Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 5 Splunkuný söngskemmtun með RÍÓ TRÍÓ ásamt Ernu, Evu og Guðrúnu og þriggja landa stórsveit Broadway undir stjórn GUNNARS ÞÓRÐA RSONA R. Næstu sýningar 5., 18., 19., 25. og 26. mars. Miðasala daglega frá kl. 9-19 ísíma 77500. Hótel Holiday Inn: Verð aðgöngumiða með glæsilegum þríréttuðum kvöldverði kr. 3.200,- Gunnar Þórðarson hljómsveitarstjóri Ráðinn aðalfram- kvæmdastjóri NÚ ER að hefjast annað ár í rekstri Holiday Inn hótelsins í Reykjavík og eru horfur góðar í bókunum og öðrum viðskiptum á árinu. Byggingarkostnaður hótelsins fór hins vegar fram úr áætlun, m.a. vegna þess að hótel- ið varð betur búið en ráð var fyrir gert í upphafi. Nýir hluthafar eru nú komnir í reksturinn og þar með ný stjórn, en I henni éru Guðbjörn Guðjónsson, stjórnarformaður, Páll Jónsson og Sigurður Siguijónsson. Er nú unnið að endurskipulagningu reksturs og fjármála. Meðal breytinga er að rekstrinum hefur verið skipt í tvö svið. Annars vegar er hótelsvið og er Jónas Hvannberg framkvæmdastjóri þess, en hann hefur verið hjá Holiday Inn frá upphafí. Hins vegar er veitinga- svið hótelsins og verður fram- kvæmdastjóri þess ráðinn síðar í þessum mánuði. Aðalframkvæmdastjóri hótelsins hefur verið ráðinn Ólafur Örn Har- aldsson, en hann var áður fram- kvæmdastjóri innanlandsdeildar Útsýnar hf. og þar áður fram- kvæmdastjóri Hagvangs hf. Fjár- hagsleg endurskipulagning felst m.a. í skuldbreytingu skammtíma- lána og samningum við stærstu lánadrottna. Með þessum aðgerðum og vaxandi eftirspurn eftir þessu nýja hóteli verður reksturinn tryggður. (Frétt .tilkynning) Fiskverð breytir stefnu okkar ekki - segirJónSig- urðsson, við- skiptaráðherra „FISKVERÐ er ákveðið á sínum vettvangi og ég vil alls ekki tengja það neitt við breytta efna- hagsstefnu. Hún hefur verið kynnt og það er stefna, sem stjórnin er ákveðin í fylgja,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, í samtali við Morgun- blaðið. Jón var spurður hvort breytingar á fískverði gætu haft einhver áhrif á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar, en fulltrúar sjómanna hafa lýst því yfir að þeir munu krefjast hækk- unar á fiskverði: „Breytingar á fisk- verði hafa fyrst og fremst áhrif á afkomu fiskvinnslunnar,“ sagði Jón. „Eg vil ekki segja neitt um það annað en það, að eins og fram hefur komið, hefur ríkisstjórnin gert grein fyrir áformum sínum sem auðvitað tengjast gerð þessara kjarasamninga og margvíslegri málaleitan fulltrúa sjávarútvegsins á undanförnum 'vikum. Þetta er afstaðan og hún breytist ekkert við breytingar á fiskverði," sagði Jón Sigurðsson. Ólafur Örn Haraldsson. Beltin spennt Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lætur ekki sitt eftir liggja til stuðnings þjóðarátaki i umferðarmál- um. Auk þess að ávarpa þjóðina í öllum útvarps og sjónvarpsstöðvum kvöldið fyrir gildistöku nýrra um- ferðarlaga sýnir hún gott fordæmi og spennir beltið.- Myndin er tekin fyrir fram- an skrifstofu forseta í Stjórnarráðshúsinu þann 1. mars. Að sögn Umferðar- ráðs virðist sem landsmenn hafi almennt brugðist vel við nýju lögunum. Bílbelta- og ökuljósanotkun hefur t.d. verið mikil um allt land og verða tölur um það birtar á Morgunblaðið/Jóhannes Long næstUnní. INGISfitRS EH9AI.S SÖNGVARARNIR ÞORVALDUR HALLDÓRSSON, BJARKI TRYGGVASON, HELENA EYJÓLFSDÓTTIR OG NÚ í FYRSTA SINN MEÐ STJÖRUNUM ÓÐINN VALDIMARSSON syngja öll vinsælustu lögin í gegnum tíðina Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Ath! Aðeins þessi eina helgi. Verð aðgöngumiða með glæsilegum þríréttuðum kvöldverði kr. 3.200,- Miðasala og boröapantanirdaglega frá kl. 9-19 ísíma 77500. Þriggja landa stórsveit ásamt söngvurum Lögreglan svarar áfram LÖGREGLAN i Reykjavík mun veita vegfarendum upp- lýsingar um rétt þeirra og skyldur samkvæmt nýju um- ferðarlögunum, þrátt fyrir að sérstakri símaþjónustu hafi verið hætt. Þeir, sem eru í einhveijum vafa um hvernig skilja beri • nýjar reglur, geta hringt í sítna 11110 eða 10208. Sjá spurningar og svör á bls. 42-43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.