Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 17 Blikur á lofti eftir Pétur Björnsson Dimm ský hrannast upp á sjón- deildarhringinn og óveðursblikur nálgast óðfluga. Gengi krónunnar er komið úr skorðum. Það er halli á fjárlögum, halli á viðskiptum við útlönd og verðbólga laus úr böndum. Stormsveipur nýs matvælaskatts hrindir upp öllum gáttum og kaldur gustur nýrra skatta næðir um. Hriplek tunna Nýju skattamir kynda ekki að- eins undir verðbólgu, heldur leggj- ast þeir líka með fullum þunga á hjól þjóðarframleiðslunnar, drif- fjaðrimar, sem búa til verðmætin og skapa atvinnuna. Hallinn á ríkisrekstrinum er eins og hriplek tunna. Það er reynt að halda henni fullri með því að ausa sífellt í hana fersku vatni (sköttum). Annaðhvort er að gera við tunn- una... eða halda áfram að ausa. Þetta er hröð samantekt á ástandinu í dag og lýsir um leið fyrstu vísum virðisaukaskattsins, sem á að innleiða hér, hvað sem það kostar. Ef haldið er áfram að veita út almannafé með nýjum lögum frá Alþingi, kemur að því að skatt- stofna þrýtur og hjólin kikna undan skattþunganum. Þegar lifað er um efni fram, er aukin skattlagning óæskileg lausn, meðan kostur er á að SKERA NIÐ- UR RÍKISUTGJÖLD. Við eram komin í það ástand, að ef ekki koma til lengri tíma áætlanir um niðurskurð á breiðum grandvelli, getur hagkerfið fallið saman í óðaverðbólgu og stöðnun. Alþingi hefur eitt ábyrgð af slíkri ákvörðun á valdi sínu og ábyrgðin mun að sjálfsögðu falla í hlut þeirra manna sem SJA, SKILJA og ÞORA. Viljum við áframhaldandi „nei- kvæða“ skatta gegn „hriplekri tunnu“? Snákur í grasinu Norðmenn hafa gefið til kynna, að þeir vilji losna undan VIRÐIS- AUKASKATTINUM, sem þeir köll- uðu yfir sig á sínum tíma . . . en sá böggull fylgir skammrifi að ekki er hægt að snúa til baka þegar hann á annað borð er kominn á. „SVINDL VIRÐISAUKA- SKATTS", kallar Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV.’skattinn í lejðara sínum, haustið 1986, sem í tíma var skrifaður til varnaðar og er nú að skríða fram í dagsljósið. Þegar Norðmenn geta ekki hrint Flugleiðir selja Suðurfara FLUGLEIÐIR hafa afhent for- ráðamönnum Kabo Air í Nígeríu DC-8-55 þotuna TF-FLB en sam- ið var um sölu hennar fyrir nokkrum dögum. TF-FLB bar nafnið Suðurfari og hafði verið í eigu Flugleiða frá því í ársbyrjun 1986, en félagið hsifði haft vélina á leigu frá því 1982. Síðustu mánuðina hafði Suðurfari mest verið notaður sem varaflugvél í Evrópuflugi. Þijár Boeing 727 þotur Flugleiða annast nú mest allt Evrópuflug félagsins, en til viðbótar verður DC-8-63 þota í því flugi er sumaráætlun tekur gildi. I maí á næsta ári bætast tvær nýjar Boeing 737-4000 þotur í þann hluta flug- flota félagsins sem annast þetta flug. A meðfylgjandi ljósmynd frá Upplýsingadeild Flugleiða era Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða og Bjöm Theódórsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs ásamt forráðamönnum og flugmönnum Kabo Air við afhendingu TF-FLB á Keflavíkurflugvelli. OÍTIROn AFGREIÐSLUKASSAR RAFMOTORAR = HÉÐINN = í VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 S SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ? Pétur Björnsson „Á virðisaukaskattur- inn, þessi flókni, þungi klafi ríkisbáknsins raunverulegt erindi inn á okkar vettvang með þeirri tvísýnu sem hon- um fylgir? Skatturinn leggst á allar minnstu hreyfingar í samfélag- inu, sker óhugnanlega nærri almennu per- sónufrelsi og EIRIR ENGU. í leiðinni öðlast hið opinbera greiðari aðgang að einstakling- um landsins.“ oki skattsins af herðum sér, tökum við hann upp í trássi við óánægju og þann sýnilega galla, að skattur- ' inn nái ekki markmiði sínu, ef bragðið er útaf honum eða veittar undanþágur. Hingað til höfum við getað lifað góðu lífi með „plástrað- an“ söluskatt og SKATTFRJÁLS- UM MATVÆLUM. Jónas heldur áfram........ríkis- stjórnin léggur til að ríkisumsvif verði aukin um 2.100 milljónir (með framvarpinu um virðisaukaskatt)". „Það er eitt stærsta RÍKISDÝRK- UNARSKREF hennar í átt til Stóra bróður." . .. Virðisaukaskatturinn leggst á almennar neysluvörar, einkum innlenda búvöra og aðra matvöra, SEM SÖLUSKATTURINN GERIR EKKI. ... vegna þess hve skatturinn er þungur í vöftim, flókinn og fullur af skriffinnsku, verður hann helm- ingi dýrari í meðföram heldur en söluskatturinn og skattstofan þarf að flölga starfsmönnum úr 35 sölu- skattsmönnum í 70 virðisauka- skattsmenn, eins og Jónas tekur til orða. Afrakstri skattsins er svo ausið í hripleka tunnuna. Með dauða ófreskju á bakinu Umrótið sem hefur átt sér stað undanfarið hefur sett samfélagið úr jafnvægi. Kaupið nær ekki end- unum saman og ókyrrð hefur gripið um sig, eins og eðlilegt er. Þetta siglir strax í kjölfarið, þegar svona skattlagningu er skellt á, MEÐ EINU PENNASTRIKI. Hvemig skal halda ferðinni áfram, þegar útgjöld og áætlanir ríkisins era HÆRRI en þjóðartekj- urnar? Á . virðisaukaskatturinn, þesSi flókni, þungi klafi ríkisbáknsins raunveralegt erindi inn á okkar vettvang með þeirri tvísýnu sem honum fylgir? Skatturinn leggst á allar minnstu hreyfingar í samfélaginu, sker óhugnanlega nærri almennu per- sónufrelsi og EIRIR ENGU. í leiðinni öðlast hið opinbera greiðari aðgang að einstaklingum landsins. Flest bendir til þess að virðis- aukaskatturinn verði „plástraður" hjá okkur og missi marks. Eftir sitjum við með dauða ófreskju á bakinu. Ef við eram ekki á verði gagn- vart seilingum ríkisvaldsins, fær- umst við brátt frá handleiðslu guðs til handleiðslu ríkisins. Fjötrar ríkisvaldsins Verði virðisaukaskatturinn sett- ur á, höfnum við að lokum í sama bát og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem búa við þung kerfi og ríkisstýr- ingu. Svíar risu upp í fyrra og mót- mæltu, þegar þeir fundu út að ríkis- valdið var langt komið með að setja alla Svía á bás persónulegs tölvu- kerfís og persónulegra upplýsinga. Hvar endar ofurvald ríkisbákns- ins? ... það gengur svo langt að skattheimtumenn í Stokkhólmi tóku hús á fólki, jafnvel eftir miðnætti til betri árangurs, vegna grans um viðskipti með húsmuni, málverk og fl., eftir ábendingum nágranna. JAFNVEL NÁBÚINN ER ORÐ- INN NJÓSNARI KERFISINS. ... ung bamafjölskylda í Kaup- mannahöfn var látin telja fram til skatts þau „fríðindi" að hírast í einu herbergi hjá foreldram í þijá mán- uði, meðan HÚN VAR HÚS- NÆÐISLAUS Á GÖTUNNI. . . . einn danskur nágranni tii- kynnti annan til skattsins, fyrir að hafa málað þakið á húsinu sínu, SJÁLFUR . . . . . . annar nágranni var kærður fyrir að leggja eigin gangstétt — án þess að gefa upp til skatts. Við þekkjum^ ekki svona lagað héma heima á íslandi og eram því blessunarlega laus við þessháttar RÍKISFJÖTRA, ennþá. Einstaklingshyggja okkar íslend- inga hefur hingað til forðað okkur frá því að lenda í þeim fjötram. Höfundur er forstjóri Vifilfells hf. LYFTISTONG FYRIR FYRIRTÆKIÐ HYSTER lyftarar hafa sannarlega reynst atvinnulífinu á íslandi lyftistöng í gegnum árin. Síðustu 50 ár hafa framleiðendur HYSTER lyftara verið frum- kvöðlar tækninýjunga í útbúnaði lyftara. Á meðal þeirra eru eftirtaldir eiginleikar HYSTER diesel lyftara sem auka afrakstur, lækka rekstrar- og viðhaldskostnað og auka stýrihæfni og lipurð. HYS Iþ- Hyster sjálfskipting, sem er sérhönnuð fyrir erfiðisvinnu Hyster monotrol inngjöf, einn pedali fyrir bæði afturábak og áfram keyrslu. ► Hyster stýriöxull, engar stillingar, minna viðhald og betri ending hjólbarða. ■ ■ ► Hyster Vista opinn gálgi ► Gott verð og góðir greiðsluskilmálar. I sl( Hafið samband við sölumann ■ HYSTER lyftara hjá HAMRI. SA RETTIFYRIR ÞIG HF HAIVIAR Hamai h(.. Giandagarðl 11 - Sími: 91-2 2123 NæsL.Auglýsingastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.