Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 „Pallborðs- umræður í réttu ljósi“ eftirJón Ásbergsson Morgunblaðið birti 18. febrúar sl. grein eftir Sigríði R. Hermóðs- dóttur er bar heitið „Nokkur orð um landbúnaðarmál". Vitna grein- arhöfundur þar í umræðuþáttinn „A pallborðinu" er var á dagskrá Ríkisútvarpsins sunnudaginn 7. febrúar sl. og fullyrðir hún að undir- ritaður hafí þar farið niðrandi orð- um um íslenzka bændur og m.a. sagt að „bændur væru stétt manna sem ætti að vera farin á hausinn fyrir löngu". I greinarlok skorar Sigríður á landsbyggðarfólk að hætta að verzla í búðum Hagkaups vegna afstöðu minnar til bænda. Vegna þessara skrifa Sigríðar R. Hermóðsdóttur er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Þátttak- endur í fyrmefndum útvarpsþætti voru auk mín þeir Ingólfur Mar- geirsson ritstjóri Alþýðublaðsins og Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. Stjómandi þáttarins var Broddi Broddason fréttamaður. í þættinum var varpað fram ýmsum spumingum m.a. um sölu á eggjum og kjúklingum, samningamál, gengismál, lista- mannalaun, starfsmannafjölda í rússneska sendiráðinu o.fl. Þátttak- endur svömðu að sjálfsögðu þeim spumingum sem fyrir þá vom lagð- ar, skiptust á skoðunum og nokkr- um léttum skotum. Við hlustun á segulbandsupptöku af umræðunum er hins vegar ljóst að undirritaður lét engin orð falla — hvorki beint né óbeint — sem unnt er að túlka á þann veg sem Sigríður gerir í Morgunblaðsgrein sinni. Málefni íslenzks landbúnaðar vom í raun varla rædd í þessum þætti og þau fáu orð sem um hann féllu vom mælt af öðmm þátttakendum en mér. Islenzkur landbúnaður á vissu- lega við mikla erfíðleika að etja um þessar mundir. Framþróun tækni og tækja hefur gert það að verkum að nú þarf færri hendur en áður til að framleiða þær landbúnaðar- vömr sem unnt er að selja innan- lands. Afleiðing þessarar þróunar er að bændum mun fækka á næstu ámm og áratugum. Þetta er óum- deilanleg staðreynd, enda viður- kennd af ölium þeim er um þessi mál fjalla, m.a. af forystumönnum Jón Ásbergsson. „Við hlustun á segnl- bandsupptöku af um- ræðunum er hins vegar ljóst að undirritaður lét engin orð falla — hvorki beint né óbeint — sem unnt er að túlka á þann veg sem Sigríð- ur gerir.“ bænda og stofnunum landbúnaðar- ins. Slík röskun á högum jafn gró- innar stéttar og bændur em, hlýtur að valda miklum sársauka og trega. Vamarbarátta þeirra einkennist því af skiljanlegum ástæðum af tals- verðum tilfinningahita. Hinsvegar þjónar það ekki málstað þeirrar vamarbaráttu að gera öðmm upp skoðanir og annarlegar hvatir og hlaupa í fjölmiðla með fjarstæðu- kenndar fullyrðingar og ásakanir sem em allt að því mannorðsmeið- andi. Að lokum býð ég Sigríði R. Her- móðsdóttur ávallt velkomna í verzl- anir Hagkaups, bæði sunnan og norðan heiða. Vona ég að hún muni, eins og annað landsbyggða- fólk, fínna þar ýmsan innlendan og erlendan vaming sem eigulegur þykir og verðlagður á vinunandi hátt, því stefna Hagkaups fyrr og síðar er að selja „góða vöm ódýrt". Höfundur er forstfóri Hagkaups. BRUNNDÆLUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.