Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 50
 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Draumvitnm og- draumsýn eftirEsraS. Pétursson Heilun Vamarkerfi eru að verulegu leyti innbyggð og meðfædd í líkamanum, sálinni og andanum. Ofan á það bætast þau mótefni sem koma úr móðurmjólkinni. í vamarkerfunum er fólgið viðnám og heilun sjúk- dóma, heilbrigði og langlífi. Heilun- aráhrifa þeirra gætir í sífellu og vemdar gegn innrásum hvers konar veiklunar og niðurbrots, gegn dauða og vesöld. Segja mætti að öll líffæri, andardráttur og blóð séu þrungin visku sem þeirri heilun stjómar. Viska , sem við hagstæð andleg skilyrði, má vekja til vitund- ar. Hún er sá líknarmáttur sem vinnur í sífellu sköpunarstörf sín, oftast nær án vitundar okkar. Mátt- ur sá skapar, til dæmis, 50 milljón ný blóðkom á hverri mínútu. An slíkrar nýsköpunar myndum við deyja á örfáum sekúndubrotum. Ævarandi nýsköpun æðstuvitundar þessarar veitir okkur sífellt lífið og viðheldur því. Sjálfsvitund Sálin hefur einnig, að mínu viti, eins konar innbyggt vamarkerfí í draumalífi sínu. Draumar stafa frá heildarsjálfinu, sem er í senn andi, sál og líkami. Draumar em eins konar andleg skilaboð frá undir- ogyfirvitund sálarinnar til sjálfsvit- undar. Svipar þeim nokkuð til við- fangsefna dagdrauma, svo sem að tala við sjálfan sig, hvetja eða hræða sig, hugga og skemmta sér, minnast liðinna atburða og setja sér framtíðina fyrir andans sjónir. Draumar spanna alla stigskipta vit- undina. Tengja þeir nótt við nýtan dag og ómeðvitund við draumvit- und, forvitund, túlkun meðvitundar, visku æðri vitundar, og óskapaða æðstu vitund sem er í eilífðinni og óendanleikanum. Daglegt líf Draumar hafa heilunaráhrif á vitund sálarinnar og sjálfsins með því einnig að tengja hringrás tímans frá fortíð um nútíð til framtíðar. Tengja framvindu tímans við hina eilífu og síendurteknu nútíð. Nú- tíðina sem er rriiðja hringrásar tímans. Framvindu tímans mætti líkja við snúning jarðar um möndul sinn sem er samofinn hringferli hennar um sólina. Heilunaráhrifanna gætir einnig þá er draumur tengir það sem gerist í daglegu lífí dreym- andans við lífsferil hans í heild. Segja mætti að draumamir séu heilarar sem jaftivel geta tengt alla þessa sköpuðu og stigskiptu tíma og vitundir við innilegustu Krists- vitundina, sem er yfir, í og um- hverfís öllu sköpunarverki sínu, með svipuðum hætti og sálin er í líkamanum. Tengir sjálfið við hina einu ósköpuðu æðstu vitund sem hressir sálina með anda lífsgleði í hjarta og alúðar sem yfírstígur alla þekkingu. Samt afneitar og gleymir vöku- sjálfið oft draumum vegna þess að þeir stafa frá æðri vitund heildar- sjálfs dreymandans, sem sér og veit allt um innilegustu hugar- og tilfinningafylgsni hans og það sem hið vanabundna vökusjálf, blindað af skilningarvitum sínum, hefur gleymt, afneitað og bælt í ómeðvit- undinni. Sú ætlun okkar að draum- ar hafi merkingu gefur til kynna að gerandinn sem semur drauma hafi meiri sjálfsþekkingu og heiðar- leika við sjálfan sig til að bera en sú takmarkaða meðvitund sem við þeim tekur, man þá og skráir, eða gleymir og bælir vegna efagimi og kvíða. Sköpunargeta draumvitrunar Við njótum öll meiri og minni skáldlegrar andagiftar og sköpun- argetu í orðrænum vökudraumum og næturdraumsýnum. Öll erum við á því sviði góðskáld, þó miklum mun færri nái því að vera stórskáld fremur en á öðrum sviðum andlegs innblástrar. Síðastliðið aldamótaár gaf Sig- mund Freud út innblásna bók sem hann nefndi Túlkun drauma (2). Á hún stóran þátt í því að upplýsa undirvitundina og önnur hugar- fylgsni, sem áður höfðu verið myrkri vanþekkingar hulin. Myrkri því, sem hjúpar og yfirskyggir okk- ar innri mann, er við vörpum skugg- um á hann með innri baráttu við efagimi, kvíða, bælingu og von- leysi. Innri baráttu á milli ljóss heil- brigðrar og eðlislægrar bjartsýni og myrkurs sjúklegs kvíða og svart- sýni. En bók Freuds, Túlkun drauma, átti sinn mikla þátt í að marka aldahvörf í dögun aldar okk- ar, sem hlotið hefur nafnið öld upp- lýsingar. Ber hún það nafn með rentu nú er þekking alls mannkyns tvöfaldast á eins og hálfs árs fresti, að mati þeirra sem gerst um það vita. Bókin Túlkun drauma og draumvitmnin sem hún upplýsti, hafði víðtæk áhrif á geðlækningar, sálfræði, vísindi, listir, félagsfræði, mannfræði og margt fieira. Um Freud segir Heinz Kohut í bók sinni, Endurreisn sjálfsins (3), að persónuleg trú Freuds sé „ ... ófrávíkjanlega skuldbundin því verkefni að þekkja sannleikann, horfast í augu við sannleikann til að upplýsa raunveruleikann". Áþekkt því sem Ari fróði segir í fyrstu málsgrein íslendingabókar (4): „En hvatki er missagt er í fræð- um þessum þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist." Á þann hátt leitast Freud við, eftir upphaf upplýsingaraldarinnar, að skýra æ betur kenningar sínar, með því sem síðar reyndist sann- ara, og breyta sumum þeirra, afmá aðrar og jafnvel að snúa þeim alveg við. Gott dæmi er þegar hann, á efri ámm, sneri kenningu sinni um bælingu (repression), sem orsök kvíða, við og færði marktæk rök að því, í ljósi síðari sannreyndar, sem hann hafði aflað sér í starfi sínu, að það væri kvíðinn sem or- sakaði bælingu. Sannleiksleit þessa kenndi hann einnig lærisveinum sínum með svo ágætum árangri, að margir þeirra urðu svipaðir brautryðjendur og hann, er þeir lögðu út á þær brautir sem andi þeirra vísaði þeim á, í Ijósi vaxandi þekkingar og upplýsinga á geð- Esra S. Pétursson „Draumar hafa heilun- aráhrif á vitund sálar- innar og sjálfsins með því einnig að tengja hringrás tímans frá fortíð um nútíð til framtíðar. Tengja framvindu tímans við hina eilífu og síendur- teknu nútíð. Nútíðina sem er miðja hringrás- artímans.“ læknisfræði, sálfræði, mannfræði og öðmm vísindagreinum. Ullman Dr. Ullman er einn slíkur braut- ryðjandi með nútímarannsóknum sfnum og kenningum um eðli og túikun drauma. Telur hann drauma vera eðlislæga leið til aukinnar sköpunargetu. Þeir séu oftast raun- sannir, saklausir, litskrúðugir, skemmtilegir eins og góðar smásög- ur og mjög skáldlegir. Enda semja mörg góðskáld og stórskáld raun- sannar skáldsögur og kvæði upp úr eigin og annarra dagdraumum og draumvitmnum. Mig langar nú til, lesendur góð- ir, að vekja athygli ykkar á því að hingað til lands er væntanlegur, 8.—12. mars nk., rannsóknarmaður þessi, Dr. Montague Ullman. Hann veitti vísindalegri draumarannsókn- arstofu, við Maimonides-háskólann í New York-borg, forstöðu í mörg ár og er einn af fremstu brautryðj- endum á því sviði. Hann hefur birt árangur rannsókna sinna í fjórum bókum og í fjöldamörgum vísinda- legum greinum. Jafnframt er hann einn af frumkvöðlum og stofnend- um Alríkis sálkönnunar-akade- míunnar, The American Academy of Psychoanalysis. Nú er hann klínískur prófessor emeritus við Maimonides-háskólann. Vinir okkar frá New York, hjón- in Elisabeth og Edward Clemmens, sem bæði eru sálkönnuðir, heilsuðu upp á okkur síðastliðið haust er þau voru hér á leið heim til sín. Að- spurð sögðu þau að þau þekktu dr. Ullman vel og luku miklu lofsorði á hann sem rannsóknarmann og mannvin. Ullman hefur í hyggju að flytja þijá fyrirlestra sem hafa þegar verið undirbúnir, þann fyrsta á vegum Félagsvísindadeildar Há- skóla íslands um „Nokkrar hug- myndir sem varða eðli og hlutverk drauma" (Some thoughts on the Nature and Function of Dreaming) og verður hann opinn almenningi. Annan fyrirlesturinn, sem hann nefnir „Starfræn túlkun drauma, Hópaðferð" (Working with dreams. A Group Approach) flytur hann á vegum Barnageðlæknafélags ís- lands. Sá þriðji, er hann nefnir „Reynsluþekkingar draumahópur- inn“ (The Experiental Dream Gro- up), verður á vegum Geðlæknafé- lags íslands fyrir félaga þess og aðra í heilbrigðisstétt. Síðustu dag- ana tvo, laugardag og sunnudag, heldur hann svo námskeið og þjálf- un (workshop) í hópmeðferð drauma og „höndlun" (hands on approach) þeirra. Staður og stund verður tilkynnt nánar á næstunni. Leggur hann áherslu á að draumum og túlkun þeirra megi koma bein- ustu leið til skila í hendur dreym- andans, sem er allur almenningur. Okkur dreymir öll fimm fremur SVIPMYNDIR UR BORGINNI/o fui ormsson Samtal með- an beðið er eftir stræt- isvagni Ég hef fyrir venju að láta ekki marga dagá líða án þess að versla við Jón físksala í Hlíðunum og Björn Kristjánsson í Mýrarbúðinni við Gunnarsbraut. Sumir kaupmenn hafa þannig viðmót að maður vill helst hvergi annars staðar versla og kaupmaðurinn á hominu ólíkt í meira persónulegu sambandi við viðskiptavininn en sá sem situr við peningakassann á stórmarkaðinum og ef til vill aðeins býður góðan daginn á meðan hann tínir vöruna upp úr körfunni. Í fiskbúðinni í Hlfðunum og Mýrarbúðinni er hægt að komast í snertingu við kviku þjóðlífsins. Þangað koma oft sömu andlitin dag eftir dag og svo bregð- ur fyrir nýjum og ekki einungis til að versla heldur einnig til að heyra álit manna á ýmsu þvf sem efst er á baugi hveiju sinni í þjóðlífinu. Jón fisksali hefur t.d. brennandi áhuga á því hvemig ríkisstjóminni gengur að stjóma, hvemig henni reiðir af. Þegar ég kom í fiskbúðina um dag- inn þegar ágreiningur var innan stjómarinnar um för forsetans til Sovétríkjanna, þá stóð Jón fisksali með svuntuna utan um sig, innan búðarborðsins, vígreifur og var greinilega mikið niðri fyrir: — Nú rífast þeir. Koma sér ekki saman um eitt eða neitt, sagði hann og fískaði glænýtt lúðuflak upp úr íláti í búðarborðinu og vafði utah um það umbúðarpappír. — Gjörðu svo vel. Eitt hundrað og tuttugu krónur. Hann afhenti mér lúðuflakið. Við ræddum um stund um nýjustu tíðindi úr stjómarráðinu við Lækj- artorg. Ég taldi þetta vera í lagi með ágreininginn innan stjómar- innar á meðan ráðherramir væru ekki að rífast um það hvar þeir eigi að sitja við borðið og rifust ekki um það hver eigi þetta eða hitt herðartréð. — Það er bullandi ágreiningur, sagði físksalinn og tók við greiðslu fyrir lúðuflakið. í fiskbúðinni eru þjóðmálin yfir- leitt á dagskrá og stundum eins og fisksala sé ekki aðalatriðið í lífsbar- áttunni. Kannski ekki svo undar- legt, það varðar nefnilega fisksal- ann eins miklu og venjulegan laun- þega að vel takist til um stjórn þjóð- arbúsins, að verðbólgunni sé haldið í skefjum, að afkoma manna sé ekki þannig að þeir hafi ekki einu sinni til hnífs og skeiðar, eigi ekki fyrir físk í soðið. Við erum sam- mála um það, ég og físksalinn, að þrátt fyrir allt þá sé svo sem ekki ástæða til þess fyrir íslendinga að fyllast einhverju vonleysi, óvíða vel- megun jafn almenn og hér á landi. Eg kom í Mýrarbúðina í hádegi á föstudegi í febrúarmánuði. Það var fullt út úr dymm og er þar þó enginn stórmarkaður, búðin í einu herbergi auk lagers, þrjátíu til fjör- utíu fermetrar. Bjöm Kristjánsson, eigandi verslunarinnar, stjómar þar eins og herforingi. Hann gerir margt í senn. Afgreiðir viðskipta- vini og spjallar við þá í leiðinni. Flutti t.d. langt og fróðlegt erindi um kreditkortanotkun Reykvíkinga, sem hann fullyrti að væri hvergi meiri í heiminum. Hann var í nýjum hvítum slopp, gleraugun á sínum stað og greiðslan í lagi og bara bjartsýnn. Er að endurheimta aftur viðskiptavini sem ekki hafa lengi komið og af því tilefni kominn með nýjar og ferskar samlokur, nýja kæfu ofan á brauðið og margar aðrar nýjungar em á boðstólum. Það var glerhálka utan dyra og erfitt yfirferðar um Gunnarsbraut- ina en kaupmaðurinn í sama stuðinu og jafnan fyrr, gaf ýmsum stjórn- málamönnum einkunnir allt frá 0,0 til 8,5 sem er hæsta einkunn sem s tjómmálamenn geta gert sér von- ir um í Mýrarbúðinni. Jón Baldvin allt í einu kominn með 5,5, sem áður var ekki á blaði, en Steingrím- ur með 3,5. Þorsteinn og Friðrik heldur á uppleið með 7,0 og 6,5 og Jón Sigurðsson að vaxa í áliti með 3,5 í aðaleinkunn. Það var að koma helgi, heil vinnuvika að baki og verslunarstjór- inn sló taktinn á búðarborðinu, í útvarpi Ragnar Bjarnason að syngja „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig ef þú meinar ekki neitt með því“. í Bókavörðunni við Vatnsstíg er einnig hægt að komast í snertingu við kviku þjóðlífsins. Leit þar inn sama dag og Reykjavíkurskákmótið var að hefjast. Við Bragi tölum ekki um skák. Innan dyra em það bókin og það sem henni viðkemur, aðaláhugamálin, auk þess sem framtakssama athafnamenn og dugandi ber oft í tal, við emm báð- ir hliðhollir einkaframtakinu og stundum fæ ég í nefíð hjá Braga þegar annar hvor okkar getur sagt sögur af einhveijum í atvinnu- rekstri sem gerir það gott. Þama í kjallaranum við Vatnsstíginn em sko engin nauðungamppboð í gangi, engin hávaði, ekkert stress, allt í fullkomnu jafnvægi. Við- skiptavinir úr öllum stéttum þjóð- félagsins, háir sem lágir, blankir sem efnaðir, öreigar fá jafnvel myndablöð í nestið. Inn í búðina kom maður á að giska um fertugt og spurði um bók eftir Þórhall heit- inn Þorgilsson. Þórhallur var mikil- virkur höfundur kennslu- og orða- bóka í rómönskum málum, frönsku, ítölsku og spænsku. Því miður átti Bragi ekki bókina. — Hefurðu talað við hann Ingvar á Laufásveginum, spurði Bragi. Maðurinn kvaðst einmitt vera að koma þaðan og Ingvar hefði ekki átt bókina. Þannig er ekki alltaf hægt að sinna óskum viðskiptavina í fombókaverslunum. Marga dreymir um að hefja versl- unarrekstur þar sem verslunin get- ur verið arðvænleg ef vel er staðið að málum. Það var einmitt í strætis- vagnabiðskýli sem tvær miðaldra konur voru að spjalla saman um þá möguleika að opna einhvers kon- ar verslun. Onnur þeirra, dökk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.