Morgunblaðið - 27.09.1997, Page 1

Morgunblaðið - 27.09.1997, Page 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 219. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BJÖRGUNARLIÐAR að störfum við flak Airbus A-300 þotu Garuda flugfélagsins á slysstað á Súmötru. 234 farast með Airbus þotu Garuda í Indónesíu Jakarta, París. Reuter. AIRBUS A-300 þota indónesíska flugfélagsins Garuda fórst í gær á eynni Súmötru og með henni 234 farþegar og flugliðar. Engar fregn- ir hafa borist af orsökum slyssins. Vélin var að koma frá Jakarta og átti um 45 km ófama til borgarinn- ar Medan, sem er nyrst á Súmötru, er hún fórst í skógi vöxnu fjall- lendi. Petta er mannskæðasta flug- slys sem orðið hefur í Indónesíu. Skyggni í Medan var takmarkað vegna reyks frá skógareldum, en að sögn embættismanna var flug- völlurinn eigi að síður opinn og skyggni þar 500-600 metrar. Framkvæmdastjóri Garuda sagði að þotan hefði hrapað klukkan 13.55 að staðartíma (kl. 5.55 að ís- lenskum tíma). Skömmu síðar var flugvellinum lokað vegna slæms skyggnis. Fulltrúi Garuda sagði að 222 far- þegar hefðu verið um borð og 12 flugliðar. Indónesíska ríkisútvarpið hafði eftir samgönguráðherra landsins að allir hefðu farist. Tals- maður björgunarsveita sem fóru á slysstað sagði að kviknað hefði í vélinni er hún kom niður. í gær- kvöldi þegar björgunarmenn hættu störfum höfðu fundist 212 lík, flest illa brunnin. í dag verður haldið áfram að fjarlægja hina látnu úr flakinu. Ekki var ljóst hvort reykur frá skógareldunum, sem undanfarnar vikur hafa valdið verstu loftmeng- un í Suðaustur-Asíu sem um getur, var að einhverju leyti orsök slyss- ins. Margir flugvellir á þessu svæði hafa verið lokaðir vegna reyksins. Fréttastofa Reuters hafði í gær eftir blaðamanni sem var á slysstað að vélin hefði brotnað í tvennt er hún kom niður. Aðstæður á slys- stað væru erfíðar. Framleiðandi vélarinnar, evr- ópska samsteypan Airbus Industrie, greindi frá því í gær að sendir yrðu sérfræðingar á vegum fyrirtækisins til þess að aðstoða yf- irvöld í Indónesíu við rannsókn á orsökum slyssins. Vélin var af gerðinni Airbus A-300 B-4, breið- þota, knúin tveim Pratt&Whitney hreyflum. Hún var afhent Garuda ný 1984. í lok síðasta mánaðar hafði henni verið flogið 26.950 klst. í 16.500 flugferðum. Reuter JEVGENÍ Prímakov (t.v.) og Javier Solana stinga saman nefjum á fundi samstarfsráðs Rússa og NATO í gær. Samstarfsráð NATO og Rússa Stuðlað að auknu trausti New York. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og Rússlands samþykktu nýja sam- starfsáætlun á fyrsta fundi sameig- inlegs fastaráðs NATO og Rússa í New York í gær. Verður hún próf- steinn á heitstrengingar um aukið samstarf í kjölfar kalda stríðsins. Aætluninni er til skamms tíma ætlað að stuðla að auknu trausti í samskiptum Rússa og NATO og leggja grunn að metnaðarfyllri verk- efnum þegar til lengri tíma er litið. Kveður hún m.a. á um aukið samráð í málum á borð við Bosníudeiluna, sem verið hefur ásteytingarsteinn, um aukið samstarf á sviði friðar- gæslu, hernaðar- og kjamorkumála, baráttu gegn alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi ásamt því að Rússum verður boðið að hafa sérstakan her- málafulltrúa í höfuðstöðvum NATO. Aukinheldur er í henni gert ráð fyrir samstarfi um endurþjálfun rúss- neskra herforingja til nýrra starfa og þjálfun hermanna til að takast á við umhverfisvandamál. Hvati til afvopnunar? Bandaríkjamenn og Rússar undir- rituðu í gær nokkra samninga um af- vopnunarmál sem taldir eru geta leitt til nýrra samninga um umfangs- mikla fækkun kjamorkuvopna. Þeim er m.a. ætlað að fullvissa Rússa um að fækki þeir kjamavopnum frekar muni Bandaríkjamenn ekki reyna að ná hernaðarlegum yfirburðum með nýjum varnarflaugakerfum. Tíu farast í jarðskjálftum Róm, Collecurti, Assisi. Reuter. TÍU manns að minnsta kosti létu lífið og 20 slösuðust er tveir snarpir jarð- skjálftai- riðu yfir stórt svæði á Mið- Italíu í gær. Mikið tjón varð af völd- um skjálftanna. Sá íyrri varð klukkan hálfþrjú að staðartíma í fyrrinótt og mældist 5,5 á Richterskvarða. Fólk vaknaði af vondum draumi og þusti skelkað út á götur en sex manns a.m.k. biðu bana er byggingar nálægt upptökum skjálftans í Appennína- fjöllutn hrundu yfír sofandi íbúa. Seinni skjálftinn mældist 5,6 stig og varð klukkan 11.42 í gær. I hon- um skemmdust nokkrar sögufrægar byggingar, þeirra á meðal fræg 13. aldar basilíka heilags Frans frá Ass- isi, í samnefndum bæ. í henni er meðal annars grafhýsi dýrlingsins og þangað koma þúsundir ferða- JARÐSKJÁLFTAR Á ÍTALÍU manna ár hvert. Hópur matsmanna og munka vai1 að kanna skemmdir eftir fyrri skjálftann er hluti loft- hvelfingar kirkjunnar hrundi. Náð- ust lík tveggja matsmanna og tveggja munka úr rústunum og talið var að fleiri hefðu lokast inni í rúst- unum. Óvíst er hversu miklar skemmdir urðu á listaverkum í kirkjunni en ómetanlegar freskur virtust hafa skemmst minna en ótt- ast var, þar á meðal brautryðjenda- verk eftir Giotto og Cimabue. Skjálftanna varð greinilega vart í Rómaborg sem er í 100 km fjarlægð. Fjölmargir eftirskjálftar fylgdu og flúðu margir íbúar heimili sín. Fólk hafðist við úti eða í bflum sínum. Jarðskjálftai’ eru algengir á Ítalíu og bera fjölmargar byggingar í Umbríu og Toskana merki þess. Arið 1980 vai-ð jarðskjálfti 2.570 manns að bana í héruðunum Campaníu og Basilicötu á suðurhluta Italíu. Reuter BJÖRGUNARMAÐUR leitar í rústum húss í þorpinu Collecurti sem hrundi f jarðskjálfta á Italfu í gær. Tveir biðu bana er húsið hrundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.