Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 39 Verðhækkanir verða að mestu í samræmi við gengislækkunina ÞÁTTUR í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í gjaldeyrismálum, ríkis- fjármálum og peningamálum var að lækka gengi íslensku krón- unnar um 6%. Morgunblaðið kannaði hvaða áhrif gengislækkun- in hefur haft á verð á bílum, flugfargjöld, verð á ferðum hjá ferðaskrifstofum og á heimilistækjum. Virðist flest hækka sem nemur gengislækkuninni. Hækkun á heimilistækjum er þó mjög mismunandi i þeim verslunum sem blaðið hafði samband við, þar sem verð á þeim er reiknað út samkvæmt meðalgengi en ekki réttu gengi. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá einu af bílaumboð- unum hækka bílar um 5—6%. Sem dæmi má nefna að vinsæll fimm manna fjölskyldubíll hækkar úr 495.000 krónum í 520.000 krón- ur. Flugfargjöld í millilandaflugi hækka um tæp 6%. Pex-fargjald % ‘ til London hækkar úr 18.570 í 19.740 krónur. Pex-fargjald til Kaupmannahafnar kostar nú 21.700 krónur en kostaði 20.410 krónur fyrir gengislækkunina. Apex fargjald til New York hækk- ar úr 23.740 krónum í 25.240. Pex-fargjald til Amsterdam hækkar úr 20.940 krónum i 22.270 og pex-fargjald til Ham- borgar úr 20.930 í 22.250 krón- ur. Innanlandsflugfargjöld hækka ekki að þessu sinni. Ferðir hjá ferðaskrifstofum hækka yfirleitt í samræmi við hækkun á flugfargjöldum, eða um 6%. Vinsæl sólarlandaferð þar sem fjórir eru saman í íbúð hækk- ar úr 37.900 krónum á mann í 40.170 krónur. Ferð í sumarhús fyrir fimm til Hollands kostar nú 34.600 á mann, en kostaði fyrir hækkunina 32.700. Morgunblaðið leitaði til tveggja verslana sem selja heimilistæki og eru hækkanir á tækjunum mjög mismunandi. Stafar mis- munurinn af því að verð er reikn- að út frá meðalgengi, en ekki raunverulegu gengi, og er það gert til þess að þurfa sjaldnar að breyta verði á vörunni. Er gengið ekki leiðrétt nema um verulegar sveiflur sé að ræða. í annarri versluninni hækkaði algeng þvottavél úr 37.899 krón- um í 38.500 krónur, eða um 1,5%. Ein tegund af kæliskáp hækkaði einnig um 1,5%, úr 26.188 í 26.604 krónur og önnur tegund af kæliskáp hækkaði úr 35.732 krónum í 36.819 eða um 7,5%. Sjónvarp, 20 tommu með ljarstýr- ingu, hækkaði úr 34.980 í 35.855 krónur, eða um 2,4%. I annarri verslun hafði hrærivél hækkað um 6%, úr 6.432 krónum í 6.850. Þvottavél hækkaði úr 46.947 í 48.376 krónur eða um 3% og kæliskápur úr 35.732 í 36.819, einnig um 3%. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Á Keflavíkurflugvelli. Flugfargjöld og ferðir hjá ferðaskrifstof- um hækka um 6%. Bílar hækka um 5—6%. Morgunblaðið/BAR Verðhækkun á heimilistækjum er mjög mismunandi. p$ « Fræðileg rök gegn aukiimi áfeng- isneyslu og bjórfrumvarpi TÓMAS Helgason hefur beðið Morgunblaðið að birta aftur og leiðrétta töflu sem birtist með grein eftir hann 1. mars sl. og koma eftirfarandi á framfæri. „Mynd 3 í grein minni í Morgun- Línurit vantaði í við- tal í sunnudagsblaði Vaxandi koltvísýringur og hitastig LÍNURITIÐ sem sýna átti hvernig koltvísýringsmagnið í andrúms- loftinu hefur farið vaxandi á und- anförnum 30 árum, var skilið eftir við birtingu á viðtali við prófessor Dean Abrahamsson í sunnudags- blaði, en í það var vitnað í grein- inni. Er þetta undirstöðulínurit þess sem viðtalið fjallaði um, vaxandi koltví- sýring í loftinu og meðfylgjandi gróð- urhúsaáhrif og hitnun við jörðina. Línuritið sýnir hversu hratt vax- andi koltvísýringurinn er, samkvæmt mælingum. Línan er tennt, sem stafar af því að á hveiju ári tekur gróðurinn svo mikið til sín á sumrin og minnk- ar við það heildarmagn koltvísýrings nokkuð, en á vetrum hækkar það aftur. Er þetta eitt af því sem sýnir áreiðanleika mælinganna. Eru þeir sem lásu greinina beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Greinin nefndist „Fólk og fiskar á íslandi hafa 40 ára aðlögunartíma að 4ra stiga hitun“. Koltvísýringur í andrúmslofti, 1959-84 (skv. mælingum á Mauna Loa, Hawaii) blaðinu þ. 1. mars sýnir hvemig neysla áfengs öls hefur bæst við neyslu léttra vína og sterks áfengis í Finnlandi, án þess að draga úr neyslu þess síðarnefnda, nema síður væri. Á myndina var dregin inn lína sem sýnir hvernig heildarneysla áfengis á íslandi, sem er bundin við létt vín og sterkt áfengi, hefur þróast með svipuðum hætti og neysla þessara áfengistegunda í Finnlandi. í prentun á myndinni féll niður merkið sem sýnir hver þessi lína er. Því er nauðsynlegt að birta myndina leiðrétta svo að sjáist hvaða hætta okkur getur ver- ið búin af áfengu öli. Auk þess voru tvær villur í hand- riti. Nafn Grétars Sigurbergssonar hafði misritast. í töflu, sem sýnir hvemig algengi drykkjusýki eykst eftir því sem heildarneysla áfengis á íbúa verður meiri í hverju landi, stóð að heildarneysla á Islandi væri 4,5 lítrar (sem er neyslan á mann 15 ára og eldri), en átti að standa 3,2 lítrar til þess að vera sambæri- legt við 5,6 lítra á íbúa í Svíþjóð og 8,3 lítra í Bandaríkjunum. Þann- ig sést enn greinilegar að drykkju- sýki er algengust þar sem mest áfengi er drukkið." Lítrar Mynd 3 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 Heildarneysla áfengis í Finnlandi 1935—1982 í lítrum hreins vínanda á íbúa á ári skipt eftir tegundum (Koskikallio). Greinilegt er hvern- ig áfenga ölið (bjórinn) hefur bæst við aðra áfengisneyslu og ekki dregið úr neyslu sterkra drykkja. Til samanburðar er heildarneysla áfengis á íbúa á Islandi dregin inn í myndina. Fyrirlestur um áfengi í Norræna húsinu NORSKI geðlæknirinn Hans Olav Fekjær mun halda fyrirlest- ur fyrir almenning fimmtudag- inn 3. mars kl. 20.30 í Norræna húsinu. Hann mun fjalla um áfengi, vimuefni og áfengis- stefnu. Fyrirlestur fyrir starfs- fólk í heilbrigðisstéttum verður síðan haldinn í Landspítalanum föstudaginn 4. mars kl. 13. Að heimsókn Fekjærs til íslands standa áfengismeðferðarstofnanir í landinu svo sem geðdeildir, með- ferðarstofnanir SAA, félagsmála- stofnanir ásamt meðferðarstofnun- um þeirra, lögreglan, Bandalag íslenskra kvenna og fjölmargir aðr- ir aðilar sem sinna áfengisvanda- málum. Hans Olav Fekjer hefur skrifað bækur um rannsóknir á áfengi og eiturlyQum. Hann starfar sem yfií- læknir á sjúkrahúsi í Osló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.