu tagi muni hafa og hvort hún mundi veikja getu okkar til að ná þeim markmið- um, sem við höfum sett okkur varð- andi sóknarmöguleika og vöxt i at- vinnugreininni í heild. Til marks um þau áhrif, sem við geta blasað, má ljóst vera að vinnsla sjávarafla um borð í fiskiskipum myndi leggjast af ef þessi kvöð yrði lögð á vinnslu- skip. Yrðu þau á hinn bóginn undan- skilin, er líklegt að vinnsla mundi í miklu ríkari mæli en ella hefði orðið flytjast út á sjó.“ Arnar Sigurmundsson formaður SF Afkomumunur sjaldan meiri milli greina UTREIKNINGARNIR leiða ótví- rætt í ljós að frysting og söltun botnfisktegunda á við mikinn vanda að stríða og hefur afkomumunur sjaldan verið jafnmikill á einstökum greinum sjávarútvegs. Sem betur fer eru mörg fyrirtæki í sjávarút- vegi í fleiri en einni grein veiða og vinnslu. Annars væru mörg fyrir- tæki í botnfískvinnslu löngu hætt rekstri, að mati Arnars Sigur- mundssonar, formanns SF. Á aðalfundi SF, sem haldinn var í gær, sagði Arnar að vandi fyrir- tækjanna væri margvíslegur, en í saltfiskvinnslu yrði að telja að 72% hráefniskostnaðar af skiiaverði af- urðanna og óhagstæð gengisþróun Evrópumynta og gengishækkun krónunnar ráði mestu. í frystingunni væri vandinn miklu flóknari og erfiðari. „Það er alveg ljóst að frystingin þolir ekki 58% hráefnishlutfall og 26% launakostn- að samhliða lægra skilaverði vegna gengishækkunar krónunnar. Fjöl- mörg fyrirtæki í fiskvinnslu hafa á undanförnum árum gert margvísleg- ar ráðstafanir til þess að auka fram- leiðni og lagt í mikinn kostnað til þess að ná þessum markmiðum. Samdráttur í þorskafla á undanförn- um árum dró máttinn úr rekstri fyrirtækjanna á sama tíma og hluti vinnslunnar fluttist út á sjó.“ Gengisstefnan verður að taka mið af útflutningi í máli Arnars kom fram að mik- ið þyrfti til að breyta 9% rekstrar- halla í viðunandi hagnað á skömm- um tíma og margt þyrfti að koma til. „Lækkun hráefnisverðs er ekk- Morgunblaðið/Arni Sæberg Arnar Sigurmundsson ert auðveld í framkvæmd þegar samkeppnin um hráefnið er mjög mikil. Áukinn þorskafli á næstu árum gæti hjálpað eitthvað til þar sem afkoma bátaflotans og ísfisk- togara batnaði þá að sama skapi. Við þurfum að bæta nýtingu vinnu- tíma og halda áfram tilraunum með ný vinnslu- og launakerfi í frysti- húsum. Lækkun fjármagnskostnað- ar skiptir verulegu máli fyrir mörg fyrirtæki. Stjórnvöld geta slegið á frest hækkun tryggingagjalds á sjávarútveg. Þá verður gengisstefn- an að taka mið af því að við lifum á útflutningi og hækkun gengis krónunnar á undanfömum mánuð- um færir þær skyldur á herðar út- flutningsgreinum að greiða niður verðbólgu á íslandi." Morgunblaðið/Ámi Sæberg AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva fór fram í Skíðaskálanum í Hveradölum í gær. Yfirlit Þjóðhagsstofnunar yfir afkomuna í sjávarútvegi Tap á botnfiskvinnslunni tvöfalt meira nú en 1996 TAP á botnfiskvinnslunni var 9,5% miðað við skilyrði í júlí sl. en allt síðastliðið ár var það 4,5% af tekj- um. Kemur þetta fram í uppgjöri Þjóðhagsstofnunar á rekstri helstu greina sjávarútvegsins fyrir árið 1996 og samkvæmt stöðumati um mitt þetta ár. í heildina var afkoma botnfiskveiða og -vinnslu, rækju- veiða og -vinnslu og loðnuveiða og -bræðslu jákvæð um 2,2% af tekj- um 1996 en áætlaður hagnaður þessara greina í júlí sl. er 1,2%. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir, að það sé einkum tvennt, sem hafi sett svip sinn á afkomuþróunina í sjávarútvegi að undanfömu. Ann- ars vegar verri afkoma í heild og hins vegar hvað hún er misjöfn eftir greinum. Áætlað er, að sjávarútvegurinn í heild hafi verið rekinn með 1,2% hagnaði miðað við júlískilyrði á þessu ári en hann var 2,2% á síð- asta ári og 4,5% 1995. Er afkoman sýnu verst í botnfiskveiðum og -vinnslunni og af einstökum grein- um hennar er hún lökust í land- frystingu. Var tap á rekstri hennar 13% í júlí sl. en 6,5% á síðasta ári. Halli á söltuninni er nú 4,5%. Tap á rekstri frystiskipa Rekstur botnfiskveiðanna hefur gengið heldur betur, stóð í járnum í júlí en á síðasta ári var hagnaður- inn 2,5%. Afkoma frystiskipanna hefur hins vegar verið óvenjuléleg að undanförnu vegna óhagstæðrar þróunar verðs og gengis og vegna slakrar afkomu í úthafsveiðum. I júlí nú var tap á rekstri þeirra 1,5% en 2,5% hagnaður á síðasta ári. Á árinu 1995 urðu nokkur um- skipti hvað varðar afkomu fryst- ingar og söltunar. í nokkur undan- gengin ár hafði afkoma frystingar- innar verið nokkra skárri en sölt- unarinnar en undanfarið hefur það snúist við. í júlí sl. var söltunin rekin með 4,5% tapi en 1,5% á síð- asta ári. Rekstur togaranna hefur versn- að eins og afkoman almennt í botn- fiskinum. Tap á þeim var 4% í júlí en 1% á síðasta ári. Bátarnir era hins vegar reknir með hagnaði enn eða sem nemur 3% í júlí á móti 4% á síðasta ári. Hráefnisverðið hefur hækkað Hráefniskostnaður sem hlutfall af tekjum vinnslunnar var 60,4% Afkoman í veiðum og vinnslu almennt verri en á síðasta ári ef loðnan er undanskilin á árinu 1996. Er það svipað hlut- fall og 1995 en þá var það mjög hátt. Áætlað er, að þetta hlutfall hafi verið komið í 63,6% í júlí sl. Er þá gert ráð fyrir, að hráefnis- verð í frystingu hafi hækkað um 4,3% en lækkað um 1% í söltuninni. Verð á botnfiskafurðum á er- lendum mörkuðum hefur verið nokkuð stöðugt eftir miklar verð- lækkanir á áranum 1992-’93 og þó heldur hækkað á síðustu mán- uðum. Var verð á landfrystum af- urðum 5,3% hærra i íslenskum krónum í júlí sl. en að meðaltali síðasta ár. Talið er hins vegar, að verð á söltuðum afurðum hafi lækkað um 3% á sama tíma og verð á sjófrystum afurðum um 0,8%. Samkvæmt tölum frá Fiskifélagi íslands var hráefnisverð í botnfisk- vinnslu það sem af er þessu ári mjög svipað og fyrir sama tíma 1996. Hefur verð á þorski lækkað lítillega en verð á ýsu, grálúðu og skarkola hækkað mikið. Ef veiðar og vinnsla botnfisks eru tekin saman, var 6% tap á rekstrinum í júlí á þessu ári en 1% tap á síðasta ári. Verulegur hagnaður í loðnunni Eins og áður segir hefur það einkennt þróunina að undanförnu hvað afkoman er misjöfn eftir greinum og kemur það meðal ann- ars fram í mjög ólíkri afkomu ein- stakra fyrirtækja. Hér eru það loðnuveiðar og -bræðsla, sem standa upp úr en miðað við stöðu- mat í júlí sl. var hagnaður þessara greina 32,5% en 21,5% á síðasta ári. Það er því loðnan, sem fyrst og fremst ber uppi þann litla hagn- að, 1,2%, sem er áætlaður í sjávar- útveginum í heild. Verð á mjöli og lýsi var gott á síðasta ári og hækkaði lýsisverðið verulega á síðustu mánuðum árs- ins. í júlí sl. var mjölverðið 12% hærra en meðalverð síðasta árs og lýsisverðið 27% hærra. Horfumar í þessari grein eru góðar áfram og sterk staða síldarstofna á Norð- ur-Atlantshafi styrkir hana enn- frekar og er líkleg til að geta jafn- að út hugsanlegar sveiflur. Á síð- asta ári var hagnaður af síldarsölt- un 11,6% og hefur hann verið þokkalegur síðustu ár vegna auk- innar hagræðingar og tæknivæð- ingar í greininni. Horfir vel með afkomuna í ár. Lægra hráefnisverð bætir stöðu rækjuvinnslunnar Hagnaður af rækjuveiðum og -vinnslu var 0,3% á síðasta ári en síðan hefur verð á pillaðri rækju lækkað um 4% á erlendum mörkuð- um og á skelrækjunni um 3%. Á móti kemur, að hráefni til rækju- vinnslu hefur lækkað mun meira og vegna þess er hagnaður grein- arinnar, veiða og vinnslu, nú áætl- aður 1,3% af tekjum. Tap var af vinnsiu hörpudisks á síðasta ári eða sem nam 7,4% af tekjum. Hefur afkoma greinarinn- ar versnað enn vegna veralegra verðlækkana. í frétt frá Þjóðhagsstofnun 1. september sl. er skýrt frá afkomu 199 fyrirtækja í sjávarútvegi og þar kemur fram, að hagnaður þeirra af reglulegri starfsemi hafi verið 2,1% á árinu 1996. Afkoma þeirra er hins vegar mjög ólík inn- byrðis eins og sjá má í uppgjöri stofnunarinnar nú en hún tekur til 271 fyrirtækis. Hagnaður hjá 168 fyrirtækjum Tap af rekstri 46 fyrirtækja, sem voru með 11,1% veltunnar, var meira en sem nam 10% af tekj- um en önnur 46 fyrirtæki með 8,7% veltunnar vora rekin með meira en 15% hagnaði. 168 fyrirtæki með 65,8% veltunnar voru rekin með hagnaði á síðasta ári. Þjóðhagsstofnun áætlar, að afl- inn á næsta ári verði álíka mikill og í ár og ekki þykir ástæða til að ætla, að verð á sjávarafurðum breytist mikið í heildina. Bendir fátt til hækkunar á verði botnfisk- afurða og því eru ekki fyrirsjáan- legar miklar breytingar á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Verður af- koma botnfiskgreinanna erfið áfram en góð hjá þeim greinum, sem byggja á síld og loðnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.