Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 7 Albert GK með g'ott kast á síðunni á miðunum undan Suðurlandi. Morgunblaðíð/Jón Páii Ásgeirsson Loðnuveiðar: Fullfermi á 5 tímum LOÐNUSKIPIN moka upp af lan- um jafnóðum og þau koma á miðin. Guðmundur VE var í gær 5 tima að taka fullfermi, 900 tonn. Afli dag hvern er þó ekki í hærri kantinum, meðal annars þar sem 10 skip hafa lokið veið- um og eitt fór aldrei til loðnu- veiða, heldur seldi kvótann. Þá er fjöldi skipa daglega á leið milli miða og lands. Auk. þeirra skipa sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á þriðjudag: Erling KE 650 til Sand- gerðis, Eskfirðingur SU til Eski- fjarðar, Guðmundur Ólafur ÓF 600 til Neskaupstaðar og Hilmir II SU 580 til Sandgerðis. Aflanum land- aði hann reyndar í Njarðvík, þar sem Sandgerðishöfn er of grunn fyrir hann. Loðnunni var því ekið á milli. Síðdegis á miðvikudag höfðu eft- irtalin skip tilkynnt um afla: Huginn VE 580, Gígja VE 750 og Guð- mundur VE 900 til Vestmannaeyja, Albert GK 730 óákveðinn, Börkur NK 800 til Neskaupstaðar, Keflvík- ingur KE 300 til Grindavíkur og Helga IIRE 530 til Hafnarfjarðar. Besti línu- afli í mörg ár Hellissandi. MJÖG góður Iínuafli hefur ver- ið hjá bátum sem róa frá Rifs- höfn á þessari vetrarvertíð. Alls hafa komið á land um 2.000 tonn af bolfiski frá áramótum sem er talsvert meiri afli en á sama tíma í fyrra. Vertíðin hefur einkennst af rysj- óttu veðurfari. Hefur það gert smærri bátum erfitt fyrir. Afla- hæstu bátar á línuvertíðinni eru mb. Rifsnes SH 44 með 349 tonn, Tjaldur SH 270 með 314 tonn, Hamrasvanur SH 201 með 276 tonn, Hamar SH 224 með 275 tonn og Saxhamar SH 50 með 175 tonn. Hann byijaði ekki fyrr en eftir miðjan janúar og hefur róið með einfalda línulengd en hinir hafa róið með tvö köst. Einnig hefur verið góður línuafli hjá smærri bátunum þegar gefið hefur á sjó. Mestan afla af smærri bátunum hefur Esjar SH 75 með 90 tonn, Þorsteinn SH með 77 tonn, Stapavík SH með 71 tonn og Bára SH með 70 tonn. Nú eru allir bát- ar sem róa frá Rifi að hætta línu- veiðum og skipta yfir á net og vonast menn til að þessi vertíð gefi hinum ekkert eftir hvað afla- brögð snertir. - ÓR Fiskverð féll í Þýzkalandi VERÐ á ferskum karfa féll í Þýzkalandi í gær. Þá fengust um 47 krónur fyrir kílóið af karfan- um, en á mánudag fór það á 58 krónur. Karlsefni RE seldi 219 tonn, mest karfa ú Bremerhaven á mið- vikudag. Heildarverð var 10,5 millj- ónir króna, meðalverð 47,62. Á mánudag fékk Viðey rúmar 58 krónur að meðaltali á kíló af sínum fiski. Munurinn er því 10 krónur og reyndar meiri, þegar tekið er tillit til gengisfellingar krónunnar. Ein ástæða verðlækkunarinnar er samgöngutruflanir í Þýzkalandi vegna snjókomu, en aðrar framboð umfram eftirspurn. Frjálst verð á loðnu- hrognum VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur orðið sammála um frjálsa verðlagningu á loðnu- hrognum og loðnu til frystingar og ennfremur verðlagningu á grásleppuhrognum. Akvörðun þessi gildir til loka yfirstandandi vertíða. Innifalið er flug og gisting í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Holiday Inn Crowne Plaza. Tilboðið gildirtil 1. apríl. Verðfrákr. Innifalið er flug og gisting í tvíbýli með morgunverði í 2 næturá Holiday Inn Crowne Plaza. Tilboðið gildirtil 15. apríl, að undanskilinni páskavikunni. Verðfrákr. Þessi glæsilegu 5 stjörnu hótel hafa þegar öölast miklar vinsældir meðal viðskiptavina okkar, enda eru þau frábærir dvalarstaðir, jafnt fyrir fólk í viðskiptaerindum sem ferðalanga í stuttu fríi. Bæði eru vel staðsett og öll þjónusta til fyrirmyndar. Viljirðu njóta vorkomunnar, líta í verslanir, láta dekra við þig og upplifa sannkallaða stórborgarstemmningu, þá gefst þér nú alveg einstakt tækifæri. -Og við látum gengisfellinguna ekki hafa nein áhrif á afmælis- veisluna! Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-2-72-00. í tilefni tíu ára afmælis Samvinnuferða-Landsýnar og eins árs afmælis Holiday Inn Crowne Plaza hótelanna í Amsterdam og Hamborg fögnum við frábæru samstarfi með óviðjafnanlegu afmælistil- boði næstu vikur. Lnxnspakki í Amsterdam Morgunverður með kampavíni, heimsókn á Rijksmuseum, dæmigerð hollensk pönnukaka til hádegisverðar, sigling ásíkjunum og glæsilegur kvöldverður. Þetta býður Holiday Inn Crowne Plaza þérfyrirkr. 1.550.-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.