Morgunblaðið - 27.09.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.09.1997, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ "1 Mælti Palme með banda- rísku herliði á Islandi? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FULLYRÐINGAR um að Olof Palme þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar hafi í samtali við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra 1973 mælt með veru bandarísks herliðs á íslandi hafa aftur skotið upp kollinum í Svíþjóð og nú sem ívaf í deilum um NATO-aðild. Pi- erre Schori þróunarráðherra og fyrrum náinn samstarfsmaður Palmes tekur því fjarri í athuga- semd í Svenska Dagbladet í gær að Palme hafi haft þessa skoðun. I stuttri athugasemd á leiðara- síðu blaðsins 23. september bendir Thomas Gúr leiðarahöfundur á að það sé undarlegt að eftir því sem samband Svíþjóðar og NATO verði meira því örvæntingarfyllri verði andstæðingar NATO-aðildar í málflutningi sínum. Skrif Gúrs spretta af blaðafregnum af fundi Göran Perssons forsætisráðherra og Javier de Solana framkvæmda- stjóra NATO fyrr í vikunni, þar sem sagði að Persson hefði sagt að Svíar myndu „aldrei" veita bandalaginu öryggistryggingu. Gúr rifjar þá upp hvernig Svíar hafí á sínum tíma hugleitt að smíða sér kjamorkuvopn. Frá þeirri áætlun hafi þeir horfið, og í stað þess samþykkt að vera und- ir kjarnorkuvopnahlíf Bandaríkj- anna og gert upp flugvelli á aust- urströnd Svíþjóðar svo þeir gætu nýst flugvélum NATO, búnum kjarnavopnum, á leið til eða frá Moskvu. „Og einmitt þess vegna Samtal við Ölaf Jóhannesson tengt sænsku deil- unni um NATO réð Olof Palme íslendingum bak við tjöldin frá því að reyna að koma bandarískum kjarnorku- styrk frá Keflavíkurflugvelli.“ Það eru þessi orð um afskipti Palmes, sem leiddu til svars Schor- is í gær. Schori er einn af fáum jafnaðarmönnum í fremstu línu af kynslóð samstarfsmanna Palmes og með þeim var náið samstarf, þó Schori væri töluvert yngri en Palme. Schori segir að í skrifum sínum reyni Gúr enn að eigna Palme skoðanir, sem alls ekki hafi verið hans. Forsendur sínar sækir Gúr í bók Leif Leiflands, „Frostens Ár“, sem sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Samkvæmt henni átti Palme að hafa rætt við Ólaf á Norðurlandaráðsþingi 1973 og er þar stuðst við minnisblað frá Henry Kissinger fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, en hann hafði frétt af samtalinu. Palme tók mið af raunveruleikanum - ekki aðeins hugmyndafræði Schori hafnar því að gild heim- ild sé fyrir afskiptum Palmes, sem gangi þvert á „eðli hans og skoð- anir“. Schori heldur því fram að íslenskir stjórnmálamenn, sem verið hafi á Norðurlandaráðsþing- inu, kannist ekki við þessar um- ræður Paimes og Ólafs, enginn kannist við þær. Sama eigi við um eftirgrennslan í skjalasöfnum. Ennfremur segir Schori að Gúr gangi enn lengra, þegar hann haldi því fram að „Palme hafi samþykkt bandarísk kjarnavopn á íslandi“. „Sá sem vill láta taka sig alvar- lega veit að ísland hefur aldrei leyft kjarnavopn á sínu svæði,“ segir Schori. „Þegar spurningunni um kjarnavopn á Keflavíkurvelli hefur skotið upp hefur íslenska stjórnin látið kanna málið og nið- urstaðan hefur alltaf verið að ekki væri hægt að finna nein rök fyrir slíkum fullyrðingum. Er ekki kom- inn tími til að Gúr láti af söguföls- unum sínum?“ Gúr vitnar hins vegar í skjöl máli sínu til stuðnings og bendir síðan á að pólitískt raunveruleika- skyn Palmes hafi ekki verið í takt við þá hugmyndafræðilegu mynd, sem ýmsir vilji draga upp af hon- um. Gúr segist ekki hafa þrek til að deila við Schori um eðli Pal- mes. Hins vegar séu skýrar heim- ildir fyrir því í sænskri utanríkis- og öryggisstefnu, bæði á tímum Palmes og forvera hans, Tage Erlanders, að bæði hafi verið not- ast við tvöfaldan boðskap og opin- berar lygar í ákveðnu augnamiði. Atlantis á leið til Mír BANDARÍSKU geimfeijunni Atl- antis var skotið á braut um jörðu frá Canaveral-höfða í fyrrinótt með bandaríska geimfarann David Wolf, sem á að fara um borð í rúss- nesku geimstöðina Mír um helgina. Wolf veifar hér til áhorfenda fyrir geimskotið, en hann á að leysa af hólmi landa sinn Michael Foale, sem hefur verið í Mír frá því í maí. Gert er ráð fyrir að Wolf verði í geimstöðinni þar til í lok janúar. Yfirmenn bandarisku geimferða- stofnunarinnar NASA ákváðu dag- inn áður að senda Wolf í Mír eftir að hafa gaumgæft skýrslur um öryggi geimstöðvarinnar vegna tíðra bilana í henni að undanförnu. „Ég vona að David hafi munað eft- ir skrúfjárninu sínu til að aðstoða við viðgerðirnar i Mír,“ sagði móð- ir geimfarans glettnislega skömmu fyrir geimskotið. Semja um frið í sjónvarpi Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. VÉLHJÓLAGENGIN, sem hafa vakið skelfingu í Danmörku og víðar á Norðurlöndum, segjast nú hafa samið frið. Fulltrúar gengjanna voru klæddir leður- vestum merktum Vítisenglum og Bandidos, stríðandi klúbbun- um tveimur, þegar þeir tókust í hendur á sjónvarpsskjánum í fyrrakvöld og sögðu að stríðsöx- in hefði verið grafin. Það hefur vakið undrun og reiði ýmissa að fulltrúar svo vafasamrar félagsstarfsemi skuli fá að rækja almannatengsl á þennan hátt. Átján mánaða átök klúbanna hafa kostað 5 manns lífið og 38 hafa særst. H é r e r tá a ð ti ú. e r í viðskiptu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.