Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 72

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 72
***«»»* upplýsingar um vörux og pjónustu. blV ftft FERSKUEIKI ÞEGAR MESTÁ REYNIR FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Stálvík með danskt flutningaskip í togi: Skipin rákust saman og leki kom að báðum Bj örgnnarsveitir á vettvang með dælur Raufarhöfn. DANSKT flutningaskip, Kongsaa, óskaði eftir aðstoð tog- arans Stálvíkur frá Siglufirði klukkan fjögur í fyrrinótt eftir að bilun varð í gir skipsins þar sem það var statt skammt utan við Raufarhöfn. Stálvíkin ætlaði að draga skipið til hafnar á Seyð- isfirði, en á leiðinni fóru skipin inn á Eiðisvík á Langanesi til að lagfæra dráttartaugar. Þá rák- ust þau saman og kom leki að báðum. Björgunarsveitir fóru á vettvang í gærkvöldi með dælur og kafarar hófu undir miðnættið að þétta Stálvíkina. Togarinn Þorsteinn frá Akureyri tók Kongsaa í tog til Seyðisfjarðar. Danska skipið tók 1354 tonn af loðnumjöli á Raufarhöfn og fór þaðan um klukkan þrjú aðfaramótt þriðjudagsins. Þegar það var komið skammt frá landi varð bilun í gír. Logn var á þessum slóðum á þriðju- Danska flutningaskipið Kongsá varð vélarvana út af Raufarhöfn en þar hafði það lestað mjöl mánudag. Á miðvikudag versnaði veður og skuttogarinn Stálvík var kallaðurtil aðstoðar. Ætlunin var að draga danska skipið til Seyðisfjarðar. Þistil- ■ Þórshöfn. 30 km I Skipin fóru inn á Eiðisvík til að lagfæra dráttar- taugarnar. Þar rákust þau saman og kom leki ^að báðum. Leitað var vars inni á Gunnólfsvík og þar tókst að þétta Stálv/kina. Togarinn Þorsteinn tók síðan danska skipið í tog áleiðis til Seyðisfjarðar. Vopna- fjöröur dag og gerði skipið ekkert vart við sig. Eftir að veður versnaði var beðið um aðstoð rafsuðumanns til að gera við bilunina til bráðabirgða. Tveir menn fóru frá Raufarhöfn um borð í skipið en í ljós kom að við- gerðin dugði ekki til. Var þá kallað í Stálvíkina og beðið um aðstoð við að draga skipið til Seyðisfjarðar. Veður fór versnandi á þessum slóðum í gær. Skipin fóru upp í Eiðisvík, sem er sunnanvert á Langanesi, til að lagfæra dráttar- taugar. Þá rákust skipin harkalega saman og kom leki að vékrrúminu á Stálvík, auk þess sem smávægi- legur leki kom að stafnhylki danska skipsins. Engin hætta var talin á ferðum, en þar sem talsverður leki kom að Stálvíkinni var ákveðið að skipin leituðu vars í Gunnólfsvík. Þá voru björgunarsveitir frá Þórs- höfn, Bakkafirði og Vopnafirði sendar á vettvang. Þær höfðu með- ferðis dælur og tveir kafarar frá Þórshöfn byijuðu um miðnætti í gær að þétta Stálvíkina að utan, en áður hafði skipveijum tekist að þétta skipið mikið. Togarinn Þor- steinn frá Akureyri tók danska skipið í tog og hélt um miðnættið áleiðis til Seyðisfjarðar. Helgi T- '• t. ■ ■ ■* '**&*:: " ' - i *■* V Smmm V' Snjólítið á skíðastöðunum Morgunblaðið/RAX SNJÓLÍTIÐ er á helstu skíðastöð- um landsins og eru skíðaunnendur famir að tala um að þessi vetur verði lítill skíðavetur. En það eru ekki aðeins skíðamenn sem eru áhyggjufullir því eigendur skíða- mannvirkja hafa lagt mikið undir í dýrum tækjum og búnaði. KR- ingar hafa framkvæmt fyrir tugi milljóna í Skálafelli en þau dýru mannvirki nýtast ekki og skila því engum arði í snjóleysinu. Sjá nánar um ástandið á skíðastöðunum á bls. 30. Landsvirkiun: Hagnaðurá síðasta ári 260 milljónir Hagstæð gengis- þróun megin- ástæðan fyrir góðri afkomu HAGNAÐUR Landsvirkjunar á síðasta ári var tæplega 260 milljónir samkvæmt endurskoð- uðum ársreikningi sem nú ligg- ur fyrir. Árið 1986 var hagnað- ur fyrirtækisins 8 milljónir. Meginástæðan fyrir góðri af- komu fyrirtækisins er talin vera hagstæð gengisþróun á síðasta ári. Arðgreiðslur og ábyrgðar- gjald til eigenda nema alls 68 milljónum sem er um 6% af eig- infjárframlögum eigenda í árs- lok 1987. í skýrslu Halldórs Jónatansson- ar, forstjóra Landsvirkjunar, til stjómar fyrirtækisins segir að lánakostnaður fyrirtækisins hafi samsvarað að meðaltali um 8% neikvæðum raunvöxtum miðað við lánskjaravísitölu. Á síðasta ári voru rekstrartekjur Landsvirkjun- ar 3.377 milljónir og rekstrargjöld 3.119 milljónir. Vegna góðrar af- komu var ákveðið að greiða eig- endum arð sem nemur um 45 milljónum og skiptist þannig milli eigenda að Ríkissjóður fær 22,5 milljónir, Reykjavíkurborg 20 milljónir og Akureyrarbær 2,5 milljónir. Sjá nánar í viðskiptablaði Bl. Verkalýðsfélögin Framtíðin og Jökull: Samningarnir felldir með yfirgnæfandi meirihluta NÝGERÐIR kjarasamningar Verkamannasambands íslands voru felldir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á almennum félags- fundum í verkakvennafélaginu Framtíðinni í Hafnarfirði og hjá verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í Homafirði. Atkvæðagreiðslan var skrifleg og hjá Framtíðinni féllu atkvæði þannig að 94 sögðu nei, 8 já, einn seðill var auður og 2 ógildir. Á Höfn viidu 83 fella samning- inn, 3 samþykkja hann og einn seðill var auður. Á félagsfundinum í Hafnarfírði var jafnframt samþykkt verkfalls- heimild til handa stjóm og trúnað- arráði, en Framtíðin hafði ekki afl- að sér verkfallsheimildar áður. Guðríður Elíasdóttir, formaður fé- lagsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að næst á dagskrá væri að óska eftir viðræðum við vinnuveit- endur. Hún sagði að á fundinn hefðu fyrst og fremst verið mættar fiskvinnslukonur, en samningurinn Miðneshreppur fær greidd fasteignagjöld af Leifsstöð Utanríkisráðuneytið hefur samþykkt með fyrirvara að greiða Miðneshreppi fasteigna- gjöld af Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Álögð fasteignagjöld eru rúmar 24 milljónir og hefur ráðuneytið greitt fyrstu greiðsl- una af fimm með fyrirvara um Æ gjöldin verði endurgreidd ef ekki reynist vera gjaldskylda fyrir hendi eða ef semst um aðr- ar greiðslur. Stefán Jón Bjamason sveitar- stjóri í Sandgerði sagði við Morgun- blaðið að utanríkisráðuneytið hefði ætlað að leita eftir lækkun á gjöld- unum, en þá hefðu verið settar fram röksemdir um að það væri fjármála- ráðuneytisins að ganga frá þessu máli. Meðan það hefur ekki verið útkljáð ákvað utanríkisráðuneytið að greiða fasteignagjöldin- með áð- umefndum fyrirvara enda var kom- ið fram yfir eindaga. Stefán sagði að búist væri við endanlegri niðurstöðu í málinu fyrir næsta eindaga fasteignagjaldanna, sem er 15. mars. hafi einkum snúið að þeim, þar sem flestar aðrar verkakonur vinni sam- kvæmt kjarasamningi við bæjarfé- lagið, sem rennur ekki út fyrr en 1. maí næstkomandi. Mikil óánægja hefði komið fram á fundinum með samninginn, meðal annars með breytingar á vinnutíma. Það væri gott að hafa í farteskinu svo hrein-' ar línur um vilja félagsmanna eins og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýndi. Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Jökuls á Höfn, sagði að skipuð yrði samninganefnd og óskað eftir viðræðum við vinnuveitendur, en þó yrði hinkrað við og litið eftir úrslitum atkvæðagreiðslu um samningana annars staðar á Aust- fjörðum. Félagið hafði áður aflað sér verkfallsheimildar, en fuiltrúar Austfirðinga í samninganefnd VMSÍ skrifuðu ekki undir kjara- samninginn sem gerður var í síðustu viku. Fyrsti fundur verkakvennafé- lagsins Snótar í Vestmannaeyjum og Vinnuveitendafélags Vest- mannaeyja hjá ríkissáttasemjara var haldinn í gær. Annar fundur hefur verið boðaður í dag, en félag- ið hefur boðað verkfall frá og með miðnætti á föstudag. Snót var ekki í samfloti með VMSI í samningavið- ræðunum og hefur lagt fram kröfu- gerð, sem er nokkm hærri en kröfu- gerð Verkamannasambandsins var á sínum tíma. Vinnuveitendur bjóða hins vegar það sem samdist um við VMSÍ. Kjarasamningur VMSÍ var sam- þykktur á félagsfundi í Verka- kvennafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur í fyrrakvöld. 69 greiddu atkvæði og sögðu 37 já og 25 nei. Einn seðill var ógildur og 6 auðir. Atkvæði verða greidd um samn- inginn í nokkmm verkalýðsfélögum í dag, meðal annars í verkakvenna- félaginu Framsókn í Reykjavík, verkamannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði og í verkalýðs- og sjómannafé- lagi Miðneshrepps. í vikunni hafa verið samninga- fundir með vinnuveitendum og Landssambandi iðnverkafólks ann- ars vegar og Landssambandi íslenskra verslunarmanna hins veg- ar. Fundi Landssambands iðnverka- fólks og vinnuveitenda var ekki lok- ið á tíunda tímanum í gærkveldi, en ekki búist við næturfundi. Boðað hefur verið til fundar LÍV og vinnu- veitenda í dag klukkan 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.