Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Meiri ábyrgð — minm örkuml Til Velvakanda. urinn. Já, og það á sama tíma og ástand ökutækis, staðhætti, færð, Nokkur orð vegna nýrra um- ferðarreglna. Nýjar umferðarreglur er gott og blessað ef þær verða til þess að fækka slysum og bæta limferðarmenninguna. Eg efast stórlega um að svo vérði, því miður. Aðgerðir umferðarráðs og trygg- ingarfélaganna eru frá mínu sjónar- miði mjög fálmkenndar og jafnvel til þess eins að auka slysin. Ef landsmönnum er stöðugt boð- ið að kaupa af sér ábyrgð með pen- ingum eða beltum, kallar það á auknar hættur. Það er ekki lausnin að forða baminu frá slysi með því að loka það inni í stofu. Það er heldur ekki lausn gagnvart um- ferðinni að skylda farþega í aftur- sæti bifreiðar að vera í stálhylki. Nú er ég ekki með öllu að for- dæma bílbelti en það er ekki sama hvar menn eru búsettir. Ég t.d. spenni belti í Reykjavík vegna þeirra sem aka þar. Úti á landi þekkir maður á ökulaginu í fjarska hvort bifreið frá Reykjavík er á ferðinni og getur gert ráðstafanir áður en maður mætir henni. Ég tel að menn eigi að hafa nokkurt fijáls- ræði við að njörva sig niður við akstur með ólum. Það kastaði tólfunum í fyrra þeg- ar ökuhraðinn var hækkaður en það er einmitt hann sem er slysavald- ökuhraðinn í Ameríku var lækkaður niður í 90 km á hraðbrautum. Mér er kunnugt um það því dóttir mín er búsett í Ameríku. Að hækka hérna ökuhraða úr 80 km í 90 km er sama og hækka hraðann um 20 km, sem sagt í 100 km hraða af fenginni reynslu. Það er algjört óráð að hækka ökuhraða og bjóða síðan landsmönnum að kaupa af sér ábyrgð með auknum tryggingum og kaskó. Meiri ábyrgð og minni örkuml. Það bætir enginn örkuml með pen- ingum. I seinni tíð hef ég spurt sjálfan mig að því, hvort það sé tilviljun að ég hef sloppið við óhöpp í um- ferðinni, en ég byijaði að keyra bíl árið 1947 og hef keyrt allar götur síðan eða í 40 ár. Að lokum beini ég orðum mínum til umferðarráðs, sem ég kenni í bijósti um. Ef ég væri formaður umferðarráðs byijaði ég á því að láta sérprenta 49 gr. umferðarlag- anna en hún hefur dugað mér í gegnum tíðina, og senda hana í allar bifreiðir á landinu og hvetja menn til þess að lesa hana og læra. Fari menn eftir henni eru belti óþörf og kappaksturshraðinn hyrfí. 49. grein hljóðar svona: Öku- hraða skal ávallt miða við gerð og veður og umferð og haga þannig, að aksturinn valdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra vegfarendur né geri þeim óþarfa tálmanir. Hraðinn má aldrei vera mejri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á ökutækinu og stöðvað það á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan og ökumaður hefur útsýn yfir. Sérstök skylda hvílir á öku- manni að aka hægt og sýna ýtrustu varkárni: í þéttbýli; þegar skugg- sýnt er eða skyggni lélegt; við vega- mót; í beygjum; við hæðarbrúnir; þar sem útsýn er takmörkuð að öðru leyti; þar sem hætta er á að ljós blindi ökumann; þegar mæta þarf öðru ökutæki á mjóum vegi eða brú eða þegar farmur stendur út af ökutæki; þegar hálka er; við gangbrautir; þar sem almennings- vagn hefur numið staðar eða er um það bil að stöðvast við biðstöð; þar sem börn eru á eða við veg eða gera má ráð fyrir að böm séu að leik; þar sem búfé stafar hætta af umferð ökutækja; þar sem unnið er að vegagerð; þegar ökutæki dregur annað ökutæki. Magnús Guðmundsson, fyrrv. lögregluþjónn. Þesslr hringdu . . Bjórínn er falskur vinur Móðir hringdi: „Nú er mikið rætt um bjórinn. Hvemig geta konur barist fyrir því að fá bjórinn flæðandi inn í landið? Mæður íslenskra bama, Guð hjálpi okkur. Er ekki nóg um drykkju- skapinn og foreldravandamálin þó við getum nú sleppt því að fá bjór- inn líka. Það verður til þess að ís- lendingar verða upp til hópa bjór- mjúkir alla daga og drekka svo sterkara um helgar. A kvöldin þeg- ar erli dagsins er lokið setjast allir inn í stofu og horfa á sjónvarpið og finnst nú að þeir eigi skilið að slappa af og fá sér bjórkrús. Um helgar slá krakkamir í púkk og láta kaupa fyrir sig kassa af bjór. Fara svo niður í bæ og rangla þar yfir nóttina, ekki þýðir að fara heim til mömmu og pabba, þau fóru út að skemmta sér. Það er eldra fólkið sem fyllir alla skemmti- staði hér um helgar. Unglingamir fá ekki að fara inn á þessa staði út af þessu aldurstakmarki. Mér fínnst þetta vera meira foreldra- vandamál. Það er eins og ungling- unum sé ofaukið oft á tíðum, þess vegna er þjóðfélagið eins og það er í dag. Bjórinn leiðir meiri ógæfu yfír okkur, hann kallar á annað sterkara. Höfum við ekki nóg af áfengis- og eiturlyfjasjúklingum? Ég treysti Kvennalistakonum til að mótmæla þessu harðlega á al- þingi, við mæður getum ekki horft á þetta. Við eigum að styðja og styrkja ungt fólk. Það á að taka við stjóm þessa lands á eftir okk- ur. Það verður ekki gert með bjór- n'eyslu. Burt með bjórinn, hann er falskur vinur." Síldin er komin - góð sýning Kona hringdi: „Við hjónin fórum að sjá sýn- ingu Iðunnar og Kristínar Steins- dætra, Sfldin er kominn, og viljum við þakka þeim og öllum leikurum í sýningunni fyrir góða og mjög vel gerða sýningu. Eins viljum við þakka framtakið hér á auða svæð- inu fyrir ofan Síðumúla þar sem sett hafa verið niður grenitré. Þau eru mikið augnayndi." Mikil hækkun bifreiðatryg^inga Friðþjófur Þorgilsson hringdi: „Nokkur orð vegna stórfeldrar hækkunar bifreiðatrygginga sam- fara lækkun á varahlutum og óbreyttum launalið. Samt er ábyrgðartryggingin hækkuð uppí 250 milljónir, sem er stjarnfræði- leg tala en að hefur engan tilgang nema til að rökstyðja þá hækkun sem orðin er. Og þessi hækkun gjalda kemur jafnt niður á alla hvort sem þeir hafa ekið tjóna- laust í þijátíu ár eða eru fijálsir að valda tjóni svo til daglega. Með misnotkun kaskótryggingar á þann veg að menn geti tryggt eigin bifreið fyrir skemmdum sem þeir valda sjálfir hefur verið farið inn á vafasama braut. Aðaltjóna- valdamir eru árgangamir frá 17 til 25 ára. En öllum er ætlað að bera kostnaðinn af tjónunum. Ég veit ekki hvemig öryrkjar eiga að fara að því að halda úti bfl eins ogþessi gjöld eru orðin há.“ Köttur Svartur köttur og með hvíta bringu og hvítar loppur fannst á flækingi við Hlemm fyrir nokkru. Eigandi hans er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 27397. Leðurpoki Brúnn leðurpoki tapaðist fyrir skömmu. Finnadi er vinsamlegst beðinn að hringjaí síma 43267. Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. T.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Frftt inn fyrir kl. 21:00 — Aðgangseyrir kr. 300 eftir kl. 21:00,- •iuc.,no*lS~om AFMÆLISTILBOÐ 4 STERKUR 0G ENDINGARGÚÐUR SN0WCAP ÍSSKÁPUR A STÚRKOSTLEGU AFMÆUSTILBODSVERÐI 280 lítra tviskiptur kæliskápur með 45 lítra frystihólfi. Hægri/vinstri opnunarmöguleikar. Sjálfvirk affrysting. Mál: h: 145cm, b: 57cm, d: 60cm. Verö áöur 26.400- A fmælistilboösverö 21.900.- HBBi . r VtSA ■m l GÆÐI Á GÓÐU VERÐI JE GELLK? 20, SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800 SJIÍ' + II'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.