Morgunblaðið - 27.09.1997, Side 19

Morgunblaðið - 27.09.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 19 Nóra olli banaslysum ÚRHELLI var í Nevada og Utah í Bandaríkjunum í gær þegar leifar fellibylsins Nóru gengu þar yfir eftir að hafa valdið slys- um sem kostuðu fjóra menn líf- ið í Mexíkó og suðurhluta Kali- forníu. Vindinn hafði lægt og veðrið var skilgreint sem hitabeltis- lægð í gærmorgun að staðar- tima. Bylurinn olli flóðbylgju í strandbænum Seal Beach í Kali- forníu þar sem myndin var tek- in. Reuter Spillingarmál stjórnarinnar í Ástralíu Þriðji ráðherrann segir af sér Canberra. Reuter. PETER McGauran, vísindamálaráð- herra Ástralíu, sagði af sér í gær eftir að hafa viðurkennt að hafa fengið skattfijálsa ferðadagpeninga án þess að hafa átt rétt á þeim. Hann er þriðji ráðherrann sem lætur af embætti vegna slíkra greiðslna, sem hafa komið hægristjórn Johns Howards i mikinn vanda. McGauran viðurkenndi að hafa þegið 1.500 ástralska dali, andvirði 78.000 króna, án þess að geta sann- að að hann ætti rétt á greiðslunni. Áður höfðu John Sharp samgöngu- ráðherra og David Jull stjómsýslu- ráðherra sagt af sér vegna samskon- ar máls. Reyndu að leyna málinu Howard viðurkenndi á þinginu að starfsmenn forsætisráðuneytisins hefðu vitað af máli Sharps frá því í maí en sagði að þeir hefðu látið hjá líða að skýra honum frá því. Hann ákvað því að víkja tveimur af nán- ustu samstarfsmönnum sínum frá, ráðgjafa sínum, Grahame Morris, og skrifstofustjóranum Floru McKenna. „Ég vil endurtaka ... að ég vissi ekkert um þessi mál þar til fyrir tveim dögum,“ sagði forsætisráð- herrann. Graham hefur verið nefnd- ur „heiðarlegi John“ í Ástralíu og komst til valda í mars á síðasta ári eftir að hafa lofað að hefja herferð gegn spillingu í stjórnkerfinu. Spillingarmálin hafa valdið stjórn- inni miklum skaða og samkvæmt skoðanakönnunum hefur tólf pró- sentustiga forskot hennar á Verka- mannaflokkinn horfið á níu mánuð- um. Bretland með í EMU árið 2000? Lundúnum. Reuter. SVO virðist sem breytt stefna brezku ríkisstjórnarinnar hvað snertir Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, muni innan skamms leiða Bretland til að ganga aftur til liðs við Gengissamstarf Evrópu, ERM, en þátttaka í því er ein af forsendum EMU-aðildar. Sérfræð- ingar í brezka fjármálaheiminum telja líklegt að stjóm Verkamanna- flokksins hyggist stefna að fullri EMU-aðild Bretlands árið 2000 og tilkynni um þá ákvörðun fljótlega. Brezka dagblaðið The Fínancial Times hafði eftir ónafngreindum ráðherra í brezku stjórninni í gær, að þess væri ekki langt að bíða að gefin yrði út yfirlýsing þess efnis, að ákveðið hefði verið að brezka pundið renni saman við gjaldmiðla annarra aðildarríkja Evrópusam- bandsins, ESB, sem fyrst eftir að þau tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil í janúar 1999. Þetta gæti þýtt að Bretland yrði fullgildur aðili að EMU árið 2000 og gengi pundsins gagnvart hinum evrópsku gjaldmiðlunum yrði fest í skorður ERM á næsta ári. „Þeir ætla sennilega að segja okk- ur að við göngum ekki í EMU í upphafi en munum gera það skömmu síðar. Dagsetningjn 1. jan- úar 2000 hljómar líklega," sagði Gerard Lyons, aðalhagfræðingur fjármálafyrirtækisins DKB Inter- national í viðtali við Reuters. Forystumenn úr brezku efnahags- lífi fögnuðu í gær þessum fregnum, en sögðu að mikilvægast væri að skapa hreinar línur í stefnu Bret- lands á þessu sviði. Strangt til tekið kveða skilyrðin fyrir aðild að EMU á um að tilvon- andi aðildarríki sé þátttakandi í ERM í tvö ár áður en af EMU-aðild getur orðið. Bretland hrökklaðist út úr Gengissamstarfinu fyrir fimm árum, þegar miklar sveiflur af völdum spá- kaupmennsku með evrópska gjaldm- iðla olli því að kerfið nærri því hrundi. Ákvörðun fyrir áramót Graham Bishop, annar sérfræðing- ur í evrópskum peningamálum, sagði að með tilliti til tímasetningarinnar, sem stefnt er að því að síðasti áfangi EMU verði að veruleika - 1. janúar 1999 - sé brezka stjómin knúin til að gefa frá sér einhveija yfirlýsingu fyrir næstu áramót um það hvort hún „hyggist skrifa upp á þriðja áfanga [Efnahags- og myntbandalagsins]" eða ekki. Bretland, ásamt Danmörku, samdi um undanþágu frá því að vera eins og önnur aðildarlönd ESB skuldbundið til stofnþátttöku í EMU, að því gefnu að efnahagsleg skilyrði aðildarinnar séu uppfyllt, en eftir að Verkamannaflokkurinn tók við stjórnartaumunum eftir 18 ára vald- atíð íhaldsflokksins í júní sl. hefur fyrirvömm brezkra stjómvalda gegn EMU-aðild fækkað. m það n k i ti n ^ i / a per.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.